Morgunblaðið - 20.05.2022, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
handritum landsins verður tekin
fyrir og fjallað um bókband frá
Hólum, Skálholti, Hrappsey, Leir-
árgörðum og áfram til okkar tíma.
Meðal annars verður farið yfir þró-
un bókbands, efnisnotkun og verk-
færi.
Pamela De Sensi, sem fer fyrir
félaginu Töfrahurð tónlistarútgáfa,
hlaut styrk fyrir verkefnið Dimma-
limm – tónlistarævintýri.
Ævintýrið Dimmalimm er eftir
listamanninn Mugg. Árið 2024
verða 100 ár frá andláti hans og af
því tilefni verður gefin út bók með
sögunni og myndskreytingum.
Jafnframt verður frumflutt nýtt
tónlistarævintýri byggt á sögunni
um Dimmalimm.
ingathora@mbl.is
Skáldið og biskupsdóttirin 2022.
Um er að ræða hljóðupptöku af
óperunni Skáldið og biskupsdóttirin
sem fjallar um vináttu Hallgríms
Péturssonar skálds og Ragnheiðar
Brynjólfsdóttur biskupsdóttur.
Alexandra er höfundur tónlistar,
Guðrún Ásmundsdóttir er höfundur
handrits og ljóð eru eftir Rúnar
Kristjánsson, Hallgrím Pétursson,
Brynjólf Sveinsson, Guðnýju frá
Klömbrum og Daða Halldórsson.
Verkefnið er unnið í samstarfi við
hljómsveitina Gosorquestra frá
Kænugarði.
Rannsakar sögu bókbands
Sigurþór Sigurðsson hlaut stryk
fyrir verkefni sitt Saga bókbands á
Íslandi. Gerð bókbands á elstu
Þau Alexandra Chernyshova, Bragi
Halldórsson, Pamela De Sensi og
Sigurþór Sigurðsson hlutu menn-
ingarstyrkinn sem kenndur er við
Jóhannes Nordal, fyrrverandi
seðlabankastjóra, við hátíðlega at-
höfn í Seðlabankanum í gær. Er
þetta í ellefta sinn sem styrkurinn
er veittur.
Tilgangurinn með styrkveiting-
unni er að styðja viðleitni ein-
staklinga og hópa sem miðar að því
að varðveita menningarverðmæti
sem núverandi kynslóð hefur fengið
í arf.
Úthlutunarnefnd valdi þær um-
sóknir sem hlutu styrkinn í ár en
alls bárust sextán umsóknir. Þau
fjögur verkefni sem valin voru
hljóta öll einnar milljónar króna
styrk.
Í samstarfi við úkraínska
hljómsveit
Bragi Halldórsson tók á móti
styrknum fyrir vinnuhóp sem vinn-
ur að verkefninu Sálmabækur 16.
aldar. Aðrir í hópnum eru Jón
Torfason, Kristján Eiríksson, Karl
Sigurbjörnsson, Elín Gunnlaugs-
dóttir og Guðrún Laufey Guð-
mundsdóttir.
Verkefnið snýr að því að gefa út
sálmabækur Marteins Einarssonar
og Gísla Jónssonar Skálholtsbisk-
upa og sálmabók Guðbrands Þor-
lákssonar Hólabiskups.
Hin úkraínska Alexandra
Chernyshova, sem hefur verið bú-
sett hérlendis í um 20 ár, tók á
móti styrknum fyrir Dream Voices
ehf. sem stendur að verkefninu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hátíðlegt Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Jóhannes
Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri, ásamt styrkþegum, við athöfnina í Seðlabankanum í gær.
Fjórir hljóta menn-
ingarstyrkinn í ár
- Styrkurinn veittur í ellefta sinn - Sextán umsækjendur
Félagar Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri
Morgunblaðsins, og Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu
á erfitt með að mæta þeirri eftir-
spurn sem myndast hefur að und-
anförnu. Nokkrir viðmælendur
Morgunblaðsins hafa rekið sig á að
mánuð getur tekið að fá viðtal hjá
heilsugæslulækni.
„Já, það er rétt að erfitt er að fá
tíma núna. Í kjölfar kórónuveirunn-
ar, og þeirra miklu anna sem tengd-
ust sýnatökum, bólusetningum og
fleiru, hefur pressan aukist. Fólk er
meðvitað um heilsugæsluna og það
hefur verið mikið að gera,“ segir
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsu-
gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Hann nefnir þrjú atriði sem mögu-
legar skýringar. „Flensan, sem var í
skæðara lagi, er enn í gangi og nokk-
uð um seinar pestir þetta vorið.
Einnig höfum við þurft að vera nokk-
uð mikið í bráðamálum og þá verður
minni tími fyrir hefðbundnar tíma-
pantanir. Þá virðist uppsöfnuð þörf
eftir heimsfaraldurinn hafa áhrif.
