Morgunblaðið - 18.05.2022, Qupperneq 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022
✝
Svavar Hilm-
arsson fædd-
ist á fæðing-
arheimili Reykja-
víkur 22.
september 1962.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 29. apríl
2022.
Foreldrar
Svavars eru hjón-
in Hilmar
Svavarsson símvirki, f. 22. mars
1939 og Aldís Ólöf Guðmunds-
dóttir skólaritari, f. 9. ágúst
1940.
Systkini Svavars eru Fjóla, f.
18. júlí 1965 og Brynjólfur Þór,
f. 16. nóvember 1969.
Börn Svavars eru Hilmar
Guðbjörn, f. 7. nóvember 1981
og Ingunn Anna, f. 17. júlí 2002.
Fóstursonur Svavars er Sig-
urður Þráinn, f. 12. febrúar
1986. Eiginkona Sigurðar Þrá-
foreldrum sínum og systkinum í
Vesturberg í Breiðholti þar sem
hann gekk í Fellaskóla og Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti.
Svavar starfaði við ýmislegt á
lífsleiðinni, aðallega bókhald og
endurskoðun. Hann var fjár-
málastjóri Seglagerðarinnar og
sá um bókhald og skattframtöl
fyrir ótrúlega mörg fyrirtæki
og einstaklinga sem þurfa nú að
leita á önnur mið. Leiðir Svav-
ars og Berglindar lágu saman
árið 1995 og þau hafa verið sam-
ferða í gegnum lífið æ síðan.
Þau bjuggu fyrst á stúd-
entagörðunum við Eggertsgötu,
síðan við Reykjavíkurveg í
Hafnarfirði og þaðan lá leiðin í
Vesturberg í Breiðholtinu. Árið
2007 fluttu þau í Kjarrmóa í
Garðabæ. Svavar elskaði fót-
bolta, hestamennsku og golf.
Hann hélt með Fram og Man-
chester United alla tíð, var mik-
ill dýravinur og átti nokkra
hesta.
Útför Svavars fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í dag,
18. maí 2022, klukkan 13.
ins er Anna Berg-
mann, f. 8. mars
1985. Börn þeirra
eru Álfrún Klara, f.
5. ágúst 2012, Björn
Þráinn, f. 30. októ-
ber 2015, Úlfur Orri,
f. 14. desember 2018
og Stormur Hrafn, f.
14. desember 2018.
Móðir Hilmars
Guðbjörns og fyrr-
verandi sambýlis-
kona Svavars er Margrét Guð-
rún Sigurðardóttir, f. 14.
desember 1963.
Eftirlifandi eiginkona Svav-
ars er Berglind Anna Sigurð-
ardóttir, f. 11. febrúar 1968.
Svavar og Berglind gengu í
hjónaband árið 1999.
Svavar sleit barnsskónum í
Safamýrinni í Reykjavík þar
sem hann gekk í Álftamýr-
arskóla og æfði fótbolta af mikl-
um móð. Síðar flutti hann ásamt
Það var hinn 22. september
1962 sem hringt var í mig frá
Fæðingarheimilinu við Þorfinns-
götu og sagt að ég mætti koma í
heimsókn, því kona mín hefði fætt
okkur son. Það var svolítið skrít-
inn stund er við feðgar horfðum
hvor á annan í gegnum gler á fæð-
ingardeildinni. Mig langaði til að
kalla „sjáiði drenginn minn“ en ég
var víst einn á ganginum. Seinna
fékk ég að halda á honum. Aldís
sagðist aldrei hafa séð mig setja
upp svo stórt bros. Síðan liðu árin,
margt gerðum við feðgar saman.
