Morgunblaðið - 20.05.2022, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
✝
Marsibil Jóna
Tómasdóttir
(Marsý) fæddist á
Þingeyri við Dýra-
fjörð 30. október
1942. Hún andaðist
á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
7. maí 2022. For-
eldrar hennar voru
Guðmunda Stein-
unn Gunnarsdóttir,
f. 1. mars 1923, d. 9.
október 2011 og Tómas Björn
Guðmundsson, f. 11. janúar 1914,
d. 5. febrúar 1981. Marsibil var
elst fjögurra systkina. Þau eru: 1)
María, f. 1945, 2) Guðmundur
Kristján, f. 1954 og 3) Finnur, f.
1961.
Þann 1. júlí 1964 giftist Marsý
Jens Pétri Clausen, f. 13. mars
1939, d. 14. nóvember 2011. For-
eldrar hans voru Guðfinna I.
Guðjónsdóttir Clausen, f. 21.
október 1905, d. 30. desember
1990 og Arinbjörn V. Clausen, f.
1. júlí 1905, d. 6. júní 1954.
Marsý og Jens eignuðust fimm
börn: 1) María Anna Clausen,
eiginmaður hennar er Ólafur
Vigfússon. Synir þeirra eru: a)
Egill Daði, d. 2018, b) Andri, eig-
inkona hans er Sigurlaug Jóns-
dóttir og börn þeirra eru Þórey
Marsý bjó á Þingeyri fyrstu ár
ævi sinnar. Hún fór í Húsmæðra-
skólann að Laugarlandi í Borg-
arfirði, einnig menntaði hún sig í
Fiskvinnsluskólanum sem mats-
maður. Hún flutti suður og hóf
búskap með Jens Pétri. Hún vann
í Frystihúsinu Barðanum í Kópa-
vogi, BYKO, Útilífi hjá Maríu
systur sinni og Íslenskri erfða-
greiningu.
Marsý átti mörg áhugamál svo
sem ljósmyndun, veiði og ferða-
lög bæði innanlands sem utan.
Marsý og Jens ferðuðust um
landið, bæði á eigin vegum og
einnig með Útivist og 4x4
klúbbnum á Akranesi. Seinustu
árin átti hún vin og ferðafélaga,
Guðbjart I. Gunnarsson, þau
ferðuðust og áttu ljósmyndun
sem sameiginlegt áhugamál.
Marsý byrjaði að taka vídeó-
myndir upp úr 1980 og klippa
saman, talsetja og búa til mynd-
bönd. Myndir og myndbönd Mar-
sýjar vöktu athygli víða og fékk
hún viðurkenningar og verðlaun
fyrir. Á seinni árum sneri hún sér
meira að ljósmyndun og mynd-
vinnslu.
Marsý var öflug í félagsstarfi í
gegnum tíðina. Hún var drif-
fjöður í að stofna og sinna
klúbbastarfi og virkja fólk með
sér í starfið og tilheyrði hún
nokkrum klúbbum, s.s. Ferða-
klúbbnum 4x4, Útivist og ýmsum
ljósmyndaklúbbum.
Marsibil verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju í dag, 20. maí
2022, kl. 13.
Lilja, Hafsteinn
Darri Sindrason og
Egill Óli, c) Vigfús,
eiginkona hans er
Sif Svavarsdóttir.
2) Arinbjörn
Viggó Clausen, eig-
inkona hans er Sig-
ríður María Torfa-
dóttir. Börn þeirra
eru: a) Anna Marsi-
bil, sambýlismaður
hennar er Eiríkur
Sigurðarson og dóttir þeirra er
Ótta Sigríður. Fyrir á Eiríkur
dótturina Önnulísu Rún, b) Jens
Pétur.
3) Íris Clausen, d. 1968.
4) Karl Ómar Clausen, d. 2008,
eiginkona Bára Jóhannesdóttir
en núverandi eiginmaður Báru
er Guðmann S. Magnússon. Börn
þeirra eru: a) Brynjarr Pétur,
sambýliskona hans er Þorbjörg
Ída Ívarsdóttir, b) Guðfinna
Magnea, börn Guðfinnu Magneu
eru Karl Mikael og Herdís Ninja,
c) Kristján, d) Bára Vilborg Guð-
mannsdóttir.
