Morgunblaðið - 19.05.2022, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
✝
Elín Sólmund-
ardóttir fædd-
ist í Borgarnesi 28.
ágúst 1929. Hún
lést á líknardeild
LSH í Kópavogi 11.
maí 2022 eftir stutt
veikindi.
Móðir Elínar var
Steinunn Magn-
úsdóttir, húsfreyja
á Fossi í Staðar-
sveit, f. 19. sept-
ember 1902, d. 3. desember
1991. Foreldrar Steinunnar
voru Þórdís Sigurðardóttir og
Magnús Ikaboðsson. Faðir El-
ínar var Sólmundur Sigurðsson
frá Smiðjuhólsveggjum í Álfta-
neshreppi, f. 2. júlí 1899, d. 24.
júní 1985. Foreldrar hans voru
Erlendína Erlendsdóttir, f. í
Hömrum í Hraunhreppi 13. júlí
1870, og Sigurður Otúelsson, f.
í Nauthólum í Álftaneshreppi
31. ágúst 1869. Sólmundur var
skrifstofumaður hjá Kaupfélagi
Borgfirðinga til ársins 1955.
Fluttu þau þá að Hlíðartungu í
Ölfusi og bjuggu þar til ársins
1995. 2) Hafsteinn félagsfræð-
ingur, f. 12. júlí 1956, d. 31.
ágúst 1999. Dætur Hafsteins
eru: a) Elín Jóna, f. 5. maí 1978.
Maki: Jeroen de Munter, f.
1981. Börn: Esja, f. 5. febrúar
2011 og Elvar, f. 7. ágúst 2018.
b) Sóley, f. 9. september 1994.
Sambýlismaður: Hafsteinn Jó-
hannsson, f. 1991. 3. Birna
geislafræðingur, f. 27. desem-
ber 1958. Dóttir Birnu er
Harpa Björk Einarsdóttir, f. 3.
febrúar 1986. Sambýlismaður:
Hallgrímur Þór Katrínarson, f.
1992. 4) Guðmundur Ingi kenn-
ari, f. 13. maí 1968. Dætur Guð-
mundar eru: a) Silja, f. 22. febr-
úar 1993. b) Birgitta, f. 5.
febrúar 1994. c) Hafrún, f. 8.
júní 2001.
Elín stundaði nám í Barna-
skóla Borgarness og Reykholts-
skóla í Borgarfirði. Á árunum
1949-50 stundaði Elín einnig
nám í Húsmæðraskólanum á
Varmalandi. Rúmlega tvítug
flutti Elín til Reykjavíkur og
hóf þar störf við Raflampagerð-
ina við Suðurgötu þar sem hún
vann í nokkur ár. Elín vann hin
ýmsu störf um ævina en lengst
af vann hún við Geðdeild Land-
spítala við Hátún.
Útför Elínar fer fram í dag,
19. maí 2022, í kyrrþey að
hennar ósk.
1971. Hættu þá bú-
skap og fluttu til
Reykjavíkur. Þau
eignuðust fimm
börn: Kára, Þór-
dísi, Elínu og Sig-
urð, sem öll eru
látin , og Magnús
sem nú er einn eft-
irlifandi.
Elín giftist Jóni
Bárðarsyni húsa-
smið 3. desember
1955, f. á Hellissandi 5. desem-
ber 1925. Þau skildu árið 1983.
Börn þeirra eru: 1) Guðlaug
Erna Jónsdóttir arkitekt, f. 5.
apríl 1955. Maki: Guðmundur
Lúther Hafsteinsson arkitekt, f.
24. maí 1955. Guðlaug Erna á
þrjá syni: a) Janus Christian-
sen, f. 14. febrúar 1979. Sam-
býliskona: Sara Sturludóttir, f.
1979. Börn Söru eru Aron,
Jenný og Hrefna. b) Hilmi Berg
Ragnarsson, f. 13. september
1986. Dóttir Hilmis er Yrja
Erna, f. 2012 c) Arnar Jón
Ragnarsson, f. 16. júlí 1989.
