Morgunblaðið - 20.05.2022, Side 27
KÖRFUBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Pavel Ermolinskij varð Íslands-
meistari í körfubolta í áttunda skipti
í fyrrakvöld er hann og liðsfélagar
hans í Val unnu 73:60-heimasigur á
Tindastóli í oddaleik liðanna í úr-
slitaeinvígi Íslandsmótsins. Titillinn
var sá fyrsti hjá Val frá árinu 1983
eða í 39 ár. Pavel virtist tala við Ís-
landsmeistarabikarinn er hann tók
við honum í Origo-höllinni.
„Ég sagði við hann að ég væri
kominn aftur. Það er langt síðan ég
sá hann,“ sagði Pavel við Morgun-
blaðið strax eftir leik en hann varð
síðast meistari árið 2019 með KR.
„Ég hef verið mjög heppinn í gegn-
um tíðina og ég get ekki kvartað yfir
neinu en það er alltaf gott að sjá
þennan bikar aftur,“ bætti Pavel við.
Lifir í eigin heimi
Hann segir lífið og tilveruna vera
aðeins öðruvísi þegar í úrslitakeppn-
ina er komið og þá sérstaklega í úr-
slitaeinvígið.
„Þessir dagar eru mjög sérstakir.
Þú reynir að búa til smá búbblu og
lifir í eigin heimi. Það eru engir
samfélagsmiðlar og engar fréttir.
Ég var t.d. í Angry Birds í allan dag
og reyndi að bíða aðeins með að
detta í þessa stemningu sem er í
húsinu. Maður getur farið yfir um ef
maður byrjar of snemma í þessu.
Maður heldur rónni og svo byrjar
leikurinn og þá bara gerist það sem
gerist,“ sagði Pavel.
Ein stór taugahrúga
Leikir einvígisins hafa flestir ver-
ið hnífjafnir og afar lítið sem hefur
skilið liðin að. Pavel, sem er 35 ára
reynslubolti, margfaldur Íslands-
meistari og landsliðsmaður, við-
urkennir að slík einvígi séu stress-
andi.
„Ég var stressaður allan tímann.
Þetta var mjög taugatrekkjandi
sería. Það var engin óþarfa harka
eða eitthvað illt á milli þessara liða.
Þetta voru einfaldlega tvö lið sem
voru á milljón og það skilar sér í
þessu rosalega einvígi þar sem mað-
ur verður ein stór taugahrúga.“
Pavel átti aðeins erfitt uppdráttar
í fyrri hálfleiknum á miðvikudag en
spilaði mjög vel í seinni hálfleik,
setti niður afar mikilvæg skot,
stýrði sóknarleik Valsmanna af fag-
mennsku og varðist vel.
„Hlutirnir gerast bara,“ svaraði
Pavel, spurður um muninn á hálf-
leikjunum hjá sér, og hélt áfram:
„Það væri fáránlegt að fara að
kryfja þennan leik eða einhverja
aðra leiki,“ sagði hann áður en
Kristófer Acox, fyrirliði Vals og liðs-
félagi Pavels til margra ára hjá KR,
truflaði viðtalið. „Talaðu um bux-
urnar sem ég gaf þér!“ kallaði Krist-
ófer og lét sig svo hverfa og Pavel
hélt áfram:
„Ég hitti á einhvern smá kafla og
það gaf okkur eitthvað. Það er ekki
hægt að útskýra þetta. Þetta er eitt-
hvað fyrirframákveðið. Hlutir ger-
ast og einhverra hluta vegna virðast
körfuboltaguðirnir alltaf vera góðir
við mig.“
Fyrst handbolti og svo séð til
Eins og áður hefur komið varð
Pavel sjö sinnum Íslandsmeistari
með KR. Pavel var ekki fæddur síð-
ast þegar Valur varð meistari og
hann segir tilefnið sérstakt vegna
þessa.
„Þetta er að sjálfsögðu tvennt
ólíkt. Annars vegar er þetta félag
sem er að vinna titil í fyrsta skipti í
milljón ár, en KR er ofboðslega sig-
ursælt félag. Ánægjan hjá fólkinu er
alveg jafn mikil en hérna er þetta
nýtt. Það er eini munurinn. Gleðin
yfir að vinna titil er alltaf sú sama,“
sagði Pavel.
Hann vildi ekki gefa út hvort
tímabilið væri það síðasta á ferl-
inum, en hann ætlar að fylgjast vel
með Val í úrslitaeinvígunum í hand-
boltanum þar sem karla- og kvenna-
lið félagsins verða í eldlínunni. „Nú
tekur við handboltatímabilið mitt og
svo sjáum við til,“ sagði Pavel Er-
molinskij.