5) Bjarki Þór Clausen, eig-
inkona hans er Margrét Jak-
obsdóttir, synir þeirra eru a) Ar-
on Davíð, sambýliskona hans er
Marta Valdís Reykdal, b) Ísak
Pétur.
Takk elsku Marsý mín. Takk
fyrir að taka mér svo fallega þegar
María mín kynnti mig inn í fjöl-
skylduna. Takk fyrir allar góðu
minningarnar. Takk fyrir alla ást-
ina og umhyggjuna sem þú sýndir
okkur, börnum okkar og barna-
börnum.
Ég kveð þig að sinni. Ég veit að
þegar við hittumst á ný í Sumar-
landinu verður þú búin að finna
grænan bala við lítinn læk, tilval-
inn til að tjalda á. Ekki er ólíklegt
að það sé fiskur í læknum og veiði-
græjurnar í Patrolnum. Ég sé þig
fyrir mér munda myndavélina.
Ég veit að þú og Jens verðið bú-
in að kanna nágrennið. Þekkið alla
slóða, slakka, fell og hella og kunn-
ið skil á öllum örnefnum. Það
rennur upp sögustund.
Þannig er minning mín um ykk-
ur, elsku Marsý og Jens, sem tók-
uð mér sem syni fyrir rúmum 40
árum. Engan þekki ég sem þekkti
landið okkar fallega betur en þið.
Takk fyrir allar ljósmyndirnar
og myndböndin sem þú gerðir og
takk fyrir að gera þannig allar
minningarnar enn skýrari fyrir
okkur, börnum okkar og barna-
börnum en ella. Takk fyrir alla
tölvupóstana og sendingarnar
sem ég fékk frá þér hin síðustu ár
með fallegum myndum og minn-
ingum sem lifa.
Ást þín og umhyggja fyrir fólk-
inu þínu. Dugnaður, ósérhlífni og
hollusta eru allt orð sem koma
fyrst í hugann þegar ég hugsa til
þín, kæra tengdamóðir mín.
Þar sem ég kveð þig nú í bili vil
ég að þú vitir að ég á stóran fjár-
sjóð fallegra minninga um yndis-
lega tengdaforeldra.
Við elskum þig.
Guð blessi þig og minningu
þína.
Ólafur (Óli).
Þegar ég tilkynnti ömmu
Marsý um jákvæða óléttuprófið
sagði hún, næstum því grallara-
lega: „Ég held að þetta sé stelpa.“
Sjálf var ég ekki jafn viss. Þung-
unin virtist jafn óraunveruleg og
hún var langþráð. Jafnvel þegar
baunin birtist á sónarmyndinni
gat hún allt eins verið kettlingur í
mínum huga – en amma var viss í
sinni sök. „Hvernig hafið þið stelp-
urnar það?“ spurði hún alltaf eftir
það og auðvitað kom í ljós að hún
hafði rétt fyrir sér.
Amma var mér alltaf hlý og
stuðningsrík og líklega var það
hún sem manna mest ræktaði upp
í mér framkomugleðina sem nú
reynist mér svo vel í starfi, með
óþreytandi upptökum af söng og
leikþáttum. Sú hlýja stigmagnað-
ist síðustu árin, mánuði og vikurn-
ar fyrir andlát hennar.
Það hefur alltaf verið gott að
heita eftir ömmu Marsý en eftir að
ég byrjaði að vinna á Rás 1 varð
það enn skemmtilegra. Vinir og
kunningjar ömmu hlustuðu oftar
og betur en mínir vinir og voru
duglegir að hrósa mér í hennar
eyru. Það þótti okkur báðum vænt
um.
Þegar amma bar mér slíkar
kveðjur sagði ég henni oft hvað
hún hefði orðið frábær dagskrár-
gerðarmaður. Hún gat enda heils-
að hvaða fjalli sem er með nafni og
þulið jafnvel langsóttustu tengsl
eins og upp úr Íslendingabók. Hún
var iðinn og fær ljósmyndari og
vídeógraffari en mögnuðust var
hæfni hennar til að geyma og
flokka það gríðarlega magn af
myndefni sem hún sankaði að sér.
