Morgunblaðið - 19.05.2022, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
✝
Kristjana
Kristjánsdóttir
hjúkrunarfræð-
ingur fæddist í
Reykjavík 10. júlí
1951. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á
Akranesi 7. maí
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Eva Krist-
jánsdóttir, f. 1913,
d. 2015 og Kristján
Benedikt Gauti Jónsson, f.
1913, d. 1990.
Systkini Kristjönu: Jón
Gauti, f. 1949, d. 2012; Þórdís
Anna, f. 1953 og Guðbjörg Eva,
f. 1956.
Þann 28. júní 1975 giftist
Kristjana Stefáni Magnússyni
húsasmið, f. 22. janúar 1951.
Foreldrar Stefáns voru Bryn-
hildur Stefánsdóttir, f. 1922, d.
1998 og Hannes Magnús
október 2005; Stefanía, f. 11.
nóvember 2007 og Oddur, f. 27.
desember 2009.
3) Bjarni, f. 24. maí 1988, bíl-
stjóri.
Kristjana ólst upp í Reykja-
vík og að loknu gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar árið 1968 starfaði hún
sem gangastúlka á sjúkra-
húsum í Reykjavík og Kaup-
mannahöfn, þar til hún hóf
nám í Hjúkrunarskóla Íslands í
mars 1970. Að loknu prófi í
mars 1973 vann hún á
Hvammstanga í hálft ár en
ferðaðist um Evrópu síðustu
mánuði ársins. Í janúar 1974
hóf hún síðan störf á Sjúkra-
húsi Akraness, sem varð henn-
ar vinnustaður næstu 45 ár.
Fyrstu árin vann hún á
lyflækningadeild, en vorið 1990
lauk hún námi í skurðhjúkrun
og eftir það var skurðstofan
hennar staður, þar til hún lét af
störfum í lok árs 2019.
Útför Kristjönu fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 19. maí
2022, kl. 14.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Bjarnason, f. 1918,
d. 2002, bóndi í
Birkihlíð, Reyk-
holtsdal.
Börn Kristjönu
og Stefáns eru:
1) Gauti, f. 8. júlí
1976, verkfræðing-
ur, giftur Rebekku
Blöndal söngkonu,
f. 19. ágúst 1988.
Börn þeirra eru
Ólafur Árni Dav-
íðsson, f. 20. desember 1999
(fóstursonur); Kristjana Íva, f.
12. nóvember 2004, móðir
þeirra er Aðalbjörg Silja Ragn-
arsdóttir, f. 1983; Embla, f. 16.
október 2015 og Eva, f. 1. febr-
úar 2019.
2) Brynhildur, f. 8. desember
1977, snyrtifræðingur, gift
Daníel Ottesen, bónda á Ytra-
Hólmi, f. 27. maí 1979. Börn
þeirra eru Anton Teitur, f. 20.
Ung felldu þau hugi saman,
Stefán bróðir minn og Krist-
jana Kristjánsdóttir hjúkrunar-
fræðingur, sem í dag er kvödd.
Ég man svo vel þegar Krist-
jana kom fyrst á heimili verð-
andi tengdafólksins í Birkihlíð.
Af henni stafaði útgeislun; gleði
og hressileiki einkenndi hennar
fas og þessi fallega og
skemmtilega kona small um-
svifalaust í hópinn. Tók þátt í
störfum úti jafnt sem inni og
naut þess að vera hluti af hópn-
um. Þau Stebbi og Kristjana
giftu sig sumarið 1975, stofn-
uðu heimili og byggðu sér fljót-
lega glæsilegt einbýlishús á
Esjuvöllunum. Börnin komu
eitt af öðru. Gauti, Brynhildur
og Bjarni voru þeirra auga-
steinar og síðar einnig barna-
börnin sem áttu margar og
kærleiksríkar stundir með
ömmu og afa.
Hláturmild, jákvæð, drífandi
og ákveðin voru allt mannkostir
í fremstu röð sem prýddu
Kristjönu. Svo tileinkaði hún
sér heilbrigt líferni, var m.a.
göngugarpur mikill. Það var
því einhvern veginn fjarstæðu-
kennt að hún skyldi undir lok
hefðbundinnar starfsævi grein-
ast með þann sjúkdóm sem nú í
vor náði yfirhöndinni eins og
hendi væri veifað. En Kristjana
var staðföst og tók veikindun-
um síðustu árin af æðruleysi.
