Morgunblaðið - 19.05.2022, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.05.2022, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Ferðalög MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Ljósmynd / Lip Smacking Foodie Tours Rússíbani fyrir bragðlaukana Veitingastaðamenningin í Las Veg- as er engu lík og gæti sumum gestum fallist hendur þegar velja þarf góðan stað til að snæða. Fyrirtækið Lip Smacking Foodie Tours býður upp á heppilega leið til að upplifa þverskurð af há- punktum matarmenningar gleði- og lífsnautnaborgarinnar. Leiðsögumaður sem þekkir veit- ingahúsageirann út og inn fylgir gestum á milli sjóðheitra veit- ingastaða og leyfir þeim að smakka sérvalda rétti sem end- urspegla styrkleika og áherslur hvers matseðils. Er eins gott að mæta með tóman maga því komið er við á þremur eða fjórum veit- ingastöðum í hvert sinn og alla jafna tveir réttir smakkaðir á hverjum stað. Pakkinn kostar frá 125 dölum á mann og þarf að borga aukalega á hverjum stað vilji fólk vín með matnum. Er sérstaklega mælt með pakk- anum „Savory Bites & Neon Lights“ sem lýkur með þyrluflugi yfir Las Vegas að nóttu til. Kostar sá pakki 299 dali á mann og er hverrar krónu virði. Las Vegas er ein af fáum borg- um í Bandaríkjunum þar sem ekki er nauðsynlegt að vera á bilaleigubíl til að komast á milli staða. Þvert á móti getur verið óheppilegt að vera á bílaleigubíl því betri hótel borgarinnar rukka hátt gjald fyrir notkun bílastæðahúsa sinna. Hótelin og spilavítin eru á til- tölulega smáum reit – The Strip, eins og svæðið er kallað – og fljótlegast að fara fótgang- andi á milli hótela, sýninga, verslana og veitingastaða. Fyrir lengri ferðir má panta skutl hjá Uber og kostar í kringum 10 dali að komast hér um bil hvert sem er innan hótelsvæðisins. Farið frá flugvellinum kostar í kring- um 10 til 20 dali. Almenningssamgöngur eru ekki góðar og þó að strætó aki eftir hótelgötunni þá er langt á milli vagna og fargjaldið ekki mikið ódýrara en Uber-ferðin. Upplyft lest ferðast eftir hót- elsvæðinu austanverðu en það getur verið langur gangur að næstu lestarstöð, löng bið á milli vagna og Uber, Lyft eða tveir jafnfljótir skárri kostur. Óþarfi að vera á bíl allan tímann HEILRÆÐI FYRIR FERÐALANGINN 2022 ÁRGERÐIR KOMNAR ÍVERSLUN EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM FLEIRI LITIR Í BOÐI ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA Frábært fjölnota hjól Álstell, 16 gírar Vökvabremsur Lithium Grey Chrome 104.990 kr. MARLIN5 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Læsanlegur dempari Gunmetal TREK Black 124.990 kr. DS2 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Matte Dnister Black 109.990 kr. FX2Disc Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is Sendum hvert á land sem er fyrir 2.990 (verð fyrir eitt reiðhjól) FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890 Úr mörgum góðum kostum er að velja í Las Vegas en eitt hótel stendur upp úr sem heims- frægt kennileiti og lúxusupplifun. Bellagio- hótelið er mjög vel staðsett, mitt í spilavíta- og hótelhverfinu, og í göngufæri við helstu veit- ingastaði, verslanir og sýningar. Risavaxinn gosbrunnurinn sem vísar út að aðalgötu Las Vegas er heimsfrægt kennileiti og skemmtir vegfarendum með fallegri sýningu allt að 34 sinnum á dag. Mikill straumur fólks liggur í gegn um hót- elið en Bellagio tekst samt að viðhalda ákveðnum glæsibrag sem ekki allir gististaðir í Vegas geta státað af, og má t.d. í hótelinu miðju finna einstakt gróðurhús sem er skreytt með styttum og lifandi blómum sem skapa ævintýraheim og skipt er um í takt við árstíð- irnar. Herbergin eru rúmgóð og falleg og bæði umgjörð og þjónusta eins og best verður á kosið. Verður að mæla sérstaklega með morg- unverðinum á veitingastaðnum Lago á jarð- hæð hótelsins. Þar er hægt að njóta máltíð- arinnar með útsýni yfir gosbrunninn, en það er stjörnukokkurinn Julian Serrano sem ræður ríkjum í eldhúsinu. Matseldin er undir ítölsk- um áhrifum og hver einasti réttur hittir í mark. Má reikna með að borga um 75 til 150 dali á mann fyrir eftirminnilega máltíð. Gosbrunnurinn fer ekki fram hjá neinum HVAR Á AÐ GISTA? Draumaveröld Innanhússgarðurinn í Bellagio er endur- skapaður nokkrum sinnum á ári og laðar að fjölda gesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.