Morgunblaðið - 20.05.2022, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
Sérmerktur Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fékk í gær sérmerktan öryggishjálm í hendur fyrir skóflu-
stungu að nýju bílastæða- og tæknihúsi á lóð Nýja Landspítalans. Að sjálfsögðu var hjálmurinn grænn að lit.
Árni Sæberg
Ég starfaði sem
dómari við Hæstarétt í
átta ár, 2004-2012. Áð-
ur en ég tók til þess-
ara starfa hafði ég séð
til verka réttarins ým-
islegt sem ég var ekki
sáttur við. Ég hafði
lýst þessu í ræðu og
riti, þegar ég tók þá
ákvörðun að sækja um
dómarastarf fyrst og
fremst í því skyni að
kanna hvort mér yrði eitthvað
ágengt við að bæta úr því sem ég
taldi aðallega að hefði farið aflaga.
Ég var skipaður til starfans, þó að
sitjandi dómarar við réttinn hefðu
reynt hvað þeir gátu til að hindra
skipun mína. Þeim athöfnum lýsti
ég í bók minni „Í krafti sannfær-
ingar“, sem kom út á árinu 2014. Sú
saga þolir varla birtingu, svo
ósæmileg sem hún var, sérstaklega
þar sem æðsti dómstóll þjóðarinnar
átti í hlut.
Eftir að hafa starfað í réttinum
þennan tíma varð mér betur ljóst
en áður hvar skórinn kreppti. Ég
lét því ekki bara við það sitja að
segja deili á dómaraverkum sem ég
taldi ekki standast, heldur setti ég
fram tillögur um hverju mætti
breyta í lögum um Hæstarétt til að
stuðla að vandaðri vinnubrögðum
réttarins og gagnsæi við starfsem-
ina. Ég gaf út ritgerðina „Veik-
burða Hæstiréttur“ á árinu 2013,
þar sem gerð var ítarleg grein fyrir
hugmyndum mínum um lagabreyt-
ingar í þessu skyni og rökstuðningi
fyrir þeim. Segja má að meginstefið
í tillögum mínum hafi verið
gagnsæi, bæði við skipun nýrra
dómara og einnig við ritun at-
kvæðanna í fjölskipuðum dóminum.
Ég taldi þá m.a. að afnema þyrfti
áhrif sitjandi dómara og vinahóps
þeirra á skipun dómara og svo ættu
dómarar að skila skriflegum at-
kvæðum þar sem gerð yrði grein
fyrir lögfræðilegum
rökstuðningi þeirra
hvers og eins í stað
þess að kveða upp
hópdóma, þar sem öll
áhersla lægi á því að
vera allir sammála í
öllum málum.
Þeir sem tjáðu sig
um þessar hugmyndir
tóku þeim vel. Menn
virtust sjá að tillög-
urnar lutu aðeins að
því að bæta og styrkja
starfsemi réttarins.
Allt að einu náðu þær ekki fram að
ganga að því sinni. Ástæðan var
hatrömm andstaða dómaranna við
réttinn. Kom þá í ljós hið sama og
einatt er ráðandi, þ.e. undirgefni við
þá sem telja sig eiga hagsmuna að
gæta í þágu sjálfra sín og berjast
gegn endurbótunum.
Mér er kunnugt um að núverandi
dómsmálaráðherra Jón Gunnarsson
hefur tekið tillögur um endurbætur
á dómstólum til athugunar og hug-
ar að breytingum á lögum um dóm-
stóla í því skyni. Ég hvet hann til
dáða í því efni og bendi á að allir
stjórnmálaflokkar hljóta að vilja
styðja lagasetningu sem hefur þau
markmið að styrkja starfsemi
þeirra þýðingarmiklu stofnana sem
dómstólarnir eru og þá ekki síst
æðsti dómstóllinn, Hæstiréttur.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
» „Mér er kunnugt um
að núverandi dóms-
málaráðherra Jón
Gunnarsson hefur tekið
tillögur um endurbætur
á dómstólum til athug-
unar og hugar að breyt-
ingum á lögum um dóm-
stóla í því skyni.“
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er fyrrverandi
dómari við Hæstarétt.
Hagsmunir allra
Ágætur maður hef-
ur stundað rannsókn á
kauphegðun kvenna.