Ég hygg að fæstir þeir sem
minna til þekkja hafi yfirleitt
gert sér grein fyrir að þar væri
á ferð manneskja sem gengi
ekki heil til skógar. Hún var
heldur ekkert að bera raunir
sínar á torg, tók þessu eins og
hverju öðru verkefni og sló
hvergi slöku við.
Það er dýrmætt að geta
minnst garðveislu sem Krist-
jana bauð sínum nánustu til um
mitt síðasta sumar þegar hún
fyllti sjö áratugina. Þau hjón
voru frumbyggjar í sumarhúsa-
hverfi úr landi Birkihlíðar sem
nefnt er Melabyggð af því að í
grunninn er hverfið á gróður-
vana mel. Í dag er sá melur að
mestu uppgróinn og falleg
skógrækt á stærstum hluta
svæðisins. Verk sem fyrst og
fremst ber að þakka bjartsýni
þeirra hjóna og dugnaði. Und-
anfarin þrjú ár unnu þau að
byggingu nýs húss á lóðinni og
ætluðu þar að eiga sína Paradís
á efri árum, umvafin þeim
skógarplöntum sem þau komu á
legg og nú veita bæði skjól og
hlýju. Á pallinum við litla húsið
þeirra hélt Kristjana upp á af-
mælið sitt, þau tóku sér frí einn
dag frá húsbyggingunni, rétt
lögðu hamarinn og sögina frá
sér á meðan. Rebekka tengda-
dóttir þeirra stýrði söng og
barnabörnin léku við ömmu.
Kannski grunaði Kristjönu
innst inni í hvað stefndi og
þarna vildi hún eiga fallega
stund á sínum forsendum.
Ég viðurkenni fúslega að á
liðnum dögum, þegar ég hef
minnst hennar Kristjönu mág-
konu minnar, þá hafa tár vætt
koddann. Það er vel hægt að
tárast yfir því óréttlæti að hún
hafi ekki fengið að njóta lengra
lífs með Stebba sínum og fal-
legum afkomendum þeirra. Af
eigingirni er líka hægt að gráta
yfir því að veröldin er einfald-
lega ekki jafn litrík og hún var
meðan Kristjönu naut við. Okk-
ar sem eftir lifum er að halda
minningu hennar á lofti. Minn-
ingu um alla þá gleði sem hún
færði inn í tilveruna. Hún var
skjólið og hlýjan rétt eins og
trjáplönturnar fallegu sem hún
plantaði með Stebba sínum.
Takk fyrir allt, kæra mágkona,
þín er sárt saknað.
Magnús Magnússon.
Hún Kristjana frænka mín
var falleg, gáfuð og góð. Um-
fram allt var hún góð. Við vor-
um systradætur og ég sá hana
fyrst nokkurra mánaða gamla
þegar ég kom að norðan til
Reykjavíkur til að fara þar í
nám haustið 1951. Ég sé hana
fyrir mér þar sem hún liggur í
vöggunni og horfir á mig, bjart-
leit með undrunarsvip í bláu
kringlóttu augunum sínum. Oft
kom ég á heimili foreldra henn-
ar, Evu og Kristjáns, og það
varð eins og mitt annað heimili
í Reykjavík.
Snemma komu í ljós ýmsir
eðliskostir Kristjönu. Hún var
kjarkmikil, dugleg og mann-
blendin og einkar glaðvær, gat
hlegið svo hjartanlega að ýmsu
broslegu að henni vöknaði um
augu. Ung að árum var hún
send norður í Eyjafjörð til
Sollu frænku sinnar, móður
minnar, til að vera þar í dálít-
inn tíma og kynnast sveitalíf-
inu. Á seinni árum rifjuðum við
Kristjana oft upp ýmis atvik frá
barnæsku hennar, þar á meðal
dvöl hennar á Munkaþverá þar
sem hún þekkti engan þegar
hún kom, en aðlagaðist öllu svo
fljótt, öllu nema „villibráðinni“
sem var nokkurs konar grautur
búinn til úr kálfsblóði og leit út
eins og súkkulaðibúðingur en
var aldeilis öðruvísi á bragðið.