Körfuboltaguðirnir góðir
- Pavel Ermolinskij sagði við Íslands-
bikarinn að hann væri kominn aftur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigurkossinn Pavel Ermolinskij fagnaði Íslandsbikarnum sérstaklega eftir
að hafa unnið hann í áttunda sinn og í fyrsta skipti með Valsmönnum.
innar. Stephanie Frappart frá
Frakklandi, Salima Mukansanga frá
Rúanda og Yoshimi Yamashita hafa
verið valdar til að dæma á HM og enn-
fremur eru þrjár konur í hópi aðstoð-
ardómara sem starfa á mótinu.
_ Ívar Logi Styrmisson handbolta-
maður frá Vestmannaeyjum hefur
samið við Framara um að leika með
þeim næstu tvö árin. Ívar er 22 ára
gamall og á að baki marga leiki með
yngri landsliðum Íslands. Ívar lék með
Gróttu í úrvalsdeildinni í vetur, sem
lánsmaður frá ÍBV, og skoraði 26 mörk
í 22 leikjum.
_ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir at-
vinnukylfingur lék á átta höggum yfir
pari á fyrsta hringnum á sínu fyrsta al-
þjóðlega móti í tvö
ár í gær. Hún lék
þá á 79 höggum á
Jabra Ladies-
mótinu í Evian í
Frakklandi en það
er liður í Evrópu-
mótaröðinni.
Ólafía er í 99.-107.
sæti af 132 kepp-
endum eftir fyrsta hring. Guðrúnu Brá
Björgvinsdóttur gekk öllu betur en
hún lék á 74 höggum, þremur undir
pari, og deilir 50.-58. sæti.
_ Víkingur vann öruggan sigur á
Grindavík, 3:0, í 1. deild kvenna í fót-
bolta á Víkingsvelli í gærkvöld. Svan-
hildur Ylfa Dagbjartsdóttir og Hulda
Ösp Ágústsdóttir skoruðu í fyrri hálf-
leik og hin fimmtán ára gamla Sigdís
Eva Bárðardóttir í þeim síðari.
_ William Cole Campbell, sextán ára
leikmaður með U17 ára landsliði Ís-
lands, hefur fengið félagaskipti úr FH í
Breiðablik. Hann má leika með Kópa-
vogsliðinu þótt félagaskiptaglugg-
anum hafi verið lokað 11. maí þar sem
hann er yngri en átján ára. William
hefur spilað tvo úrvalsdeildarleiki með
FH en hann hefur þegar samið við
þýska stórliðið Borussia Dortmund og
fer þangað í lok júní.
_ Rory McIlroy frá Norður-Írlandi
hafði leikið best allra á fyrsta hring á
PGA-meistaramótinu í golfi þegar
blaðið fór í prentun í gærkvöld.
McIlroy lék hringinn á 65 höggum.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2022
HANDKNATTLEIKUR
Fyrsti úrslitaleikur kvenna:
Safamýri: Fram – Valur....................... 19.30
KNATTSPYRNA
1. deild karla, Lengjudeildin:
Þórsvöllur: Þór – Grindavík ..................... 18
Varmá: Afturelding – Selfoss .............. 19.15
Safamýri: Kórdrengir – KV................. 19.15
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Grafarvogur: Fjölnir – Augnablik ...... 18.30
Ásvellir: Haukar – Fylkir .................... 19.15
Sauðárkrókur: Tindastóll – HK .......... 19.15
2. deild karla:
Sandgerði: Reynir S. – Ægir............... 19.15
Þróttarvöllur: Þróttur R. – ÍR ............ 19.15
Fjarðab.höll: KFA – Völsungur .......... 19.15
Boginn: Magni – Höttur/Huginn ........ 20.15
Í KVÖLD!
Ítalía
8-liða úrslit, þriðji leikur:
Venezia – Dethrona Tortona ............. 63:73
- Elvar Már Friðriksson var ekki í leik-
mannahópi Dethrona sem er með 2:1-for-
ystu í einvíginu.
Úrslitakeppni NBA
Fyrsti úrslitaleikur Vesturdeildar:
Golden State – Dallas......................... 112:87
>73G,&:=/D
Þýskaland
Magdeburg – N-Lübbecke ................. 38:20
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 8 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 3.
Füchse Berlín – Göppingen................ 37:31
- Janus Daði Smárason skoraði 5 mörk
fyrir Göppingen.
Melsungen – Lemgo ............................ 18:23
- Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk
fyrir Melsungen og Alexander Petersson 2
en Elvar Örn Jónsson er frá keppni vegna
meiðsla.
- Bjarki Már Elísson skoraði 6 mörk fyrir
Lemgo.
Balingen – Wetzlar.............................. 24:28
- Oddur Gretarsson skoraði 2 mörk fyrir
Balingen og Daníel Þór Ingason 1.
Minden – Hannover-Burgdorf........... 26:25
- Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari
Hannover-Burgdorf.
Staða efstu liða:
Magdeburg 56, Kiel 48, Füchse Berlín 46,
Flensburg 46, Göppingen 33, Wetzlar 33,
Lemgo 32. Liðin hafa leikið 29-31 leik af 34.
Meistaradeild karla
8-liða úrslit, seinni leikur:
Barcelona – Flensburg ....................... 27:24
- Teitur Örn Einarsson skoraði 3 mörk
fyrir Flensburg.
