Morgunblaðið - 20.05.2022, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
✝
Pálína fæddist
á Seyðisfirði
24. ágúst 1943.
Hún lést 7. maí
2022 á Dvalar- og
hjúkrunarheim-
ilinu Grund eftir
stutt veikindi. Pál-
ína var dóttir
hjónanna Guð-
rúnar Þorsteins-
dóttur verkakonu
og Thorvalds Ims-
land trésmiðs. Árið 1961 gift-
ist Pálína lífsförunaut sínum
Hilmari Símonarsyni en þau
hófu búskap í Hlíð á Eskifirði
hjá foreldrum Pálínu. Þau
fluttu á Norðfjörð 1965 þar
sem þau byggðu sér hús og
eignuðust sex börn; Thorvald
Imsland, f. 1962, Guðrún Sig-
ríður, f. 1964, Helga Eygló, f.
1965, Hildur, f. 1968, Stefán, f.
1970, sem lést í fæðingu, og
Lars Jóhann Imsland, f. 1972.
Thorvald er málari, í sam-
búð með Joannu Kurpiewsku
Bjartey Perla og Glódís Perla,
börn Unnar Lífar og Trausta
Hjaltasonar, og Heimir Orri
og Hugrún Arna, börn Heið-
dísar Rutar og Hermanns
Ragnars Björnssonar.
Pálína sinnti ýmsum störf-
um á sinni lífsleið. Hún var
dagmamma um skeið, og rak
verslun í Neskaupstað þar
sem börnin hennar fæddust
og ólust upp. Pálína og Hilm-
ar fluttu suður til Reykjavíkur
árið 1986 þar sem hún bjó til
dauðadags. Hún starfaði
fyrstu árin í Reykjavík á
Grund sem ræstingastjóri en
lengst sem kirkjuvörður í
Breiðholtskirkju. Kirkjan átti
alla tíð stóran sess í lífi Pál-
ínu en hún gekk í Hjálpræð-
isherinn ásamt Hilmari eig-
inmanni sínum. Hún var ætíð
félagslynd og virk í fé-
lagsstarfi.
Útförin fer fram frá Breið-
holtskirkju í dag, 20. maí
2022, klukkan 10.
hagfræðingi, á
soninn Viktor
Steinar með Drífu
Garðarsdóttur.
Guðrún Sigríður
er starfsmaður í
leikskóla, gift
Hauki Guðjóns-
syni vélvirkja,
þeirra börn eru
Pálmar Ingi og
Dagný Alda.
Helga Eygló er
kennari, gift Hreini Ósk-
arssyni, bifvélavirkja og kenn-
ara, þeirra börn eru Helga
Ósk, Heiðdís Rut, Hilmar Þór
og Hafey Lilja. Hildur er
bankastarfsmaður, í sambúð
með Inga Þór Oddssyni
birgðastjóra, þeirra börn eru
Unnur Líf og Pálína Líf. Lars
er skólastjóri og málarameist-
ari, giftur Ósk Guðmunds-
dóttur hjúkrunarfræðingi,
þeirra börn eru Bjartur Snær,
Ásthildur Rós og Sóley Lind.
Barnabarnabörn Pálínu eru
Fallin er frá móðir mín, Pál-
ína Imsland. Mamma var vinnu-
söm kona enda átti hún ekki
langt að sækja það. Hún hafði
unun af saumaskap enda liggur
mikið eftir hana af slíkum verk-
um og heimili hennar bar þess
merki. Á Norðfirði rak hún
verslun til margra ára ásamt
því að sjá um stórt heimili.
Gestkvæmt var á þessum árum.
Ein voru þau hjón sem voru
mömmu kær, Lars á Hornafirði
og konan hans Gréta. Hann var
sem bróðir hennar. Samgangur
var mikill og þau oft heimsótt
bæði á Höfn og í sumarbústað
þeirra í Lóni. Þegar mamma og
pabbi flytja suður í Víkurbakka
12 hefst annar kafli í lífi henn-
ar. Hún var mikill Norðfirðing-
ur og saknaði lengi fjarðarins
en tíminn líður og breytist.
Mamma starfaði lengi sem
kirkjuvörður í Breiðholtskirkju
með séra Gísla sóknarpresti.
