Morgunblaðið - 19.05.2022, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.05.2022, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Rússar eiga mikla sögu eins og þekkt er að þjóðin er stolt og sterk, þótt mikið hafi gengið á og oft mótvindur um langa hríð. Stundum hefur vandi þjóðarinnar komið að utan, en það versta sem hún hefur mátt þola var einatt heimatilbúinn óhugnaður. Nafn Stalíns eins segir þar mikla sögu, en hann var ekki einn og í sögu rússneskrar þjóðar eru önnur skeið þrúguð af vondum minningum. Iðulega voru aðrar þjóðir undir, bæði þær sem voru saumaðar saman með valdi í Sovétríkjunum eða fóru í orði kveðnu með stjórn eigin mála sem leppríki þar sem endapunktur alls valds lá í Kreml. Í ýmsum efnum breytti það ekki því, að fólkið og eftir atvik- um ríkisvaldið, náði langt við þessar ólánlegu aðstæður. For- skot í geimferðaafrekum, þar sem Gagarín var birtingar- myndin, stóð svo sem ekki lengi, eftir að Bandaríkin settu í þann gír. En margt fleira mætti upp telja, þótt því skuli sleppt nú. En í samhenginu sem hér er reifað skal minnt á hversu framar öðrum þjóðum og ríkjum þessi heimshluti stóð í þeirri íþrótt þar sem djúp hugsun er í efsta sæti, í skák- inni. Um alllanga hríð var þar flesta yfirburðarmenn að finna. En skáksagan kann nokkur eft- irminnileg dæmi um að jafnvel þeir sem langlíklegastir eru til að vinna andstæðinga sína geta gert óvænt mistök, sem vekja undrun þegar yfir þau er farið. Enginn skáksnillingur, hversu mikill yfirburðamaður sem hann er, kemst hjá því að leika einhvern tíma af sér. Kasparov og Karpov eiga sín sláandi dæmi, jafnvel Bobby Fischer, Botvinník og Tal, Aljekín, Capablanca, Spasskí, Larsen og Friðrik okkar Ólafsson í tímahraki og nútímaskákhetjan Carlsen hafa átt sína afleiki. Þessi dæmi af handahófi um mikla meistara sem samt léku af sér, þegar engan óraði fyrir að slíkt væri í stöðunni, hafa þó ekki tapað þegar jafnmikið var undir eins og nú síðast. Hvaða skák var það og hvaða stór- meistari átti í hlut? Skákin er enn á borðinu, en stórmeistar- inn er Pútín og hálfur heimur- inn er hinum megin borðs. Pút- ín hefur lengi verið óskoraður leiðtogi Rússlands. Hann hefur teflt sína pólitísku skák þannig að hvort sem hann væri forseti eða forsætisráðherra hafi allt vald verið bundið nafni hans en ekki embættinu. Fyrir áratug eða svo stóðu nokkrir leiðtogar Evrópulanda, með Obama forseta sem bakhjarl, fyrir vorhreingern- ingum í nokkrum ríkjum við aust- anvert Miðjarð- arhaf og allt að vesturlandamær- um Líbíu. Það endaði illa og ráðagerðirnar fóru að mestu út um þúfur. Pútín ákvað óvænt að brjótast inn í atburðarásina sem þarna hafði verið stofnað til og kollvarpaði ráðagerð- unum í Sýrlandi. Snemma á þessu ári stillti hann upp miklu liði við landamæri Úkraínu og veðjaði á, að þegar for- ráðamenn þar sæju þetta ofurefli liðs myndu þeir leita samninga sem hlytu að styrkja stöðu Rússlands á svæðinu og þá mætti ætla að vestrænir ráðamenn, undir forystu Joe Biden, myndu mæla með þeirri lausn. Og þar með gæti hann tryggt að Úkraína gældi ekki við inngöngu í NATO og Pútín stæði með pálmann í höndunum og aukna virðingu sína og þó einkum aukinn ótta, sem frá honum stafaði, og væri enn mikilvægara. En í Úkraínu leyndist miklu meiri þróttur og þor en nokkur hafði gert ráð fyrir. Og þá kem- ur að skákinni sem Pútín missti óvænt niður í tap. Hann hafði aldrei gert sér í hugarlund að rás atburða, sem hann hannaði, m.a. til þess að stöðva útþenslu NATO, gæti leitt til óvæntrar leikjaraðar sem hann sá ekki fyrir. Skyndilega blasti við að Svíþjóð hefði ákveðið á örfáum vikum að hverfa frá tveggja alda stefnu sinni (!) um hlut- leysi sem talin hafði verið óbreytanleg og Finnland hvarf, svo að segja samstundis, frá meginatriði sinnar utanríkis- stefnu, sem allur heimurinn hélt að væri klappaður í óbrot- gjarnan stein, sjálfu hlutleys- inu og knúði fast á um, ásamt Svíþjóð, að ganga sem fyrst í NATO. Ekki nokkur maður, hversu vitur sem hann