Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 23
FRÉTTIR 23Ferðalög
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
Ljósmynd / Lip Smacking Foodie Tours
Rússíbani fyrir
bragðlaukana
Veitingastaðamenningin í Las Veg-
as er engu lík og gæti sumum
gestum fallist hendur þegar velja
þarf góðan stað til að snæða.
Fyrirtækið Lip Smacking Foodie
Tours býður upp á heppilega leið
til að upplifa þverskurð af há-
punktum matarmenningar gleði-
og lífsnautnaborgarinnar.
Leiðsögumaður sem þekkir veit-
ingahúsageirann út og inn fylgir
gestum á milli sjóðheitra veit-
ingastaða og leyfir þeim að
smakka sérvalda rétti sem end-
urspegla styrkleika og áherslur
hvers matseðils. Er eins gott að
mæta með tóman maga því komið
er við á þremur eða fjórum veit-
ingastöðum í hvert sinn og alla
jafna tveir réttir smakkaðir á
hverjum stað. Pakkinn kostar frá
125 dölum á mann og þarf að
borga aukalega á hverjum stað
vilji fólk vín með matnum.
Er sérstaklega mælt með pakk-
anum „Savory Bites & Neon
Lights“ sem lýkur með þyrluflugi
yfir Las Vegas að nóttu til. Kostar
sá pakki 299 dali á mann og er
hverrar krónu virði.
Las Vegas er ein af fáum borg-
um í Bandaríkjunum þar sem
ekki er nauðsynlegt að vera á
bilaleigubíl til að komast á milli
staða. Þvert á móti getur verið
óheppilegt að vera á bílaleigubíl
því betri hótel borgarinnar
rukka hátt gjald fyrir notkun
bílastæðahúsa sinna.
Hótelin og spilavítin eru á til-
tölulega smáum reit – The
Strip, eins og svæðið er kallað –
og fljótlegast að fara fótgang-
andi á milli hótela, sýninga,
verslana og veitingastaða. Fyrir
lengri ferðir má panta skutl hjá
Uber og kostar í kringum 10 dali
að komast hér um bil hvert sem
er innan hótelsvæðisins. Farið
frá flugvellinum kostar í kring-
um 10 til 20 dali.
Almenningssamgöngur eru
ekki góðar og þó að strætó aki
eftir hótelgötunni þá er langt á
milli vagna og fargjaldið ekki
mikið ódýrara en Uber-ferðin.
Upplyft lest ferðast eftir hót-
elsvæðinu austanverðu en það
getur verið langur gangur að
næstu lestarstöð, löng bið á
milli vagna og Uber, Lyft eða
tveir jafnfljótir skárri kostur.
Óþarfi að
vera á bíl
allan tímann
HEILRÆÐI FYRIR
FERÐALANGINN
2022 ÁRGERÐIR
KOMNAR ÍVERSLUN
EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM
FLEIRI LITIR Í BOÐI
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA
Frábært fjölnota hjól
Álstell, 16 gírar
Vökvabremsur
Lithium Grey Chrome
104.990 kr.
MARLIN5
Frábært fjölnota hjól
Álstell - 24 gírar
Vökva diskabremsur
Læsanlegur dempari
Gunmetal
TREK Black
124.990 kr.
DS2
Frábært fjölnota hjól
Álstell - 24 gírar
Vökva diskabremsur
Matte Dnister Black
109.990 kr.
FX2Disc
Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is
Sendum hvert á land sem er fyrir 2.990 (verð fyrir eitt reiðhjól) FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890
Úr mörgum góðum kostum er að velja í Las
Vegas en eitt hótel stendur upp úr sem heims-
frægt kennileiti og lúxusupplifun. Bellagio-
hótelið er mjög vel staðsett, mitt í spilavíta- og
hótelhverfinu, og í göngufæri við helstu veit-
ingastaði, verslanir og sýningar. Risavaxinn
gosbrunnurinn sem vísar út að aðalgötu Las
Vegas er heimsfrægt kennileiti og skemmtir
vegfarendum með fallegri sýningu allt að 34
sinnum á dag.
Mikill straumur fólks liggur í gegn um hót-
elið en Bellagio tekst samt að viðhalda
ákveðnum glæsibrag sem ekki allir gististaðir í
Vegas geta státað af, og má t.d. í hótelinu
miðju finna einstakt gróðurhús sem er skreytt
með styttum og lifandi blómum sem skapa
ævintýraheim og skipt er um í takt við árstíð-
irnar.
Herbergin eru rúmgóð og falleg og bæði
umgjörð og þjónusta eins og best verður á
kosið.
Verður að mæla sérstaklega með morg-
unverðinum á veitingastaðnum Lago á jarð-
hæð hótelsins. Þar er hægt að njóta máltíð-
arinnar með útsýni yfir gosbrunninn, en það
er stjörnukokkurinn Julian Serrano sem ræður
ríkjum í eldhúsinu. Matseldin er undir ítölsk-
um áhrifum og hver einasti réttur hittir í
mark. Má reikna með að borga um 75 til 150
dali á mann fyrir eftirminnilega máltíð.
Gosbrunnurinn fer ekki fram hjá neinum
HVAR Á AÐ GISTA?
Draumaveröld Innanhússgarðurinn í Bellagio er endur-
skapaður nokkrum sinnum á ári og laðar að fjölda gesta.