Morgunblaðið - 20.05.2022, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVERNIG GETURÐU ÆTLAST TIL AÐ ÉG
ELDI MEÐ ÞESSUM ÓVÖNDUÐU POTTUM?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að borða uppáhalds-
pítsuna sína með
uppáhaldsmanneskjunni
sinni.
GRETTIR, ÞÚ GETUR EKKI
LEGIÐ ÞARNA Í ALLAN DAG VÍST
ÉG ER MEÐ
LÆKNISVOTTORÐ
HELGA, ÉG ER FARINN
Á KRÁNA!
EKKI VEKJA MIG
ÞEGAR ÞÚ KEMUR
HEIM. ÉG ÞARF AÐ
FARA Á FÆTUR VIÐ
SÓLARUPPRÁS!
ÉG SKAL GERA ÞÉR GREIÐA! ÉG SKAL
KOMA HEIM VIÐ SÓLARUPPRÁSOG
VEKJA ÞIG!
„ÞETTA ER NÝI BÓKHALDARINN SEM ÉG
VAR AÐ TALA UM.“
orð á dag í nýrri skáldsögu fyrir
ungt fólk sem er eins konar hlið-
arsaga við Sterk sem kom út í
fyrra.“
Fjölskylda
Eiginmaður Margrétar er Jó-
hann Ágúst Hansen, f. 10.4. 1969,
viðskiptafræðingur og listmuna-
sali. Þau eru búsett í Reyni-
hvammi í Kópavogi og hafa búið í
þremur húsum við þá götu. For-
eldrar Jóhanns: Elínbjörg Krist-
jánsdóttir, f. 30.4. 1952, póst-
maður, búsett í Kópavogi og Hans
Jakob Hansen, f. 9.11. 1949, d.
22.12. 1972, sjómaður í Stykkis-
hólmi. Elínbjörg er gift Bjarna
Guðnasyni, f. 25.5. 1958.
Synir Margrétar og Jóhanns eru
1) Hans Alexander Margrétarson
Hansen, f. 8.3. 1993, heimspek-
ingur og leikskólastarfsmaður í
Reykjavík. Maki: Agnes Jónas-
dóttir sagnfræðingur; 2) Elmar
Tryggvi Hansen, f. 16.4. 1997, list-
munasali, búsettur í Kópavogi.
Maki: Marta Ferrer nemi.
Systkini Margrétar eru Elín
Tryggvadóttir, f. 27.3. 1975, hjúkr-
unarfræðingur og aðstoðardeildar-
stjóri á bráðamóttöku Landspítala,
búsett í Reykjavík, og Friðrik
Tryggvason, f. 4.6. 1979, neyðar-
vörður, búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Margrétar: Hjónin
Tryggvi Páll Friðriksson, f. 13.3.
1947, d. 7.4. 2020, listmunasali og
hjálparsveitarfrömuður, og Elín-
björt Jónsdóttir, f. 3.1. 1947, list-
munasali og vefnaðarkennari,
búsett í Kópavogi
Margrét
Vilborg
Tryggvadóttir
Elínbjört Hróbjartsdóttir
(1884-1926) húsfreyja í Hafnarfirði og Reykjavík
Jón Bergsson
(1883-1959) búfræðingur
og bílstjóri í Reykjavík
Elín Jónsdóttir
(1918-2013) snillingur, bjó
í Skagafirði og Kópavogi
Jón Hermannsson
(1920-1993) búfræðingur og
verkstjóri, bjó í Skagafirði og Kópavogi
Elínbjört Jónsdóttir
(1947) listmunasali og
vefnaðarkennari, býr í Kópavogi
Jóhanna Petrea Andrea
Stefánsdóttir
(1895-1966) húsfreyja á
Hamri og víðar, síðast í Vík
Hermann Steinn Jónsson
(1892-1977) bóndi á Hamri í Stíflu og víðar,
síðast í Vík við Haganesvík
Svava Hermannsdóttir
(1885-1959) húsfreyja á Ytri-Varðgjá
Vigfús Tryggvi Jóhannsson
(1885-1970) bóndi
á Ytri-Varðgjá í Eyjafirði
Margrét Tryggvadóttir
(1917-1997) aðstoðarmaður
skólatannlækna, bjó í Reykjavík
Friðrik Pálsson
(1917-1974) lögreglu-
flokksstjóri í Reykjavík
Vilborg Einarsdóttir
(1886-1967) húsfreyja á
Eskifirði og í Reykjavík
Páll Bóasson
(1881-1967) bókari á Eskifirði og í Reykjavík
Ætt Margrétar Tryggvadóttur
Tryggvi Páll Friðriksson
(1945-2020) listmunasali og
hjálparsveitarfrömuður, bjó
í Kópavogi
Hinrik Bjarnason sendi mér að
gefnu tilefni vísu dagsins 15.
maí 2022:
Margt er brallað, margt fer á svig.
– Margur verður af litlu hreykinn.
Á endanum spjaraði íhaldið sig
að eigin sögn. En vann það leikinn?
Góður frændi minn sendi mér
pistil, sem fenginn var að láni úr
bókinni Molduxa eftir Helga Hálf-
danarson:
„Ólafur Briem á Grund í Eyja-
firði gekk að eiga Dómhildi frá
Stokkahlöðum, sem ól honum 15
börn á 20 árum. Einhvern tíma bar
hún veitingar fyrir hann og nokkra
vini þeirra hjóna. Þá renndi Ólafur
hýru auga til konu sinnar og mælti
ögn glettinn:
Því ertu svona þykk að framan?
Því ertu svona föl á kinn?
Dómhildur brosti og svaraði að
bragði:
Við höfum lengi sofið saman;
sú er reyndar orsökin.
Hundrað árum síðar gerðu síma-
stúlkur á Akureyri og Húsavík sér
að leik að kastast á fyrri pörtum og
botnum. Eitt sinn varð þeim á
Akureyri hugsað til Grundarhjóna
og sendu þeim á Húsavík fyrri part
á þessa leið:
Því er ég svona þykk að framan?
Því er ég svona föl á kinn?
Svo vildi til, að í sama mund átti
snillingurinn Egill Jónasson erindi
á símstöðina á Húsavík, og varð það
til þess að þær á Akureyri fengu
umsvifalaust þennan botn:
Þú hefur verið að gera þér gaman,
og gamninu hefur slegið inn.“
Á Boðnarmiði yrkir Sigrún Har-
aldsdóttir og kallar „Áning“:
Harðan stein við herðar finn,
horfi út í bláinn,
kyrrlát heyri klárinn minn
kroppa grænu stráin.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
og kallar „Í dag skein sól“:
Lifnar geð við ljúfan óm,
ljómar gleðin fögur,
skánar veður, skarta blóm,
skáldin kveða bögur.
Enn yrkir Guðmundur og segir
„Ég syng fyrir þig“:
Vertu hjá mér, vísnaþjóð.
Viljirðu ljá mér eyra,
skýran þá og skæran óð
skaltu fá að heyra.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Því ertu svona
þykk að framan?
Þín upplifun
skiptir okkur máli
Kringlan ... alltaf næg bílastæði
Borðabókanir á
www.finnssonbistro.is eða
info@finnssonbistro.is
Við tökum vel á móti þér
Fjölbreyttur og spennandi
matseðill þar sem allir
finna eitthvað við sitt hæfi
Skoðið matseðilinn á
finnssonbistro.is