Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 8

Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Páll Vilhjálmsson skrifar pistil undir yfirskriftinni „Hatrið á hvítri móður“: - - - Guðríður Þorbjarnardóttir átti sveininn Snorra í vesturheimi á 11. öld, sam- kvæmt arfsögn sem rataði í bækur. - - - Guðríður varð stytta í hönd- um Ásmundar Sveinssonar og fékk heitið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. - - - Nýverið var styttunni stolið und- ir þeim formerkjum að hún væri rasísk og komið fyrir í öðru verki. - - - Gjörningurinn er í takt við sam- tímakenningu, fræðilega kyn- þáttahyggju (critical race theory), er kennir að allir hvítir á hörund séu rasistar. - - - Í gær fór styttan af Guðríði til síns heima. - - - Sama dag sagði í fréttum að frá 2014 hefur 14 sinnum verið ákært fyrir hatursorðræðu. - - - Ekki er hermt hvort ákært hafi verið fyrir hatur á hvítum mæðrum. - - - Sennilega ekki, þær eru jú allar rasistar samkvæmt kenning- unni og njóta sem slíkar ekki verndar gegn ,,háðung, rógburði, smánun eða ógnun.““ - - - En spyrja má, hvers vegna öpum við umhugsunarlaust eftir undarlegheit í löggjöf? Ofstæki í ógöngum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Færslur mælast á yfirborði jarðar sem benda til kvikusöfnunar með miðju skammt norðvestan Þorbjarn- ar, samkvæmt GPS-mælaneti á Reykjanesskaganum og InSAR- gervihnattamyndum. Þenslan byrj- aði rólega um síðustu mánaðamót en er hraðari núna, að því er kemur fram í tilkynningu frá almannavörn- um. Vísindaráð almannavarna fundaði í fyrradag vegna aukinnar skjálftavirkni á Reykjanesskaga og hreyfingar sem hafa mælst þar. Líkanagerð af færslunum bendir til þess að kvika safnist fyrir á fjög- urra til fimm kílómetra dýpi og inn- skot er að myndast (sylla). Það gerð- ist einnig þrisvar árið 2020. Umfang og staðsetning kvikusöfnunarinnar í þetta sinn er mjög áþekk því sem var þá og veldur kvikusöfnunin umtals- verðri jarðskjálftavirkni. Fram kemur í tilkynningunni að jarðskjálftavirkni hafi verið yfir meðallagi á Reykjanesskaga og yfir 3.800 skjálftar hafi mælst á svæðinu við Þorbjörn undanfarna vikur. Frá 15. maí hafa 17 skjálftar yfir 3 að stærð mælst og tveir yfir 4 að stærð. Mesta skjálftavirknin er á 4 til 6 km dýpi. Vegna óvissustigs almannavarna er boðað til íbúafundar í íþróttahús- inu í Grindavík kl. 19.30 í kvöld. Hraðari þensla undir Þorbirni - Kvikusöfnun áþekk og fyrir síðasta eldgos - Íbúafundur í Grindavík í kvöld Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þorbjörn Þensla hefur aukist við bæjarfjall Grindvíkinga. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Gögn úr mælum Veðurstofu Íslands við eldstöðina í Öskju sem safnast hafa í vetur voru sótt í gær eftir að mælar aftengdust. Landris hefur haldið áfram í Öskju í vetur, en í lok desember hafði land risið um tuttugu sentimetra frá því í ágúst 2021. „Í fljótu bragði þá hefur, eins og við héldum, haldið áfram landris í Öskju í allan vetur. Það er orðið tals- vert,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigs- son, sérfræðingur á sviði jarð- skorpuhreyfinga hjá Veðurstofu Íslands. Ekki hefur verið unnið úr þeim gögnum sem sótt voru í gær, en að sögn Benedikts eru „talsverð ris- merki og á fullri ferð,“ á svæðinu. „Þetta þýðir að öllum líkindum að það sé kvika að safnast fyrir á þriggja eða fjögurra kílómetra dýpi. og sem hefur byrjað í haust,“ segir Benedikt. „Við vitum í rauninni ekkert hvern- ig framhaldið verður, en við vöktum þetta og gerum ráð fyrir að þetta geti haldið áfram og jafnvel endað í eld- gosi. Það er ekki langt síðan það gaus þarna, ekki nema 60 ár. Það má alveg gera ráð fyrir því, en það er engin leið að vita. Það eina sem við getum gert er að vakta þetta og sjá hvernig þetta þróast.“ hmr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Askja Mælingar sýna að land hefur haldið áfram að rísa í Öskju. Enn landris í Öskju - Kvika er líklega að safnast saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.