Sambýliskona: Isabel Anne, f.
Elsku mamma mín hefur kvatt
þennan heim og efast ég ekki eitt
augnablik að afi, amma og Haf-
steinn bróðir hafa tekið vel á móti
henni brosandi við „huldulandsins
strönd“ eins og segir í ljóði afa
Sólmundar sem ég læt hér fylgja
þessari kveðju.
Nú er haustsins héla yfir mér,
hár mitt elligrátt og snauð mín önd.
Ég ræð engu um það hvert bátinn ber,
brimsog rísa fram undan strönd.
Seinna, er þú ferð sömu leið og ég,
að sama landi, huldulandsins strönd,
úr brimsins gný þinn bát á land ég
dreg,
brosandi þér ég rétti mína hönd
(Sólmundur Sigurðsson)
Mamma var fædd og uppalin í
Borgarnesi og þrátt fyrir að hafa
flutt burt rúmlega tvítug þá átti
Borgarnes vísan stað í hennar
hjarta. Það var alltaf gaman að
taka rúnt um Borganes með
henni, þar birti yfir henni og sög-
urnar úr æsku hennar urðu svo
lifandi. Mamma átti góða og
áhyggjulausa æsku í Borgarnesi
og það var alltaf hennar uppá-
haldsstaður. Hún fékk þó síðar
sinn skerf af erfiðleikum í lífinu og
maður vissi að það hafði haft mikil
áhrif á hana en aldrei talaði hún
mikið um það. Hún bar höfuðið
hátt, vann verk sín hljóð og vildi
okkur börnum sínum og barna-
börnum allt það besta. Mamma
vann alls konar láglaunastörf um
ævina og þrátt fyrir lág laun var
alltaf eins og hún ætti nóga pen-
inga. Strákunum mínum fannst
amma alltaf svo rík því hún átti
það til að gauka að þeim smá
„aur“ eins og hún kallaði það.
Handavinna lék í höndunum á
mömmu enda húsmæðraskóla-
gengin og voru þær ófáar fallegu
peysurnar sem við afkomendur
hennar urðum aðnjótandi. Það
var þess vegna erfitt fyrir hana
þegar hún þurfti að hætta allri
handavinnu vegna þess hve sjónin
var orðin mjög léleg. Mamma var
stolt kona og sterk og því var erf-
itt að horfa á hana veikjast. Það
átti ekki við hana að vera upp á
aðra komin né að við værum að
skipta okkur af henni. Hún lagðist
inn á sjúkrahús eftir beinbrot í
fyrsta skipti á ævinni 90 ára göm-
ul í miðjum Covid-faraldri og það
reyndi á bæði hana og okkur. Hún
var mikil fjölskyldumanneskja og
vildi alltaf hjálpa en var jafnframt
atvinnumaður í óþarfa áhyggjum
og hugsanalestri. Hún lagði mikla
áherslu á að halda börnum sínum
og barnabörnum saman með því
að hittast ef tilefni gafst. Þá var
oft spilað og hlegið mikið og þrátt
fyrir að hún hafi haft lítið úthald í
það undanfarið ár þá vildi hún
alltaf vera með, spila á hliðarlín-
unni og auðvitað í báðum liðum.
Það gat gengið á ýmsu við þessar
samkomur en í dag sér maður hve
mikils virði þetta var okkur öllum
og sérstaklega barnabörnunum
sem hafa haldið þessum sið áfram.
Ég kveð hér með kæra móður
mína og vil þakka henni fyrir það
sem hún gaf mér og fyrir að hafa
alltaf verið þarna einhvers staðar
fyrir okkur öll þegar á þurfti að
halda.
Erna.
Elsku amma.
Ég finn fyrir sorg og söknuði
en ég finn einnig fyrir ró. Ég finn í
hjarta mínu að þér líður vel.
