Morgunblaðið - 24.05.2022, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.05.2022, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2022 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Allar almennar bílaviðgerðir Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Útskriftarsýning BA-nema Lista- háskóla Íslands í hönnun, myndlist og arkitektúr, Verandi vera/ Being, var opnuð á Kjarvalsstöðum á laugardag- inn. Blaðamaður kíkti við degi fyrr og tók púlsinn á nokkrum útskriftar- nemum. Var fólk almennt á lokametr- unum við uppsetningu verka sinna, sumir þó búnir að öllu og farnir heim að strauja útskriftarfötin. Sýningin er á vef LHÍ sögð gefa okkur aðgang að hugarheimi þeirra sem dvalið hafa í Listaháskólanum síðustu þrjú ár, að rækta sín hugðar- efni við krefjandi aðstæður. „Ber- skjölduð horfast þau í augu við sig sjálf, umhverfi sitt og samfélag. Ávextirnir eru eftir því áríðandi. Þeir opna okkur nýja sýn og skilning á til- veru okkar, tilgang og stefnu inn í óskrifaða en skilyrta framtíð. Hér rík- ir mikil mildi,“ segir þar en sýningin stendur yfir til sunnudagsins 29. maí. Sýningarstjórar eru Sara Jónsdóttir og María Kristín Jónsdóttir, fyrir hönnun og arkitektúr og Hildigunnur Birgisdóttir fyrir myndlist. Japanskir hugleiðslugarðar Verk myndlistarnema eru að vanda af öllu tagi og nokkrir þeirra voru truflaðir og beðnir um að segja les- endum Morgunblaðsins stuttlega frá verkum sínum og hugmyndum. Í einu horni salarins sem myndlist- arnemar sýna í má sjá forvitnilega innsetningu, dökkmálað tré umlukið svörtum sandi. „Innblásturinn að inn- setningunni kemur svolítið frá jap- önskum hugleiðslugörðum. Í rauninni er ég að velta fyrir mér tímaleysi, þeirri tilfinningu þegar tíminn stend- ur í stað. Hvernig kyrrðin geti líka verið svolítið ógnvekjandi,“ segir Victoria Björk Ferrell, höfundur verksins. Blaðamaður segist hafa haldið að verkið fjallaði um umhverf- ismál, mengun og gróðureyðingu. „Það er náttúrlega hægt að túlka það þannig,“ svarar Victoria og að ungt fólk hugsi almennt mikið um umhverfismál. Fyrir henni sé mynd- listin leið til að komast í burtu frá hin- um ýmsu áhyggjuefnum, leið til að einbeita sér að einhverju einu og stunda endurtekningu. Þannig teng- ist hún japönskum hugleiðslugörðum. Á sjálfshatursströnd Á gólfinu situr Laufey Björnsdóttir og vandar sig við að líma saman lítinn skúlptúr, sem lítur út fyrir að vera blóm. Blaðamaður fær leyfi fyrir því að mynda hana en biðst afsökunar á trufluninni þar sem þetta er greini- lega vandaverk. Það er góðfúslega veitt og allt í góðu. Skammt frá má sjá tvær ungar konur, sína hvorum megin við vegg sem búið er að saga í setningu, þannig að opið er á milli. Þær eru að mála orðin að innan með rauðum lit og þar stendur: „Elskaðu mig á meðan ég legg mig á sjálfs- hatursströnd“. Höfundur verksins er Andrea Valgerður Jónsdóttir og reynist hún vera önnur kvennanna. Titill verksins er „Ég þarf frí“ sem hún segir undanfara setningarinnar sem skorin var út í vegginn. „Ég geri oft verk þar sem ég segi fólki frá leyndarmálum mínum á einhvern hátt og nota mikið rauðan líka. Af því ég tek viðfangsefnið innan úr mér, langaði mig að taka bókstaflega innan úr veggnum,“ segir Andrea kímin. Rauði liturinn tengist líka því sem er innan í okkur sem er auðvitað að mestu blóðrautt. Spenna, hreyfing og trúður Í hinum enda hússins má sjá verk fatahönnuða, grafískra hönnuða og arkitekta. Blaðamaður staldrar við fallega hönnun Fawencha Rosa sem er á staðnum að leggja lokahönd á þéttofna flík. „Verkefnið snýst um að kanna nýja möguleika í áferð og form- um með því að nota laser-skera,“ seg- ir Fawencha og einnig sé hún að kanna spennu milli efnis sem er teygj- anlegt annars vegar og efnis sem er það ekki. Verkefnið kallar hún „Tension in Motion“. Gína ein vekur forvitni. Á höfði hennar er höfuðfat sem minnir á höfuðbúnað hirðfífla á miðöldum. Arna Inga heitir neminn sem á þessa skemmtilegu hönnun. Hún segist m.a. hafa sótt innblástur í gamla trúða og líka gamla minningu. „Trúður bað mig um að koma upp á svið og öskra í hljóðnema. Það er fyrsta kvíðakastið mitt, ég var lítil og þetta er gömul minning,“ segir Arna og skal engan undra að þetta sitji í henni. Nemar í grafískri hönnun eru fáir á staðnum þegar blaðamann ber að garði. Tveir eru uppi í tröppu að líma stafi á vegg. Einbeitingin er slík að blaðamaður vogar sér ekki að trufla. Vistþorp í Hvalfirði Í þeim hluta salar, sem helgaður er lokaverkefnum nema í arkitektúr, hittir blaðamaður Sólveigu Maríu Guðmundsdóttur. Hún segir nem- endur hafa fengið það verkefni að gera vistþorp í Hvalfirði. 13 ólíkar nálganir má sjá á sýningunni og seg- ist Sólveig hafa unnið með gömlu hvalstöðina í firðinum. „Ég er að breyta henni í sameiginlegan snerti- flöt milli aðgerðasinna og vísinda- manna. Ég breyti henni í andhverfu sína og þess vegna heitir þetta And- hverfa,“ útskýrir hún. Kolbeinn Hringur Bambus er líka að útskrifast úr arkitektúr og segist hafa rannsakað sjónræn tengsl og mikilvægi kunningjasambanda. Hvernig birtist það í formi arkitekt- úrs? „Þetta er unnið mikið upp úr rannsókn á pólitísku landslagi í Hval- firði og sjónrænum tengslum núver- andi íbúa. Þorpið er í raun bara hann- að og útfært út frá sjónrænum tengslum og að skapa þessi kunn- ingjasambönd til að skapa samheld- inn, góðan og öruggan stað,“ svarar Kolbeinn. Útskriftarsýningin stendur yfir til og með 29. maí og er aðgangur að henni ókeypis. Innsetning Victoria Björk Ferrell hugar að verki sínu. Frí Andrea Valgerður að mála staf- ina að innan í verkinu „Ég þarf frí“. Einbeitt Laufey Björnsdóttir, ein BA-útskriftarnema LHÍ í myndlist. Fatahönnun Fawencha Rosa að leggja lokahönd á þéttofna flík. Tengsl Kolbeinn Hugi Bambus við lokaverkefni sitt í arkitektúr. Að vera verandi vera - Sýning á fjölbreytilegum lokaverkefnum BA-nema í hönnun, myndlist og arkitektúr á Kjarvalsstöðum - Blaðamaður tók nokkra tali degi fyrir opnun Arkitektúr Sólveig María Guðmundsdóttir við verkefni sitt.Vandaverk Orð á vegg í sýningarými grafískrar hönnunar. Morgunblaðið/Helgi Snær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.