Er ég hugsa til baka gæti það ver-
ið að hestaáhugi hans hafi hafist á
herðunum hjá mér. Trúlega ýtti
það við áhuga hans á fótbolta
þetta brölt mitt hjá Fram því ann-
að félag kom ekki til greina hjá
þér. Síðar meir stofnaðirðu þó
með gömlum félögum knatt-
spyrnudeild hjá Víkverjum. Þú
tókst að þér að gerast gjaldkeri
hjá knattspyrnudeild Fram um
tíma, enda kom fljótlega fram
áhugi á tölum og bókhaldi. Þú
starfaðir hjá Landsbankanum um
tíma sem gjaldkeri og síðan hjá
fleiri fyrirtækjum við bókhald og
endaðir sem fjármálastjóri Segla-
gerðarinnar. Þú sagðir við mig að
þú hefðir einn galla; hann væri sá
að þú gætir ekki fyrr en nú sagt
nei við fólk um aðstoð við bókhald.
Enda var það góð lýsing á þér
þegar þú neitaðir mér að fara upp
á spítala til þess að fá læknisað-
stoð, að þú þyrftir að klára launa-
útreikninga fyrir nokkur fyrir-
tæki. Þú eignaðist tvö
mannvænleg börn, Hilmar Guð-
björn með Margréti Guðrúnu Sig-
urðardóttur og Ingunni Önnu með
konu þinni Berglindi Önnu Sig-
urðardóttur, og voru þau þér mik-
ið kær. Marga góða hesta eignað-
ist þú og ögraðir mér í
útreiðartúrum með því að þú
þurftir að vera fremstur. En svo
kom kannski babb í bátinn því
sagt var: „Pabbi, það fór skeifa
undan klárnum.“ Já Svavar minn,
ættarlaukurinn, við áttum margar
góðar stundir og vorum að ræða
margt, en örlögin og heilsuleysi
þitt stoppaði það. Og eftir sitjum
við foreldrarnir, systkini þín og
fjölskylda sem syrgjum þig sárt.
Vertu sæll, sonur kær, og megi
æðri vættir vernda þig og ég veit
að okkar fólk sem farið er hefur
tekið á móti þér.
Mamma og pabbi.
Elsku stóri bróðir.
Nú ertu farinn og skilur eftir
þig stórt skarð. Það er svo margt
sem mig langar að segja en kem
ekki orðunum niður á blað svo ég
læt það vera og ylja mér við minn-
ingarnar.
Þú tókst hlutverk þitt sem stóri
bróðir alvarlega og passaðir vel
upp á litlu systur og verð ég þér
ævinlega þakklát fyrir það. Við
áttum oft góðar stundir saman
enda varst þú hrókur alls fagnað-
ar og hélst flottar veislur þar sem
alltaf voru nægar veitingar og góð
músík. Fótbolti, hestar, golf og
músík voru helstu áhugamálin þín
og þú naust þess að stunda þau í
góðum félagsskap milli þess sem
þú sinntir fjölskyldu, vinum og
vinnu. Þú varst samviskusamur,
traustur faðir, sonur, bróðir og
vinur og vildir allt fyrir alla gera.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Takk fyrir allt.
Þín litla systir,
Fjóla.
Æskuvinur okkar Svavar er
fallinn frá aðeins 59 ára gamall.
Vinátta okkar spannar yfir 50 ár
og hófst með bekkjarsetu í sjö ára
bekk í Álftamýrarskóla.
Það sem hefur tengt okkur
saman öll þessi ár er áhugi okkar á
fótbolta sem hófst í sjö ára bekk í
bekkjarliðum og fótbolta við öll
tækifæri. Var gjarnan dregið í lið í
kennslustundum svo allt væri
tilbúið þegar hringt var út.
Síðan færðist þessi áhugi okkar
yfir á æfingar og leiki hjá Fram og
eftir tvítugt stofnuðum við ásamt
fleirum knattspyrnudeild U.M.F.
Víkverja þar sem við spiluðum í
annarri og þriðju deild í Íslands-
mótum í yfir tíu ár. Einnig tókum
við þátt í ófáum pollamótum á Ak-
ureyri þar sem sigur í þeim var
nánast öruggur ef Svavar var til
staðar. Síðar leiddi fótboltaáhug-
inn okkur út í þjálfun og stjórn-
arstörf fyrir knattspyrnufélagið
Fram. Svavar hafði ótrúlegan góð-
an skilning á leiknum og er einn af
fáum sem gátu spilað allar stöður á
vellinum frá því að vera góður
markvörður yfir í að vera frábær
varnarmaður og einnig ótrúlegur
markaskorari. Svavar var einnig
hörkuduglegur í vinnu og eigin-
lega sama hvaða verkefni hann tók
að sér. Hann starfaði m.a. sem
bankamaður, fjármálastjóri og
hefur einnig rekið bókhaldsstofu.