Hjartað mitt er einmitt sá staður
sem þú munt alltaf lifa á.
Takk fyrir allar stundirnar í
Æsufellinu og Hvassaleitinu.
Takk fyrir að vera alltaf til staðar.
Ég lærði margt af þér og ég mun
halda því áfram þar sem þú ert
mér fyrirmynd á svo margan hátt.
Takk fyrir að heimsækja mig á
Tálknafjörð. Þeirri heimsókn mun
ég seint gleyma.
Ég mun sakna þess að ræða við
þig um stjórnmál og heimspekileg
efni. Ég mun sakna þess að koma í
heimsókn til þín með vegan veit-
ingar sem þú smakkaðir alltaf
með opnum huga þrátt fyrir að
skilja ekkert í þessu veseni í okk-
ur frænkunum. Ég mun sakna
þess að þræta við þig og hlæja
með þér.
Ég mun sakna þín.
Ég elska þig, amma.
Þitt barnabarn,
Birgitta.
Ég á erfitt með að trúa því að
amma Ella sé nú farin en ó hvað
ég er lánsöm að hafa átt hana að
fram á fullorðinsár. Amma Ella
var einstakur karakter, jafn erfið
og hún var frábær. Þær eru ófáar
sögurnar sem ég hef sagt í gegn-
um tíðina og þekkja allir vinir
mínir til ömmu Ellu. Minningarn-
ar úr Æsufellinu eru ómetanleg-
ar. Vakna með ömmu og borða
hafragraut, ég vildi ekki sjá hafra-
graut heima en það var eitthvað
sérstakt við grautinn hennar
ömmu. Leggja kapal, strætóferð-
irnar og fá fiskibollur í dós og búð-
ing í eftirmat eru dýrmætar minn-
ingar.
Amma vildi allt fyrir mann
gera, hvort sem það var að rétta
manni smá aur eða horfa á hræði-
legu danssýningarnar okkar Birg-
ittu.
Það verður seint sagt að þol-
inmæði og jákvæðni einkenndu
ömmu. Einn dag skrifuðum við
Birgitta niður öll blótsyrði sem
hún sagði á einum degi, það urðu
nokkrar blaðsíður. Amma var
ekkert að skafa af hlutunum, fyrir
nokkrum árum ákvað ég að baka
afmælisköku handa ömmu, ég
hafði aldrei verið góð að baka en
lét reyna. Þegar ég svo skar í kök-
una reyndist hún vera hrá, ég segi
létt „er það ekki bara hugurinn
sem gildir“ og amma svaraði „nei
Sóley mín, það er ekki alltaf þann-
ig“. Þegar maður kom í heimsókn
lét hún oft eins og það hefðu liðið 2
ár frá síðustu heimsókn, þó það
væri ekki nema vika „það var mik-
ið að maður sér þig, ég hélt þú
værir bara dáin“. Það leyndist
smá svartur húmor í henni.
Ömmu var mjög annt um fólkið
sitt, hún sýndi ást sína kannski
ekki mikið með orðum en meira í
áhyggjum. Var alltaf með áhyggj-
ur af einhverjum fjölskyldumeð-
lim, enda sérfræðingur í hamfara-
hugsunum. Alltaf tilbúin að leggja
til hjálparhönd ef maður var í pen-
ingavandræðum en eyddi ekki
krónu meir en hún nauðsynlega
þurfti í sjálfa sig.
Þegar ég lít til baka þá þekki ég
ekki nokkurn seigari og nægju-
samari. Hún var kraftmikil og
vann hörðum höndum fyrir sínu. Í
samfélagi þar sem við endurnýj-
um um leið og eitthvað bilar var
dýrmætt að fylgjast með ömmu
lappa upp á ótrúlegustu hluti sem
flestir hefðu hent.
