Morgunblaðið - 24.05.2022, Page 26

Morgunblaðið - 24.05.2022, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022 Besta deild kvenna ÍBV – Þór/KA ........................................... 5:4 Keflavík – Þróttur R ................................ 1:2 KR – Afturelding...................................... 1:0 Stjarnan – Selfoss .................................... 3:1 Staðan: Þróttur R. 6 4 1 1 13:8 13 Valur 5 4 0 1 17:3 12 Selfoss 6 3 2 1 8:5 11 Stjarnan 6 3 1 2 12:9 10 ÍBV 6 3 1 2 10:8 10 Breiðablik 5 3 0 2 11:3 9 Keflavík 6 2 1 3 7:7 7 Þór/KA 6 2 0 4 10:16 6 Afturelding 6 1 0 5 7:15 3 KR 6 1 0 5 3:24 3 Þýskaland Umspil, seinni leikur: Hamburger SV – Hertha Berlín ............. 0:2 _ Hertha vann 2:1 samanlagt og heldur sæti sínu í efstu deild. Danmörk B-deild, úrslitakeppnin: Fredericia – Horsens .............................. 0:4 - Aron Sigurðarson lék í 73 mínútur með Horsens og lagði upp mark. Nyköbing – Lyngby................................. 1:1 - Sævar Atli Magnússon kom inn á hjá Lyngby á 70. mínútu og Frederik Schram var varamarkvörður. Freyr Alexandersson þjálfar liðið. Staðan fyrir lokaumferðina: Horsens 63, Lyngby 60, Hvidovre 56, Hels- ingör 55, Fredericia 50 , Nyköbing 32. Hor- sens og Lyngby eru komin í úrvalsdeildina. Svíþjóð B-deild: Örebro – Eskilstuna ................................ 1:0 - Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn með Örebro sem er í fimmta sæti. Noregur B-deild: Ranheim – Start....................................... 2:2 - Bjarni Mark Antonsson lék ekki með Start vegna meiðsla. Bandaríkin Orlando Pride – Chicago........................ 2:4 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék fyrstu 67 mínúturnar með Orlando. LA Galaxy – Houston Dynamo .............. 0:3 - Þorleifur Úlfarsson skoraði þriðja mark Houston og var skipt af velli á 70. mínútu. 50$99(/:+0$ Þorleifur Úlfarsson skoraði sitt fyrsta mark í bandarísku MLS- deildinni í knattspyrnu í fyrrinótt þegar lið hans Houston Dynamo lagði hið þekkta lið Los Angeles Galaxy á útivelli, 3:0. Þorleifur var í annað sinn í byrjunarliði Dynamo í fyrstu þrettán umferðunum og skoraði markið með skemmtilegum tilþrifum á 62. mínútu. Þorleifur, sem er 21 árs sóknarmaður, kom til Dynamo frá Breiðabliki í vetur en lék fram að því aðallega með Vík- ingi í Ólafsvík og Augnabliki í fyrstu og þriðju deild. Fyrsta mark Þorleifs í MLS Ljósmynd/Jón Helgi Pálmason Skoraði Þorleifur Úlfarsson í leik með Breiðabliki í fyrrasumar. Kristján Örn Kristjánsson, lands- liðsmaður í handknattleik, er einn þriggja leikmanna sem tilnefndir eru í kjöri á bestu örvhentu skytt- unni í franska handboltanum í vet- ur. Kristján hefur átt mjög gott tímabil með Aix sem er í þriðja sæti, á eftir París SG og Nantes, þegar fjórar umferðir eru eftir. Kristján hefur skorað 126 mörk fyrir Aix og er fjórtándi marka- hæsti leikmaður 1. deildarinnar. Um leið er Kristján einn af þeim 29 sem koma til greina í kosningu á besta leikmanni deildarinnar. AFP Aix Kristján Örn Kristjánsson hefur skorað 126 mörk á tímabilinu. Kristján í hópi þeirra bestu ÍBV – ÞÓR/KA 5:4 0:1 Sandra María Jessen 8. 0:2 Sandra María Jessen 20. 0:3 Tiffany McCarty 28. 1:3 Kristín Erna Sigurlásdóttir 40. 2:3 Olga Sevcova 45. 3:3 Ragna Sara Magnúsdóttir 51. 3:4 Tiffany McCarty 70. 4:4 Hanna Kallmaier 77. 