Hans helsti kostur í öllum störfum
var að hann var alltaf mjög lausna-
miðaður og hafði ótrúlega góðan
skilning á þessum verkefnum.
Ekki má heldur gleyma að Svavar
hjálpaði oft við verkefni á heim-
ilum okkar félaganna og eins víst
að sumir hefðu aldrei haft gard-
ínur eða ljós ef Svavars hefði ekki
notið við. Svavar var mjög já-
kvæður og skemmtilegur hvort
sem var í leik eða starfi. Margar
eru því líka minningar af gleði-
stundum og hlátri með góðum vin-
um og félögum.
Á síðari árum hafa kannski ekki
verið jafn margar stundir saman
en engu að síður er það svo að í
hvert sinn er við hittumst kviknaði
gamla vináttan og öllum leið eins
og við værum 18 ára aftur.
Allir kostir Svavars lifa í minn-
ingu okkar um hann um ókomin
ár. Það er sárt að hafa misst mann
úr okkar innsta kjarna. Fátækleg
orð komast hvergi nærri enda-
lausum minningum um þig.
Svavar, elsku kallinn „my
captain“, við kveðjum þig nú með
sorg og trega í hjarta en einnig
endalausu þakklæti fyrir að hafa
fengið að vera þér samferða í
gegnum lífið.
Við sendum aðstandendum
Svavars okkar innilegustu samúð-
arkveðjur á erfiðum tímum.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þínir vinir,
Lárus, Vilhjálmur,
Ólafur Helgi og Albert.
Svavar Hilmarsson
✝
Benedikt
Geirsson fædd-
ist á Húsavík 12.
sept. 1953. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 6.
maí 2022.
Foreldrar: Geir
Benediktsson verk-
stjóri, f. 19.6. 1907,
d. 16.12. 1962 og
Paule Hermine
Eide Eyjólfsdóttir,
f. 26.8. 1911, d. 4.2. 1979. Systur
hans: Hlíf, f. 1949, Ingeborg, f.
1950, d. 2015, og Ólína, f. 1951.
Eftirlifandi eiginkona Bene-
dikts er Helga Möller, rithöf-
undur, fv. augl.stj. og blaðamað-
ur, f. 1950. Foreldrar: Gunnar J.
Möller, hrl., forstjóri Sjúkra-
samlags Reykjavíkur, f. 1911, d.
1988 og Ágústa S. Möller, f.
1913, d. 2007.
Fyrri kona: Elín Sigríður
Valdimarsdóttir. f. 1953. Börn
þeirra: 1) Runólfur Geir við-
skiptafræðingur, f. 7.6. 1976,
kvæntur Guðrúnu Jóhönnu
Georgsdóttur lækni, f. 1975.
Börn þeirra: Benedikt Snær, El-
ín María og Emil Sölvi. 2) Bergr-
ún Elín lögmaður, f. 1.2. 1980,
gift Samúel Orra Samúelssyni
endurskoðanda, f. 1979. Börn
þeirra: Valgerður Rún, Arn-
gunnur Elín og Samúel Páll.
mál hans alla tíð. Hann var mik-
ill félagsmálamaður, var í stjórn
Íþrótta- og ólympíusambands Ís-
lands 1997-2006, ritari og for-
maður afrekssviðs og var kjör-
inn heiðursfélagi sambandsins
2015. Hann var formaður Skíða-
ráðs Reykjavíkur 2013-2016,
gjaldkeri Skíðasambands Ís-
lands 1989-1994 og formaður
þess 1994-1998; í stjórn skíða-
deildar Fram og stjórn Vetr-
aríþróttamiðstöðvar Íslands á
Akureyri frá stofnun 1996-2008.
