Morgunblaðið - 18.05.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.05.2022, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2022 AF TÓNLIST Gunnar Valgeirsson skrifar frá Los Angeles Cruel World-tónleikahátíðin fór fram hér í Los Angeles um síðustu helgi og vorum við á Morgunblaðinu á staðnum. Þessi hátíð átti upphaflega að fara fram í júní fyrir tveimur árum en var frest- að eins og öllum fjöldasamkomum í upphafi Covid-faraldursins. Það er hins vegar ekki hægt að halda aftur af listafólki og aðdáendum „goth“- og nýbylgjutónlistarinnar frá níunda áratugnum til lengdar. Eins og titill hátíðarinnar gefur til kynna – Grimmur heimur – stefndi Goldenvoice-fyrirtækið, sem best er þekkt fyrir að reka Coachella - hátíðina ár hvert, á að bóka listafólk og hljómsveitir tengt við „goth“ og nýbylgju, s.s. Morrissey, Bauhaus, Blondie, Devo og The Damned. Nýrri hljómsveitir voru einnig á staðnum, s.s. Cold Cave, TR/ST og Black Audio. Tónlistarsmekkur breytist Fyrir þremur árum skrifaði undirritaður grein um Coachella- hátíðina 2019 og þær breytingar sem orðið höfðu á tónlistarsmekk unga fólksins á þeim tuttugu árum sem hátíðin hafði þá verið haldin. Á hátíð- inni 2019 hafði ég á orði að rokkið og raftónlistin væru á undanhaldi og sambland af poppi og hipphoppi væri að ná yfirburðum – ef marka mætti veggspjald hátíðarinnar og listafólk- ið á aðalsviðinu á kvöldin. Á Coachella gengur allt út á að endurspegla tónlistarsmekk unga fólksins og hvert stefnir í þeim efn- um frekar en að lifa í fortíðinni. Flestar aðrar stórar tónlistarhátíðir hér vestra, s.s. Bonnaroo, Lolla- palooza og SXSW í Texas, hafa meira sambland af nýju og gamalgrónara listafólki og hljómsveitum. Forráðamenn Goldenvoice vita þó að það er stór markaður fyrir tón- listarhátíðir þar sem sögufrægari hljómsveitir og listafólk ráða ríkjum. Þeir hafa því einnig rekið hátíðir hér á Los Angeles-svæðinu sjálfu (Coachella er haldin úti í eyðimörk- inni austur af borginni) undanfarinn Grimmur heimur, góð tónlist Ljósmynd/Cruel World/Juliana Bernstein Slökun Hátíðargestur nýtur blíðunnar á Cruel í nágrenni Los Angeles. áratug og var Cruel World-hátíðin nýjasta tilraunin. Hún fór fram á þremur sviðum sem sett voru upp á golfvellinum við hliðina á hinum fræga Rose Bowl-leikvangi rétt norðan við miðborgina. Það var vel yfir þrjátíu stiga hiti þegar undirritaður mætti á staðinn um miðjan eftirmiðdaginn og var ég ekki sá eini sem forðaðist bökunina í Arroyo Seco-gilinu þar sem hátíðin fór fram. Ég náði að kíkja á þrjár hljómsveitir í upphafi, The Church, Violent Femmes og The Damned. Sú síðastnefnda var sú besta, enda var þar leikið af miklum krafti. Public Image Limited tók svo yfir stóra sviðið rétt fyrir fimmleytið á heitasta tíma dagsins og virtist söngvarinn Johnny Lydon lítt tilbúinn í slaginn. Rödd hans var veik og hann var ofklæddur. Ég verð þó að segja honum til hróss að honum óx ásmegin eftir því sem á leið og sveitin var í fínu formi í síðustu lögunum. Við erum öll Devo Um kvöldmatarleytið var það Devo sem kom fram á aðalsviðið og þeir kappar breyttu öllum anda há- tíðarinnar með frábærri framkomu, rétt um leið og sólin var að setjast yf- ir brún gilsins til vesturs. Þeir léku rúman klukkutíma og spiluðu flest af sínum vinsælustu lög- um. Margir tengja tónlist Devo meira við popp en nýbylgju, en á þessu kvöldi rokkaði sveitin af hjartans lyst. Hljómsveitin er með firnagóðan trommuleikara sem gefur lögunum aukinn kraft og þeir Gerry Casale og Mark Mothersbaugh eru listamenn sem ávallt eru með púlsinn á tíðar- andanum. Casale vitnaði í ýmis þjóð- mál og pólitíska leiðtoga milli laga sem vitnisburð um þá úrkynjun sem hljómsveitin tekur nafn sitt af, en lög- in voru öll leikin af krafti og leikgleði. Aðdáendur sveitarinnar voru greini- legir á hátíðinni með sína rauðu blómapottahatta en um leið og Devo byrjaði má segja að við samankomin þar yrðum öll Devo. Fyrir og eftir þessa tónleika heyrði ég aðeins í söngvara Missing Persons gera grín í laginu „Walking in LA“, Berlin leika „Take My Breath Away“ og Psychedelic Furs skapa mikla ánægju með „Pretty in Pink“ á sviðum tvö og þrjú en ég ákvað að einblína sem mest á hljóm- sveitir á stóra sviðinu. Eruð þið hérna ennþá? Sú hljómsveit sem ég hafði mestan áhuga á að sjá var Bauhaus. Ég var ekki mjög kunnugur lögum sveitarinnar á sínum tíma en hef ver- ið mikill aðdáandi sólóferils söngv- arans Peters Murphys. Skemmst er frá því að segja að hljómsveitin var hreint frábær, enda andrúmsloftið nú breytt í