Umbeðin gat amma Marsý vippað
fram myndbandi af stjúpmóður-
fyrrverandi-eiginmanns fjar-
skyldrar-frænku-að-borða-svið-í-
lautarferð-4x4-klúbbsins-í-Hörg-
árdal-árið-1987 án þess að blikna.
Ef slíkt myndband var yfirhöfuð til
í kerfinu fann hún það strax. Við
sem eigum erfitt með að finna sam-
stæða sokka á morgnana vanmet-
um ekki slíka vöðva. Verst var
reyndar þegar hún, glöð í bragði,
reiddi fram myndband frá ættar-
móti á síðustu öld af nýjum kær-
asta – en látum það liggja á milli
hluta.
Amma var frábær leiðsögumað-
ur. Þau afi nutu þess svo að sýna
ferðamönnum landið okkar að þeg-
ar dönsk tengdafjölskylda mín
kom hingað til lands sumarið 2010
lengdu þau dagsferð að Seljalands-
fossi fyrirvaralaust alla leið að Jök-
ulsárlóni. Töldu það ekki eftir sér
þótt afi væri þá orðinn nokkuð
veikburða. Afi skrafaði af hjartans
lyst á meðan amma hoppaði upp
um hóla og hæðir til að ná réttu
sjónarhornunum, minnti afa á sög-
ur sem hann átti að segja Dönun-
um og leiddi bílalestina styrklega
aftur heim á mettíma.
Amma var sjálf mjög veikburða,
en það ákveðin að seint hefði dugað
að malda í móinn, þegar hún boðaði
mig í óléttumyndatöku snemma
árs. Síðustu vikur hef ég oft staldr-
að við eina myndina sem hún tók:
Ég sit í ruggustól með köttinn í
fanginu og manninn minn við stól-
bakið. Bumban skagar út í loftið og
það er merkilegt að hugsa til þess
að dóttir mín sé á myndinni þótt
við sjáum hana ekki. Og þó svo að
hún sjáist ekki heldur, þá er amma
Marsý auðvitað líka á myndinni.
Hún er kannski hinum megin við
linsuna, en nærvera hennar er og
verður áfram áþreifanleg.
Anna Marsibil Clausen.
Við sitjum undir gafli á Reykja-
nesi, sólin skín og það er hásumar.
Fiskifluga suðar og minnir okkur
Marsý á æskudaga. Þarna sitjum
við í tímaleysi með nestið okkar og
Marsý lýsir fyrir okkur Gæsa-
vatnaleið. Árið eftir fórum við
saman á fjórum bílum þessa leið í
þvílíku dásemdarveðri að ekki
verður endurtekið.
Margar fleiri ferðir fórum við,
síðast á Snæfellsnesið í september
síðastliðnum þar sem við snædd-
um úti undir skyggni, þó rigndi,
bræður hennar töfruðu fram grill-
máltíð. Í öllum ferðum var mynda-
vélin á lofti og oft kom hún auga á
það sem aðrir veittu ekki athygli.
Og afraksturinn var myndasýning
sem ferðafélagar fengu sannar-
lega að njóta.
Marsý elskaði landið okkar og
þekkti það vel, var endalaust vilj-
ug að miðla leiðum, slóðum og
góðum tjaldstæðum.
Aðdáunarvert var að fylgjast
með styrk hennar í veikindunum
síðustu árin, það var löng og
ströng barátta. Hún reis upp aftur
og aftur, þrátt fyrir ítrekuð áföll
og hlaut æðruleysi að launum.
Við Gummi þökkum kærri syst-
ur og mágkonu fyrir allt og allt og
kveðjum hana með lokaorðum
Sólarljóða:
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum)
Elínborg.
Nú er hún elsku stóra systir
mín farin í sumarlandið með allar
sameiginlegu minningarnar okkar
frá æskuárunum. Sú sem var allt-
af fyrirmyndin og svo kröftug og
dugleg og tók ábyrgð á svo mörgu
kornung. Man þegar hún fékk
fyrstu skólatöskuna sjö ára að ég
vildi líka fara í skóla og elti hana
en var rekin heim organdi. Hún
var nú ekki alltaf sátt við að litla
systir væri að elta sig og ég fékk
oft að heyra: „Æi komdu þér nú
heim greyið mitt!“ Og ég elti hana
á sundnámskeið á Núpi og í fisk-
vinnslu á Flateyri en entist ekki
lengi þar.
