Morgunblaðið - 20.05.2022, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Club Car Tempo 2020
Bíll í toppstandi og nýinnfluttur.
Nýir 8V rafgeymar og allur yfirfarinn.
Kr. 1.480.000
Hægt að fá myndir sendar í
tölvupósti.
Sími 8971928 / hb@a7.is
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Leikfimi með Milan kl.
10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á
könnunni. Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Boðinn Pílukast kl. 9:00. Sundlaugin er opin frá kl. 13:30-16:00.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00.
Thai Chi kl. 9:00-10:00. Handverks- og sölusýning kl. 10:00-15:30.
Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Bjarni Hall spilar og syngur kl. 13:15.
Upplestrarhópur Soffíu kl. 14:00. Samsöngur með Sönghóp
Hæðargarðs kl. 15:00. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi. 10.00 Gönguhópur frá
Jónshúsi. 13.00-15.00 Félagsvist í Jónshúsi. 13.00-16.00 Smiðjan
opin, allir velkomnir
Gerðuberg Búkollulaut opnar að venju kl. 08:30. Inni- og útifjör með
Höllu Karen kl. 09:30. Við förum í ferðalag á Selfoss, að skoða nýja
miðbæinn, fara í mathöllina og njóta lífsins í botn kl. 11:30.
Bútasaumurinn verður á sínum stað frá kl. 13:00.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Leikfimihópur frá kl. 10:00 Hið vinsæla prjónakaffi frá kl.
10-12:00. Kóræfing kl.13:00. Allir velkomnir.
Hraunsel Billjard kl. 8-16. Línudans kl.10:00. Bridge kl. 13:00.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna
- opin vinnustofa frá kl. 10:00. Bridge kl. 13:00. Hádegismatur kl. 11:30
– 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Pílukast í Borgum kl. 9:30. Gönguhópar frá
Borgum og inni í Egilshöll.Tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna
göngu við sitt hæfi kl. 10:00. Bridge kl. 12:30. Hannyrðahópur kl.
12:30. Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur heldur fyrirlestur
um holla næringu og farsæla öldrun kl. 13:00. Góða helgi.
Gleðin býr í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni - Föstudagshópur í
handverksstofu kl. 10:30-11:30 - Vinnustofa - Lokaður hópur kl. 12:30-
14:00. Opin handavinnustofa kl. 14:30-16:00 BINGÓ er svo á sínum
stað inni í matsal kl. 13:30-14:30 og síðan er vöfflukaffið strax að
loknu BINGÓI kl.14:30-15:30. Allar nánari upplýsingar í síma 411-9450.
Allir hjartanlega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Skólabraut: Kaffikrókur frá kl. 9.00. Sumarsalsa í
salnum kl. 11.00. Söngur og samvera kl. 13.00. Kaffi á eftir. Öll dagskrá
í salnum niður í næstu viku, þ.e. jóga/leikfimi, handavinna og botsía
vegna uppsetningar handverkssýningarinnar sem verður dagana
26.-28. maí, en þar sýnum við afrakstur vetrarins í öllu handverki og
frá þeim námskeiðum sem verið hafa í gangi í vetur.
alltaf - allstaðar
mbl.is
✝
Helgi Sigurðs-
son fæddist
22. maí 1937.
Hann lést 6. maí
2022 á hjúkrunar-
heimilinu Seltjörn.
Foreldrar hans
voru Sigurður Jón
Jónsson skipstjóri,
f. 12. febrúar
1899, og Margrét
Ottadóttir, f. 3.
september 1901.
Bróðir Helga er
Jón Otti tæknifræðingur, f. 26.
nóvember 1934.
Helgi kvæntist konu sinni
Erlu Þórisdóttur, f. 22 apríl
1941, hinn 25. mars 1961.
Börn þeirra eru: 1) Þórir
Helgi, maki Jóhanna Margrét
Guðjónsdóttir. 2) Sigurður
Grétar, maki Ólöf Marin Úlf-
arsdóttir. 3) Héðinn Þór, maki
Elín Fanney Hjaltalín. 4) Unn-
ur, maki Sveinn Bjarki Tóm-
asson. Barnabörnin eru 12 og
fimm langafabörn.