Fólk hefur þá ef til vill beðið með að
láta athuga einhver einkenni, andleg
eða líkamleg, en fólk bíður ekki
endalaust og þá verður þetta
strembið,“ segir Óskar og hann von-
ast eftir því að ástandið verði mun
betra í haust.
„Heilsugæslan er samt orðin það
umfangsmikil, og sinnir mörgum
verkefnum, að þetta er vandasamt
verk. Við erum með nítján heilsu-
gæslustöðvar á höfuðborgarsvæð-
inu. Á hverjum degi geta verið fimm-
tíu bráðatilfelli á hverjum stað.
Þegar það er margfaldað með nítján
er ljóst að það koma margir til okkar
sem ekki eiga tíma. Það bitnar á
framboði á skipulögðum tímum.“
Ásókn í opna móttöku
Morgunblaðið spurði Jón Magnús
Kristjánsson framkvæmdastjóra
Heilsuverndar hvort ásóknin væri
mikil þar á bæ.
„Við rekum bara eina heilsugæslu-
stöð af nítján á svæðinu. Á stöðinni
hjá okkur hefur yfirleitt verið hægt
að fá tíma hjá lækni á innan við viku
og það höfum við getað staðið við. En
ef þú vilt fá tíma hjá þínum heim-
ilislækni þá getur biðin verið lengri
og getur það verið breytilegt eftir
læknum. Okkur hefur tekist að
fjölga læknum í takt við fjölda
skráðra einstaklinga á stöðinni, sem
gerir það að verkum að við höfum
ekki séð lengingu á biðtímanum að
neinu marki. En ásóknin hefur verið
mikil í opna móttöku hjá okkur í
vor,“ sagði Jón Magnús.
Löng bið eftir
viðtali hjá lækni
- Miklar annir hjá heilsugæslunni
Jón Magnús
Kristjánsson
Óskar
Reykdalsson
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Semja á um krónutöluhækkanir og
hagvaxtarauka í komandi kjara-
samningum og ná þarf samstöðu
um að framlengja lífskjarasamn-
inginn á svipuðum nótum og nú er
byggt á, með aðkomu stjórnvalda
og sveitarfélaga, og markmiðið er
að tryggja kaupmátt launa.
Þetta kemur fram í kröfugerð
stéttarfélagsins Framsýnar sem
samninganefnd félagsins hefur
samþykkt og birt er á vef félags-
ins. Er Framsýn fyrst verkalýðs-
félaga svo vitað sé til að birta
kröfugerð vegna komandi kjara-
samninga.
Félagið hefur veitt Starfsgreina-
sambandinu (SGS) og Landssam-
bandi ísl. verslunarmanna (LÍV)
umboð til að semja fyrir hönd fé-
lagsins en landssamböndin munu
svo leggja fram sameiginlega
kröfugerð fyrir hönd aðildarfélaga.
Boðaður er tveggja daga vinnu-
fundur formanna í SGS eftir helgi
þar sem fara á yfir kröfur og
áherslur aðildarfélaganna.
Aðalsteinn Á.
Baldursson, for-
maður Framsýn-
ar, segir mikla
undirbúnings-
vinnu hafa farið
fram við mótun
kröfugerðarinn-
ar. Almenn
ánægja sé með
þá leið sem farin
var í lífskjara-
samningnum og ná þurfi þríhliða
samkomulagi launþega, atvinnu-
rekenda og stjórnvalda með marg-
víslegum aðgerðum. Félagsmenn
leggi m.a. áherslu á að stjórnvöld
komi að með aðgerðum til að auka
jöfnuð í búsetuskilyrðum á landinu.
Í könnun sem BHM birti í vik-
unni kom fram að stöðugleiki og
kaupmáttur er efst í huga launa-
fólks en tæpur fjórðungur leggur
mesta áherslu á kauphækkanir.
Aðalsteinn segir þegar þetta er
borið undir hann að allir vilji að
kaupmáttur launa verði aukinn,
„en við erum að tala um krónutölu-
leið en mér hefur heyrst BHM tala
fyrir prósentuleiðinni. Það er
stundum himinn og haf á milli okk-
ar sem erum með lægst launaða
fólkið og þeirra sem eru með hærri
hópana.“
Aðalsteinn segir alla hafa miklar
áhyggjur af verðbólgunni og vaxta-
hækkunum. Einhvern veginn þurfi
menn að vinna saman að því að búa
til stöðugleika fyrir alla.
Í áherslum Framsýnar er þess
m.a. krafist að launakjör starfs-
manna á almenna vinnumarkaðin-
um verði hækkuð að lágmarki til
jafns við opinbera starfsmenn sem
gegna sambærilegum störfum.
Vilja framlengja lífskjarasamninginn
- Framsýn krefst krónutöluhækkana - Vilja þríhliða samkomulag við endurnýjun kjarasamninganna
- Aðalsteinn Á. Baldursson segir mikilvægt að tryggja kaupmátt og búa til stöðugleika fyrir alla
Aðalsteinn Á.
Baldursson