Morgunblaðið - 20.05.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
WEXIÖDISK, COMENDA OG HOBART UPPÞVOTTAVÉLAR
ÖFLUGUR LIÐSAUKI Í ELDHÚSIÐ
WEXIÖDISK
Vandaðar og öflugar vélar
fyrir þá sem vilja það besta
COMENDA
Ódýrari kostur - öflug og
góð vél fyrir stærri eldhús
HOBART
Frábær fyrir minni eldhús,
kaffistofur o.fl.
Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Aftur er farið að skipa út möl og sandi
frá bryggjunni á Horni í Hornafirði.
Höfnin lokaðist um tíma vegna sands
sem safnaðist fyrir undir bryggjunni
en nú er búið að dýpka aftur. Eigandi
Horns sem stendur fyrir útflutn-
ingnum þurfti sjálfur að greiða kostn-
að við dýpkunina og fær engar endur-
greiðslur frá ríkinu eins og hafnir
sveitarfélaga fá.
Litlahorn ehf., fyrirtæki Ómars
Antonssonar, eiganda jarðarinnar
Horns á Stokksnesi, hefur í mörg ár
staðið fyrir útflutningi á sandi og möl
úr fjörunni. Töluvert var selt af
svartri möl til fyrirtækis í Arizona í
Bandaríkjunum sem notuð var í
bland við annað grjót í klæðningar
innan á sundlaugar. Þau viðskipti
féllu niður vegna óæskilegra efna
sem blönduðust saman við og Ómar
telur að hafi verið skemmdarverk.
Aðrir kaupendur hafa verið að byggja
markaðinn upp að nýju.
Farmur fer út í næstu viku og
reiknar Ómar með að seld verði sjö
þúsund tonn á þann markað í ár, svip-
að magn og fyrri kaupandi tók, og að
aukning verði á næsta ári.
Allir úti í garði
Mikið af grófri perlumöl er flutt út,
nú aðallega til Hollands, en þar er
hún notuð í beð og garða. Ómar segir
að útflutningur á þeirri vöru hafi
aldrei verið meiri en í kórónuveiru-
faraldrinum. Allir hafi verið að vinna í
görðum sínum á þeim tíma.
Einnig er nokkuð selt innanlands.
Ómar framleiðir steypuefni og segir
að búast megi við auknum viðskiptum
því nú eigi að fara að byggja nýja brú
yfir Hornafjarðarfljót.
Efnið er flutt út frá bryggjunni á
Horni. Hún lokaðist um tíma vegna
sandburðar. Ómar segir að efni hafi
gengið úr Austurfjörutanganum og
farið inn undir bryggjuna og efni sem
dælt var úr Hornafjarðarhöfn í vetur
sé einnig að hringsóla um fjörðinn.
Sanddæluskipið Dísa frá Björgun
hreinsaði höfnina. Þótt það hafi ekki
verið mikið verk kostaði það hann 10
milljónir króna. Segir Ómar að hafn-
arsjóður Hornafjarðar, sem lét dýpka
þar á sínum tíma, þegar hann kom
sér þar upp bryggju, hafi hingað til
neitað að greiða þennan kostnað.
Hann segir mikið órættlæti í reglum
um greiðslu kostnaðar við hafnar-
gerð. Nefnir að ef sveitarfélög eða
hafnarsamlög standi fyrir fram-
kvæmdum greiði ríkið 80% af kostn-
aði en ekkert þegar einstaklingar eða
hlutafélög eigi hlut að máli. Bætir
hann því við að sveitarfélagið sé kom-
ið í samvinnu við fyrrverandi starfs-
mann sinn um að gera námu á Mýr-
um, vestan Hornafjarðar, og ætli að
nota höfnina til að skipa út efninu.
Það verði því gert með aðstöðu sem
ríkið hafi greitt 80% af.
„Höfnin er að fara í mikla fram-
kvæmd, láta fjarlægja rif sem er fyrir
utan innsiglinguna. Það gæti kostað
300 milljónir og ríkissjóður borgar.
Ég þyrfti eiginlega að fara fram á það
að bæjarfélagið fái ekki oftar styrk til
hafnarframkvæmda til að koma í veg
fyrir óheiðarlega samkeppni,“ segir
Ómar.
Skipað út frá höfninni á Horni
- Útflutningur á sandi og möl hafinn aftur frá Stokksnesi - Notað í sundlaugar í Ameríku og garða
í Hollandi - Útflytjandinn kostaði sjálfur dýpkun og fær engan stuðning frá ríki eða sveitarfélagi
Útflutningur Möl og sandi skipað út í flutningaskip frá höfninni í landi Horns. Allt að 100 metra skip sem rista ekki meira en sex metra geta athafnað sig.
Hátíð var í Sambíóunum Álfa-
bakka nýverið þegar starfsfólk
Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæð-
inu mætti á sérstaka forsýningu á
teiknimyndinni Eldhuga.
Myndin segir frá 16 ára stelpu
sem dreymir um að sinna slökkvi-
starfi eins og pabbi, en mætir ekki
skilningi og dulbýr sig sem strák
og slæst í hóp slökkviliðsmanna
sem reyna að stöðva brennuvarg í
New York. Fjölmargt starfsfólk
slökkviliðsins, fjölskyldur þeirra
og vinir mættu til að sjá Eldhuga
og sumir komu í slökkviliðsgall-
anum. Einnig komu slökkvi- og
sjúkrabílar og fengu allir að skoða
bílana bæði að innan og utan. Eld-
hugi kemur í Sambíóin í dag, 20.
maí.
Gaman Slökkviliðsmenn, bíll og krakkar á forsýningu myndarinnar.
Mættu í fullum
skrúða á Eldhuga
Margir ferðamenn koma við á Stokksnesi. Í landi Horns
er heilt víkingaþorp sem komið var upp vegna áforma
við að taka upp kvikmynd sem átti að gerast á víkinga-
tímanum. Ekki hefur orðið neitt úr þeirri mynd en þorp-
ið raunar eitthvað verið notað við kvikmyndagerð og
ferðafólk er forvitið um fyrirbærið. Ómar hefur fest
kaup á víkingaskipi og ætlar að koma því fyrir á tjörn
við víkingaþorpið.
Skip þetta, víkingaskipið Drakar, var smíðað í Bras-
ilíu 2007 eftir teikningum af Gauksstaðaskipinu í Nor-
egi. Skipið var keypt hingað til lands á árinu 2015 í
þeim tilgangi að sigla með ferðafólk en eitthvað minna
varð úr því en efni stóðu til. Það hefur legið við bryggju
í Kópavogi undanfarin ár. Draugaskipið birtist skyndi-
lega við Bessastaði í lok október á síðasta ári, hafði
losnað og rekið þangað, og sökk síðan í höfninni fyrr á
þessu ári. Sér á yfirbyggingu þess eftir þessa hrakn-
inga, að sögn Ómars.
Skipið er of breitt fyrir brýr á leiðinni austur. Því ósk-
aði Ómar eftir aðstoð bæjarins við að draga skipið sjó-
leiðina. Bauðst hann til að greiða útlagðan kostnað
vegna ferðar lóðsbátsins í þetta verkefni en það hafi
ekki fengist í gegn. „Það er engin tilfinning fyrir þessu
þótt bæjarfélagið lifi að stærstum hluta á ferðamann-
inum,“ segir Ómar. Ekki liggur fyrir hvernig hann kemur
víkingaskipinu að Horni.
Víkingaskip við þorpið
STOKKSNES
Kópavogshöfn Víkingaskipið er illa farið eftir veturinn.