Að alast upp á Þingeyri á
fimmta og sjötta áratugnum var
eins og að alast upp í sveit. Við
höfðum bæði kindur og hænur. Og
hún systir mín þekkti allar kind-
urnar með nafni og var mjög ung
þegar hún fór að aðstoða við allt
sem að því laut; burðinn á vorin,
heyskapinn á sumrin og gjafir eld-
snemma að morgni á veturna.
Einu sinni á sumri var farið til
Ísafjarðar. Þar fengum við ís í
formi sem ekki fékkst á Þingeyri
og svo var okkur minnisstæð lykt-
in af eldrauðu pylsunum í aftur-
sætisglugganum á Kaisernum.
Þar var líka keypt efnið í jólafötin
okkar og á aðfangadagskvöld lék-
um við okkur að dúkkulísum við
mörg kertaljós undir eldhússkáp-
unum, nokkuð sem við rifjuðum
oft upp síðar og fannst nokkuð
furðulegt miðað við alla var-
kárnina í uppeldinu, því við mátt-
um varla fara niður í fjöru og alls
ekki út á bryggju!
Hún fór á húsmæðraskólann á
Varmalandi og varð frábær kokk-
ur en miðað við bréf sem ég á frá
henni fannst henni ekki alltaf
mjög gaman. „Mér hundleiðist
hér, það er svo strangt og svo
margir bóklegir tímar sem eru að
gera út af við okkur, við höfum
engan tíma til að lesa Líf og limi
og svoleiðis skruddur!“ En svo
kom bæjarleyfi og hún segist ætla
á tvö böll, „annars verð ég búin að
steingleyma hvernig á að dansa“.
Hún systir mín fékk miklu
meira en sinn skerf af áföllum í líf-
inu en var alltaf svo ótrúlega sterk
og bugaðist aldrei og var líka al-
gjör klettur þegar aðrir þurftu á
hjálp að halda. Ég minnist allra
áranna okkar saman í Útilífi og
henni á ég mest að þakka þegar ég
þurfti á að halda og hún hjálpaði
mér að sjá ljósið aftur. Saman fór-
um við í hringferð um landið það
sumarið í dásamlegu veðri, hún
var auðvitað bæði bílstjóri og far-
arstjóri enda þekkti hún landið
okkar eins og handarbakið á sér.
Hún var einstakur dýravinur
sem kom sér mjög vel fyrir mig
sem kolféll fyrir cavalierhundum
og átti því ekki heimangengt svo
vel væri, en hún tók að sér að sjá
um „frændur sína og frænkur“
þegar „mamman“ þurfti að
bregða sér af landinu.
Seinni árin þegar hún fékk ljós-
myndaáhugann og skaraði þar
fram úr eins og í svo mörgu öðru
þá tók hún myndir á sýningum
fyrir cavalierdeildina okkar, sem
lifa nú á deildarsíðunni.
Hún hafði svo mikinn lífskraft
að þó að hún vissi að endalokin
nálguðust var hún að plana að
komast alla vega í eina ferð enn út
í náttúruna sem því miður varð
ekki.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til barnanna hennar og
barnabarnanna sem hún elskaði
svo mikið og var svo stolt af.
María systir.
Kveðja frá Ljósmyndahópn-
um „Út í bláinn“
Þegar litið er yfir farinn veg er
ljóst að sumir í vinaliðinu skora
hærra en aðrir. Þeir hafa einfald-
lega verið traustari eða gefið
meira af sér en hinir.
Genginn er frumkvöðull að
stofnun ljósmyndahóps eldri
borgara í Kópavogi „Út í bláinn“,
Marsibil Tómasdóttir. Þar er nú
skarð fyrir skildi því alla tíð frá
stofnun klúbbsins 2012 var Marsý
leiðtogi hans, með Guðbjart sér
við hlið, í skipulagningu og starfi
klúbbsins. Einu gilti hvort um var
að ræða viðfangsefni, fræðslu,
fundi eða ferðir.