Hann var formaður hverfisráðs
Laugardals, formaður Félags
sjálfstæðismanna í Skóga- og
Seljahverfi 1988-2001 og for-
maður stjórnar Félags sjálf-
stæðismanna í Langholts- og
Vogahverfi 2006-2011. Hann
var varaborgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins 2002-2006, sat í
Íþrótta- og tómstundaráði,
stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna
Reykjavíkurborgar, í framtals-
nefnd og stjórn hjúkrunarheim-
ilisins Skógarbæjar. Hann var
um tíma í stjórn Kaupþings og
SP fjármögnunar og í stjórn
Minja og Minjaverndar var hann
í áratugi til dánardags.
2014 fluttu þau Helga í Norð-
lingaholt, þaðan sem stutt var í
fjöllin fyrir ástríðuskíðamann-
inn. Sumarhúsið í Efstadals-
skógi var og þeirra sælureitur í
15 ár.
Útför Benedikts fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 18. maí
2022, kl. 13.
Dóttir Helgu frá
fyrra hjónabandi:
Katrín Johnson
mannfræðingur, f.
1977, í sambúð með
Jóhannesi Arasyni,
f. 1970.
Benedikt ólst
upp í Móbergi á
Húsavík, var í sveit
á sumrin hjá föð-
urbróður sínum,
Bjarna á Bjarna-
stöðum, og síðar á Katastöðum
og Vestaralandi.
Hann lauk gagnfræðaprófi
1969, flutti til Reykjavíkur 16
ára, nam við Verslunarskólann
og FB, sótti fjölda tölvunám-
skeiða, námskeiða í verðbréfa-
miðlun við Endurmenntun HÍ,
sem og námskeið á sviði fjár-
mála, starfsmanna-, tíma- og
gæðastjórnunar, ársreikninga-
gerðar og lögfræði.
Benedikt vann í Landsbank-
anum 1972-1982, lengst við af-
urðalán. 1982 var hann ráðinn
deildarstjóri útlánasviðs Spron,
var aðstoðarsparisjóðsstjóri
1988 til 1999 og síðast fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs.
Hann vann hjá Ístaki 2005 til
starfsloka 2021. Hann var gjald-
keri, auk fleiri starfa á fjármála-
sviði.
Skíðaíþróttin var aðaláhuga-
Það var síðla árs 1998 sem ég
hitti hann Benedikt fyrst í Hálsa-
selinu. Þá hafði ég nýlega kynnst
dóttur hans Bergrúnu og það var
ekki laust við að ég væri kvíðinn
að hitta verðandi tengdafjöl-
skyldu í fyrsta skipti. Þar sem ég
heilsaði honum þá sá ég að hann
tók mig út, sagði svo í leiðinni að
hann hefði nú ekki búist við að ég
væri svona stór og að hann myndi
mögulega eiga erfitt með að venj-
ast því og brosti. Nú tæpum ald-
arfjórðungi seinna sit ég og
skrifa minningargrein um þenn-
an einstaka mann sem ég tel mig
hafa verið heppinn að geta kallað
tengdaföður.
Hann Benedikt var þeim eig-
inleikum gæddur að hann virtist
einhvern veginn kunna og vita
allt, hvort sem það tengdist smíð-
um, rafmagni eða í raun hverju
sem er. Ósjaldan leitaði ég ráða
og fékk hjálp frá honum þegar ég
lenti í vandræðum við fram-
kvæmdir heima fyrir. Ég get rétt
ímyndað mér að honum hafi nú
ekki fundist mikið koma til verk-
vits míns oft á tíðum en hann tók
viljann fyrir verkið hjá mér.
Benedikt fannst gaman að
fylgjast með hvað fólkið hans
hafði fyrir stafni og hringdi og
spurðist frétta þegar hann vissi
af okkur fjölskyldunni á ferða-
lagi. Eitt sinn þegar ég var að
stíga mín fyrstu skref í veiði og
var að veiða í Brynjudalsá þá
hringdi hann og sagðist vera á
leiðinni til mín, hann vildi sjá
hvernig þetta gengi hjá mér.
