Morgunblaðið - 18.05.2022, Page 17

Morgunblaðið - 18.05.2022, Page 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 að listaverkinu kom í ljós að það var verið að laga það þannig að við gátum ekki gengið upp á hól- inn. Það sem minnir mig þó mest á afa eru áramótin. Það var alltaf mikil spenna fyrir kvöldinu enda fannst okkur barnabörnunum ekkert skemmtilegra en að sprengja flugelda og horfa á ára- mótskaupið. Afa fannst ógurlega gaman að taka þátt í sprenging- unum og var oft fyrstur út í fjör- ið. Eitt minnisstætt atvik var þegar afi fékk þá gáfulegu hug- mynd að beygja sig yfir tertu sem virkaði ekki, án öryggisgler- augna, en það endaði auðvitað með ósköpum. Sem betur fer slasaðist hann ekki illa og því var gert mikið grín að honum, í kjöl- farið notaði hann alltaf rétta ör- yggisbúnaðinn. Það er erfitt að sætta sig við að fleiri minningar með afa muni ekki bætast við. Við barnabörnin erum þó þakklát fyrir allt sem við upplifðum með afa, minningar sem við munum geyma og ylja okkur við. Fyrir hönd barnabarnanna, Valgerður Rún. Elsku hjartans bróðir minn, það er þyngra en tárum taki að kveðja þig. Þú sem varst svo lífs- glaður og barðist eins og sönn hetja til síðasta dags, þú vildir svo mikið lifa með fólkinu þínu, að sjá barnabörnin þín vaxa og dafna. Nú verða símtölin okkar ekki fleiri en þú varst svo dugleg- ur að hafa samband, alltaf þegar þú hringdir var þetta fyrsta setn- ingin: „Hvernig hitti ég á þig?“ Þú vildir alltaf fá fréttir af ætt- ingjum þínum og vita hvernig öll- um liði. Fyrsta minning mín um þig er þegar þín var von í heim- inn, ég var þá fjögra ára. Pabbi fór með mig til frændfólks í Þór- unnarsel í Kelduhverfi þar til mamma væri búin að eiga þig. Svo kom hringing til að láta vita að drengur væri fæddur, ég var mjög glöð að fá bróður þar sem við systur vorum þrjár fyrir en þú gafst okkur öllum gælunöfn sem voru Ydda, Gogga og Illa en aðeins Goggu-nafnið festist við eina okkar og var notað innan fjölskyldunnar. Næsta minning var frá skírn- inni þinni þegar mamma bar þig upp að altari í Húsavíkurkirkju til skírnar og þú fékkst nafn föð- urafa okkar, Benedikt. Seinna hlaust mér sá heiður að færa dóttur þína upp að sama altari til skírnar en hún fékk nafnið Bergrún Elín. Ég man aldrei eftir þér öðru- vísi en kurteisum, heiðarlegum, afar félagslyndum og sem vini vina þinna. Eitt um heiðarleika þinn, þú fannst seðlaveski, vesk- inu komstu á lögreglustöðina. Veskinu kom lögreglan til eig- anda síns sem fullyrti að pening- ar hefðu verið í veskinu, þú varst mjög staðfastur á því að það voru ekki peningar í veskinu þegar þú fannst það. Annar aðili hafði fundið veskið á undan þér, hirt peningana og hent því aftur og þú svo óheppinn að finna það. Það er seint um kvöld að það er bankað hjá okkur í Móbergi, þá var það lögregla að láta þig vita að málið væri leyst, ég man ennþá hvað lögregluþjónninn sagði við þig: „Stattu alltaf jafn fastur á þínu og vertu jafn heiðarlegur í lífinu eins og núna.