Morgunblaðið - 20.05.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.05.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ferðasumarið fer vel af stað í hóp- ferðaflutningum og þéttbókað er í ferðir yfir sumarmánuðina. For- svarsmenn rútufyrirtækja eru prýði- lega bjartsýnir á komandi mánuði. Þórir Garðarsson, stjórnar- formaður Gray Line, segist sjá mikla aukningu í hópferðum. „Að ein- hverju leyti skýrist það af því að það er vöntun á bílaleigubílum og verðið hjá þeim hefur farið upp. Þar af leið- andi batnar samkeppnisstaða hóp- ferðabílanna,“ segir hann. Þórir segir útlitið í bókunum fyrir sumarið ágætt og nokkuð vel bókað á tímabilinu júní og alveg fram í sept- ember. „Svipað heyri ég hjá flestum mínum kollegum. Þetta fer hraðar af stað en kannski bjartsýnustu menn þorðu að vona eftir covid,“ segir hann. Þórir segir lykilatriði þessara um- skipta að íslensk ferðaþjónustu- fyrirtæki voru mjög dugleg á tíma faraldursins að rækta sambandið við viðskiptavini sína og tryggja að þeir yrðu tilbúnir að koma til baka þegar færi gæfist eins og nú sé að koma á daginn. Flestir ferðamennirnir koma frá Bandaríkjunum og Evrópulöndum en enn ber miklu minna á ferða- mönnum frá Kína og öðrum Asíu- löndum. Gengið hefur þokkalega að ráða starfsfólk fyrir sumarið að sögn hans. Spurður hvort búast megi við álíka miklum önnum og á árunum fyrir faraldurinn segir Þórir erfitt að segja fyrir um það, en ef eingöngu sé litið á hásumarið, sérstaklega júlí og ágúst, megi reikna með að fjöldinn verði svipaður og var sumarið 2019. „Allt á réttri leið“ „Það eru öll teikn á lofti um að þetta verði líflegra en það hefur ver- ið. Þetta er allt á réttri leið,“ segir Hallgrímur Lárusson, forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Snæ- land-Grímsson, sem er með stóran flota hópferðabíla. Hallgrímur segir bókunarstöðuna líta vel út og einnig sé áhugavert að núna í maí og fram í júní sé mikil hreyfing á Íslendingum, sem lærðu betur að meta ferðalög um eigið land á tímum faraldursins og hafa áttað sig á því hvað ferða- þjónustan um allt land hefur byggst mikið upp og hefur upp á margt að bjóða, auk þess sem nú virðist skóla- krakkar loksins komast í allar sínar vorferðir, ólíkt því sem var á tímum covid. Auk þjónustu hópferðabíla er Snæland-Grímsson einnig ferða- skrifstofa sem sérhæfir sig í að flytja inn erlenda ferðamenn og segir Hall- grímur útlitið gott í sumar og þétt- bókað í júní, júlí og ágúst. Ekki sé þó von á fjölda ferðamanna frá Kína í sumar en aðeins hafi borið á ferða- fólki frá Indlandi. Líflegt ferðasumar fram undan - Þétt bókað hjá rútufyrirtækjum í sumar - „Fer hraðar af stað en kannski bjartsýnustu menn þorðu að vona,“ segir stjórnarformaður Gray Line - Flestir frá Bandaríkjunum og Evrópu Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn við Strokk Reiknað er með að um 1,4 milljónir erlendra ferðamanna komi til Íslands á árinu. „Það er ekkert launungarmál að útlitið í dag er bara fínt þótt það voki yfir okkur öllum ákveðnar áhyggjur af gangi mála, sér- staklega vegna stríðsins, en bókunarstaðan er alveg ásætt- anleg,“ segir Hlynur Elfar Þrast- arson, framkvæmdastjóri Kúkú Campers-ferðabílaleigunnar. Hann telur ástæðu til bjartsýni á komandi mánuði. Hlynur segir að mest beri á bókunum Banda- ríkjamanna og ferðamanna frá Evrópulöndum. Minna sé um að Íslendingar leigi bíla hjá Kúkú Campers, „enda held ég að Ís- lendingarnir hafi mikinn áhuga á að fara utan núna eftir að hafa verið mjög duglegir við að ferðast innanlands undanfarin ár. Við finnum alveg fyrir því að það er minni ásókn af hálfu Ís- lendinga.