Að lokinni hefðbundinni
skólagöngu og landsprófi
gekk Helgi í Samvinnuskólann
og í framhaldi hélt hann til
Englands og stundaði nám við
Fircroft College í Birmingham
og Cooperative Insurance So-
ciety í Manchester. Helgi hóf
störf hjá Samvinnutryggingum
ungur að árum eða 1951, fyrst
kvæði var ávallt að þeir fiska
sem róa og gerum betur næst.
Einnig sat hann í stjórn
Körfuknattleiksráðs Reykja-
víkur og í stjórn Körfuknatt-
leikssambands Íslands 1966-
69.
Helgi gekk til liðs við Flug-
björgunarsveitina ungur að
árum og sat þar í stjórn um
tíma, en hann hafði óbilandi
áhuga á flugvélum og allt sem
að þeim sneri. Bjó hann á
Þorragötu síðustu ár ævi sinn-
ar þar sem hann gat fylgst
með flugtökum og lendingum
endalaust. Á síðustu árum sín-
um hitti hann gamla Flug-
björgunarfélaga í Lávarða-
deildinni á laugardögum þar
sem rifjaðar voru upp sögur
frá gamla tímanum.
Helgi var virkur félagi í
Lionsklúbbinum Nirði en árið
1986 gekk hann til liðs við
Oddfellowregluna.
Eftir að Helgi lét af störfum
sinnti hann fjölskyldu og
áhugamálum sínum sem voru
fjölmörg, s.s. laxveiði, garð-
yrkja, listmálun og golf. Fóru
þau Erla víða, bæði hérlendis
og erlendis, í golfferðir með
góðum vinum og fjölskyldu. Í
listmálun sinni málaði hann
árum saman myndir sem
tengdust náttúrunni og útivist.
Fuglalífið kringum golfvöllinn
var mjög oft nærtækt við-
fangsefni í myndum hans.
Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey.
sem sendill en eft-
ir nám í
Samvinnu-
skólanum og í
Englandi byrjaði
hann sem fulltrúi í
brunadeild Sam-
vinnutrygginga í
nokkur ár en síðar
sem forstöðumað-
ur
skrifstofuumsjón-
ar. Árið 1974
færði hann sig yf-
ir í Líftryggingarfélagið And-
vöku sem aðstoðarfram-
kvæmdastjóri. Hann og kona
hans Erla stofnuðu innflutn-
ingsfyrirtækið Helgi Sigurðs-
son árið 1965 sem síðar varð
heildverslunin Engey. Til að
byrja með var megináherslan
lögð á kvenfatnað en síðar
bættist við barnafatnaður og
barnavörur.
Helgi var einn stofnenda
körfuknattleiksdeildar KR
1956 og var þar kosinn í
stjórn og síðar formaður frá
1959 til 1964. Á þessum KR-
árum var hann einnig þjálfari.
Hans áhersla var á að byggja
upp gott starf yngri flokka
bæði karla og kvenna til fram-
tíðar og óhætt er að segja að
sá grunnur hafi skilað góðum
árangri. Það gekk brösuglega
til að byrja með en hans við-
Það eru stór kaflaskil í mínu
lífi nú þegar ég kveð besta
pabba í heimi. Það er margt
sem kemur til sem gerir hann
að besta pabba sem ég gat
nokkurn tímann eignast. Hann
gaf mér tíma þegar ég þurfti,
hann hvatti mig áfram og stóð
þétt við hliðina á mér í þeim
verkefnum sem ég stóð í.
Pabbi var óspar á hrós, ást og
umhyggju og sýndi mér traust
þegar ég þurfti á að halda.
Fjölskyldan var alltaf númer
eitt og honum var umhugað
um að öllum liði vel og var
fljótur að bjóða fram krafta
sína ef á þurfti að halda. Hann
pabbi var ríkur því hann átti
mömmu og okkur fjögur
systkinin, sjaldan var hann í
eins miklu stuði og þegar við
vorum öll saman á góðri stund.
Ég er svo þakklát fyrir
margt í fari pabba. Pabbi var
mikill húmoristi og gleðigjafi,
hann málaði svo fallegar
myndir og var mikill sögumað-
ur.
Þeir fiska sem róa átti hann
til að segja, en alla tíð var
honum umhugað um að fólk
setti sér markmið, hvort sem
það tengdist andlegum eða
veraldlegum gæðum og að það
væri nauðsynlegt að eiga sér
drauma. „I have a dream …“
Þessa fleygu setningu var
pabba tamt að grípa í, það er
allt hægt … við þurfum bara
að trúa. Og ég trúi því að nú
sért þú, pabbi minn, á góðum
stað þar sem þér líður vel og
sköpunarkraftur þinn og
manngæska fá að blómstra
enn á ný. Ég trúi því að ég
hafi átt besta pabba í heimi.