5:4 Selma Björt Sigursveinsdóttir 90. MM Sandra María Jessen (Þór/KA) M Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV) Ameera Hussen (ÍBV) Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV) Olga Sevcova (ÍBV) Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA) Tiffany JMcCarty (Þór/KA) Rautt spjald: Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA) 75. Dómari: Guðmundur Ingi Bjarnason – 7. Áhorfendur: 202. KR – AFTURELDING 1:0 1:0 Marcella Barberic 87. M Björk Björnsdóttir (KR) Rasamee Phonsongkham (KR) Margaux Chauvet (KR) Hildur Lilja Ágústsdóttir (KR) Marcella Barberic (KR) Ólína Ágústa Valdimarsdóttir (KR) Christina Clara Settles (Aftureldingu) Hildur K. Gunnarsdóttir (Aftureldingu) Dómari: Guðgeir Einarsson – 8. Áhorfendur: 212. KEFLAVÍK – ÞRÓTTUR 1:2 0:1 Murphy Agnew 22. 1:1 Dröfn Einarsdóttir 60. 1:2 Freyja Karín Þorvarðardóttir 90. M Dröfn Einarsdóttir (Keflavík) Samantha Leshnak (Keflavík) Silvia Leonessi (Keflavík) Caroline Van Slambrouck (Keflavík) Murphy Agnew (Þrótti) Sóley María Steinarsdóttir (Þrótti) Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þrótti) Sæunn Björnsdóttir (Þrótti) Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þrótti) Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson – 8. Áhorfendur: 210. STJARNAN – SELFOSS 3:1 1:0 Heiða Ragney Viðarsdóttir 18. 1:1 Miranda Nild 50. 2:1 Jasmín Erla Ingadóttir 65. 3:1 Katrín Ásbjörnsdóttir 88. M Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjörnunni) Betsy Hassett (Stjörnunni) Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni) Chanté Sandiford (Stjörnunni) Ingibjörg Lúcía Ragnarsd. (Stjörnunni) Brenna Lovera (Selfossi) Sif Atladóttir (Selfossi) Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson – 7. Áhorfendur: 143. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. BESTA DEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þróttur er í efsta sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir dramatískan sigur í Keflavík í gærkvöld, 2:1. Val- ur gæti náð efsta sætinu á ný í kvöld en þá leika Íslandsmeistararnir við bikarmeistara Breiðabliks í sann- kölluðum stórleik á Kópavogsvelli. Þróttarkonur eru hinsvegar komnar í þá stöðu að þær verða efst- ar að sjöttu umferðinni lokinni, vinni Breiðablik sigur á Val í kvöld, og það er stór áfangi í uppbyggingu liðsins í Laugardalnum. Þróttur náði sínum besta árangri í fyrra, þriðja sætinu. Freyja Karín Þorvarðardóttir, 18 ára Norðfirðingur, skoraði sigur- markið með laglegum skalla rétt fyrir leikslok. Freyja var marka- drottning 2. deildar í fyrra þegar hún skoraði 22 mörk fyrir Fjarða- byggð/Hött/Leikni, meistaralið deildarinnar. _ Murphy Agnew skoraði sitt fjórða mark í þremur leikjum með Þrótti þegar hún kom liðinu yfir í fyrri hálfleiknum í Keflavík. Dröfn Einarsdóttir jafnaði fyrir heimakon- ur með laglegu skallamarki. Keflavíkurliðið hefur hikstað eftir góða byrjun í vor og aðeins náð í eitt stig og skorað tvö mörk í síðustu fjórum leikjum. Stjarnan stöðvaði Selfoss Selfyssingar urðu síðasta lið deildarinnar til að tapa leik og urðu að sætta sig við ósigur gegn Stjörn- unni í Garðabænum, 3:1. Stjörnukonur eru þar með í fjórða sætinu í hnífjafnri toppbaráttunni og komnar með tíu stig en þetta var þriðji sigur þeirra í fyrstu sex um- ferðunum. _ Heiða Ragney Viðarsdóttir, miðjumaður Stjörnunnar, lék sinn 100. leik í efstu deild og hélt upp á það með því að koma Garðabæjarlið- inu yfir, 1:0, á 18. mínútu. Hennar þriðja mark í þessum 100 leikjum. _ Taílenska landsliðskonan Mir- anda Nild jafnaði með sínu fyrsta marki fyrir Selfyssinga, laglegu skallamarki. _ Jasmín Erla Ingadóttir skoraði sitt fjórða