“ Fyrirtækið hefur til umráða um það bil 400 ökutæki eða campers-bíla og er megin- starfsemin frá því í apríl og fram í október eða nóvember. Ástæða til bjartsýni KÚKÚ CAMPERS Hagdeild Húsnæðis- og mannvirkja- stofnunar (HMS) áætlar að byggja þurfi 3.500-4.000 íbúðir árlega á næstu fimm til tíu árum til að mæta uppsafnaðri þörf og spá um fólks- fjölgun í landinu. Aftur á móti sé gert ráð fyrir að aðeins tæplega 2.800 nýjar íbúðir komi á markaðinn á þessu ári og rétt rúmlega 3.000 íbúðir á því næsta. Því sé ljóst að ekki sé verið að byggja í takt við þörf og því líklegt að uppsöfnuð íbúðaþörf muni aukast sem geti leitt til áframhaldandi óstöðugleika á húsnæðismarkaði. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu starfshóps sem var skipaður af forsætisráð- herra í febrúar og falið að fjalla um hvernig auka mætti framboð á hús- næði til að mæta uppsafnaðri og fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa til skemmri og lengri tíma, auk ann- arra aðgerða til að bæta stöðu á hús- næðismarkaðnum. Starfshópurinn hefur skilað skýrslunni og 28 tillögum um að- gerðir til að taka á þessum vanda. Segir í niðurstöðum skýrslunnar að til þess að örva framboð á íbúðum þurfi meðal annars að efla lang- tímaáætlanagerð í húsnæðismálum, samþætta skipulags- og bygging- arferla, endurskoða tengda löggjöf, tryggja uppbyggingu samgöngu- innviða samhliða fjölgun íbúða, auka húsnæðisöryggi leigjenda og lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efna- minni leigjendum. Starfshópurinn leggur m.a. til að ríki og sveitarfélög geri með sér samkomulag um heildstæða hús- næðisáætlun fyrir landið allt, sem væri skuldbindandi fyrir báða aðila næstu fimm árin og stefnumarkandi til næstu 10-15 ára. Þetta verði út- fært í sérstökum rammasamningum milli ríkis og sveitarfélaganna sem taki mið af greindri þörf fyrir upp- byggingu íbúða og að á fyrstu fimm árum samningsins verði byggðar 4.000 íbúðir á ári að jafnaði og þar af verði 35% eða um 1.400 íbúðir byggðar með opinberum stuðningi þannig að þær verði á viðráðanlegu verði. Hægt er að lesa skýrsluna á vef stjórnarráðsins, stjornarrad.is. Formenn Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri HMS og Gísli Gíslason fv. hafnarstjóri voru formenn starfshóps um húsnæðismál. Byggja þarf 3.500 til 4.000 íbúðir árlega - Starfshópur skilar 28 tillögum til úrbóta Karlmaður á sextugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm stúlkum á grunnskóla- aldri. Maðurinn var sakfelldur fyrir hluta þeirra brota sem hann var ákærður fyrir, en hann er grunaður um fleiri kynferðisbrot sem enn eru til rannsóknar. Þá var maðurinn einnig úrskurð- aður í áframhaldandi gæslu- varðhald í mánuð til viðbótar, sem er sá frestur sem hann hefur til áfrýjunar, en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í nóvember. Maðurinn var ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn stúlkunum, meðal annars nauðgun. Voru sumar stúlkurnar sagðar hafa sent manninum kynferðislegt mynd- efni og hann þeim. Þá var hann sagður hafa sent einni stúlkunni kynlífshjálpartæki, undirföt, raf- rettur, áfengi og fleira gegn því að hún sendi honum myndefni í gegn- um samskiptaforritið Snapchat. Sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum Morgunblaðið/Ómar Héraðsdómur Reykjaness Maðurinn hlaut sex ára fangelsi fyrir framferði sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.