Stuttu seinna var hann mættur
og tók út frammistöðuna, hún var
alveg þolanleg að hans mati en
hann sagði hins vegar að ég væri
að gera ein reginmistök og það
væri að labba á milli veiðistaða
með veiðistöngina vísandi fram.
Hann sagði að þetta myndi bara
enda illa og veiðistöngin gæti
brotnað við svona aðfarir. Stuttu
seinna bauð ég honum að kasta
sem hann þáði og hann ákvað nú
að herða hnútinn vel áður en
hann kastaði en við það brotnaði
toppurinn á stönginni. Það kom
skelfingarsvipur á Benedikt en
svo mátti heyra hlátrasköllin í
honum dynja í Brynjudalnum og
ekki fannst honum minna fyndið
þegar ég náði að veiða á brotna
stöngina.
Benedikt var víðlesinn og hafði
mikinn áhuga málefnum líðandi
stundar og ég hafði stundum á
tilfinningunni að hann þekkti
alla. Allra mest brann hann þó
fyrir skíðaíþróttina enda fyrrum
formaður Skíðasambands Ís-
lands og vildi veg skíðaíþróttar-
innar sem allra mestan. Honum
fannst því ekki leiðinlegt þegar
ég lét loksins tilleiðast og fór að
stunda skíði fyrir nokkrum árum
og spurði svo vanalega eftir
skíðaferðir hvort ég hefði nú ekki
örugglega hallað mér vel fram og
hvort ég hefði nokkuð dottið
mjög oft eða illa.
Nú verða samverustundirnar
ekki fleiri og það er afskaplega
sárt að sjá á eftir öðlingnum sem
hann Benedikt var. Fráfall hans
fær mann til að hugsa um það
sem var og ekki síður hvað hefði
orðið, allar þær samverustundir
sem við munum fara á mis við.
Að leiðarlokum vil ég þakka
fyrir ferðalagið, fyrir leiðsögnina
og fyrir elsku Benedikt, ég skal
gera mitt besta að halla mér fram
og vísa stönginni aftur.
Þinn tengdasonur,
Samúel.
Minn kæri tengdafaðir verður
í dag jarðsunginn frá Háteigs-
kirkju. Þrátt fyrir veikindi und-
anfarin ár, áttum við ekki von á
að þurfa að kveðja svona fljótt.
Við munum öll sakna þess að
afi komi í fjallið og fái sér hádeg-
issnarl með okkur, jafnan nest-
islaus og spyrji: „Jæja, hvað er-
um við með gott í nesti í dag?“
Það fannst okkur öllum ávallt
mjög sniðugt en ekki síður nota-
legt. Ef afi kom ekki í fjallið, var
jafnan hringt í hann á heimleið-
inni og farið yfir hvernig skíða-
færið hefði verið og hverjir hefðu
mætt í fjallið.
Það var mikið áfall þegar hann
greindist með illvígan sjúkdóm
fyrir nokkrum árum sem tók
strax sinn toll. Þrátt fyrir veik-
indin, stóð hann í stórræðum síð-
astliðin ár, þar sem hann tók ald-
eilis til hendinni í Skíðaskála
Fram. Hann skipti meðal annars
út ónýtum ofnum, málaði og
sinnti ýmsu viðhaldi, enda hafði
hann sterkar taugar til skálans
sem hann tók þátt í að byggja á
sínum tíma. Þar áttum við einnig
góðar stundir, ekki síst þegar
skíðasvæðin voru lokuð vegna
Covid. Þá fannst okkur notalegt
að kíkja á afa við vinnu sína og fá
okkur hressingu saman.
Fleiri góðar minningar koma
upp í hugann. M.a. skemmtileg
skíðaferð til Austurríkis fyrir
nokkrum árum. Slíka ferð átti að
endurtaka með öllum barnabörn-
unum, en fyrst Covid og síðar
veikindi hans, komu í veg fyrir að
svo yrði.