“ Þegar ég bjó á loft- inu í Móbergi og var búin að eign- ast Margréti mína, þá voruð þið Alli vinur þinn í Brún alltaf til í að passa hana, bara kaupa einn lítra af MS-ís í pappaumbúðum þá voruð þið ánægðir. Þegar allir voru heima í Móbergi spiluðum við vist langt fram á nótt, þú varst mikill spilamaður en afar tapsár, taldir slagina fram og til baka með vísifingri svo það heyrðist pikk pikk í borðinu. Þú varst mikill áhugamaður um skíðaiðkun og stundaðir skíði á meðan heilsa leyfði. Síðasta sam- vera okkar tveggja var fyrir ári þegar við fórum saman upp í Framskálann í Eldborgargili en þú varst að fara einn þangað til að dytta að skálanum, þú varst mjög handlaginn og iðinn við það sem þú tókst þér fyrir hendur. Þarna áttum við afar góða sam- verustund. Það er sárt til þess að vita að heimsfaraldur hafi rænt okkur tveimur árum að samveru, en góðar minningar fyrnast ekki. Þú varst glæsimenni, góð- menni, félagslyndur og vinsæll af frændsystkinum þínum og þau sakna þín. Eitt er ég alveg viss um að mamma, pabbi og systir okkar taka vel á móti þér, elsku besti bróðir minn. Ég mun ætíð sakna þín. Hvíl þú í guðs friði að eilífu. Elsku Helga, Runólfur Geir og fjölskylda, Bergrún Elín og fjöl- skylda og Katrín, við Stefán sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðju vegna andláts ykkar elskaða eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og stjúpföður. Þín stóra systir, Hlíf Geirsdóttir. Fráfall bróður míns Benedikts er mikil sorg fyrir okkur alla fjöl- skylduna. Hann elskaði lífið. Margt var ógert og alls ekki tímabært að fara, ferðalög, skíða- ferðir, dytta að sumarbústaðnum o.fl. Margar minningar rifjast upp sem hjálpa manni í sorginni. Það voru tvö ár á milli okkar. Barnæskan og unglingsárin heima í Móbergi á Húsavík, þar áttum við heima þar til við flutt- um suður 17 ára til náms og vinnu. Við vorum miklir vinir og félagar, fyrst minnist ég þegar farið var í balabað og við elsk- uðum að stríplast og hlaupa hringinn herbergi úr herbergi og hoppa í rúmum og lékum á als oddi. Seinna var farið á skíði, nóg var af brekkunum heima við Mó- berg og skíðalyftan við hliðina á skólanum, svo skautaferðir suður Garðarsbrautina og rennt sér á Hjarðarholtstúninu á kvöldin með tunglskin og stjörnubjartan himin yfir sér. Seinna var farið á sveitaböllin og oft með þeim fyrstu út á gólfið og margir héldu að við værum kærustupar og enginn þorði að bjóða okkur upp. Eftir að við fluttum suður leigð- um við herbergi. Það var stutt á milli okkar fyrsta árið og bróðir var í fæði hjá okkur Diddu, eng- inn ísskápur, bara geymt við op- inn glugga en það kom fyrir að maturinn var horfinn þegar átti að fara að elda. Við fórum heim í Móberg til mömmu á hverju sumri og um jól til að vinna og seinna í fríum með fjölskylduna, Hlíf systir bjó uppi á lofti með sína fjölskyldu, þá var glatt á hjalla og spilað fram á nætur. Oft var farið í Skálatún og Ingeborg systir heimsótt. Við misstum pabba okkar ung og vorum búin að missa báða foreldra okkar inn- an við þrítugt. Það varð til þess að við systkinin vorum mjög sam- heldin, elsta systir okkar Hlíf gekk okkur yngri systkinum í móður- og föðurstað. Benedikt og Helga komu til okkar Sveinbjörns á Spáni í nóv- ember síðastliðnum og áttum við góðar stundir saman sem við minnumst með miklu þakklæti og gleði. Nú er bróðir minn kominn til pabba, mömmu og Ingeborgar, hlýjan og kærleikurinn umvefur hann. Ég sendi Helgu og að- standendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ólína systir. Skjótt hefur sól brugðið sumri því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. Sofinn er nú söngurinn ljúfi í svölum fjalldölum. Grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hverjum. Svo