Minning þín er falleg og góð
og mun lifa með mér. Takk
elsku besti pabbi.
Þín dóttir,
Unnur.
Þakklæti er mér efst í huga
nú þegar elskulegur tengda-
faðir minn Helgi Sigurðsson er
látinn. Í þau 33 ár sem við höf-
um átt samleið hefur hann
alltaf staðið með mér. Þegar
við Þórir giftum okkur tók
hann utan um mig, horfði
djúpt í augun mín og sagði:
„Við stöndum alltaf saman.“
Hann meinti það sem hann
sagði þá og alltaf.
Hann Helgi var stór og
myndarlegur maður, hvar sem
hann kom var tekið eftir hon-
um. Alltaf var hann glaður,
geislandi og vel tilhafður.
Hann hafði gaman af því að
vera innan um fólk, gat verið
hrókur alls fagnaðar þar sem
það átti við. Hann talaði gjarn-
an mikið og sagði sögur. Hon-
um var margt til lista lagt, gat
spilað á píanóið eftir eyranu.
Átti auðvelt með að mála
myndir bæði með vatnslitum
og olíu. Hann undi sér vel í
garðinum sínum innan um
blóm, runna og tjörnina sína
með fiskunum.
Fyrst og og fremst var hann
fjölskyldumaður, hugsaði vel
um alla, börnin sín, tengda-
börnin og barnabörnin fengu
ómælda athygli hans. Hann
hafði alltaf tíma og þolinmæði
til að setjast niður og spjalla
og átta sig á því hvað hver og
einn var að sýsla.
Fjölmargar sögur sagði
hann frá því hvernig var að
alast upp á Bárugötunni með
fullorðnum foreldrum og
ömmu. Hve hátt loftvarnaf-
lauturnar gullu í kyrrðinni
þegar verið var að prófa þær á
stríðsárunum. Eftirminnilegur
var göngutúrinn okkar um
þetta svæði Reykjavíkur þar
sem hann þekkti hvert hús.
Hann gaf sér tíma, stoppaði
víða og sagði okkur sögur af
sér og vinum sínum í hverfinu.
Honum varð einnig tíðrætt
um það þegar hann og Jón
Otti bróðir hans byggðu sér
saman hús í Safamýrinni. Allt
þetta var uppspretta af
skemmtilegum sögum og
minningum. Oft leitaði hugur-
inn síðustu ár á þessa gömlu
staði og fannst honum notalegt
að komast í bíltúr um gömlu
hverfin sín. Þá gátum við hæg-
lega rifjað upp þær sögur sem
hann hafði sagt okkur. Ljóm-
aði þá minn maður.
Í gegnum árin nutum við
fjölskyldan þess að ferðast
með Helga og Erlu innanlands
sem utan. Ógleymanleg er síð-
asta Akureyrarferðin okkar í
síðsumarsveðri dag eftir dag.
Honum varð tíðrætt um birt-
una, umhverfið og fallegu trén
í Leyningshólum. Þetta lang-
aði hann til að fanga á striga.
Tengdaforeldrar mínir voru
samheldin hjón, unnu saman í
einu og öllu öll sín rúmlega 60
hjúskaparár. Ást og umhyggja
þeirra hvors fyrir öðru var
nánast áþreifanleg. Síðastliðið
ár var Helga erfitt en með ást,
umhyggju og þrautseigju var
hann eins lengi heima og unnt
var.
Þegar komið er að leiðarlok-
um vil ég þakka frá mínum
dýpstu hjartarótum þá um-
hyggju, ræktarsemi og
ómælda vináttu sem mér og
minni fjölskyldu hefur verið
sýnd alla daga.
Þín
Jóhanna Margrét.
Eftir þrautagöngu kvaddir
þú að lokum. Þín verður sárt
saknað en á sama tíma hlýnar
manni að hugsa til allra minn-
inganna í gegnum áratugina
þrjá sem ég haft þann heiður
að kalla þig minn afa. Ég er
fyrsta afabarnið þitt og alltaf
blundaði í mér smá eigingirni
og stolt að búa að þeim titli.