En ekki var Kristjana að gera
neinar athugasemdir við það.
Nei, hún lét sig hafa það að
kyngja skrítna grautnum. Þetta
litla broslega atvik lýsir Krist-
jönu vel, hún tók öllu sem að
höndum bar með jafnaðargeði.
Það kom fáum á óvart að
Kristjana skyldi ákveða að fara
í hjúkrunarnám því hún var öll-
um kostum búin til þess að
sinna öðrum, hjúkra og líkna.
Hún var samviskusöm og hlý-
leg í fasi. Ég hitti stundum fólk
sem hafði notið umhyggju
hennar á sjúkrahúsinu á Akra-
nesi og þegar ég sagði þeim frá
skyldleika okkar var svarið oft:
„Hún Kristjana, hún er einstök,
svo hlýleg og umhyggjusöm.“
Kristjana naut mikillar ham-
ingju í lífinu og það geislaði af
henni góðvildin. Síðastliðin
sumur var hún ásamt sínum
góða manni Stefáni að byggja
nýjan sumarbústað í Reyk-
holtsdal á æskustöðvum Stef-
áns og það leyndi sér ekki, þeg-
ar hún minntist á þetta framtak
þeirra, hvað hún var mikið
náttúrubarn og undi sér vel í
sveitinni. Það veitti henni mikla
ánægju að geta haft barnabörn-
in þar hjá sér. Systkinum sín-
um var hún alla tíð mikil stoð
og stytta, en Jón Gauti bróðir
hennar lést fyrir tíu árum. Það
er sárt að missa Kristjönu á
góðum aldri, en hún skilur mik-
ið eftir sig og veitti okkur sem
þekktum hana svo mikla gleði.
Ég og bræður mínir Kristján
og Eysteinn og fjölskyldur okk-
ar kveðjum hana með söknuði
og miklu þakklæti fyrir ljúfar
og góðar samverustundir.
Kristín Jónsdóttir
frá Munkaþverá.
Gleðigjafinn og saumklúbbs-
vinkona okkar hefur kvatt
þessa jarðvist.
Það var gæfa okkar að stofn-
aður var átta kvenna Skaga-
saumklúbburinn „Iðna Lísa“
árið 1977. Í þessum hópi voru
hjúkrunarfræðingar og kennar-
ar. Það var gaman að hittast,
við þessar hressu konur, sem
létum okkur fátt fyrir brjósti
brenna. Nú er ein okkar horfin
á braut.
Kristjana var einstaklega
glaðleg og jákvæð, hún hafði
hlýja og skemmtilega nærveru
og frábæra frásagnarhæfileika.
Þegar hún mætti stundum í
klúbb var hún ekki endilega
með prjónadótið með sér held-
ur fyndna og skemmtilega úr-
klippu, sem hún las með til-
þrifum og grét sjálf úr hlátri
við upplesturinn. Hún átti það
líka til að draga upp úr pússi
sínu ljóðabækur og lesa fyrir
okkur falleg ljóð og jafnvel
minningargreinar, sem voru á
einhvern hátt óvenjulegar eða
broslegar. Þessar stundir eru
ógleymanlegar.
Gleðigjafinn hún vinkona
okkar sá þetta fyndna og
skemmtilega í tilverunni og
deildi því á einstakan hátt til
okkar sem með henni voru.
Hún var röggsöm, ábyrg og
kletturinn í öllu sem hún tók
sér fyrir hendur, fyrst og
fremst með fjölskyldu sinni, og
hvort heldur var í vinnunni við
umönnun og hjúkrun eða með
vinum sínum.
Kristjana átti yndislega fjöl-
skyldu sem hún dáði og naut
þess að sinna og vera sem mest
með. Við sendum þeim okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Við þökkum vinkonu okkar
gleðina og hláturinn en umfram
allt áralanga vináttu og
ánægjulegar og ógleymanlegar
samverustundir. Sendum henni
koss út í alheiminn sem nú
varðveitir hana.
Svanhildur, Ólafía,
Sigrún, Guðbjörg, Guðrún,
Soffía og Ágústa.