Amma var mjög hörð af sér og
er lýsandi fyrir hana þegar hún
úlnliðsbrotnar illa eina nóttina og
ég fer með hana á bráðamóttök-
una þar sem við sátum í plaststól-
um í fimm klst. en amma, 92 ára,
kvartaði aldrei undan stólunum
né bað um verkjalyf. Hinsvegar
bölvaði hún starfsfólkinu útí eitt
og þóttist nú vita að þau sætu
bara að kjafta inni á kaffistofu.
Eða þegar hún prílaði yfir rúm-
grindina daginn eftir aðgerð
vegna mjaðmabrots, þyrfti sko
enga aðstoð!
Það verður erfiðara en mig
grunaði að venjast veruleika án
þín. Engin fleiri útköll að koma að
laga sjónvarpið. Þú hafðir óbilandi
trú á að ég gæti lagað allt. Ég er
svo þakklát að hafa fengið að vera
til staðar fyrir þig síðustu ár og
sérstaklega núna í veikindunum.
Nú er sögubankinn hennar
ömmu Ellu lokaður en ég mun
halda áfram að segja sögur og
halda minningu þinni á lífi.
Elsku amma mín.
Takk fyrir að vera alltaf til
staðar fyrir mig – að vera öruggur
punktur í stundum óreiðukenndu
lífi.
Ég kýs að trúa því að þú sért
komin til pabba núna og hugga
mig við þá tilhugsun.
Sóley Hafsteinsdóttir.
Elín
Sólmundardóttir✝
Þóra Einars-
dóttir fæddist á
Hrjót í Hjalta-
staðaþinghá 7. júní
1933, dóttir hjón-
anna Kristjönu
Sesselju Einars-
dóttur, f. 3.9. 1912,
d. 13.12. 2002, og
Einars Bjarnason-
ar, f. 26.9. 1900, d.
26.7. 1974. Vorið
1933 fengu foreldr-
ar Þóru ábúð á Stóra-Steinsvaði
í sömu sveit og bjuggu þar allan
sinn búskap. Þar ólst Þóra upp í
stækkandi systkinahóp. Systkini
Þóru eru í aldursröð: Bjarni, f.
1935, Einar Kristberg, f. 1940,
Stefán Hilmar, f. 1946, tvíbur-
arnir Ástrún og Eysteinn, f.
1949, og tvíburasysturnar Stein-
vör og Sesselja, f. 1952.
Eiginmaður Þóru var Björn
Arnarr Ágústsson frá Ásgríms-
stöðum, f. 21.12. 1918, d. 20.11.
2001. Þau gengu í hjónaband
26.12. 1954. Börn þeirra eru: 1)
björg Þórdís Kristjánsdóttir.
Börn þeirra eru Þóra, synir
hennar eru Arnar Már, Einar
Andri og Guðjón Arnarr. Dætur
hans eru Erla Dröfn og Arna
Dröfn. 5) Vilhelm Ásgrímur, f.
11.9. 1965. Börn hans og Lindu
Bjargar Sigurðardóttur eru Sig-
urður Fannar, hans börn eru Vil-
helm Þór og Auður Hilda. Yngst
barnabarnanna er Guðbjörg
Ragna, sem er við nám í lækn-
isfræði erlendis og getur því
ekki verið viðstödd útför ömmu
sinnar.
Þóra og Björn hófu búskap á
Ásgrímsstöðum. Árið 1956 var
nýbýlið Móberg sett formlega á
fót. Þangað fluttu þau í byrjun
jólaföstu árið 1958 og bjuggu
þar til ársins 1982. Þá brugðu
hjónin búi og fluttu til Egils-
staða. Fyrst áttu þau heima á
Brávöllum 6 og síðan í Dals-
kógum 8, þar sem Þóra hélt
heimili þar til hún flutti á
Dyngju.