Marsý var hæfileikaríkur ljós-
myndari, hafði glöggt auga fyrir
mótífum, myndbyggingu og lit-
um. Átti ekki enda langt að sækja
listfengið. Móðir hennar og móð-
urforeldrar voru listafólk frá nátt-
úrunnar hendi og þroskuðu list-
fengi sitt alla ævi. Marsý var
reynslubolti í öllu sem viðkom
ljósmyndun og myndvinnslu, var
ævinlega reiðubúin að miðla af
reynslu sinni og færni, gaf ómælt
af tíma sínum, tók jafnvel fólk
heim til sín til að leiðbeina því um
undraheima forrita til ljósmynda-
vinnslu. Jákvæðni hennar var
smitandi og hún lét sér annt um
alla, gerði ekki mikið úr eigin
ágæti þótt myndirnar hennar
sköruðu fram úr. Hún hafði þann
mikilsverða hæfileika leiðtogans
að stíga niður til þeirra sem
minna máttu sín en stóð líka
traustum fótum fagmannsins
þegar viðfangsefni og kringum-
stæður kröfðust annars.
Sumir fá stærri skammt af
mótlæti og heilsubresti en aðrir.
Marsý fékk sinn skerf vel út-
mældan en lét það ekki á sig fá.
Hún lifði innihaldsríku lífi á með-
an stætt var, hélt ótrauð áfram
vegferð sinni, lét ekkert stoppa
sig, talaði við aðra og skipulagði
eins og enginn væri morgundag-
urinn, allt væri hægt, en þó í sátt
og samlyndi við aðstæður og
streymi tímans. Þrautseigja
hennar og æðruleysi í orðanna
fyllstu merkingu voru aðdáunar-
verð og hún ræddi um heilsu sína
og hlutskipti sitt af yfirvegun og
raunsæi allt til hinstu stundar.
Undirrituð hefur þekkt Marsý
allt frá unglingsárum og á því
einnig um hana bjartar minningar
æskuáranna. Þá stafaði af henni,
eins og síðar á ævinni, mildi,
gæska og gleði. Kímnin var aldrei
langt undan, jafnvel örlítil
græskulaus stríðni, og augun gátu
tindrað og brosið lýst upp andlit-
ið.
Blámenn syrgja góðan félaga
en þakka af alhug samfylgdina,
langa vináttu, sem aldrei bar
skugga á, og allt sem Marsý hefur
gert fyrir þá og klúbbinn. Að-
standendum sendum við samúð-
arkveðjur og biðjum þann sem
öllu ræður að blessa minningu
mætrar konu og leiða hana til
ljóssins sala.
F.h. Blámanna,
Kristín Jónsdóttir.
Marsibil Jóna
Tómasdóttir
✝
Þórdís Hrönn
Þorgilsdóttir
fæddist í Reykjavík
5. nóvember 1958,
en ólst upp á Dag-
verðará á Snæfells-
nesi. Hún lést 10.
maí 2022.
Hún var dóttir
hjónanna Ingu
Rósu Hallgríms-
dóttur, f. 9. október
1936, d. 29. desem-
ber 2004, og Þorgils Þorsteins-
sonar, f. 11. maí 1932, d. 18.
október 1983.
Þórdís Hrönn var þriðja í röð
sex systkina. Hin eru Guðný Sig-
ríður, f. 25. júní 1956, Inga
Dóra, f. 28. júlí 1957, Garðar
Gunnar, f. 21. september 1960,
Víkingur, f. 1962, og Ragnheið-
ur, f. 2. maí 1968.
Þórdís Hrönn giftist Magnúsi
Magnússyni 28. júlí
1980. Þórdís Hrönn
og Magnús eign-
uðust eina dóttur,
Guðlaugu Sól, f.
1984.
Þórdís fæddist á
Landspítalanum í
Reykjavík, var
skírð í Hellnakirkju
á Snæfellsnesi. Á
þeim tíma bjuggu
foreldrar hennar á
Dagverðará, en fluttu þaðan
haustið 1961 í Kópavog. Fyrst
bjó fjölskyldan á Nýbýlavegi
30b, en 1967 flutti fjölskyldan í
Hjallabrekku 33 í Kópavogi þar
sem Þórdís bjó allt þar til hún
hóf sambúð með Magnúsi árið
1979.