mark í deildinni í vor þeg- ar hún kom Stjörnunni í 2:1 með lag- legu skoti um miðjan síðari hálfleik. _ Katrín Ásbjörnsdóttir innsigl- aði síðan sigur Stjörnunnar með þriðja marki sínu á tímabilinu. Ótrúlegur sigur ÍBV Varamaðurinn Selma Björt Sigursveinsdóttir tryggði ÍBV ótrú- legan sigur á Þór/KA, 5:4, á Há- steinsvelli með sigurmarki í uppbót- artíma en Akureyrarliðið hafði komist í 3:0 á fyrstu 28 mínútum leiksins. ÍBV var með markatöluna 5:4 eft- ir fimm fyrstu leikina og tvöfaldaði hana því í 10:8 í þessum eina leik. Þetta var fyrsti heimasigur Eyja- liðsins sem lyfti sér upp í efri hluta deildarinnar. _ Sandra María Jessen skoraði tvö fyrstu mörk leiksins fyrir Þór/ KA og Tiffany McCarty skoraði fyrstu mörk sín fyrir Akureyringa þegar hún kom þeim í 3:0 og síðan í 4:3 seint í leiknum. _ Ragna Sara Magnúsdóttir, varnarmaður ÍBV, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild, í 46. leikn- um, þegar hún jafnaði, 3:3, í byrjun síðari hálfleiks. _ Saga Líf Sigurðardóttir hjá Þór/KA fékk rauða spjaldið þegar liðið var yfir, 4:3, og verður í banni í næsta leik. Fyrsti sigur KR án þjálfara Bandaríski framherjinn Marcy Barberic tryggði KR sín fyrstu stig með því að skora sigurmarkið á 87. mínútu, 1:0, í nýliðauppgjörinu gegn Aftureldingu á Meistaravöllum. Jóhannes Karl Sigursteinsson hætti störfum sem þjálfari KR sólar- hring fyrir leikinn og þeir Gunnar Einarsson og Arnar Páll Garð- arsson stýrðu liðinu til bráðabirgða í gærkvöld. Sigurinn galopnar möguleikana fyrir KR sem hefði setið aleitt eftir á botninum með tapi en eftir sem áður er staða beggja nýliðanna erfið þeg- ar þeir hafa lokið þriðjungi leikja sinna á Íslandsmótinu. Freyja kom Þróttarkonum í toppsætið Ljósmynd/Sigfús Gunnar Ofsakátar Gleði Eyjakvenna var ósvikin í gærkvöld eftir að þær unnu upp þriggja marka forskot Þórs/KA og sigruðu 5:4 í ótrúlegum leik. - Átján ára Norðfirðingur skoraði sigurmarkið á 90. mínútu í Keflavík Morgunblaðið/Eggert Umkringdar Jasmín Erla Ingadóttir og Heiða Ragney Viðarsdóttir sem báð- ar skoruðu fyrir Stjörnuna með stóran hóp Selfyssinga í kringum sig. _ Knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alex- andersson stýrði liði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina í gærkvöld þeg- ar lið hans gerði jafntefli, 1:1, við Ny- köbing á útivelli í næstsíðustu umferð úrslitakeppni B-deildarinnar. Lyngby er í öðru sæti fyrir lokaumferðina, fjór- um stigum á undan Hvidovre, og þar með komið upp. Sævar Atli Magn- ússon kom inn á sem varamaður hjá Lyngby í leiknum. Aron Sigurðarson er líka kominn upp með liði Horsens en hann lagði upp eitt mark í 4:0 sigri liðsins gegn Fredericia á útivelli. Hor- sens er þremur stigum á undan Lyngby fyrir síðustu umferðina en þá ræðst hvort þeirra vinnur deildina. _ Handknattleikskonan Katla María Magnúsdóttir er komin aftur til liðs við Selfyssinga eftir tvö ár í Stjörn- unni. Hún hefur samið við félagið til þriggja ára en Selfoss tryggði sér í vor sæti í úrvalsdeildinni á ný eftir fjög- urra ára fjarveru. _ Spænski miðjumaðurinn Thiago missir nær örugglega af úrslitaleik Liv- erpool gegn Real Madrid í Meist- aradeildinni á laugardagskvöldið en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liver- pool, skýrði frá því í gær. Thiago meiddist á sunnudaginn. _ Manuel Neuer, einn besti knatt- spyrnumarkvörður heims um árabil, framlengdi í gær samning sinn við Bayern München til sumarsins 2024. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.