Morgunblaðið - 20.05.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is
Vefuppboð nr. 119
Uppboð nr. 119 fer fram í Fold
uppboðshúsi Rauðarárstíg mánudaginn 23. maí kl. 18.30
G
eo
rg
G
uð
n
i
Forsýning verka stendur til 23. maí,
OPIÐ ALLA HELGINA
LOKSINS!
UPPBOÐ Í SAL!
Þorvaldur Skúlason
Léttar veitingar í
boði á uppboðsdegi
Örn Arnarson, fjölmiðlarýnir
Viðskiptablaðsins, fjallar um
ýmislegt kosningatengt í pistli sín-
um í gær og vekur meðal annars
athygli á góðum
árangri sér-
framboðsins Vina
Kópavogs. Örn
segir: „Fjölmiðlar
hafa ekki gefið
þeirri staðreynd
gaum í eftirmálum
kosninganna að
þarna var afl á
ferð sem berst gegn þéttingu
byggðar – og einnig þéttingu sem
nauðsynlegt er að ráðast í vegna
fyrirhugaðrar borgarlínu eins og í
tilfelli Hamraborgar. Þrátt fyrir að
fjölmiðlar verði seint sakaðir um
skort á áhuga á borgarlínunni
verður ekki sagt að þeir fjalli jafnt
um alla þætti málsins. Þannig má
gera ráð fyrir að áformin muni
leiða til töluverðrar röskunar á
ýmsum svæðum á höfuðborgar-
svæðinu og gera má ráð fyrir að
íbúar í nágrenni þeirra svæða hafi
sterkar skoðanir á þeim málum öll-
um.“
- - -
Stjórnvöld í Kópavogi munu ef-
laust taka eftir þeim skila-
boðum sem í þessu felast og Örn
bendir á. En skilaboð voru víðar
send um þéttingu byggðar og borg-
arlínu sem ástæða er fyrir kjörna
fulltrúa að hlusta á.
- - -
Helsti þéttingarflokkur Reykja-
víkur, Samfylkingin, missti
mikið fylgi og þéttingarmeirihlut-
inn féll kylliflatur. Flokkar sem
lýstu vilja til að brjóta nýtt land
undir byggð, sem fer ekki saman
við borgarlínuátrúnaðinn að sögn
hinna rétttrúuðu, bættu við sig.
- - -
Talsmenn borgarlínu, launaðir
sem aðrir, hafa reynt að túlka
niðurstöðurnar á annan hátt, en til
þess þarf auðvitað töluverða túlk-
unarblindu, meðvitaða eða ekki.
Örn Arnarson
Skilaboðin og
túlkunarblindan
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Flestir þekkja hversu erfitt getur
verið að fá raunverulegan frið frá
vinnunni þegar fólk er í frí. Kannanir
sýna að mjög margt fólk skoðar
vinnutengda tölvupósta daglega með-
an það er í fríi. Ný herferð Íslands-
stofu miðar að því að gera upplifun
ferðamanna af Íslandi sem besta með
því að minnka áreiti af vinnunni í frí-
inu. Þetta ætlar Íslandsstofa að gera
með því að fá hesta til að svara tölvu-
póstum sem ferðamenn fá á meðan
þeir eru í fríi. „Þjónustan nefnist
Úthestaðu póstinum þínum (e. Out-
horse your email), og snýst um að
bjóða fólki að útvista svörun tölvu-
pósta til íslenskra hesta,“ segir í til-
kynningu. Með aðstoð risavaxins
lyklaborðs sem var sérsmíðað fyrir
hófa hafa íslenskir hestar skrifað svör
sem ferðamenn geta nýtt sér fyrir
sjálfvirka svörun.
Hestar svara tölvu-
póstum fyrir fólk
Fótafimi á lyklaborði Svör við tölvupóstum skrifuðu Hrímnir frá Hvammi,
Hekla frá Þorkelshóli og Litla-Stjarna frá Hvítárhóli. Hér má sjá Heklu.
Vel virðist ganga hjá stúdentum
að fá vinnu um þessar mundir og
ættu margir þeirra að vera komnir
með störf í sumar. Fyrirtæki og
stofnanir byrja gjarnan að leita að
starfskröftum í sumarstörf í mars-
mánuði ár hvert.
„Eins og staðan er núna eru 52
störf auglýst. Það má orða það
þannig að markaðurinn sé
umsækjendavænn eins og er. Ég
tel að stúdentar geti valið úr störf-
um um þessar mundir. Það er alla
vega mín tilfinning að leitað sé að
mannauði og mörg störf séu í
boði,“ sagði Jónína Kárdal, verk-
efnisstjóri Tengslatorgs Háskóla
Íslands, þegar Morgunblaðið setti
sig í samband við hana. Tengsla-
torg er samstarfsvettvangur Há-
skóla Íslands og atvinnulífsins.
Vel gengið að ráða
„Aftur á móti veit ég að það hef-
ur gengið mjög vel að ráða. Ég hef
fengið mjög jákvæðar fréttir af
því. Fyrirtæki og stofnanir byrj-
uðu í mars að leita fyrir sér bæði
varðandi sumarstörf og framtíðar-
störf. Í júní mun Háskóli Íslands
útskrifa um tvö þúsund manns.
Mörg þeirra eru komin með vinnu
en einnig gætu mörg verið að
huga að framhaldsnámi,“ sagði
Jónína.
Eins og þekkt er geta sumar-
störf leitt af sér frekari tækifæri
fyrir viðkomandi þegar vel gengur.
„Mér sýnist vera nokkuð um það
að auglýst séu sumarstörf sem
geti orðið að hlutastarfi eða fullu
starfi ef vel gengur. Það er já-
kvætt að því leyti að nemandinn er
þá að hagnýta sína þekkingu.“
kris@mbl.is
Mörg störf í boði fyrir
stúdenta í sumar
- Geta valið úr störf-
um - 52 störf skráð
í boði sem stendur
Morgunblaðið/Kristinn
Sumarvinna Markaðurinn er sagð-
ur umsækjendavænn í sumar.