Morgunblaðið - 20.05.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Sumar 2022
Glæsileg sundföt frá
Vefverslun
selena.is
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Willum Þór Þórsson heilbrigðs-
ráðherra tók í gær fyrstu skóflu-
stungu að nýju bílastæða- og tækni-
húsi (BT-húsi) ásamt Pétri
Guðmundssyni
stjórnarformanni
Eyktar og Run-
ólfi Pálssyni for-
stjóra Landspít-
ala. Þá tóku
fulltrúar starfs-
manna, þær
Rannveig Rún-
arsdóttir frá
LSH og Þórana
Elín Dietz frá
HÍ, einnig
skóflustungu að húsinu samkvæmt
fréttatilkynningu frá Nýja Land-
spítalanum.
Hið nýja bílastæða- og tæknihús
verður um 19.000 fermetrar að
stærð með um 500 bílastæði. Auk
þess verða um 200 hjólastæði í hús-
inu en einnig 200 bílastæði í bíla-
kjallara við meðferðarkjarnann fyr-
ir sjúklinga og aðstandendur.
„Það er ánægjulegt að enn bæt-
ast við byggingar sem eru á fram-
kvæmdastigi hér í þessari mikil-
vægu uppbyggingu við nýjan
Landspítala. Vel hefur tekist til hér
við framkvæmdir á svæðinu og bíla-
stæða- og tæknihúsið er áfangi á
þessari vegferð, að nýjar byggingar
hér á svæðinu myndi eina heild,“
segir Willum Þór.
Átta hæða bygging
Bílastæða- og tæknihúsið verður
um 19.000 fermetrar að stærð og er
í raun átta hæðir, fimm hæðir ofan-
jarðar og þrjár hæðir neðanjarðar.
Bílastæða- og tæknihús (BT-húsið)
mun rúma stæði fyrir 510 bíla. Í
húsinu verður hjólageymsla fyrir
200 reiðhjól. Hönnunarhluti verk-
efnisins hófst í september á síðasta
ári og til stendur að afhenda húsið
til notkunar í september 2024.
Áætlaður kostnaður á þriggja ára
hönnunar- og framkvæmdatíma er
3,7 milljarðar króna.
Gert er ráð fyrir að bíla- og
hjólastæði svæðisins verði nægj-
anleg til framtíðar miðað við fram-
tíðarspár.
Einnig er verið að byggja bíla-
kjallara undir Sóleyjartorgi, sam-
bærilegan bílakjallara Hörpu, sem
er á tveimur hæðum. Þar verða 200
bílastæði, ætluð sjúklingum og
gestum.
Þar verður gott aðgengi beint inn
í spítalann samkvæmt því sem fram
kemur í tilkynningunni. Úr bíla-
stæða- og tæknihúsinu verður einn-
ig hægt að ganga á milli húsa eftir
göngum.
Rafmagn tryggt á spítalanum
Tæknihluti hússins verður mikil-
vægur. Þar verður tæknirými fyrir
varaaflsvélar Landspítalans þannig
að tryggt sé að rafmagn verði fyrir
hendi á öllu svæðinu ef truflanir
verða á afhendingu rafmagns og
það sama gildir um búnað fyrir
varakyndingu ef skortur verður á
heitu vatni. Einnig verður þar kæli-
kerfi spítalans, loftinntök og öll loft-
ræsing innan spítalans, sama hvaða
hús það eru, sem skiptir verulegu
máli í starfseminni.
Verktakafyrirtækið Eykt annast
framkvæmdina. „Eftir alútboð var
samið við Eykt um bæði hönnun og
verkframkvæmd og markar því
dagurinn eitt af mörgum mikil-
vægum skrefum í hraðri uppbygg-
ingu hér við Hringbraut,“ segir
Gunnar Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri Nýs Landspítala.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skóflustunga Rannveig Rúnarsdóttir, Willum Þór Þórsson, Pétur Guðmundsson og Þórana Elín Dietz í gær.
Mannvirkið Teikning af bílastæða-
og tæknihúsi Nýja Landspítalans.
Fyrstu skóflustungur teknar
- 19 þúsund fermetra bílastæða- og tæknihús - Kostnaðurinn við verkið áætlaður 3,7 milljarðar
- Bílastæði fyrir 510 bifreiðar - Önnur tvö hundruð fyrir sjúklinga og gesti undir Sóleyjartorgi
Gunnar
Svavarsson