kvað skáldið góða Jónas Hallgrímsson, þegar hann heyrði lát skáldbróður síns Bjarna Thorarensens. Þetta erindi leitar á hugann, þegar ég reyni að sætta mig við að ljúfur mágur minn Benedikt Geirsson hafi beð- ið ósigur í baráttunni við hinn illa óvin krabbameinið, langt fyrir aldur fram. Í byrjun leit út fyrir að lyf og læknar gætu lengt ævi- tímann, og lífsviljinn, baráttu- þrekið og bjartsýnin voru ótæm- andi. En allt kom fyrir ekki. Eftir situr systir mín Helga með brost- ið hjarta. Þau héldust í hendur gegnum þessa raun og reyndu að njóta samvistanna og sameigin- legra áhugamála. Við hin dáð- umst að dugnaði þeirra og æðru- leysi. Covid setti stórt strik í reikninginn og takmarkaði um- gengni við fjölskyldu og vini og mörgum spennandi ferðum var frestað, sem nú verða ekki farn- ar. Sú ferð sem hann hefur tekist á hendur varð ekki umflúin. Nú hnípa grátþöglir harma- fuglar á húsgöflum sælureits þeirra í Koti. Við fjölskyldan drjúpum líka höfði. Enginn ræður sínum nætur- stað. Öðlingur er genginn og harmur kveðinn að eiginkonu, börnum, barnabörnum og vinum. Veri yndislegi mágur minn kært kvaddur og Guði falinn. Þóra G. Möller. Mágur minn og vinur, Bene- dikt Geirsson, er fallinn frá eftir harða baráttu við illvígan sjúk- dóm, æðrulaus til hinsta dags. Heiðarlegur í hvívetna, góðviljað- ur og ljúflyndur með þægilega nærveru. Iðinn og ástundunar- samur í öllu sem hann tók sér fyr- ir hendur. Ráðagóður og hjálp- samur þeim sem til hans leituðu. Handlaginn hagleiksmaður sem gat yfirleitt gert við það sem bil- aði. Snyrtimenni, vel tilhafður og ávallt á hreinum og vel bónuðum bíl. Hann stundaði skíðaíþróttina af list. Geri mér í hugarlund, að hann hafi byrjað þriggja ára í Húsavíkurfjalli, kattliðugur og fullfær fyrir fermingu. Það var skemmtun að því fyrir alllöngu að sjá hann dansa niður brekkurnar í Saanen og nærliggjandi skíða- svæðum í svissnesku Ölpunum, að því er virtist fullkomlega áreynslulaust. Bláfjöllin voru honum kær til hins síðasta. Far- inn að þreki auðnaðist honum að skíða þar á nýliðnum vetri. Þau voru heimakær og gestris- in Helga og Benedikt. Heimili þeirra voru sérlega falleg, fyrst í Skeiðarvogi og síðan í glæsiíbúð á Ferjuvaði, með stórum opnum svölum og frábæru útsýni yfir Elliðavatn, Heiðmörk og austur- fjöllin. Það fór samt ekki milli mála, að unaðsreitur þeirra var bústaðurinn við rætur Efstadals- fjalls í Bláskógabyggð. Samrýnd, en höfðu hvort sitt hlutverk í kyrrðinni og náttúrunni. Á með- an Helga prjónaði og fegraði bú- staðinn af smekkvísi og list inn- andyra og sá um fuglana, heimil- iskettina og önnur dýr af alúð, undi hagleiksmaðurinn sér við að dytta að bústaðnum utandyra, með fánann við hún. Honum féll ekki verk úr hendi. Þegar gesti bar að garði var engu líkara en að Benedikt hefði nýlokið við að fernisera og mála bústaðinn, pall- inn og grindverkið og auk þess málað þakið daginn áður. Hið sama gilti um svefnskálann, Jak- obslæk, sem þau innréttuðu fyrir gesti sína og ég fékk oft að njóta. Það var hægt að dást að mörgu í fari Benedikts Geirssonar, en það sem prýddi hann fremur en flest annað var þýða, notalega lundin, sem honum var gefin í vöggugjöf. Það var mannbætandi að kynnast honum og eiga hann að vini. Blessuð sé minning hans. Jakob Þ. Möller. Kæri elskulegi frændi, Bene- dikt Geirsson. Það er með