Niðurstaðan af rann-
sókninni var sú að
konur kaupa skó
vegna stöðugleika í
stærð. Aðrar stærðir í
fatnaði kvenna taka
breytingum, oft óæski-
legum. Því veita skó-
kaup mikla og stöðuga
ánægju. Af þessi leiðir skósöfnun
kvenna. Það má einnig sjá að rann-
sóknir veita svör við erfiðum spurn-
ingum.
Vísindastarfsemi
Yfir anddyri hátíðarsalar Há-
skóla Íslands eru vísuorð úr kvæði
Jónasar Hallgrímssonar náttúru-
fræðings, sem ort var til „Til herra
Páls Gaimard“:
Vísindin efla alla dáð,
orkuna styrkja, viljann hvessa,
vonina glæða, hugann hressa,
farsældum vefja lýð og láð;
tífaldar þakkir því ber færa
þeim, sem að guðdómseldinn skæra
vakið og glætt og verndað fá
viskunnar helga fjalli á.
Það er víst að Jónas og Gaimard
stunduðu ekki rannsóknir á kaup-
hegðan. Jónas var náttúrufræðing-
ur og Gaimard læknir og náttúru-
fræðingur.
Munurinn á rannsóknariðkan
Jónasar og Gaimards var sá að Jón-
as rannsakaði án þess að eiga nokk-
urt bakland með styrkjum en
Gaimard fékk örugglega styrki í
gegnum frönsku vísindaakademíuna
og franska sjóherinn,
sem hann þjónaði.
Ég tel að í þessum
samanburði megi lesa
þann mismun, sem var
og er enn á vísinda-
starfsemi á Íslandi og í
nágrannalöndum okk-
ar. Í flestum löndum
eru vísindi eðlilegur
hluti af starfsemi í
samfélaginu. Á Íslandi
er litið á vísinda-
starfsemi sem af-
gangsstærð sem hægt
sé að þrengja að þegar illa árar.
Það vantar vísindahefð.
Öflug vísindastarfsemi eykur lífs-
gæði og safnar gögnum, sem kunna
að leiða af sér nýjan skilning og
þekkingu síðar.
Vísindastarfsemi
Einn mælikvarði á gæði háskóla
er rannsóknastarfsemi þeirra. Mat
á rannsóknastarfsemi er ekki auð-
velt. Einn mælikvarði er birting
vísindagreina og tilvitnanir annarra
í birtar greinar. Tilvitnanir eru
taldar vísbending um nýja þekk-
ingu í birtum rannsóknaniður-
stöðum.
Sennilega er framlag heilbrigðis-
vísinda og íslenskra fræða það sem
helst gerir Háskóla Íslands að virtri
vísindastofnun. Skal þó ekki dregið
úr framlagi annarra greina.
Lögfræðivísindi eru helst stund-
uð fyrir dómstólum, því Íslendingar
eru mjög deilugjarnir.
Rannsóknir eru því miður lítið
stundaðar fyrir utan rannsókna-
stofnanir háskóla. Þó er Íslensk
erfðagreining ánægjuleg undan-
tekning. Niðurstöður rannsókna
leiða til þróunar. Og þróun og fram-
leiðsla sérhæfðrar vöru, þar sem
framleiðsla byggist á rannsóknum,
er forsenda aukinna lífsgæða.
Flest fyrirtæki eru dálítið föst í
framleiðsluhagkerfi, sem byggist á
mikilli hráefnaframleiðslu eða mik-
illi hráefnanotkun. Þau sjá ekki
samhengið í rannsóknum, þróun og
lífsgæðum.
Ferðaþjónusta byggist á fyrstu
hátækniatvinnugreininni á Íslandi,
það er flugi. Ungir menn tileinkuðu
sér nýja tækni og fylgdust með þró-
un í gerð flugvéla. Tengsl rann-
sókna, þróunar og atvinnulífs eru
hér alveg augljós.
Fyrirtæki, rannsóknir og
menningarstarfsemi
Sá er þetta ritar reyndi á sínum
stjórnmálaferli að stuðla að eflingu
vísinda og lista. Hann átti erfitt
uppdráttar. Undirtektir voru engar
því hin ósýnilega hönd markaðarins
átti að sjá um slíkan stuðning. Hin
ósýnilega hönd var visin.