Seint verður farið til Húsavík-
ur eða á Fáskrúðsfjörð án þess að
hann komi í upp í hugann. Þrátt
fyrir að hafa flutt ungur frá
Húsavík, fann ég ávallt fyrir
sterkum tengslum hans við bæ-
inn. Þangað fórum við nokkrar
skemmtilegar ferðir. Ekki stend-
ur síst upp úr ferð okkar á Andr-
ésar Andar leikana 2019. Þá tók-
um við frí einn dag og fórum í
Sjóböðin og fannst okkur skondið
að hann þekkti nánast alla sem
voru í böðunum þann daginn. Svo
var farið upp í kirkjuturninn á
Húsavíkurkirkju og auðvitað var
komið við á gamla skíðasvæðinu,
þar sem hann sagði barna-
börnunum frá skíðaiðkun beint
eftir skóla, enda skíðalyftan nán-
ast við skólann.
Ég er ótrúlega þakklát fyrir
það, hversu vel hann tók á móti
mér er ég kom inn í fjölskylduna.
Ekki spillti fyrir sameiginlegt
áhugamál en við gátum spjallað
endalaust um skíðaiðkun. Þá var
helst farið yfir nýjustu úrslitin í
heimsbikarnum á skíðum, þannig
að öðrum þótti jafnvel nóg um.
Ekki datt okkur í hug að
heimsóknin nú um páskana, þar
sem horft var á Liverpool keppa í
Meistaradeildinni yrði sú síðasta.
En sú varð því miður raunin.
Kæru aðstandendur, ég votta
ykkur öllum innilega samúð
mína.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson)
Sofðu vinur vært og rótt
verndi þig Drottinn góður.
Dreymi þig vel á dimmri nótt
dýrð þíns Jesú bróður.
(Þorkell G. Sigurbjörnsson)
Guðrún Jóhanna
Georgsdóttir.
Elsku besti afi kvaddi okkur 6.
maí síðastliðinn. Það er skrítin
tilhugsun að ég muni aldrei hitta
hann í sumarbústaðnum eða fara
með honum á skíði aftur. Afi
Benedikt var einstaklega hlý og
góð sál sem elskaði að umgangast
fólk, en stundum trúði ég því að
hann þekkti hálft Ísland.
Afa fannst gaman að fara með
okkur krakkana á skíði og vorum
við oft með honum í fjallinu seint
fram á kvöld. Hann þekkti annan
hvern mann á svæðinu sem gerði
okkur stundum kleift að skíða
eftir lokunartíma. Nestisstund-
irnar í fjallinu voru líka eftir-
minnilegar enda mætti afi ávallt
nestislaus, settist niður hjá
barnabörnunum sínum og spurði
hvort við værum ekki með eitt-
hvað gott fyrir hann í nesti.
Einnig voru margar góðar
minningar uppi í sveit, en sum-
arbústaðurinn var í miklu uppá-
haldi hjá öllum sem heimsóttu
hann. Afa fannst einstaklega gott
að fara í heita pottinn með einn
kaldan bauk fyrir kvöldmat. Þar
töluðum við oft um lífið og til-
veruna enda fannst honum alltaf
jafn skemmtilegt að heyra hvað
við höfðum fyrir stafni. Uppi í
sumarbústað var alltaf mikilvægt
að reyna að sofna á undan afa því
annars myndu hroturnar í honum
halda fyrir þér vöku, en þær
heyrðust alla leið upp á háaloft.
Ein af uppáhaldsminningum
mínum með afa eru ferðirnar
okkar. Stundum fór afi með mig
og Bensa í stuttar dagsferðir á
staði sem ég hafði aldrei heyrt
um áður. Ferðin okkar í Hval-
fjörðinn er minnisstæð, enda
hafði ég aldrei keyrt inn fjörðinn.
Þar kíktum við á herminjasafnið
og það tók ekki langan tíma fyrir
hann að byrja að segja okkur frá
allskyns staðreyndum um minja-
gripina. Misheppnaða ferðin okk-
ar að Þúfunni var einnig
skemmtileg, en þegar við komum
Benedikt Geirsson