Morgunblaðið - 25.05.2022, Page 1

Morgunblaðið - 25.05.2022, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 5. M A Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 121. tölublað . 110. árgangur . SALES CLOUD SÆKIR FRAM Í ÁTTA BORGUM TILRAUNAMENNSKAN SKEMMTILEGRI ARNA SIF HETJAN Í SLAG STÓRLIÐANNA WACKEN METAL-BATTLE 32 BESTA DEILDIN 31VIÐSKIPTAMOGGINN Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Tekjur sveitarfélaga, þar sem þjóðlendur er að finna, af nýtingu lands og landsréttinda innan þjóð- lendna námu samtals rúmlega 20 milljónum króna á síðasta ári. Þá hafði Vatnajökulsþjóðgarður 25 þúsund krónur í tekjur af nýt- ingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna. Þetta kemur fram í skýrslu Katrínar Jakobsdóttur forsætis- ráðherra, sem lögð var fram á Al- þingi í gær. Þjóðlendur er að finna í 38 sveit- arfélögum og óskaði ráðuneytið eftir upplýsingum frá þeim um þær tekjur sem þau höfðu af nýt- ingu þeirra á árinu 2021. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um ráðstöfun þeirra tekna af nýtingu lands og landsréttinda innan þjóð- lendna, sem sveitarfélög öfluðu á árinu. Af sveitarfélögunum svöruðu 34 þeirra fyrirspurninni, eða hartnær 89%. Alls höfðu 26 sveitarfélög eng- ar tekjur af nýtingu lands innan þjóðlendna á árinu 2021, eða um 76%. Þá höfðu átta sveitarfélög tekjur innan þjóðlendna í einhverju formi, eða 23,5%. Fjögur sveitarfélög svöruðu ekki fyrirspurn ráðuneytisins, þ.e. Sveit- arfélagið Ölfus, Rangárþing ytra, Húnaþing vestra og Akrahreppur. Tekjur innan þjóðlendna eru mis- miklar milli sveitarfélaga, allt frá rúmum 35 þúsund krónum í Sveit- arfélaginu Skagafirði í rúmar 8,2 milljónir króna í Ásahreppi. Tekjum af nýtingu lands og lands- réttinda innan þjóðlendna virðist að mestu leyti varið til endurbóta, um- sjónar eða eftirlits innan þjóð- lendna. Færst hefur í vöxt að sveitar- félög geri samninga um nýtingu lands og landsréttinda innan þjóð- lendna í samráði við og með sam- þykki ráðuneytisins. Er þar einkum um að ræða skála og aðstöðu vegna áforma um uppbyggingu í tengslum við aukna ferðaþjónustu. Litlar tekjur af nýtingu þjóðlendna - Vatnajökulsþjóðgarður hafði 25 þ.kr. í tekjur af nýtingu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þjóðgarður Jökulsárgljúfur í Vatnajökulsþjóðgarði. Tveir landselir skutu hausnum upp úr sjónum við Snæfellsnesið í gær og náðist þá að fanga þessa skemmtilegu mynd af félögunum. Virð- ast selirnir hafa kíkt upp á yfirborðið til að njóta fallega veðursins. Líklegra er þó að þeir hafi viljað kanna umhverfi sitt betur, en slíkt er eðlileg hegðun hjá þessum forvitnu dýrum og kallast á ensku spy hopping. Forvitnir selir nutu blíðviðrisins á Snæfellsnesi í gær Morgunblaðið/Eggert _ Varp fálka hefur verið staðfest í manngerðu hreiðri í S-Þingeyjarsýslu. Um er að ræða eitt af þremur hreiðrum sem sett voru upp af Fálkasetri Íslands. Tilgangurinn með gerð hreiðr- anna er að fjölga varpstöðum inn- an fálkaóðala í Þingeyjarsýslum. Manngerðu hreiðrin eru stað- sett þar sem hrafnslaupar höfðu áður verið, en fálkinn rænir hrafninn gjarnan hreiðri og rekur hann í burtu af grimmd. Í Þingeyjarsýslum hefur hröfnum farið fækkandi og því hefur dreg- ið úr fjölda laupa sem standa fálkum til boða. Á annan tug myndavéla er í notkun í grennd við fálkahreiður nyrðra til að fylgjast með grun- samlegum mannaferðum. » 14 Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Á hreiðri Stolt fálkamóðir með unga. Fálkunum hjálpað við hreiðurgerð Ragna S. Óskarsdóttir, framkvæmda- stjóri og stofnandi sprotafyrirtækisins Íslensks dúns á Borgarfirði eystri, ger- ir ráð fyrir 30% söluaukningu á þessu ári. Á síðasta ári jókst salan um 60%. Æðardúnssængur og koddar eins og Íslenskur dúnn framleiðir eru sannkölluð lúxusvara. Á bak við tekjur síðasta árs, sem voru 117 milljónir króna, eru 180 sængur og koddar sem aðallega fóru úr landi. Íslenskur dúnn hóf starfsemi fyrir þremur árum og hefur vaxið mikið á stuttum tíma. „Viðskiptavinir eru fólk sem kann að meta hvað varan er sjálfbær,“ segir Ragna. »ViðskiptaMogginn Hlýja 350-380 æðarbændur eru á landinu að sögn Rögnu. Dúnsæng- ur fyrir 120 milljónir kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.