miklum trega að ég kveð þig elsku frændi, eftir hetjulega baráttu við þín veikindi og mikið æðruleysi. Það er nú þannig í lífinu, að minnsta kosti í mínu lífi, að maður velur sér fyr- irmyndir og einstaklinga til að líta upp til. Það varð mér ljóst, um leið og ég fór að hafa eitthvert vit í kollinum, að þú varst klár- lega einn af þessum einstakling- um. Þú varst bóngóður og vildir alltaf aðstoða ef þú áttir kost á því. Þú hafðir einnig sérstakt lag á því að sýna öðrum áhuga, muna eftir áhugamálum annarra og spyrja hvernig gengi. Þennan eiginleika hafa alls ekki allir og hann fær fólk til að líða vel. Þú sinntir félagsmálum af miklum áhuga og færðist ekki undan ábyrgð. Þú gegndir ábyrgðarstöðum og oftar en ekki formennsku, varst afar trúr þinni sannfæringu og fylgdir henni. Þú varst mikill húmoristi. Ekki síst hafðir þú mikinn húmor fyrir sjálfum þér og hlóst gjarnan manna hæst á þinn eigin kostnað, sem er afar góður eiginleiki. Í okkar síðasta símaspjalli áður en þú kvaddir, þá skelltir þú upp úr, eins og þér var einum lagið, út af einhverrri vitleysu sem valt upp úr mér. Já, það fór alltaf vel á með okkur. Það var mikið lán að fá að njóta þess að fara með þér í þína síðustu skíðaferð og það er mér mikill heiður að hafa átt þig að sem uppáhaldsfrænda og góðan vin. Þú sýndir mikið æðruleysi í baráttunni við þín veikindi og ég veit að það verður tekið vel á móti þér á næsta stað. Þinn frændi, Arnar Geir Nikulásson. Það var sárt að heyra að Bene- dikt Geirsson, kær vinur, veiði- félagi og samstarfsmaður minn í nokkra áratugi, væri fallinn frá eftir erfið veikindi. Ég kynntist Benna í byrjun árs 1983 þegar ég hóf störf hjá SPRON. Við náðum vel saman og áttum farsælt og náið samstarf. Við vorum báðir alla tíð í stjórn- unarstörfum í sparisjóðnum og komum að uppbyggingu og rekstri hans. Þá vorum við báðir þátttakendur í veiðifélagi spari- sjóðamanna, sem hefur verið virkt í rúma þrjá áratugi. Árleg veiðiferð í Laxá í Leirársveit og ársfundir félagins eru mjög minnisstæðir, en þar var Bene- dikt yfirleitt hrókur alls fagnað- ar. Benni var alltaf mjög virkur í félagsmálum. Það á við um fé- lagslíf í SPRON á sínum tíma, samstarfi sparisjóðanna, veiði- félaginu okkar, stjórnmálum, íþróttum og þá helst skíðum. Þá mætti telja margt fleira til. Hann var traustur, vinsæll og samviskusamur. Ekki síst var hann vinur vina sinna. Þá var Benni mikill fjölskyldu- maður og gæfumaður. Hans verður sárt saknað og verður allt- af í huga þeirra sem þekktu hann. Ég er mjög þakklátur fyrir okkar vináttu og samstarf. Þá sendi ég Helgu og börnum og barnabörn- um mínar samúðarkveðjur. Ólafur Haraldsson. Á leið okkar í gegnum lífið kynnumst við mörgum samferða- mönnum. Af þeim eru nokkrir sem hafa þá nærveru, útgeislun og fas sem okkur finnst aðlaðandi og lætur okkur líða vel. Benedikt Geirsson var einn okkar sam- ferðamanna sem var þessum eig- inleigum gæddur. Það fyrsta sem tekið var eftir í fari Benedikts var bros hans, hlýjan sem faðmaði okkur, glettnin og áhugi hans á samferðamönnum sínum. Bene- dikt var einstakur á svo margan hátt. Hann var góður ferðafélagi, spilafélagi, borðfélagi, skíða- félagi og einstakur vinur. Benedikt var mjög áhugasam- ur um hin ýmsu samfélagsmál. Hann lét vetraríþróttir til sín taka, sérstaklega hvað varðar skíðaiðkun og aðstöðu til þeirrar iðkunar. Hann