Morgunblaðið - 24.05.2022, Síða 11

Morgunblaðið - 24.05.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég mun standa með öllum góðum tillögum sem fram verða bornar í bæjarmálum, rétt eins og ég mun alltaf hafna óráðsíu og öfgum. Til þess að tryggja velferð sem best þurfa félagslegar lausnir alltaf að vera ráðandi, enda þótt einkamark- aðurinn geti vissulega og á stundum leyst ákveðin viðfangsefni,“ segir Brynjólfur Ingvarsson, sem á dög- unum var kjörinn fulltrúi Flokks fólksins í bæjarstjórn Akureyrar. Hann er áttræður að aldri og því elsti kjörni sveitarstjórnarmaður landsins, eftir því sem næst verður komist. Brynjólfi finnst aldurinn þó engin fyrirstaða, enda sé heilsan góð. Handleggur gripinn Í bæjarstjórnarkosningunum fékk Flokkur fólksins 12,1% greiddra at- kvæða á Akureyri. Góðan árangur þakkar Brynjólfur því að fólkið sem að framboðinu stóð náði vel saman og málefnin skýr. Í umræðum fyrir kosningar lét Brynjólfur meðal ann- ars málefni eldri borgara til sín taka. „Ég veit að margt af eldra fólkinu hér í bænum telur sig afskipt og er vonsvikið yfir því að fá ekki þá þjón- ustu frá bænum sem því ber, svo sem í húsnæðismálum. Ég svaraði því kalli um að fara í framboð; rétti fram fingurinn og þá var allur handlegg- urinn gripinn. Framvindan öll var mjög hröð,“ segir bæjarfulltrúinn. Brynjólfur er Norðlendingur í húð og hár – ekkjumaður og faðir fimm uppkominna sona. Er geðlæknir og starfaði sem slíkur í áratugi við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, eða fram til 2012. Í starfi og áherslum þar var fagfólk áfram um að þjónusta við sjúklinga væri í tengslum við grasrótina, hið almenna samfélag og þær bjargir sem þar bjóðast. „Þessi stefna okkar átti ekki upp á pallborðið alls staðar og var faglega umdeild. Við Sigmundur heitinn Sig- fússon yfirlæknir héldum hins vegar okkar striki og náðum ágætum ár- angri,“ segur Brynjólfur. Frá þessu segir hann meðal annars í sögu sinni, Guðfaðir geðveikinnar á Akureyri, sem kom út á síðasta ári. Sem læknir í samskiptum við marga segist Brynjólfur hafa kynnst vel aðstæðum fjölda fólks – oft bágum – og viti því hvar úrbóta sé þörf. Öllum bjóðist tækifæri „Geðlækningar og stjórnmál ganga fyrst og fremst út á samskipti við fólk og eru að því leyti náskyld störf. Hvort tveggja kallar á að þú sért áfram um að hjálpa fólki og finna lausnir sem skapa betra samfélag. Já og eftir hálfa öld sem læknir hér í bæ veit ég veit ég að einangrun, búseta í ófullnægjandi húsnæði, fátækt, vímu- efnanotkun og fleira slíkt er veruleiki margra hér á Akureyri. Margir lifa við þær aðstæður að heilsan gefur eftir. Á bak við sölu á fíkniefnum til ungs fólks eru glæpamenn sem lög- reglan er alltaf skrefi á eftir. Allt þetta getum við kallað jaðarmenn- ingu og ungur hefði ég sagt að orsök þess alls væri kapítalisminn. Árin og reynslan hafa sagt mér að slík ein- földun gengur ekki upp,“ segir Brynj- ólfur og heldur áfram: „Samfélag nútímans er flókið en til þess að skapa á hverjum tíma bestu útgáfu þess er lausnin að taka hug- myndir, hverja úr sinni áttinni, og bræða saman í eina stefnu. Með slíkt að leiðarljósi vænti ég góðs samstarfs við öll þau sem ásamt mér hafa nú verið kjörin í bæjarstjórn. Stundum er sagt að norræna módelið svo- nefnda sé besta samfélagsgerð í heimi, sem vel kann að vera rétt. En svo má taka málin lengra og benda á kosti íslensks bæjarfélags af mátu- legri stærð, eins og til dæmis hér á Akureyri, þar sem íbúarnir standa saman að því að skapa samfélag þar sem öllum bjóðast tækifæri og vel- ferðin er tryggð. Auðvitað verður slíkt aldrei gert og tryggt fullkom- lega, en allar aðstæður eru fyrir hendi svo gera megi góða hluti.“ Spennandi lærdómur Gengur, syndir og fer flesta daga á hestbak. Þannig lýsir Brynjólfur Ingvarsson sinni daglegu rútínu – sem hann telur að mörgu leyti út- skýra að heilsa sín sé góð. Því sé ekk- ert annað í stöðunni nú en að setja sig inn í mál og koma þar með tillögur sem bætt geti bæjarbraginn. „Kunn- ugir segja mér að kjörtímabilið þurfi til þess að komast sæmilega inn í hlutina og skilja hvernig kerfið virk- ar. Þetta verður því bara spennandi lærdómur – og vonandi tekst mér að koma góðu til leiðar í störfum mínum í bæjarstjórn.