Morgunblaðið - 24.05.2022, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022
50 ÁRA Sigurlaug ólst upp í
Nýjabæ undir Vestur-Eyjafjöllum
en býr í Hrafnagilshverfi í Eyja-
fjarðarsveit. Hún er búfræðingur
að mennt frá Hvanneyri og vinnur
á eggjabúinu Gæðaegg á Hrana-
stöðum í Eyjafjarðarsveit. Hún er
í Lionsklúbbinum Sif. „Áhuga-
málin mín eru hestar, veiðar, að
vera innan um fólk og ættfræði.
Ég þarf alltaf að vita hvaðan fólk
kemur og hvert það er að fara.“
FJÖLSKYLDA Sigurlaug er í
sambúð með Guðmundi Erni
Ólafssyni, f. 1957, altmuligtmanni.
Dóttir þeirra er Herborg Hanna, f.
2014. Börn Sigurlaugar eru Kol-
finna, f. 1997, Sighvatur Helgi, f. 2000, og Garðar Karl, f. 2003, Ólafsbörn.
Börn Guðmundar eru Halldór, Linda, Magni, Óli og Guðmundur Jökull. For-
eldrar Sigurlaugar eru Kolbrún Valdimarsdóttir, f. 1933, d. 2021, og Leifur
Einarsson, f. 1933, d. 2014, bændur í Nýjabæ.
Sigurlaug Hanna Leifsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Ekki hafa neinar áhyggjur þó að þú
sért ekki alveg með á nótunum í dag. Ekki
láta aðra fara í þínar fínustu.
20. apríl - 20. maí +
Naut Láttu það eftir þér að dekra svolítið
við sjálfa/n þig. Láttu lítið fara fyrir þér
næstu daga, þannig kemstu hjá rifrildum
sem geisa í nærumhverfinu.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Notaðu daginn til þess að fara
yfir reikninga. Einhver vill ganga í augun á
þér, því þarftu að vera með opin augun og
taka eftir.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Forðastu ónauðsynleg fjárútlát í
dag. Leitaðu ráða hjá öðrum ef með þarf,
það veit enginn allt ef þú heldur það. Góðar
líkur eru á ferðalagi fljótlega.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part
dags en munt bæta það upp seinnipartinn.
Taktu til hendinni heima, þú sérð ekki eftir
því.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú þarft að vera á varðbergi svo þú
missir ekki af tækifærum sem dúkka upp.
Þér bregður við skilaboð sem þú færð en
verður fljót/ur að jafna þig.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú færð endalaust af góðum hug-
myndum og ættir að skrifa þær niður. Ein-
hver reynir að gera þér til geðs en þú ert
ekki sannfærð/ur um að það dugi.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Svo virðist sem þú hafir ekki
komið öllum þínum persónulegu málum í
höfn. Orka þín fer þverrandi, gerðu allt til
að viðhalda henni.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það er allt á fullu í hausnum á
þér og þú hefur hundrað lausnir við öllum
vandamálum. Nýr fjölskyldumeðlimur reyn-
ir að heilla þig upp úr skónum.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Greiðvikni sem þú hefur sýnt
öðrum í fortíðinni kemur þér til góða núna.
Haltu vissu fólki í vissri fjarlægð. Þú færð
skemmtilegar fréttir í dag.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Ef þú bara opnar augun sérðu
fegurðina allt í kringum þig. Hugsaðu fram
í tímann í dag, það borgar sig stundum.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Gættu þess að láta hlutina ekki fara
svo í taugarnar á þér að þú farir að skeyta
skapi þínu á saklausum aðilum. Þú veist að
þú ert sólarmegin í lífinu.
störfum og uppbyggingu reglunnar.
Árið 2011 stofnaði Garðar ásamt syni
sínum, Jóni Ágústi, Leigufélagið
Bestlu og síðar Byggingarfélagið
Bestlu sem eru í dag í eigu Jóns
Ágústs Garðarssonar.
„Ég var að kaupa mér íbúð á
Torrevieja á Spáni, en ég varð fyrir
Félags blikksmíðaeigenda um árabil,
einnig var hann stjórnarmaður í
framkvæmdastjórn Vinnuveitenda-
sambands Íslands, Landssambandi
iðnaðarmanna og Sambandi málm-
og skipasmiða. Hann hefur einnig
verið félagi í Oddfellow-reglunni
síðan 1978 og tekið þátt í ýmsum
G
arðar Erlendsson fædd-
ist 24. maí 1942 í
Reykjavík. Hann ólst
upp í Klepps- og Voga-
hverfi þangað til árið
1952 þegar fjölskyldan fluttist bú-
ferlum til Málmeyjar á Skagafirði.