Kristjana vinkona okkar og
„hollsystir“ er farin í sína
hinstu ferð eftir hetjulega bar-
áttu við krabbamein. Jákvæðni,
seigla og endalaus baráttuvilji
einkenndi hana í sínum veik-
indum.
Vinskapur okkar hófst er við
byrjuðum okkar hjúkrunarnám
í G-holli 1970, ungar og blautar
bak við eyrum. Það kom fljótt í
ljós hvað námið átti vel við
hana og með sínum smitandi
hlátri og glaðværð átti hún
stóran þátt í hvað hópurinn
varð samstilltur og uppátekt-
arsamur
Einn af ótalmörgum kostum
Kristjönu var áræði og ævin-
týramennska, sem sýndi sig
best er hún og Anna Þórunn
réðu sig sem hjúkrunarforstjór-
ar á landsbyggðinni sem fyrsta
starf eftir útskrift.
Þannig söfnuðu þær fyrir
þriggja mánaða Evrópureisu
sem ekki var algengt í þá daga.
Síðan tekur alvara lífsins við
með hjónabandi og barneignum
þegar hún kynnist Stefáni sín-
um á Akranesi. Þar búa þau og
skilar hún ævistarfi sínu sem
deildarstjóri á lyflækningadeild
og skurðstofu. Í hennar störf-
um nýttust vel hæfileikar henn-
ar í mannlegum samskiptum,
dugnaður, samviskusemi og
ákveðni.
Það var gaman að fylgjast
með þeim Kristjönu og Stefáni
byggja nýja sumarbústaðinn í
sælureitnum sínum í Reyk-
holtsdal.
Við áttum því láni að fagna
að fylgjast að stærstan hluta
ævinnar, hittast reglulega og
deila gleði og sorgum. Þessi
þétti hópur sem nú kveður
kæra vinkonu varð til eftir
ógleymanlega afmælisferð til
Kraká. Kristjönu verður sárt
saknað úr okkar góða hópi.
Við vottum Stefáni og fjöl-
skyldunni allri okkar innileg-
ustu samúð.
Anna Þórunn, Hjördís,
Áslaug S., Áslaug P., Ásta,
Áststríður, Guðbjörg Stein-
unn, Herdís, Júlía, Marta,
Matthea og Sólfríður.
Elsku Kristjana.
Nú ert þú farin frá okkur og
þín verður sárt saknað, ert
komin á annan stað til að
hjúkra og hjálpa.
Ég man þegar þú komst
fyrst á Akranes. Það var seint
um kvöld og þú hringdir dyra-
bjöllunni á gömlu deildinni okk-
ar.
Úti stóð falleg glaðleg kona,
hjúkrunarkona, og bað um lykl-
ana að læknabústaðnum.
Ég man árin okkar á lyfja-
deild og skurðstofu. Ég man
allar skemmtilegu og góðu
stundirnar og ferðalögin.
Ég bið Guð og englana að
vernda þig.
Við Helgi sendum fjölskyld-
unni allri innilegar samúðar-
kveðjur.
Þú, sem eldinn átt í hjarta,
óhikandi og djarfur gengur
út í myrkrið ægisvarta
eins og hetja og góður drengur.
Alltaf leggur bjarmann bjarta
af brautryðjandans helgu glóð.
Orð þín loga, allt þitt blóð;
á undan ferðu og treður slóð.
Þeir þurfa ekki um kulda að kvarta,
sem kunna öll sín sólarljóð.
(Davíð Stefánsson)
Sigríður Gróa og Helgi.
Himneskt
er að vera
með vorið
vistað í sálinni,
sólina
og eilíft sumar
í hjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Í dag kveð ég kæran sam-
starfsfélaga og vin til 46 ára.
Leiðir okkar Kristjönu lágu
saman á Sjúkrahúsi Akraness á
miðju ári 1976 en hún lést laug-
ardaginn 7. maí síðastliðinn.
Upp í hugann koma myndir
af ungri konu með hippaband
um höfuð og í hippamussu.
Óvenju kát og hress, þessari
konu vildu allir kynnast. Þann-
ig man ég hana frá þeim tíma
er hún stundaði nám í Hjúkr-
unarskóla Íslands. Hún var
tilbúin að helga líf sitt hjúkrun.