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyringur Félagslegar lausnir séu alltaf ráðandi, segir Brynjólfur Ingvarsson um stefnu sína og sjónarmið. Áttræður í bæjarstjórn - Brynjólfur á Akureyri - Geðlæknir í stjórnmál - Ná- skyld verkefni - Leita bestu hugmynda - Flókið samfélag Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Í fyrsta lagi er Henry David Thor- eau einn helsti rithöfundur banda- rískrar bókmenntasögu. Í öðru lagi þá vekur það áhuga okkar hjá Snorrastofu að hann hafði mikinn áhuga á ritum Snorra Sturlu- sonar, bæði kon- ungasögum í Heimskringlu og goðafræðinni í Snorra-Eddu og svo hafði hann líka áhuga á Vín- landssögunum,“ segir Bergur Þorgeirsson, for- stöðumaður Snorrastofu, um alþjóðlega ráð- stefnu um Henry Davið Thoreau, rithöfund og heimspeking, sem hald- in er í Reykholti dagana 25. til 27. maí. Bergur segir að Snorrastofa hafi áhuga á að skoða hvernig unnið hafi verið úr bókmenntaarfi Snorra í gegnum aldirnar. Thoreau sé mikil- vægur í því tilliti. Rannsóknir á því hvernig Thoreau nýtti fornbók- menntir Íslendinga séu hins vegar takmarkaðar og erfitt að halda ráð- stefnu um það efni. Thoreau kom víða við, til dæmis í umhverfis- málum, og var þekktur fyrir kenn- ingar sínar um borgaralega óhlýðni. Þess vegna og vegna hnattrænnar hlýnunar eru umhverfismálin í brennidepli á ráðstefnunni. Segir Bergur að kjarnaspurning ráðstefnunnar sé: Hvernig finnum við sjálfbæra leið fram á við og getur Thoreau hjálpað okkur í því efni? Náttúruvernd í forgrunni Höfuðrit Thoreaus er bókin Wal- den sem talið er lykilverk á sviði náttúruheimspeki og náttúru- verndar. Hún kom út hér á landi 2017. Í fyrirlestrum íslenskra fram- sögumanna verður meðal annars fjallað um Ísland í stóru samhengi umhverfismála, um höfuðritið Wal- den og um Thoreau og náttúru- skynjun. Bergur bendir á að Thoreau sé einn þeirra manna sem fóru að ræða um náttúruna út frá vistfræði áður en það hugtak varð til. Á ráðstefn- unni sé vistfræðileg þróun skoðuð í samhengi við tímann. Ekki er fjallað sérstaklega um borgaralega óhlýðni sem Thoreau er þekktur fyrir en Bergur segir að það verði vafalaust nefnt í fyrirlestrum. Hann bendir á að margir stjórn- málamenn hafi notað eða misnotað þetta hugtak, meðal annars í tengslum við umræðu um bús- áhaldabyltinguna svokölluðu. Segir hann um þetta að Thoreau hafi unn- ið að því að smygla þrælum frá Suð- urríkjum Bandaríkjanna til Kanada um 19. öldina og lagt sig í hættu við það. Búist er við tæplega 60 þátttak- endum frá 10 löndum á ráðstefnuna. Bergur bendir þó á að hún sé öllum opin án endurgjalds og ekki þurfi að skrá sig. „Fjölbreytt erindi eru á ráðstefnunni og ég tel að hún geti orðið býsna skemmtileg,“ segir Bergur. Rætt um höfund og hugsjónamann - Ráðstefna um Henry David Thoreau Ljósmynd/Guðlaugur Óskarsson Snorrastofa Thoreau-ráðstefnan er haldin í Reykholti síðar í vikunni. Henry David Thoreau Félagsráðgjafa- félag Íslands skor- ar á íslensk stjórn- völd að hafa mannúðarsjón- armið í fyrirrúmi í ákvörðunum hvað varðar móttöku flóttafólks sem og við lagasetningu hvað þetta varðar. Áskorun þessi kemur í kjölfar fyrirhugaðrar brott- vísunar á u.þ.b. 300 umsækjendum um alþjóðlega vernd úr landi, en aldrei áður hefur staðið til að vísa jafn mörgum úr landi og sumir þeirra hafa dvalið hér á landi í meira en tvö ár. Félagið hvetur því stjórnvöld til að endurmeta stöðu þess fólks sem til stendur að vísa úr landi með tilliti til 74. gr. útlendingalaga og horfa til þess hvort veita eigi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Skorað á stjórnvöld vegna brottvísunar Flóttafólk Mót- mæli á Austurvelli. Allt að 75% afsláttur Praxis og 7days flytja í Garðabæ 24. og 25. maí, opið kl. 14-18 Nú 7.900 Nú 9.730 Tveggja daga lagerhrein n ...Þegar þú vilt þægindi Vinnukjólar 40% afsláttur Klossar 30% afsláttur Bonito ehf. | Sími 691 0808 | praxis.isLíkaðu við okkur - Praxis á Íslandi Nú 2.900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.