Útförin fer fram frá
Egilsstaðakirkju í dag, 19. maí
2022, klukkan 14.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Guðbjörg, f. 25. maí
1956, maki Egill
Pétursson. Sonur
Guðbjargar og
Reynis E. Kjerúlf er
Arnþór Björn. Syn-
ir Arnþórs eru
Bjarki Fannar,
Marinó Freyr,
Björn Róbert og
Rúnar Snær. Börn
hans eru Bryn-
hildur Una, Dag-
björt Vala og Reynir Sveinn. 2)
Kristjana, f. 12. júní 1958. Maki
hennar er Jón Helgason. Sonur
þeirra er Magnús, synir hans eru
Brynjar Þorri, Arnór Snær og
Eyþór og Þórey Birna, hennar
börn eru Ágúst Bragi og Snærós
Arna. 3) Ágústa, f. 15. ágúst
1962. Maki hennar er Hafsteinn
Jónasson. Synir þeirra eru Viðar
Örn, dætur hans Jóhanna Lillý,
Matthildur Vala og óskírð stúlka
og Jónas Ástþór. Dóttir Jónasar
er Esma Dís. 4) Einar Sverrir, f.
17.11. 1963. Maki Einars er Guð-
Sestu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
Mamma ætlar að sofna.
Mamma er svo þreytt.
- Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
Sumir eiga sorgir,
og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumheimum
uppfyllast má.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Mamma ætlar að sofna,
systir mín góð.
(Davíð Stefánsson)
Farðu í friði elsku mamma
okkar.
Meira á www.mbl.is/andlat
Guðbjörg, Kristjana,
Ágústa, Einar Sverrir og
Vilhelm Ásgrímur.
Kæra amma Þóra.
Við söknum þín nú þegar og þú
varst besta amma í heimi og varst
góð amma og mamma.
Mér fannst gaman að heim-
sækja þig og var gaman að fá að
tala við þig, það er gott að eiga
góðar minningar um þig.
Það var gott að knúsa þig og fá
að lúra í bólinu þínu og horfa á
Söngvaborg í sjónvarpinu þínu.
Það hefði verið gaman ef Lilla
systir mín og Esma Dís hefðu
fengið að kynnast þér en ég skal
lofa því að segja þeim frá þér
þegar þær stækka.
Ég kynntist aldrei Bjössa afa
en þú getur kannski sagt honum
frá mér og Matthildi.
Mér fannst gaman að fá að
kynnast þér.
Kveðjur frá afa og ömmu,
pabba og mömmu, Jónasi og
Lejlu, Matthildi, Lillu og Esmu
Dís.
Vona að þér líði vel núna.
Kær kveðja,
þín
Jóhanna Lillý.
Þóra Einarsdóttir
✝
Örlygur Gunn-
ar Friðriksson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 3. júlí
1967. Hann lést á
heimili sínu í Nor-
wich á Englandi
17. apríl 2022.
Hann var sonur
Auðar Dóru Har-
aldsdóttur og Frið-
riks Inga Ósk-
arssonar. Hann var
elstur bræðra sinna en þeir eru
Óskar Sveinn Friðriksson,
fæddur 22. maí 1969 og Freyr
Friðriksson, fæddur 19. júní
1976.
Örlygur Gunnar ólst upp í
Vestmannaeyjum og lauk
skólagöngu þar. Hann hélt til
Englands 17 ára gamall til
náms. Þar kynntist hann konu
sinni Tracey M. (Elvin) Fri-
driksson og giftu þau sig 20.
mars 1986. Sama ár fæddist
þeim dóttirin Thordis Örlygs-
dóttir, 13. júlí 1986.
Örlygur Gunnar
lærði rafvirkjun í
Norwich, einnig
tók hann Meist-
araskólann þar og
var löggiltur raf-
virkjameistari í
Englandi og starf-
aði hann við iðn-
grein sína þar til
hinn illvígi sjúk-
dómur MS lagðist
á hann fyrir tæp-
um 7 árum. Hann rak um
nokkra ára skeið fyrirtækið
Lecway ltd, annars starfaði
hann sem sjálfstæður rafvirkja-
meistari í Norwich og víðar um
England. Þá sá hann um við-
hald hjá allnokkrum stórfyr-
irtækjum í Norwich. Örlygur
Gunnar var hörkuduglegur og
ósérhlífinn og snerist allt hans
líf um litlu fjölskylduna hans í
Norwich.