En öllum þessum árum síðar
hefur afkomendum fjölgað
mjög og arfleifðin sem þú skil-
ur eftir er demantsskreytt frá-
bæru fólki. Þegar þetta er rit-
að sit ég með Richard
Clayderman á fóninum og
minningafjársjóðurinn hellist
yfir mig, allt í einu er ég
mættur á Einimelinn í dyra-
karminn að fylgjast með þér
erindast í garðinum. Þú áttir
gríðarlegan þátt í að móta
mig, golfið, ræðumennska,
flugið og áhugi á þjóðfélags-
málum til að tína eitthvað til.
Krían sem ég fékk frá þér eft-
ir fyrsta fuglinn úti á Nesvell-
inum. Málverkið eftir þig af
sama velli sem ég mun varð-
veita alla tíð. Heimsóknirnar á
Þorragötuna eftir flug hjá mér
þar sem stóru mál líðandi
stundar voru brotin til mergj-
ar með ykkur ömmu. Ég kveð
þig með gríðarlegu þakklæti
fyrir allt sem þú hefur kennt
mér, áhugann sem þú kveiktir,
genalottóið sem ég vann í,
nafnið sem ég fékk og þann
hafsjó af minningum sem
munu fylgja mér ævilangt.
Takk afi.
Ingólfur
Helgi Héðinsson.
Síðustu dagar hafa verið
furðulegir því stórt skarð var
höggvið í fjölskylduna þann 6.
maí þegar afi kvaddi okkur í
hinsta sinn. Afi var þeim hæfi-
leika gæddur að vera alltaf
umvafinn gleði, með bros á vör
og hafði lag á því að láta fólk-
inu í kringum sig líða vel í ná-
vist sinni.
Ein af mínum fyrstu minn-
ingum er frá 60 ára afmæli
afa. Veislan var haldin í Eng-
ey á Hverfisgötunni og upp úr
þurru birtist lúðrasveit sem
afi hafði pantað án samráðs
við ömmu enda hefði amma
líklega verið fljót að tala hann
frá þessari ákvörðun. Veislu-
gestir marseruðu í skrúð-
göngu undir glymjandi tónum
lúðrasveitarinnar með meist-
arann afa í broddi fylkingar.
Afi elskaði að gleðja og fíflast
og ekki síst stríða ömmu sem
var venjulega hógværari en
hann sjálfur.
Afi og amma tóku ákvörðun
um sextugt að selja fyrirtækið
sitt og njóta lífsins. Það var
mér mikil lukka að þau væru
alltaf til staðar eftir skóla og
gáfu sér tíma í spjall, samveru
og hlátrasköll. Afi hlúði vel að
garðinum og var iðulega úti í
bláa vinnugallanum þegar ég
kom í heimsókn með skóla-
töskuna á bakinu. Honum var
umhugað um fuglana í Vest-
urbænum og á hverju ári
keypti hann nokkra gullfiska
sem lifðu góðu lífi í tjörninni á
Einimelnum. Fiskunum var
skilað pattaralegum í gælu-
dýrabúðina á haustin og sagð-
ist hann ætla að kaupa þá aftur
að ári! Ást afa á fuglum og
fiskum gerði það að verkum að
ást hans á köttum sem vöndu
komu sína í garðinn var ekki
mikil. Hann var fljótur að
stökkva út og fæla kettina í
burtu sem kipptu sér lítið upp
við hann. Eitt sinn var hann
búinn að setja gaddavír efst á
girðinguna sem umkringdi
garðinn og sýndi mér hvar
vatnsbyssurnar væru geymdar
hlaðnar af vatni í arinstofunni.
Já, afi háði alvöru stríð við
ketti Vesturbæjar með mis-
jöfnum árangri.
Afi og amma hafa alltaf ver-
ið mjög hvetjandi og heimsins
bestu stuðningsmenn í öllum
þeim verkefnum sem ég hef
tekið mér fyrir hendur. Það
var gott að eiga afa og ömmu
að þegar ég komst ekki inn í
læknisfræðina í fyrstu tilraun.
Þeim hefur alltaf tekist að láta
mér líða eins og ég sé best og
klárust í heimi þó á móti blási
og þegar inntökubréf frá
Læknadeild Háskóla Íslands
barst ári seinna var það mitt
fyrsta verk að bruna heim til
ömmu og afa á Einimel og
segja þeim gleðifréttirnar með
tárin í augunum.