_ Barcelona áfram, 60:53 samanlagt.
Kiel – París SG...................................... 33:32
_ Kiel áfram, 63:62 samanlagt.
Frakkland
Saran – Nancy...................................... 30:26
- Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir
Nancy sem er nú fimm stigum á eftir Saran
í fallbaráttunni. Fjórar umferðir eftir.
Sviss
Undanúrslit, þriðji leikur:
Kadetten – Amicitia Zürich ............... 28:21
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten
sem vann einvígið 3:0 og mætir Pfadi Win-
terthur eða Wacker Thun í úrslitum.
Austurríki
Undanúrslit, annar leikur:
Linz – Alpla Hard ................................ 25:26
- Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard
sem vann einvígið 2:0 og mætir Krems eða
Aon Fivers í úrslitunum.
Svíþjóð
Fyrsti úrslitaleikur:
Skövde – Ystad IF ............................... 28:30
- Bjarni Ólafur Valdimarsson skoraði 4
mörk fyrir Skövde.
%$.62)0-#
Á HLÍÐARENDA
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
ÍBV átti aldrei möguleika gegn Val í
fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Ís-
landsmóts karla í handbolta í gær-
kvöldi. Valur komst í 9:2 snemma
leiks og var ÍBV aldrei líklegt til að
jafna eftir það. Valur vann að lokum
sannfærandi ellefu marka sigur,
36:25.
Valsmenn sýndu allar sínar bestu
hliðar í upphafi leiks og áttu Eyja-
menn engin svör við glæsilegri vörn,
eldsnöggum sóknarleik og sjóðandi
heitum Björvin Páli Gústavssyni í
markinu. Það eru akkúrat einkenni
Valsliðsins; hreyfanleg og hörð
vörn, snöggar sóknir og góð mark-
varsla hjá Björgvini. Flest önnur lið
í deildinni vita það mætavel en það
er eitt að vita það en allt annað að
stöðva það.
Í þau fáu skipti sem Eyjamenn
komust í fín færi snemma leiks stóð
Björgvin oftar en ekki í vegi þeirra.
Það dró úr þeim tennurnar og eftir-
leikurinn var næsta auðveldur fyrir
Valsmenn. Þeir gátu leyft sér að
vera í öðrum gír allan seinni hálf-
leikinn og sigla þægilegum sigri í
hús.
Snorri sýnir snilli sína
Valsmenn eru með hættuleg vopn
í öllum stöðum í sókninni og skoruðu
þeir nánast að vild. Snorri Steinn
Guðjónsson hefur sýnt það og sann-
að að hann er gríðarlega hæfileika-
ríkur þjálfari, enda með glæsilegan
leikskilning í íþróttinni. Hann sýndi
það sem leikmaður og nú sem þjálf-
ari. Leikaðferð Valsmanna er stór-
skemmtileg og orkumiklir og hæfi-
leikaríkir ungir leikmenn blómstra.
Þá hafa Valsmenn gert það að sér-
grein að toppa á réttum tíma undir
stjórn Snorra. Liðið hefur verið
gríðarlega sannfærandi í úrslita-
keppninni og eru góð ráð dýr fyrir
Eyjamenn.
Einvígið er hins vegar langt frá
því að vera búið. ÍBV á gríðarlega
mikið inni hjá flestum leikmönnum
og heimavöllurinn í Vestmanna-
eyjum er einn sá besti á landinu.
Það kæmi á óvart ef Valur væri með
sömu yfirburði í öðrum leik á sunnu-
dag. Leikurinn í gær var skellur fyr-
ir ÍBV en ef einhverjir geta rifið sig
upp á heimavelli og sett magnað
Valslið á hælana eru það Eyjamenn.
Settu tóninn
strax í byrjun
- Valur keyrði yfir ÍBV í fyrsta leik
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Hlíðarendi Valsmaðurinn Finnur Ingi Stefánsson í dauðafæri og Eyjamað-
urinn Friðrik Hólm Jónsson horfir á eftir honum.
Ísland lagði Tyrkland að velli, 3:2, í
öðrum leik sínum í 2. deild B á
heimsmeistaramóti kvenna í ís-
hokkí í Zagreb í Króatíu í gær.
Ragnhildur Kjartansdóttir og Sig-
rún Árnadóttir komu Íslandi í 2:0
en Tyrkir jöfnuðu metin í 2:2.
Sunna Björgvinsdóttir skoraði sig-
urmarkið í byrjun þriðja leikhluta.
Ísland er þá með sex stig eftir tvo
leiki og mætir Króatíu á laugardag
en allt stefnir í hreinan úrslitaleik
gegn Ástralíu um efsta sætið og
keppnisrétt í 2. deild A í loka-
umferðinni á sunnudaginn.
Sunna tryggði
sigur á Tyrkjum
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Skoraði Sunna Björgvinsdóttir
gerði sigurmarkið í gær.