Morgunblaðið - 24.05.2022, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Marinó Örn Tryggvason, forstjóri
Kviku banka, segir í samtali við
Morgunblaðið að samningur sem
Kvika gerði um kaup á ákveðnum
hluta af færslu-
hirðingarsamn-
ingum sameinaðs
félags Valitors
og Rapyd, sé að
hans mati, einn
sá besti sem
bankinn hafi
gert. Fjárhags-
lega sé hann
gríðarlega hag-
kvæmur fyrir
bankann. „Samn-
ingurinn opnar á mikil tækifæri í
framtíðinni. Því tel ég að þetta geti
orðið einn besti samningur sem við
höfum gert á undanförnum árum,“
segir Marinó.
Eins og lesa má um á vef Sam-
keppniseftirlitsins var markaðs-
hlutdeild sameinaðs félags allt að
75%. Með sölunni til Kviku fer hún
marktækt niður fyrir 50%.
Marinó segir að á undanförnum
árum hafi Kvika markvisst unnið
að því að fjölga og byggja upp
tekjustoðir félagsins og þessi samn-
ingur sé enn ein varðan á þeirri
leið. „Umhverfi fjármálafyrirtækja
er að breytast og stefna Kviku er
að vera virkur þátttakandi í þeim
breytingum. Þessi samningur mun
gera það að verkum að við verðum í
einstakri stöðu til þess að bjóða
fyrirtækjum upp á áhugaverðar
lausnir og auka samkeppni í
greiðslumiðlun og í annarri fjár-
málaþjónustu.“
Tilkynnt 1. júlí 2021
Sala Arion banka á færsluhirð-
ingu Valitors til Rapyd, sem til-
kynnt var upphaflega um 1. júlí
2021, var samþykkt í gær af Sam-
keppniseftirlitinu. Það var gert
með því skilyrði að að Rapyd selji
ákveðinn hluta af færsluhirðingar-
samningum sameinaðs félags til
Kviku banka, eins og hér hefur
verið greint frá.
Fyrirvarar samkomulagsins telj-
ast þó enn sem komið er ekki að
fullu uppfylltir þar sem formlegt
samþykki Fjármálaeftirlits Seðla-
banka Íslands á kaupunum liggur
ekki fyrir. Væntur hagnaður Arion
banka vegna sölunnar, að frádregn-
um sölukostnaði, er áætlaður um
fimm milljarðar króna, eins og
fram kemur í tilkynningu frá Arion.
Í tilkynningu Kviku banka vegna
kaupanna kemur fram að markaðs-
hlutdeild Kviku á færsluhirðingar-
markaði á Íslandi, eftir að bankinn
tekur yfir samningana, verði sterk
og muni gera bankanum kleift að
keppa af krafti á markaðnum.
Áhrif samningsins á eiginfjár-
grunn Kviku eru hverfandi og gert
er ráð fyrir að áhrif á afkomu árs-
ins 2022 verði lítil. Þá er gert ráð
fyrir að samningurinn hafi þau
áhrif að afkoma bankans fyrir
skatta verði 200-300 m.kr. betri frá
og með árinu 2023.
Einn besti samningur Kviku
- Kvika kaupir ákveðinn hluta af færsluhirðingarsamningum sameinaðs félags Valitors og Rapyd
- Markaðshlutdeild úr 75% í 50%- Áhrif samningsins á eiginfjárgrunn Kviku eru hverfandi
Marninó Örn
Tryggvason.
Hagnaður
» Væntur hagnaður Arion af
sölunni er um 5 ma. kr.
» Páll Gunnar Pálsson, for-
stjóri Samkeppniseftirlitsins,
segir á vef eftirlitsins að virk
samkeppni á greiðslukorta- og
greiðsluþjónustumörkuðum
skipti miklu máli og hafi áhrif á
verð vöru og þjónustu til neyt-
enda á Íslandi.Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samkeppni Markaðshlutdeild Kviku á færsluhirðingarmarkaði styrkist.
« Thelma Kristín Kvaran, stjórnenda-
ráðgjafi og meðeigandi hjá Intellecta,
var á dögunum kjörin formaður FKA
Framtíðar, en um er að ræða deild inn-
an Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Í
nýja stjórn voru einnig kjörnar þær
Anna Björk Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri og eigandi Eventum ehf., Árdís
Ethel Hrafnsdóttir, framkvæmdastjóri
og eigandi Möntru ehf. og Akkúrat ehf.,
Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir, mann-
auðs- og skrifstofustjóri hjá Jiko, Kar-
lotta Halldórsdóttir, samskiptastjóri hjá
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Sig-
ríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir, sölu-
og markaðsstjóri hjá YAY ehf., og
Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir,
stjórnenda- og fjármálaráðgjafi hjá
Sólveig ehf.
Ný stjórn FKA Framtíðar
kjörin á aðalfundi
Bandaríska tölvufyrirtækið Apple
hefur sagt nokkrum framleiðendum
sínum að það vilji auka framleiðslu
utan Kína, m.a. vegna harðra tak-
markana þar í landi vegna faraldurs-
ins. Þetta segja heimildarmenn
bandaríska dagblaðsins The Wall
Street Journal (WSJ).
Apple framleiðir lítinn hluta af
vörum sínum í Indlandi og í Víetnam
en nú beinir fyrirtækið athygli sinni
þangað í auknum mæli.
Meira en 90% af Apple vörum, eins
og iPhone símum, iPad spjaldtölvum
og MacBook fartölvum, eru framleidd
af verktökum í Kína. Sagt er í blaðinu
að það, hve Apple er háð Kína um
framleiðsluna, skapi pólitíska áhættu
vegna alræðisstjórnarinnar í landinu
og árekstra við Bandaríkin.