Samstarf þeirra var mjög náið
og gott enda tengdust þau vel í
gegnum trúna. Mamma hélt
ávallt tryggð við vinkonu sína
Guðrúnu Gísladóttur. Henni og
vinkonum þeirra í sauma-
klúbbnum er þakkað fyrir
hlýju, kærleika og vinskap í
gegnum árin. Síðustu 19 árin
bjó mamma í Safamýri. Fráfall
pabba reyndist mömmu erfitt
en hún var félagslynd og kirkj-
an var hennar stoð og stytta.
Við fórum oft saman í Tóm-
asarmessu í kirkjunni hennar.
Einnig var hún í Múlabæ og
lifði fyrir starfið þar. Starfs-
fólki Múlabæjar er þakkað fyrir
góða umönnun og velvilja í
hennar garð. Þegar við bjugg-
um saman lengi í Safamýrinni
var það góður tími fyrir bæði
mig og hana. Marga bíltúra fór-
um við í og Jóhanna með nesti,
stoppað og borðað, tínd ber,
sveppir og grös. Sá sem hefur
átt góða móður er sæll í hjarta
sér. Ég þakka fyrir samfylgd-
ina. Þinn sonur,
Thorvald.
Móðir mín, Pálína Imsland,
lést laugardaginn 7. maí eftir
stutt veikindi. Hún bjó síðasta
árið sitt á Grund og líkaði vel
vistin þar, enda hafði hún unnið
þar á árum áður og þekkti vel
til. Ég minnist þess þegar ég
heimsótti hana í síðasta skiptið
áður en hún veiktist. Þá kom
hún brosandi eftir einum gang-
inum á leið úr sunnudagsmessu,
alsæl með tilveruna. Ekki grun-
aði mig þá að endalokin væru
svona nálægt en hlutirnir geta
verið fljótir að breytast eins og
lífið kennir okkur.
Margs er að minnast þegar
kemur að móður minni en það
sem hún tók sér fyrir hendur
gerði hún af fullum krafti og sló
hvergi af. Átti það bæði við um
atvinnu og fjölskyldu. Hún var
ákaflega gjafmild og vildi gera
vel fyrir okkur systkinin. Þann-
ig minnist ég margra jóla þar
sem pakkaflóðið flæddi undan
jólatrénu. Jólatréð var jafnan
skreytt í nóvember og síðan var
stofunni lokað og henni læst
þangað til jólin brustu á. Gjaf-
mildi hennar náði líka út fyrir
heimilið. Oft var ég sendur með
bakkelsi eða annað til aldraðra
nágranna þegar við bjuggum á
Norðfirði. Samfélagið hugsaði
um sína á þennan máta á þessu
tíma og móðir mín skildi mik-
ilvægi þess.
Sem barn var ég mikið í
kringum mömmu, enda var ég
yngsta barnið og sjálfsagt eitt-
hvað dekraður af þeim sökum.
Við horfðum saman á Dallas og
fengum okkur appelsínuklaka,
fórum í sumarbústaði á sumrin
og biðum eftir að pabbi gæti
komið til okkar, því hann var
gjarnan frekar upptekinn við
málningarstörf á þeim tíma árs-
ins. Eins minnist ég þess þegar
við fórum suður og mamma fór
í heildsölurnar að bæta á lag-
erinn í Pálínubúð, sem hún rak
um árabil. Það var alltaf æv-
intýri fyrir ungan dreng að fara
til Reykjavíkur á þessum tíma.
En oft voru stundir okkar sam-
an þannig að við drápum tím-
ann með því að spila, hlusta á
plötur og mjög oft var bakað og
fyllt á frystikistuna. Lífið var
einfaldara þegar maður var
barn og mamma var stóra
manneskjan í lífi manns. Ég
minnist þessa tíma með hlýju
og árin okkar fyrir austan voru
viðburðarík og skemmtileg.
Árin líða og samband barns
og foreldris tekur breytingum,
þroskast og þróast. Ég, Ósk og
börnin okkar, Bjartur, Ásthild-
ur og Sóley, vorum lánsöm að
hafa þig í lífi okkar. Þú ert okk-
ur fyrirmynd á margan máta og
hefur gefið okkur minningar og
stundir sem við munum ávallt
þakka fyrir og varðveita í huga
okkar. Takk fyrir allt mamma
mín.
Lars Jóhann Imsland
Hilmarsson.
Elsku Pálína Helga Krist-
jana Imsland.