Útför Örlygs Gunnars fer
fram 19. maí 2022 í Norwich
og hefst kl. 15 að enskum tíma.
Elsku drengurinn minn. Mig
langar á þessum erfiða tíma að
minnast þín. Maður er hálfdof-
inn þótt maður vissi að hverju
stefndi hjá þér. Sorgin getur
beygt mann svo mikið, og ég
sem hélt og vonaðist eftir að þið
bræður mynduð sjá um mína
útför. En enginn veit sína ævi
fyrir fram. Þegar litli sonarson-
ur minn Tjörfi minn var tekinn
frá okkur fannst mér lífið ekki
réttlátt og var ég lengi að jafna
mig og varla búinn að því þegar
þú kveður. Lífið heldur víst
áfram en símtölin verða ekki
fleiri milli okkar en ég trúi því
að við eigum eftir að hittast
seinna meir.
Eftir að þú veiktist svona af
MS-sjúkdómnum tók ég eftir að
ef ég minntist á Vestmanna-
eyjar, skipaafgreiðsluna og
fleira er viðkom Vestmannaeyj-
um þá lifnaðir þú allur við. Svo
mikill Eyjamaður varstu og sást
raunar aldrei neitt nema Vest-
mannaeyjar þó svo að þú hafir
ákveðið að búa í öðru landi. Eitt
af því sem þú sagðir við mig
fyrir rétt rúmum mánuði og
stakk mig í hjartastað: „Pabbi,
ég hef átt erfitt líf og líf mitt er
ömurlegt í dag.“ Þú varst
hörkuduglegur maður og ósér-
hlífinn, hugsaðir lítið um sjálfan
þig, alltaf að hugsa um aðra, þó
aðallega fyrir litlu fjölskylduna
þína, þú gleymdir alveg að þú
áttir bara eitt líf og einn líkama.
Ég ætla ekki að rifja það upp
núna, elsku strákurinn minn.
En í gegnum hugann
streyma minningar alla vega
svo sem þegar þú lentir í mót-
orhjólaslysinu og er ég kom upp
á spítala og sá að þú varst ekki
illa slasaður, þá braust það út
hjá mér sem reiði, en í raun var
ég svo þakklátur fyrir að sjá þig
heilan, aðeins viðbeinsbrotinn.
Þú varst ungur þegar þú fórst
að keyra lyftarann hjá mér og
varst flinkur lyftaramaður,
einnig frábær iðnaðarmaður en
fyrst og fremst varstu góður
maður og fyrir það er ég svo
þakklátur og ég sagði oft við
þig hvað ég væri þakklátur fyr-
ir peyjana mína, þig, Óskar
Svein og Frey, allir svo reglu-
samir og góðir menn, vel af
Guði gerðir.
Elsku Örlygur Gunnar minn,
ég veit og vil trúa því að heim-
koma þín í dýrð drottins hafi
verið góð og þú nú þegar hitt
Tjörfa, ömmur og afa og frænd-
fólk. Nú ertu laus við allar kval-
ir og getur hreyft þig eðlilega,
ekki nein lömun eða slíkt, og
mundu að bæði ég, mamma þín
og bræður elskum þig. Ég gæti
endalaust haldið áfram en sorg
mín og söknuður er mikill, og
fallega skrifaði Freyr bróðir
þinn um þig á FB.
Guð blessi og varðveiti konu
þína og dóttur.
Guð blessi og varðveiti þig,
elsku drengurinn minn.
Þinn
pabbi.
Örlygur Gunnar
Friðriksson
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744