þóttist eftir á, hefði giskað á um síð- ustu áramót, að áður en árið væri hálfnað lægi fyrir að öll Norðurlöndin væru loks sam- mála um að öryggi þeirra allra yrði ekki betur tryggt en með aðild að NATO. Ísland varð stofnaðili árið 1949, sem leiddi til mestu at- lögu sem gerð hefur verið að Alþingishúsinu, og þingræðinu sem það er táknmynd fyrir, og er þá ógeðfellda pottaglamrið og árásirnar sem gerðar voru þar, 60 árum síðar, talið með. Varla verður umdeilt að þarna blasir við afleikur ald- arinnar, þegar skákmaðurinn Pútín ætlaði að tryggja með leiftursókn að útþensla Atl- antshafsbandalagsins væri endanlega stöðvuð. Það er ekki hægt að ganga fram hjá þessu síðasta þegar afleikur aldarinnar er valinn} Afleikur aldarinnar H undalógík. Áróður. Hælbítar. Pólitík sem einkennist af því að gelta og gjamma. Þau eru fjölmörg, uppnefnin sem hafa fallið undanfarnar vikur vegna gagnrýni Pírata og fleiri á banka- sölumálið. Þetta eru uppnefni sem fjármála- ráðherra Íslands, meðal annarra, hefur gripið til – vegna þess að hann hefur engar málefna- legar varnir. Í staðinn slær hann frá sér með upphrópunum. Svo mætir prófessor í stjórnmálafræði og segir að gott gengi Framsóknarflokksins í síð- astliðnum kosningum sé vegna þess að fólk er orðið þreytt á átakastjórnmálum. Já. Auðvitað hlýtur fólk að vera orðið þreytt á ráðherra sem selur pabba sínum í ríkis- banka og uppnefnir þá sem gagnrýna það. Auðvitað er fólk orðið þreytt á því að glíma við spilling- armál eftir spillingarmál, hneyksli á hneyksli ofan. Vafningsmálið. Sjóður 9. Borgun. Panamaskjölin, Fal- son og feluleikurinn með skýrsluna um skattaskjólin. Lögbannsmálið. Sendiherrakapallinn. Samherjamálið. Ásmundarsalur. Þyrlumálið … Og núna bankasölumálið. Svo nokkur dæmi séu nefnd. Ríkisstjórnin reyndi meira að segja að endurnefna það sem Bankasýslumálið, í von- lausri vörn. Já. Það er áhugavert að vera kallaður hælbítur fyrir að finnast það ámælisvert að enginn axli ábyrgð á þess- um málum. Að vera sakaður um að dreifa áróðri fyrir að benda á spillinguna. Ég skil vel sjónarmið prófessorsins að Framsókn líti út fyrir að vera rödd skynseminnar, yfirveg- að og lausnamiðað miðjuafl. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn alltaf spilað sig, sem gerir honum kleift að leyfa þessari spillingu að viðgangast – því það er auðvelt að klæða meðvirkni í búning yfirvegunar og skynsemi. Á tyllidögum á hann jafnvel sín eigin spilling- armál – sem enginn axlar ábyrgð á heldur. Nú eru komin nokkur ný andlit í Fram- sóknarflokkinn og það verður áhugavert að sjá hvaða skoðun nýja fólkið hefur í þessum málaflokki. Mun það standa vörð um áfram- haldandi spillingu og þöggun – eða munu þau taka afstöðu með þeim okkar sem bendum á spillinguna og segja „nei takk!“? Undanfarna áratugi hefur Framsóknarflokkurinn ekki verið í því liði en ég ber ákveðna von til nýja fólksins, nýju kynslóðarinnar – og kjósendur virðast gera það líka. Mér er sama hvaðan gott kemur og fylgist spenntur með framvindunni. Lausnin verður nefnilega að vera sú að þau sem við- halda spillingunni hætti, en ekki þau sem benda á spill- inguna. Við þurfum vissulega að hætta átakastjórn- málum og fara að vinna málefnalega að góðum lausnum fyrir alla – en á meðan við erum með fjármálaráðherra sem uppnefnir fólk og málflutning þess og meðvirka samstarfsflokka eru engin endalok átakanna í sjónmáli. Baráttunni gegn spillingu lýkur ekki fyrr en spillingunni lýkur – því það er þess virði að berjast í þágu heiðarleika og réttlætis. Björn Leví Gunnarsson Pistill Að gelta og gjamma Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is S tærstu heildarsamtök vinnu- markaðarins hafa skilað ítarlegum umsögnum við fjármálaáætlun ríkisstjórn- arinnar fyrir árin 2023-2027. Gert er ráð fyrir hóflegri aukningu launa- kostnaðar ríkissjóðs í áætluninni og lítið má út af bregða svo sá jákvæði frumjöfnuður sem gert er ráð fyrir að verði náð á árinu 2025 verði nei- kvæður. Þetta kemur fram í umsögn Samtaka