kvöldmyrkrinu. Reykmask- ínunar voru settar á fullt á meðan skerandi tónar frá gítaristanum Daniel Ash og Murphy syngjandi í skugganum baka til sköpuðu þetta dúndurandrúmsloft á svæðinu. Há- punkturinn var svo níu mínútna út- gáfa af laginu „Bela Lugosi’s Dead“ þar sem Murphy og Ash voru í essinu sínu. Tónleikunum á aðalsviðinu lauk síðan með framkomu Morrisseys, sem ég sá síðast á tónleikum The Smiths í Cleveland 1985. Það var ekki laust við að maður ætti erfitt með að ímynda sér að hann gæti gert betur en Bauhaus en Morrissey hefur sinn eigin stíl og heiðarleiki hans sem textasmiðs og söngvara gerir að verkum að hann nær vel til áhorf- enda, sem tóku vel undir. Kappinn tók hljóðnemann og sagði í sínum kaldhæðnislega tón: „Guð minn góður, eruð þið hérna ennþá?“ Hann lék mest lög af sóló- ferli sínum, en tók þó þrjú Smiths- lög, þar á meðal „Sweet and Tender Hooligan“ sem var lokalag hátíð- arinnar. Þetta var viðeigandi endir á hátíð sem gaf í skyn að listafólkið sem skóp tónlistarandann á níunda ára- tugnum hefði lifað af tímana og væri enn að. Þetta var líka hátíð sem fagn- aði mörgum frábærum lögum frá þessum tíma. Lögum sem enn í dag hafa áhrif á yngri hljómsveitir sem voru á staðnum. » Hápunkturinn var svo níu mínútna útgáfa af laginu „Bela Lugosi’s Dead“ þar sem Murphy og Ash voru í essinu sínu. Ljósmynd/Cruel World/Pooneh Ganah Skærgulir Félagarnir í Devo voru sumarlegir á sviðinu í skærgulum samfestingum og til í tuskið. Nýbylgjan ræður ríkjum í hitanum á Cruel World-hátíðinni í Los Angeles. framtíðina“ og fjallar um seinni hluta tuttugustu aldar fram á þá tuttugustu og fyrstu en kaflanum lýkur um 2017. Hún segist hafa verið skikkuð í að skrifa um þetta tímaskeið, enda sé það vanþakk- látasta verkefnið: „Það eru allir reiðir við þá sem skrifa sögu sam- Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásta Kristín Benediktsdóttir er bókmenntafræðingur og lektor í íslenskum samtímabókmenntum við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Sérsvið hennar eru íslenskar bókmenntir, hinseg- infræði, hinseginbókmenntir og hinseginsaga. Hún hefur fjallað talsvert um bókmenntir í ræðu og riti. Grein eftir hana birtist í rit- gerðasafninu Svo veistu þú varst ekki hér og hún er einn af höfund- um ritsins Íslenskar bókmenntir – saga og samhengi sem kom út fyrr á árinu. Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi er í tveimur bindum, rúmar 800 blaðsíður. Höfundar kafla í ritinu auk Ástu Kristínar eru Ármann Jakobsson, Aðal- heiður Guðmundsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Sveinn Yngvi Egilsson og Jón Yngvi Jóhanns- son. Bókin er hugsuð sem kennslu- rit. Ásta Kristín segir þó að hún komi ekki í stað íslenskrar bók- menntasögu sem Mál og menning gaf út á sínum tíma í fimm bind- um. „Slík bókmenntasaga verður ekki skrifuð aftur, held ég, í það minnsta ekki í bráð. Hún er mjög yfirgripsmikil, vönduð og frábær. Þessi bók á alls ekki að koma í staðinn fyrir hana. Það sem vant- aði hins vegar var texti sem hent- aði betur til kennslu í háskóla. Í bókinni förum við yfir bók- menntasöguna frá upphafi til dagsins í dag í stuttum og hnit- miðuðum köflum, útskýrum hluti og myndskreytum til að hún sé grípandi og skiljanleg fyrir tvítugt fólk og veki áhuga þess á íslensk- um bókmenntum.“ Yfirskrift kafla Ástu Kristínar í bókinni er „Á fleygiferð inn í tímans. Nú situr örugglega þarna úti fullt af vonsviknum og fúlum rithöfundum af því þeir eru ekki í bókinni og þeir geta þá verið reið- ir við mig. Þetta er þó alls engin byrði að bera, mér finnst þetta of- boðslega skemmtilegt.“ Síðustu tveir kaflarnir í hluta Ástu Kristínar fjalla um bók- menntasögu 21. aldar. Ásta segir flókið að skrifa slíka sögu, því höf- undurinn sé alltaf að velja eitt- hvað, nánast af handahófi; við get- um ekki vitað í dag hvað muni sitja eftir þegar fram líða stundir. Hún nefnir sem dæmi bókmennta- sögu Stefáns Einarssonar, Íslensk bókmenntasaga 874-1960, sem kom út 1961. „Ég fletti að gamni hans samtímakafla og skoðaði hvaða höfunda hann valdi og hverjir af þeim eru ennþá hluti af bókmenntasögunni. Ég held að við séum enn að læra um u.þ.b. helm- ing þessara höfunda í dag en hinir eru horfnir, týndir. Ég giska á að það sama muni gilda um mig, að helmingurinn af því sem ég skrifa um verði bara úreltur.“ Grípandi og skiljanleg bókmenntasaga - Nýtt kennslurit sem vekja á áhuga ungmenna á íslenskum bókmenntum Morgunblaðið/Freyr Í Dagmálum Ásta Kristín Benediktsdóttir með Árna Matthíassyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.