„Sá harmleikur átti sér stað að hús
fjölskyldunnar brann á Þorláks-
messu sama ár og neyddumst við því
að flytjast aftur til Reykjavíkur. Ég
var sendur í sveit 7 ára gamall að
Sandhóli í Ölfusi og var þar sjö sum-
ur og einn vetur, hjá heiðurshjón-
unum Þorláki Sveinssyni og Ragn-
heiði Runólfsdóttur, sem voru mér
eins og aðrir foreldrar.“
Garðar var ungur mjög virkur í
íþróttum og stundaði bæði glímu og
sund af kappi. Glíman varð þó á end-
anum hans aðalíþrótt og hefur hann
keppt á ófáum stórmótum bæði inn-
an- og utanlands. Hann þurfti að
hætta glímuiðkun vegna meiðsla en
tók þá við dómarastarfi og hefur
hann verið A-dómari síðustu áratugi.
Einnig átti hann sæti í stjórn Glímu-
sambands Íslands. Garðar hefur
hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir
störf í þágu íþróttarinnar, og hlauti
viðurkenninguna Master frá Al-
þjóðasamtökum þjóðlegra íþrótta-
og bardagalista.
Þegar Garðar var 15 ára gamall
gerðist hann blikksmíðalærlingur
hjá eiginmanni frænku sinnar, ári
áður en hann var gjaldgengur í lær-
lingsnámið. Hann stofnaði sína eigin
blikksmiðju, Blikk og Stál hf., ásamt
m.a. frænda sínum Valdimari Jóns-
syni árið 1962, aðeins 20 ára gamall.
Tveimur árum seinna fékk hann
meistarapróf í blikksmíði.
Blikksmiðjan var lengi vel stærsta
blikksmiðja landsins þar sem komið
var að byggingu margra stórra og
merkra mannvirkja á Íslandi. Í dag
heitir fyrirtækið Ísloft Blikk- og
stálsmiðja ehf, og er Garðar einn af
eigendum blikksmiðjunnar.
Garðar hefur alla ævi verið virkur
við uppbyggingu í blikksmíða iðn-
greininni, með því að styrkja nám
lærlinga, verið virkur við innflutning
á nýjum og tæknilegum vélum sem
og iðkað félagsstörf í greininni. Hann
gegndi m.a. hlutverki formanns
tjóni á lögbýli mínu, Heiðarbrún í
gamla Holtahreppi, en þar tók þakið
af 22. febrúar í miklum óveðurshvelli.
Hluti af þakinu fauk út að Rauðalæk
sem er um tvo km frá Heiðarbrún.
Sem betur fer var ég ekki staddur
þar, ætlaði að vera þarna en for-
sjónin tók í taumana. Núna er ég í
smá stríði við tryggingafélagið um
hvort um altjón sé að ræða. Annars
hef ég verið að spila brids með A-
meðdómurum mínum. Ég er ekki
lengur að skipta mér af neinum
rekstri, núna er ég að hugsa um
sjálfan mig og vera með afkom-
endum mínum. Ég er vel ríkur af
þeim.“
Fjölskylda
Fyrrverandi eiginkonur Garðars
eru Bjartey Friðriksdóttir, f. 6.8.
1943, fyrrverandi skrifstofudama;
Ragnhildur Ágústsdóttir, f. 9.11.
1953, fyrrverandi bankastarfsmaður,
og Hrafnhildur K. Kristjánsdóttir, f.
28.1. 1951, fyrrverandi bankastarfs-
maður.
Börn Garðars og Bjarteyjar eru 1)
Hjalti Garðarsson, f. 22.10. 1960, for-
Garðar Erlendsson, blikksmíðameistari og fyrrverandi framkvæmdastjóri – 80 ára
Með börnunum Garðar, lengst til vinstri, ásamt börnunum sínum í aldursröð frá vinstri.
Forsjónin tók í taumana
Afmælisbarnið Garðar Erlendsson. 16 ára Nýbyrjaður í blikksmíði.
Til hamingju með daginn
Akureyri Eyjólfur Júlíus Einarsson
fæddist 6. október 2021 kl. 5.47. Hann
vó 4.154 g og var 54 cm langur. For-
eldrar hans eru Einar Ómar Eyjólfsson
og Ingibjörg Ósk Helgadóttir.
Nýr borgari
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 21. júní 2022
Auglýsendur athugið
SÉRBLAÐ
B A
BLAÐ