Morgunblaðið - 20.05.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 21. júní 2022
Auglýsendur athugið
SÉRBLAÐ
B A
BLAÐ
40 ÁRA Freysteinn er Ísfirðingur en
býr í Reykjavík. Hann kláraði
rafbassanám við Tónlistarskóla FÍH
og lærði á kontrabassa við Konunglega
tónlistarháskólann í Haag og útskrif-
aðist með BM-gráðu í tónlist. Frey-
steinn vinnur við tónlist og sem stuðn-
ingsfulltrúi í Sæmundarskóla. Hann
hefur einnig tekið að sér einkatíma í
rafbassaleik. Í fyrra gaf Freysteinn út
plötuna Lokun sem varð að byrjun með
eigin tónsmíðum og önnur plata er á
leiðinni. Fyrsta lagið af þeirri plötu
kemur út 9. júní.
FJÖLSKYLDA Systur Freysteins
eru Ólöf Hildur Gísladóttir, f. 1978, Thelma Elísabet Hjaltadóttir, f. 1978,
Lilja Gísladóttir, f. 1983, og Aðalheiður Bára Hjaltadóttir, f. 1996. Foreldrar
Freysteins eru Gísli Jónsson, f. 1957, ráðgjafi, búsettur í Búlgaríu, og Guð-
björg Kristjana Ólafsdóttir, f. 1957, búsett á Spáni.
Freysteinn Gíslason
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú ert mjög hænd/ur að vissri
manneskju, en sambandið hefur breyst.
Mundu að þú getur ekki vænst þess að
aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það
sama.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þér finnst sumar persónulegar
skoðanir starfsfélaga þinna út í hött og
því skaltu passa þig á hvað þú segir. Leit-
aðu nýrra leiða til að gleðjast.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Allt er á fleygiferð í dag og upp-
lýsingar berast úr mörgum áttum í einu.
Opnaðu þig fyrir vini, til þess eru þeir.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Velgengni í fjármálum og ásta-
málum kemur og fer. Eitthvað mikið er í
uppsiglingu í vinnunni. Sumir skilja ekkert
fyrr en skellur í tönnum.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú átt einkar auðvelt með að laða
aðra til samstarfs við þig og átt að not-
færa þér það. Þú átt það til að setja fólk á
stall, reyndu að hætta því.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er einhver spenna í þér og
hætt við að þú látir það bitna á fólkinu í
kringum þig. Einbeittu þér að aðalatrið-
unum í hverju máli fyrir sig.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þetta er góður dagur til samskipta
við aðra og þá sérstaklega systkini þín.
Þig langar til að víkka sjóndeildarhring-
inn.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Taktu tillit til þess sem vinir
þínir segja. Þú verður á ferð og flugi
næstu viku. Mundu að hvíla þig.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Festa þín gerir það að verkum
að enginn reynir að andmæla þér. Þig
langar að stækka við þig húsnæði, leggðu
hausinn í bleyti.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú átt ekki í vandræðum með
að segja hlutina afdráttarlaust. Temdu
þér jákvæðni og þú munt ná árangri sem
þú hélst ómögulegan.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Erfiðleikar hafa svo sann-
arlega látið á sér kræla upp á síðkastið.
Hafðu augun opin fyrir nýjum tækifærum.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú lendir í deilum við vinnufélaga.
Slíkt er enginn heimsendir. Taktu þig
saman í andlitinu og horfðu svo fram á
veginn.
ýmsu stjórnmálavafstri, m.a. verið
kosningastjóri.
„Það er kannski sérstakt hvað
ég hef lítið verið í hefðbundinni
vinnu. Ég hef ekki verið fastráð-
inn launamaður nema í svona 3-4
ár hjá Máli og menningu og Eddu
útgáfu á allri starfsævinni. Annars
hef ég alltaf verið í allskonar
lausamennsku, stjórnmálastörfum
eða eigin rekstri og frelsið á vel
við mig þótt öryggið sé lítið.“
Margrét hefur skrifað fjölmarg-
ar bækur, ýmist ein eða í félagi
við myndhöfunda. Fyrstu útgefnu
skrifin voru þó ýmsar fræðigreinar
um barnabækur. Síðar varð hún
barnabókahöfundur sjálf en frá
2006 hafa komið út átta bækur
fyrir börn og ungt fólk. Hún hefur
þrisvar hlotið Fjöruverðlaunin,
fengið Barnabókaverðlaun Reykja-
víkurborgar, Íslensku barnabóka-
verðlaunin og Barnabókaverðlaun
Guðrúnar Helgadóttur en þau
M
argrét Tryggvadótt-
ir fæddist 20. maí
1972 í Reykjavík,
en ólst upp í Kópa-
vogi, fyrst í Lund-
arbrekku en svo í Grænahjalla en
foreldrar hennar voru frum-
byggjar á báðum stöðum. „Að
öðru leyti er ég alin upp í Hjálp-
arsveit skáta og það viðhorf sem
þar sveif yfir vötnum hefur haft
afgerandi áhrif á mig. Þar gildir
rík samhjálp en það skiptir líka
máli að vera sterkur einstaklingur
sem bugast ekki þegar á reynir.