Amma og afi voru einstakt
teymi sem tókst að koma sér
upp stórri og samheldinni fjöl-
skyldu sem hefur dýrkað þau
og dáð í gegnum tíðina. Virð-
ing, aðdáun og ást á milli
þeirra ætti að vera öllum til
eftirbreytni. Þau hafa ávallt
sett fólkið sitt í fyrsta sæti og
hafa uppskorið eins og þau
hafa fallega og vandlega sáð.
Jákvæðni afa, hlýja, gleði, hlát-
ur og fíflagangur mun lifa með
mér í hjartanu þar til yfir lýk-
ur.
Elsku afi! Þín verður sárt
saknað um ókomna tíð. Ég
hlakka til að segja strákunum
mínum ótal sögur af þér í
framtíðinni. Ég veit einnig um
einn lítinn sem hefur nú örugg-
lega þegar tekið glaður á móti
þér með útbreiddan faðminn.
Þið passið hvor upp á annan
þangað til að tími okkar hinna
kemur og þá sláum við upp
humarveislu a la afi Helgi!
Þín,
Erla Þórisdóttir yngri.
Í dag kveð ég afa Helga með
sorg í hjarta en góðar og dýr-
mætar minningar um hann
munu lifa áfram. Það sem ein-
kenndi afa var stóra brosið
hans, hlýleiki og hans opni
faðmur sem tók ávallt á móti
mér þegar ég kom í heimsókn
bæði á Einimelinn og á Þorra-
götuna. Afi var rólegur maður
að eðlisfari en honum þótti fátt
skemmtilegra en að halda upp á
afmæli eða veislur og var hann
alltaf sá sem tók á móti manni í
dyragættinni með sitt stóra og
fallega bros. Að fá pönnukökur,
vel sykraðar eða með jarðar-
berjasultu og rjóma í kaffitím-
anum eða vínarbrauð með
morgunkaffinu var okkar uppá-
halds enda bæði miklir sælker-
ar. Afi var alltaf svo stoltur af
okkur barnabörnunum og er
hann sá sem hvatti mig hvað
mest áfram í mínu námi í hjúkr-
unarfræðinni. En þegar heilsu
hans fór að hraka hittumst við í
ófá skipti í dagvistuninni á Sel-
tjörn en sjálf vann ég þar sam-
hliða námi. „Nei, ert þú hér“
var setning sem hann sagði oft
þegar ég laumaði mér til hans
og birtist óvænt hjá honum til
að eiga notalega stundir saman
á Seltjörn. Þar eyddum við
mörgum stundum við gluggann
beint á móti Esjunni og mál-
uðum saman myndir og rædd-
um þá oft um litasamsetningu
og hvenær færi að koma tími á
kaffisopa.
Elsku afi, takk fyrir allar
stundirnar sem við áttum sam-
an. Ég mun sakna þín og mun
halda minningu þinni á lofti um
ókomna tíð.
Þín afastelpa,
Þórdís.
Elsku afi kvaddi okkur 6.
maí síðastliðinn. Það sem ein-
kenndi afa var eintóm gleði og
hamingja, hann tók alltaf á
móti mér með opnum örmum
og hlýlegu brosi.
Það voru ófáar stundirnar
sem við afi áttum við eldhús-
borðið á Einimelnum en afa
þótti fátt skemmtilegra en að fá
barnabörnin í heimsókn því þá
var sko von á ömmupönnsum.
Við ræddum um heima og
geima, hann sagði sögur frá
sínum fyrri árum og hafði mik-
inn áhuga á framtíðarplönum
mínum. Það var enginn jafn
hvetjandi og afi sem vildi meina
að ég gæti auðveldlega sigrað
heiminn eða eins og hann sagði
ítrekað: „Mundu þetta alltaf: I
have a dream!“
Afi var mikill golfari á sínum
seinni árum og var hann dug-
legur að draga mig með sér á
völlinn. Það var alveg sama
hvernig gekk, öll höggin voru
mögnuð að hans mati. Þrátt
fyrir veikindin undanfarin ár
hélt afi sínum persónuleika,
hann var alltaf svo kátur og
stoltur af okkur barnabörnun-
um.
Elsku afi, ég á eftir að sakna
þín mikið, allra samverustund-
anna, bílferðanna og ekki síst
hvatninganna.
Þín
Margrét.
Helgi Sigurðsson