Útför hennar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 20. maí
2022, kl. 10.
Fyrir mér var Dísa einstök
fyrirmynd. Hún fékk að mörgu
leyti ekki sömu gjafir og aðrir
hafa fengið í lífinu, en senni-
lega hefur heyrnarskerðingin
hennar haft hvað mest áhrif á
hana. Hún fékk klárlega ekki
sömu tækifæri í lífinu og hún
hefði fengið ef hún hefði verið
heyrandi. Það heyrðist auðvitað
á mæli hennar að hún væri
heyrnarskert og það virðist
sem margir hafi ekki áttað sig
á allri þeirri visku og dýpt sem
hún raunverulega bjó yfir þó að
hún léti almennt lítið fyrir sér
fara. Þó að hún hafi verið hluti
af minni fjölskyldu frá því að
ég man eftir mér, kynntist ég
henni ekki raunverulega fyrr
en fyrir fimm árum. Það tók
nokkuð langan tíma að ávinna
mér það traust sem til þurfti,
svo ég gæti áttað mig á því
hvaða manneskju Dísa hafði að
geyma, en þegar hún var búin
að finna traustið gagnvart mér
var það algjört og án takmarka.
Þegar hún áttaði sig á því að
einhver vildi í einlægni hlusta á
það sem hún hafði að segja
kom í ljós að hún vissi ótrúlega
margt. Hún mundi allar mögu-
legar tímasetningar, staðarnöfn
og afmælisdaga. Hún mundi
hvaða ár hinir og þessir giftu
sig, hvenær þeir fluttu hingað
og þangað og hvar þeir höfðu
starfað. Hún hafði nefnilega
einlægan áhuga á því sem fólk-
ið í kringum hana var að gera.
Hún lét sér annt um náungann
og vildi allt fyrir alla gera. Ef
einhver bað hana um að hjálpa
sér þá var hún boðin og búin til
að hjálpa, jafnvel þó að hún
væri orðin fárveik. Hún fór til
dæmis reglulega til frænda síns
til að aðstoða hann þó að í raun
þyrfti hún sjálf ekki síður á að-
stoð að halda.
Hún bað aldrei neinn um að
gera neitt fyrir sig. Þegar hún
var orðin veik var ekki nóg að
spyrja hvort það væri eitthvað
sem væri hægt að gera fyrir
hana. Svarið var alltaf það
sama: „Nei, mig vantar ekki
neitt.“ Þannig leit hún á lífið.
En ef hún var spurð hvort það
mætti bjóða henni í kvöldmat
eða bjóða henni klippingu eða
handsnyrtingu gat alveg verið
að hún myndi þiggja það, en
hún upplifði aldrei að hana
skorti nokkuð og hún ágirntist
ekkert sem aðrir höfðu. Dísa
hallaði aldrei orði á nokkra
manneskju og virtist geta séð
það góða í öllu fólki. Þegar hún
var spurð hvernig hún hefði
það var svarið alltaf það sama:
„Ég hef það bara mjög gott, ég
er aðeins betri í dag en í gær.“
Dísa bjó yfir einstöku æðru-
leysi. Hún var æðrulaus yfir
sínum takmörkunum, bæði
meðfæddum og þeim sem síðan
lögðust á hana. Hún var sjálfri
sér næg og krafðist einskis af
neinum. Hún kvartaði aldrei yf-
ir sársauka eða þeirri stað-
reynd að krabbameinið væri að
ná tökum á henni. Hún tók
bara því sem að höndum bar og
gerði það besta sem hún gat úr
aðstæðunum. Dísa var mann-
eskja sem ég mun alltaf muna
sem fyrirmynd og minna mig á
að þakka fyrir það sem ég hef.
Ég bið Guð að styrkja
Magga og Gullý sem nú horfa á
eftir dýrmætri manneskju úr
þeirra litlu og fallegu fjöl-
skyldu.
Hulda Ragnheiður.
Þórdís Hrönn
Þorgilsdóttir