Í huganum er mynd úr stofu
221 á elliheimilinu Grund, Pál-
ína liggur í rúminu og hefur
fengið heilablæðingu, hún hefur
hvítan þvottapoka í hægri hendi
og ósjálfráðar hreyfingar hand-
arinnar eru eins og verið sé að
veifa. Það er eins og hún sé að
kveðja okkur og Norðfjörð því
fyrir framan okkur á veggnum
er mynd sem máluð var fyrir
þau Hilmar og Pálínu og sýnir
Breiðablik 4, Neskaupstað og
fjöllin inn af firðinum. Það kem-
ur kökkur í hálsinn og hugurinn
ber okkur til ófárra stunda í ná-
vist hennar.
Nú er komið að kveðjustund
og við erum full af þakklæti
fyrir allar þær dásamlegu
minningar sem þú gafst okkur.
Brosið þitt og hlátur fyllir huga
okkar. Þú varst svo stolt af af-
komendum þínum. Þú bauðst
barnabörnum í messur og sam-
komur á hernum og kenndir
þeim að lifa samkvæmt boðskap
Jesú Krists, þó að þau hafi nú
verið mishrifin af herlegheitun-
um, skrítnum búningum, hú-
fuskarti og öllum söngvunum.
Það var tekið vel á móti þér og
afleggjurum í Guðshúsum og
við umvafin hlýju og góðum
anda. Þegar fjölskyldan lét
hugann reika komu upp margar
minningar. Gleði, prjón, út-
saumur, hlátur, jólaboð, pakk-
ar, ótrúlega mikið af jóla-
skrauti, að ógleymdu
páskaskrauti, veisluborð sem
svignuðu af kræsingum. Amma
var falleg kona og klæddist fín-
um fötum oft rauðum. Hún
hafði hlýja og góða nærveru þó
að henni væri alltaf kalt á hönd-
unum. En eins og hún sagði þá
gaf það bara til kynna hversu
hlýtt hjartað væri.
Áður en Pálína flutti í Safa-
mýri þá bjuggu þau á Víkur-
bakka 12 og þar voru hin ýmsu
mál rædd við eldhúsborðið. Í
eitt þeirra skipta spurði hún
Hrein af hverju hann hefði ekki
beðið Eygló að giftast sér?
Hreinn svaraði strax að hann
hefði ekki efni á því, væri að
kaupa íbúð og ætti ekki pening
fyrir svona sýndarmennsku,
Pálína sagði strax: ég skal
borga!!! Þessi uppáhalds-
tengdasonur (að hennar eigin
sögn) átti engin svör og hafa
þau Eygló nú verið gift 32 ár.
Ólíklegt er að amma hafi séð
eftir þeim pening.
Færðu þig þarna, litli pung-
ur! átti hún til að segja ef ein-
hver af yngri kynslóðinni var
fyrir henni þegar hún geystist
um húsið, og þú líka stóri pung-
ur! (við Hilmar bónda sinn).
Hreinn minn, teygðu þig í typp-
ið og slökktu á útvarpinu! Allir
takkar hétu typpi í hennar
huga.
Um tíma mættu Helga og
Heiðdís alltaf í þriðjudagsfisk í
Safamýrina. Þá hafði amma ver-
ið búin að blikka fisksalann sem
alltaf átti til eitthvað smá handa
henni þó að fatið væri tómt í
búðarborðinu. Því auðvitað
þurfti frú Pálína að geta boðið
barnabörnunum upp á góðan
fiskrétt. Þessir þriðjudags-
kvöldverðir leystust iðulega upp
í hlátur þegar eitthvert þeirra
vann allt of oft í ólsen-ólsen í
röð.
Við kveðjum þig með þakk-
læti í huga, takk fyrir að vera
amma, mamma og tengda-
mamma. Passaðu nú upp á að
hann Hilmar þinn keyri réttan
veg uppi á himnum.
Eygló, Hreinn og
börnin úr Berjarima.
Elsku amma, þú varst ótrú-
leg kona. Það var alltaf svo
stutt í stórt bros. Ég man svo
vel þegar ég kom í heimsókn til
ykkar afa í Safamýrina, þar var
alltaf eitthvað gott að borða fyr-
ir mig. Einu sinni ákvað ég að
prófa fína nýja hárburstann
þinn inni á baði, ég festi hann í
hárinu, labbaði fram til þín, þú
hlóst ótrúlega mikið þegar ég
kom fram með burstann kolfast-
an í hárinu og við þurftum að
fara á hárgreiðslustofu til að ná
burstanum úr. Amma var mögn-
uð kona, það var alltaf gott að
fá knús og ná góðu spjalli við
þig.
Dagný Alda.