Kristjana útskrifaðist sem
hjúkrunarfræðingur í mars
1973 en hóf störf við SA í jan-
úar 1974. Hún starfaði á þeirri
stofnun þar til hún lét af störf-
um um áramótin 2019-2020.
Hún starfaði lengi sem deild-
arstjóri á lyflækningadeild en
ákvað síðar að mennta sig frek-
ar, hóf nám í skurðhjúkrun og
lauk því námi 1990. Að því
loknu hóf hún störf á skurð-
stofum SA. Um nokkurra ára
bil gegndi hún starfi deildar-
stjóra þar. Hún sinnti störfum
sínum af einstakri vandvirkni
og aflaði sér mikillar reynslu og
þekkingar á hjúkrun. Kristjana
var ráðagóð, umhyggjusöm og
bar hag sjúklinga sinna fyrir
brjósti. Hún naut virðingar í
hópi vinnufélaga, var vel lesin,
miðlaði af reynslu sinni og
þekkingu og gætti að réttindum
samstarfsmanna sinna. Hún var
kát og glöð flesta daga.
Við áttum náið samstarf, sem
stjórnendur í hjúkrun, í áratugi
og aldrei bar skugga á það
samstarf. Það var gott að leita
til hennar, hún var hreinskilin,
fagleg og sagði sína skoðun um-
búðalaust en aldrei með hroka
né yfirgang. Það var hægt að
treysta þeim ráðum sem hún
gaf. Fyrir það er ég henni
þakklát.
Í dymbilvikunni, nú í apríl,
hittumst við nokkrir eldri
hjúkrunarfræðingar og ljós-
mæður í kaffi og var Kristjana
þar hrókur alls fagnaðar, eins
og svo oft áður. Spurði hana
hvernig hún hefði það. Hún
horfði á mig og svaraði: ég hef
það gott en hvernig hefur þú
það. Hún vildi ekki ræða veik-
indi sín en bar alltaf óendan-
lega umhyggju fyrir öðrum.
Þannig var þessi góða kona.
Það var aðdáunarvert að
fylgjast með Kristjönu í hennar
einkalífi og þeirri umhyggju
sem hún bar fyrir börnum sín-
um, tengdabörnum og barna-
börnum. Sama hvað gekk á,
alltaf var hún róleg, yfirveguð
og gaf góð ráð, sýndi umhyggju
og hlýju. Það var ekki síður fal-
legt að fylgjast með samskipt-
um þeirra hjóna, þar ríkti virð-
ing og vinsemd.
Að leiðarlokum sendum við
fjölskyldan Stefáni, Gauta,
Brynhildi, Bjarna og fjölskyld-
um þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur á þessum erf-
iðu tímum. Megi kær vinnu-
félagi og vinur hvíla í friði.
Steinunn Sigurðardóttir.
Kristjana
Kristjánsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEINDÓR ÁRNASON
frá Neskaupstað,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. maí.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Metta Dagný Gunnarsdóttir
Árný Gyða Steindórsdóttir Steve Button
María Steindórsdóttir Jens Pétur Jensen
Helga Steindórsdóttir Hallur Þorsteinsson
Gunnar Valur Steindórsson Kristrún Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
PÉTUR SVEINSSON
fv. rannsóknarlögreglumaður,
Prestastíg 9, Reykjavík,
lést á líknardeild Landakots
fimmtudaginn 12. maí.
Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn 27. maí
klukkan 10. Hjartans þakkir til Heru og starfsfólks Landakots
fyrir ljúfa og yndislega umönnun. Streymt verður frá athöfninni.
Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat.
Bjarney K. Friðriksdóttir
Jón, Edda, Sveinn, Bergrún, Arnfríður, Arngrímur, Pétur
Ingi, Sara Dögg, Guðný, Friðrik, Stella, Davíð, Anna Birna,
afa- og langafabörn
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR GUNNARSSON,
lést miðvikudaginn 11. maí á
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Sauðárkróki. Útför hans fer fram frá
Sauðárkrókskirkju föstudaginn 20. maí klukkan 14.
Kristín Dröfn Árnadóttir
Árni Þóroddur Guðmundsson
Gunnar Gýgjar Guðmundsson
Ragnar Freyr Guðmundsson Lilja Sif Þórisdóttir
og barnabörn