Það var gott veganesti. Annað sem
mótaði mig líka var áhugi foreldra
minna á menningu, sérstaklega
myndlist. Ég var alltaf í myndlist-
arnámi og reyndar tónlistarnámi
líka en mamma kenndi líka mynd-
mennt og starfrækti eiginlega lít-
inn myndlistarskóla fyrir krakk-
ana í hverfinu í kjallaranum. Auk
þess sóttu þau allar myndlistar-
sýningar og ég fór oft með.“
Margrét gekk í Digranesskóla,
varð stúdent frá Verzlunarskóla
Íslands 1992 og lauk BA-prófi úr
almennri bókmenntafræði frá Há-
skóla Íslands 1997. Hún stundaði
einnig nám í íslensku í HÍ 1998.
Margrét lauk MA-gráðu í menn-
ingarstjórnun 2016 frá Háskól-
anum á Bifröst.
Frá 1997 hafa störf Margrétar
að mestu snúist um bækur með
einum eða öðrum hætti. Hún hefur
skrifað fræðigreinar um barna-
bækur, starfað sem stundakennari
hjá Námsflokkum Reykjavíkur og
víðar 1998-2000, barnabóka-
gagnrýnandi DV 1997-2000. Hún
rak Gallerí Fold í Kringlunni
1997-2008 með eiginmanni sínum.
Hún var ritstjóri og síðar myndrit-
stjóri hjá Máli og menningu og
Eddu útgáfu 2000-2003 og var
sjálfstætt starfandi myndritstjóri,
textagerðarmaður og þýðandi,
einkum barnabóka, 2003-2009.
Margrét var alþingismaður 2009-
2013 fyrir Borgarahreyfinguna,
síðar Hreyfinguna og varaþing-
maður fyrir Samfylkinguna 2018-
2019. Frá 2013 hefur Margrét
sinnt ritstörfum, myndritstjórn og
hlaut hún síðasta vor fyrir spennu-
söguna Sterk. Verk hennar hafa
þrisvar verið tilnefnd til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna. Síðasta
sunnudag hlaut hún Vorvinda, við-
urkenningu IBBY á Íslandi fyrir
störf sín í þágu barnamenningar.
Þá skrifaði hún bókina Útistöður
um reynslu sína á Alþingi. Mar-
grét hefur auk þess skrifað ýmsar
greinar í tímarit, blöð og vefrit og
stundað þýðingar, einkum á barna-
bókum.
Margrét sat í stjórn CISV á Ís-
landi 2003-2009, hefur setið í
stjórn Gunnarsstofnunar frá 2021,
í lista- og menningarráði Kópa-
vogs frá 2019, í stjórn RÚV frá
2022 og hefur setið í stjórn Rithöf-
undasambands Íslands frá 2017 og
verið varaformaður frá 2022.
„Áhugamálin renna oft saman
við vinnuna en fyrir utan bók-
menntir, menningu og listir hef ég
mikinn áhuga á útivist og hreyf-
ingu, einkum samgönguhjólreiðum,
og hjóla flesta daga ársins til
vinnu. Ég á reyndar frekar erfitt
með að sitja aðgerðalaus og kyrr.
Sjónvarpsgláp hentar mér t.d. alls
ekki. Mér finnst ómissandi að
skapa eitthvað á hverjum degi. Ég
fæ mikla útrás fyrir sköpunargleð-
ina í störfum mínum en líka í eld-
húsinu. Besti tími dagsins er oft
að elda eitthvað guðdómlegt og
borða það með mínu besta fólki.
Mér finnst líka ómissandi að
hafa hund á heimilinu, það gerir
allt betra. Nú er það hún Hnota,
1½ árs gömul brún labradortík,
sem passar upp á okkur. Þá höfum
við reynt að ferðast töluvert og
loks er það hægt aftur. Árið 2008
bjó fjölskyldan t.d. nokkra mánuði
í Kína og svo skiptum við oft á
húsnæði við fjölskyldur í öðrum
löndum á meðan við vorum með
krakka. Við höfum reyndar ekki
hætt okkur í slíkt síðan ég varð
eftir heima, óvænt kjörin á þing
og var húsnæðislaus á meðan
eiginmaður og synir fóru til Spán-
ar. En þennan mánuðinn er ég í
La Rochelle í Frakklandi og mun
verja afmælisdeginum við skriftir
en markmiðið er að skrifa 2.000
Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur, myndritstjóri og fv. alþingismaður – 50 ára
Fjölskyldan Elmar, Margrét, Jóhann og Hans á Kínamúrnum vorið 2008.
Margverðlaunaður rithöfundur
Afmælisbarnið Margrét og Hnota
nokkurra vikna gömul.
Snorri Snorrason er 60 ára í dag.
Hann tekur á móti símtölum og býður
upp á kaffi heima hjá sér á Sauðár-
króki. Helst vill hann þó fá sms þar
sem hann fær aldrei sms. Snorri er í
símaskránni.
Árnað heilla
60 ára
Til hamingju með daginn