atvinnulífsins. Þar er byggt á því að almenn hækkun launa ríkisstarfsmanna verði í samræmi við kjarasamninga á yfirstandandi ári eða um 3,9% en þetta telja samtökin vera hæpna for- sendu enda hafi launavísistala rík- isstarfsmanna hækkað um 4,4% í janúar. „Þó svo hún hækkaði ekki meira á árinu myndi ársmeðaltalið engu að síður hækka um 6,2%,“ seg- ir í umsögn SA. Minnt er á að árs- meðaltal launavísitölu ríkisstarfs- manna hækkaði að meðaltali um rúm 7% á ári síðastliðin 15 ár. Samtökin segja afar mikilvægt að launaforsendur áætlunarinnar haldi til að tryggja jafnvægi í rík- isfjármálunum, stöðugleika á vinnu- markaði og temprun verðbólgu- þrýstings og gæta verði þess að hið opinbera verði ekki leiðandi í launaþróuninni í komandi kjara- viðræðum. „Að öðru óbreyttu myndu launahækkanir sem væru að jafnaði 2-3 prósentum á ári umfram áætlunina seinka því um ár að frum- jöfnuður verði jákvæður. Ef þær væru að jafnaði 3-4 prósentum hærri á ári en sem nemur forsendum áætl- unarinnar yrði frumjöfnuður ekki jákvæður fyrr en árið 2027,“ segir m.a. í umsögn SA. ASÍ heldur því fram að mark- mið fjármálaáætlunarinnar um út- gjaldavöxt séu óraunhæf. Þau skapi ekki grundvöll fyrir umbætur sem boðaðar eru í stjórnarsáttmála. Til standi að fjármagna ný og aukin verkefni með niðurskurði, breyttri forgangsröðun eða með bættri nýt- ingu fjármuna. „Nú þegar er fyrir- séð að útgjöld aukist umfram áætluð útgjöld, m.a. vegna mótvægis- aðgerða vegna verðbólgu, fjölgunar flóttamanna og byggingar þjóðar- leikvangs,“ segir m.a. í umsögn ASÍ. Bent er á að stöðva eigi hækkun skulda sem hlutfall af landsfram- leiðslu fyrir árslok 2026. Hallinn hjá hinu opinbera eigi að lækka um 149 milljarða til ársins 2027 með af- komubætandi ráðstöfunum, skatt- lagningu ökutækja og umferðar og kröfu um aðhald. Rammasett út- gjöld eigi að hækka um u.þ.b. 1% að jafnaði til 2027 og svigrúmið til auk- inna útgjalda sé því mjög takmark- að. Erfitt sé að sjá að þetta samrým- ist fyrirheitum í stjórnarsáttmála sem kalli á aukin útgjöld. ASÍ bendir einnig á að áætlunin sé lögð fram við krefjandi aðstæður og verðbólguhorfur hafi versnað til muna. Mikilvægt sé að fjármál hins opinbera ýti ekki undir þenslu. Stjórnvöld geti stutt við heimilin og eflt tekjustofna án þess að draga úr aðhaldi ríkisfjármála. Mun torvelda samningsgerð „Sú pólitíska stefnumótun sem fjármálaáætlun lýsir felur í sér stöðnun og niðurskurð,“ segir í um- sögn BSRB. Bandalagið hafnar þessari stefnu. Segir hana bitna verst á lágtekjufólki, börnum, eldri borgurum, sjúklingum og fötluðu fólki. Lýst er gríðarlegum von- brigðum með að fækka eigi stofn- framlögum í íbúðakerfinu úr 600 íbúðum árlega í 300 á tímabili áætl- unarinnar. „Verði ekki breyting á þessum áformum mun það torvelda kjarasamningsgerð á jafnt almenn- um markaði sem þeim opinbera.“ Áætlun gagnrýnd og lítið má út af bregða Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Á fjórða tug umsagna hefur borist þinginu við fjármálaáætlunina. Útlit er fyrir að hallarekstur ríkis og sveitarfélaga nái alls rúmlega eitt þúsund millj- örðum króna á árunum 2020- 2027 þegar fjármál hins op- inbera eru talin munu ná jafn- vægi á nýjan leik. Þetta kemur fram í umsögn BHM við fjármálaáætlunina. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu varðandi það hver skuli bera þær byrðar til framtíðar. Þar verður að horfa til annarra skattstofna en þeirra sem leiða af atvinnutekjum og líta til fjármagnstekna og eigna. Bent er á að sumir geirar efnahagslífsins geti borið þyngri byrðar en aðrir til framtíðar og því séu töluverð sóknarfæri í tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Leggur bandalagið til að stjórnvöld hækki skatta á eignir og fjármagnstekjur og dragi lækkun bankaskatts til baka og ríkisstjórnin þurfi að íhuga sérstakan hvalrekaskatt á þær atvinnugreinar sem högnuðust mest á tíma heims- faraldursins. Íhugi hval- rekaskatt UMSÖGN BHM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.