Elsku amma okkar. Þú varst
alltaf góð og hlæjandi og sást
lífið með jákvæðum augum.
Það var alltaf gott að koma til
þín í hlýjuna í Safamýrina. Þú
sást alltaf til þess að allir fengju
nóg að borða og þá sérstaklega
af kókópufsi, kökum og alls
konar öðru góðgæti. Við minn-
umst þín sérstaklega sitjandi að
prjóna hvern trefilinn á fætur
öðrum. Þú tókst alltaf á móti
okkur með knúsi og bros á vör
og við verðum ævinlega þakklát
fyrir góðar samverustundir og
við erum heppin að hafa haft
þig í lífi okkar. Takk fyrir okk-
ur, elsku amma, knús og kossar
í sumarlandið til þín og afa.
Þín ömmubörn,
Bjartur Snær, Ásthildur
Rós og Sóley Lind.
Í dag kveð ég kæra vinkonu
mína hana Pálínu. Kynni okkar
hófust í Breiðholtskirkju þar
sem ég starfaði í Ellimálaráði
Reykjavíkurprófastsdæma en
hún var kirkjuvörður. Pálína
varð strax góð vinkona mín og
Pálína Helga Kristjana
Thorvaldsdóttir Imsland
✝
Guðmundur
Gunnarsson
fæddist á Siglufirði
þann 5. mars 1949.
Hann lést 11. maí
2022.
Foreldrar hans
voru Þóra Ein-
arsdóttir og Gunn-
ar Símonarson,
þau er bæði látin.
Systkini eru Pál-
ína Ásdís, Símon,
Steinunn, Þóra (látin) og Gunn-
ar. Guðmundur var yngstur
þeirra systkina.
Guðmundur ólst upp á Siglu-
firði til níu ára aldurs, en þá
fluttist hann til Reykjavíkur og
bjó þar fram á full-
orðinsár.
Árið 1978
kvæntist hann eft-
irlifandi konu
sinni, Kristínu
Dröfn Árnadóttur,
og eignuðust þau
þrjá syni; Árna
Þórodd, Gunnar
Gýgjar og Ragnar
Frey, maki Ragn-
ars er Lilja Sif
Þórisdóttir og eiga þau tvo
drengi, Dag Óla og Baldvin
Árna.
Útför hans fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 20.
maí 2022, klukkan 14.
Ég var ekki nema rétt 18 ára
þegar við Gummi kynntumst, þá
fór hann að verða tíður gestur á
vist okkar hjúkrunarnema í
Hjúkrunarskóla Íslands við Ei-
ríksgötu. Sumum okkar fannst
spennandi að spila bingó og að
stíga dans í Templarahöllinni,
stundum tvö kvöld í viku. Síðan
vatt þetta upp á sig og skroppið
var í bíltúra í Árbæinn, Fag-
rabæ eða Ystabæ eftir hvernig á
stóð í hvert sinn. Þóra mamma
Gumma var mjög gestrisin og
þolinmóð við vini barna sinna
enda alltaf margt um manninn Í
Fagrabænum. Gunnar pabbi
hans var hægari og lét sig
stundum hverfa úr öllum lát-
unum. Leiðir Gumma og vin-
konu minnar skildi en ég var
komin með góðan vin hans upp
á arminn sem varð minn lífs-
förunautur næstu 19 árin og vin-
áttu Gumma átti ég til æviloka
hans. Gummi lét alltaf bíða eftir
sér, oftast lengi. Reyndi það
mjög á mína þolinmæði en var
reynsla sem hefur nýst mér vel
síðar. Hann var alltaf til í að
spjalla og ræða málin í þaula,
vildi meira vita um líðan sam-
ferðafólks síns en ræða sína líð-
an og hélst það út lífið. Reglu-
maður á vín og tóbak var
Gummi allt sitt líf en dæmdi
ekki eða álasaði á neinn hátt
þeim sem neyttu áfengis eða
tóbaks. Á þessum árum voru
farnar fjallaferðir, stunduð
gönguskíði og boltaíþróttir hjá
strákunum og Hrannarskálinn
nýrisinn í Skálafelli en þaðan
eru margar minningar í góðra
vina hópi. Gummi var lærður
húsgagnasmiður en hugur hans
hneigðist til frekara náms,
kennslu og íþrótta. Fór hann í
tvö ár í lýðháskóla til Svíðþjóar
til að nema félags- og íþrótta-
fræði. Kom hann eftir það á
Sauðárkrók og varð þar æsku-
lýðsfulltrúi um tíma og þar lágu
leiðir okkar aftur saman. Kristín