Samherjar og andstæðingar voru
meira fyrir að millifæra og taka frá
einum hópi til að færa öðrum. Oftar
en ekki án þess að rannsóknir
lægju fyrir. Þorpsidjótar réðu för.
Stjórnvöldum er ætlað að skapa
fyrirtækjum starfsumhverfi. Gjald
fyrir það eru ekki aðeins skattar og
gjöld. Fyrirtæki verði að skilja að
afkoma þeirra kann að ráðast af
rannsóknum í öðrum greinum.
Fyrirtækin geta einnig stuðlað að
bættu mannlífi með stuðningi við
safnastarfsemi í landinu. Þetta heit-
ir stuðningur við menningu. Ekkert
mannlíf verður án menningar.
Farvegur fyrir vísindi og listir
Það eru til stofnanir til stuðnings
við vísindi, listir og safnastarfsemi.
Sá er þetta ritar tengist tveimur
slíkum, sem varamaður í stjórn vís-
indasjóðs Krabbameinsfélagsins og
með setu í stjórn safnaráðs og safn-
asjóðs. Báðar þessar stofnanir
leggja faglegt mat á styrkumsóknir.
Það hefur komið mér þægilega á
óvart hve margar faglegar og góðar
umsóknir um styrki berast til safn-
asjóðs og vísindasjóðs KÍ. Sárt er
að sjá hve lítið vantar til að efla
stórlega vísinda- og fræða-
samfélagið og skapa framúrskar-
andi vísinda- og fræðasamfélag til
að bæta velferð þeirra sem landið
byggja.
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja
ætti ekki að takmarkast við stuðn-
ing við íþróttalíf í heimabyggð.
Samfélagið skapar fyrirtækjum
starfsgrundvöll. Fyrirtækin verða
að hugsa stórt og horfa á stöðu sína
í samfélagi þjóðanna.
Fyrirtæki, söfn og vísindi
Það kann að vera eftirsóknarvert
fyrir fyrirtæki að sjá nafn sitt tengt
menningarviðburðum, vísindum og
listum, sem hafa ekki beina teng-
ingu við þann rekstur sem fyrir-
tækin stunda. Lítil eða engin tengsl
milli rannsókna og viðburðar ann-
ars vegar, og rekstrarins sem skap-
ar gæði hins vegar, er vitnisburður
um stórhug og víðsýni.
Það á að vera hægt að selja
rannsóknir, en ef niðurstöður eru
ekki til frjálsra nota, þá hækkar
verðið.
Hlutafélagalögin, sem meðal ann-
ars fjalla um ótilhlýðilega hags-
muni, veita stjórn og hluthöfum
heimild til að veita styrki eftir at-
vikum. Stuðningur við stofnanir og
sjóði rjúfa hagsmunatengsl.
Stuðningurinn verður að vera
skilyrðislaus og án hagsmuna-
tengsla. Það er aðeins þekkingin,
sem mun gera oss og þá frjálsa.
Eitt sinn seldi greinarhöfundur
hlutabréf í FRELSI, áminningu
um ánauð. Hluthafar í FRELSI
standa stoltir við FRELSI á
Djúpavogi og segja: „Ég á í frels-
inu.“ Hluthafarnir vita að frelsi er
öllum til handa, frjáls gæði, byggð
á þekkingu úr rannsóknum.
Guðvorslands og
skilvindugargan
Í bók segir skáldið: „Margir
frammámenn á Íslandi hafa lýst yf-
ir því á gamalsaldri að í raun og
veru heyri þeir aungvan mun, né
hafi nokkurtíma heyrt, á Guðvors-
lands og skilvindugarganinu sem
þeir vöknuðu við á mornana í
bernsku.“
Það kann að vera að framámenn
í fortíð hafi komist upp með að
þekkja ekki muninn á gargani og
hámenningu. Og telja skagfirskan
réttarsöng fremri Óðnum til gleð-
innar í 9. hljómkviðu Beethovens.
Í okkar samtíð er þekkingar-
skortur framámanna óafsakan-
legur. Rannsókn og þekking gerir
oss frjáls, „viskunnar helga fjalli
á“.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Á Íslandi er litið á
vísindastarfsemi
sem afgangsstærð sem
hægt sé að þrengja að
þegar illa árar. Það
vantar vísindahefð.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Um rannsóknir og söfn – „viskunnar helga fjalli á“