Hefur mikil áhrif
Allar breytingar sem Apple, verð-
mætasta fyrirtæki á markaði í Banda-
ríkjunum, gerir í þessum efnum gæti
haft áhrif á önnur vestræn fyrirtæki í
svipuðum hugleiðingum, samkvæmt
frétt WSJ.
Þessar vangaveltur hafa orðið há-
værari í ár eftir að stjórnvöld í Kína
létu vera að gagnrýna Rússa fyrir
innrás þeirra í Úkraínu og vegna
harðra aðgerða í sumum kínverskum
borgum vegna faraldursins.
Talsmaður Apple vildi ekki tjá sig
um málið við WSJ en forstjóri Apple,
Tim Cook, sagði í apríl sl., spurður um
aðfangakeðju fyrirtækisins, að keðjan
væri sannarlega alþjóðleg og vörurn-
ar væru framleiddar hvarvetna. Þá
sagði hann að fyrirtækið væri í sífellu
að reyna að besta [aðfangakeðjuna].
Apple horfði til þess að dreifa fram-
leiðslunni frá Kína áður en faraldur-
inn byrjaði árið 2020. Þær áætlanir
runnu út í sandinn vegna veirunnar.
Núna er fyrirtækið, samkvæmt WSJ,
að segja verktökum hvert þeir ættu
að horfa hvað varðar uppbyggingu
nýrra verksmiðja.
Útgöngubann í kínversku borginni
Shanghai og öðrum borgum í landinu
vegna faraldursins hafa skapað
flöskuhálsa í aðfangakeðju margra
vestrænna fyrirtækja. Apple varaði
við því í apríl sl. að vöxtur faraldurs-
ins í Kína gæti dregið úr sölu um átta
milljarða dala á núverandi ársfjórð-
ungi.
Ekki mátt ferðast til Kína
Vegna ferðatakmarkana Kínverja
hefur Apple ekki getað sent stjórn-
endur og verkfræðinga inn í landið sl.
tvö ár. Því á fyrirtækið erfitt með að
skoða verksmiðjur með eigin augum.
Rafmagnsleysi á síðasta ári skaðaði
einnig orðspor Kína sem áreiðanlegs
framleiðslulands, eins og segir í frétt
WSJ.
Vilja framleiða meira utan Kína
- Apple framleiðir meira en 90% af vörum sínum í Kína - Pólitísk áhætta
AFP
Tækni Stórfyrirtækið Apple er mjög háð framleiðslufyrirtækjum í Kína.
« Bandaríska kaffihúsakeðjan Star-
bucks mun á næstu vikum loka öllum
130 útsölustöðum sínum í Rússlandi og
ljúka þar með um 15 ára sögu sinni í
landinu. Um 2.000 starfsmenn starfa
fyrir Starbucks í Rússlandi og munu
þeir frá greitt í sex mánuði.
Starbucks bætist þannig í hóp al-
þjóðlegra stórfyrirtækja sem ýmist hafa
nú þegar eða ætla sér að yfirgefa Rúss-
land og hætta þar starfsemi. Í síðustu
viku var tilkynnt að skyndibitakeðjan
McDonald‘s myndi loka veitingastöðum
sínum í landinu eftir 30 ára rekstrar-
sögu en þeir eru í dag um 850 og um
62.000 manns starfa fyrir keðjuna. Þó
er sá munur á að McDonald‘s á nær alla
sína veitingastaði en rekstur Starbucks
fer fram í gegnum vörumerkjasamn-
inga, þannig að unnið er að því að selja
McDonald‘s-staðina til innlendra aðila.
Starbucks ætlar líka að
fara frá Rússlandi
24. maí 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 130.94
Sterlingspund 163.29
Kanadadalur 102.4
Dönsk króna 18.61
Norsk króna 13.496
Sænsk króna 13.201
Svissn. franki 134.73
Japanskt jen 1.0233
SDR 176.0
Evra 138.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.28
Hagnaður Orku-
veitu Reykjavík-
ur nam á fyrsta
fjórðungi þessa
árs um 6,8 millj-
örðum króna, en
hann var 5,9
milljarðar á
sama tíma í
fyrra. Tekjur
Orkuveitunnar
námu á tíma-
bilinu tæplega 15,7 milljörðum
króna, og jukust um 14% á milli ára.
Til viðbótar við Orkuveitu Reykja-
víkur eru Veitur, Orka náttúrunn-
ar, Ljósleiðarinn og Carbfix innan
samstæðunnar sem árshlutareikn-
ingurinn tekur til.
Samkvæmt efnahagsreikningi
námu eignir samstæðunnar um 421
milljarði í lok tímabilisins og eigin-
fjárhlutfall var um 52%.
Stór hluti raforkusölu Orku nátt-
úrunnar er tengdur heimsmarkaðs-
verði á áli, sem hefur hækkað nokk-
uð á liðnum misserum eins og fram
kom í fréttaskýringu Morgun-
blaðsins í síðustu viku. Verð á áli
fyrstu þrjá mánuði þessa árs var
50% hærra en á sama tíma í fyrra.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku-
veitunnar, segir í tilkynningu að
Orkuveitan finni fyrir hækkandi
vöxtum þar sem félagið hafi aukið
vægi íslensku krónunnar í fjár-
mögnun. Þá sé mikilvægt að gæta
hagsýni og þannig megi draga úr
líkum á því að verð hækki til heim-
ila.
Tekjur OR hækka
um 14% á milli ára
Bjarni
Bjarnason