Dröfn, eða Stína, kom þar inn í
líf hans og mitt og þeirra ynd-
islegu drengir Árni, Gunni og
Raggi. Tveir hrútar og eitt naut
og Gummi var svo sannarlega
góður pabbi, stoltur af sínum
strákum og Stínu sinni. Gummi
vann við ýmislegt; kennslu í
Hofsósi, smíðar á Borginni, af-
greiðslu á Eyrinni og í sund-
lauginni og alls staðar var hann
jafn vel liðinn. En Gummi átti
við bakvandamál að stríða sem
gerðu honum oft erfitt fyrir við
hin ýmsu störf. Það var svo ein-
kennandi fyrir Gumma að það
var alveg sama hversu langt leið
milli heimsókna og símtala að
alltaf var eins og við hefðum
hist í gær. Ég verð að viður-
kenna að hann var oft duglegri
að líta inn eftir að ég flutti suð-
ur heldur en ég til þeirra Stínu í
Eyrartúnið sem var samt svo
frábært. Síðustu árin voru aðal-
áhugamálin afabörnin og golfið
eða golfið og afabörnin. Hann
Gummi vann allt vel sem hann
tók sér fyrir hendur og virtist
alltaf hafa tíma fyrir allt og alla
nema veikindi sín, sem hann vís-
aði á braut og lét himnaföðurinn
Guðmundur
Gunnarsson
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt.
Kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Æðruleysisbænin)
Vináttan er ein af þeim dýr-
mætu gjöfum sem við eignumst
á lífsleiðinni. Svo sannarlega er
sönn vinátta gulls ígildi. Um
hana hefur margt verið ritað.
Í Hávamálum standa þessi
orð:
Vini sínum skal maður vinur vera …
Veistu, ef þú vin átt
þann er þú vel trúir …
Gleði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta
fara og finna oft.
(Úr Hávamálum)
Nú þegar Dóra vinkona mín
hefur yfirgefið jarðneska lífið,
þá skil ég betur gildi þessa
forna kveðskapar um visku og
gildi vináttu. Dóru vinkonu
minnar er sárt saknað og eng-
inn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur.
Við vorum í hópi sameigin-
legra félaga, þar sem æðruleys-
isbænin er höfð að leiðarljósi,
er leiðir okkar mættust fyrir
hartnær þrjátíu árum, en raun-
veruleg kynni hófust í guð-
fræðideild HÍ, en þaðan lauk
Dóra lauk cand. theol.-prófi í
október 2004. Samhliða námi
stundaði hún vinnu sína sem
hjúkrunarfræðingur, á nætur-
vöktum, á sjúkrastofnuninni
Vogi.
Dóra var dugnaðarforkur og
góðum gáfum gædd. Hennar
Jóhanna Dóra
Þorgilsdóttir
✝
Jóhanna Dóra Þorgilsdóttir
fæddist 6. nóvember 1945.
Hún lést 26. apríl 2022. Útför
hennar fór fram 11. maí 2022.
mannkostir og innri styrkur
voru þeir eiginleikar sem ein-
kenndu hana. Í stafi hennar á
Vogi hafa þessir eiginleikar
notið sín, þar sem hún mætti
þeim er þurftu á hjálp að halda
þar sem þau voru stödd.
Þrátt fyrir fjarlægðir landa á
milli hringdum við hvor í aðra
og ávallt sendi Dóra mér sína
fallegu handgerðu muni og
skreyta þeir nú heimili mitt.
Það síðasta sem hún sendi mér
voru Passíusálmar Hallgríms
Péturssonar, upplestur af
geisladiski, með þessum fallegu
orðum:
Megi engill Guðs kenna þér að
gleðjast yfir hinu smáa í lífi þínu.
Engill blessunarinnar fylgi þér hvert
sem leið liggur.
Engill vináttunnar gefi þér á öllum
tímum trúfasta og kærleiksríka vini.
Megi Guðs engill gefa þér kraft til að
bregðast við áskorunum lífsins.
(Höf. ók.)
Það er huggun í orðum post-
ulans um fyrirheitið að dauðinn
er ekki endalokin.
Dauðinn er uppsvelgdur í sigur,
Dauði, hvar er sigur þinn?
Dauði, hvar er broddur þinn.
(I. Kór. 54b-55.)
Þóra Ragnheiður
Björnsdóttir.