var afburðagóður skíðamaður og lét til sín taka á þeim vettvangi alla sína tíð. Þekkja mátti Benedikt hvar sem var í brekkunum af hattinum góða. Kynni okkar Benedikts hófust þegar leiðir þeirra Helgu lágu saman. Mannkostir Benedikts leyndu sér ekki og hann reyndist Helgu traustur lífsförunautur. Hann var reynslubrunnur af margvíslegum toga og sýndi áhuga hverju því málefni sem bar á góma hverju sinni. Benedikt var næmur á spaugilegar hliðar mannlífsins og hann hafði ein- stakt lag á að beina umræðunni og huga viðstaddra að öllu hinu jákvæða. Sumarið 2009 fór vinahópur- inn okkar í ferð um Vestfirði fyrstu helgina í júlí. Sú ferð var svo ánægjuleg og tókst svo vel í alla staði að næstu árin fórum við árlega í ferð um landið fyrstu helgina í júlí undir heitinu „Fjör á fjöllum“. Í þessum ferðum nut- um við þeirra mannkosta, sem hann var gæddur. Það var erfitt að raska hans „stóísku“ ró og það var sama hvaða aðstæður við þurftum að takast á við í þessum ferðum, ekkert fékk raskað hans hugarró og æðruleysi. Minnis- stæðar eru samverustundir okk- ar í sumarhúsi þeirra Helgu þar sem þau dvöldu löngum stundum í sátt við allar gerðir nágranna sinna. Þar fékk Benedikt að njóta sín í vinnusmekkbuxunum með hamar í hendi. Þá minnumst við yndislegra samverustunda í tengslum við Eurovision-söngva- keppnina, matarboða, árlegs „julefrokosts“ eða við spil. Við kveðjum fallinn félaga okkar, varðveitum minningu hans í hjörtum okkar og vottum Helgu og fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Fjör á fjöllum, Sóley, Ólafur, Bryndís, Thomas, Ceca, Ingimar og Bára. Í dag kveðjum við ljúfan mann, sem átti stóran þátt í uppbygg- ingu Skíðadeildar Fram á sínum tíma. Deildin átti einnig stórt pláss í huga hans og sýndi hann það í verki alveg fram á síðasta dag. Við, núverandi stjórnar- SJÁ SÍÐU 18 Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, NANNA JAKOBSDÓTTIR barnaskólakennari, Móabarði 30, Hafnarfirði, lést á Sólvangi 11. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 24. maí klukkan 13. Hildur Sveinbjörnsdóttir Eyjólfur Gunnarsson Sindri Sveinbjörnsson Hjörleifur Sveinbjörnsson Matthew Whelpton barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN FINNBOGI SIGGEIRSSON, Austurströnd 12, lést miðvikudaginn 4. maí á Landakoti. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Landakoti fyrir hlýja og góða umönnun. Siggeir Stefánsson Hrafngerður Ösp Elíasdóttir Elsa Stefánsdóttir Jóhannes Stefánsson barnabörn og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGDALENA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, Frá Hrísdal, Snæfellsnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 16. maí. Útförin verður auglýst síðar. Elías Oddsson Ingibjörg Svavarsdóttir Ólöf Björk Oddsdóttir Valdimar Jón Halldórsson Haukur Oddsson Margrét Gunnarsdóttir Jóhanna Oddsdóttir Jón Ólafur Sigurðsson Pétur Oddsson Sigurlín G. Pétursdóttir Sigurður Oddsson Birna Björk Árnadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN G. STEFÁNSSON vélstjóri frá Vestmannaeyjum, lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 13. maí. Hann verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudaginn 23. maí klukkan 13. Erla B. Þóroddsdóttir Þóroddur Stefánsson Bjargey Stefánsdóttir Gunnar Már Andrésson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.