Morgunblaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 13
hann sagði í ávarpi sínu á mánudag-
inn að Úkraínumenn væru að gjalda
sjálfstæði sitt og frelsi dýru verði.
Kallaði Selenskí jafnframt eftir því
að algjört útflutningsbann yrði sett á
rússneska olíu.
Robert Habeck, varakanslari og
efnahagsráðherra Þýskalands, sagð-
ist í fyrrakvöld vera bjartsýnn á að
samkomulag um slíkt bann myndi
nást á vettvangi Evrópusambandsins
á næstu dögum, en Viktor Orbán,
forsætisráðherra Ungverjalands,
hefur sett sig á móti slíku banni,
nema Ungverjar fái langa undan-
þágu og háa styrki úr sjóðum Evr-
ópusambandsins til þess að mæta af-
leiðingum olíubannsins.
Ólíklegt virtist hins vegar þrátt
fyrir bjartsýni Habecks að Orbán
myndi láta af afstöðu sinni, en hann
ritaði Charles Michel, forseta leið-
togaráðs ESB, bréf í vikunni, þar
sem hann lagði til að olíubannið yrði
ekki rætt á fundi ráðsins í næstu viku
þar sem ekki væri líklegt að sameig-
inleg niðurstaða myndi fást.
Ummæli Kissingers fordæmd
Henry Kissinger, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
ávarpaði einnig Davos-ráðstefnuna á
mánudaginn. Lagði hann þar til að
Úkraínumenn myndu gefa eftir land-
svæði til þess að binda endi á innrás
Rússa. Þá hvatti Kissinger einnig til
þess að vesturveldin ættu að hætta
að reyna að stuðla að ósigri Rúss-
lands, og sagði hann það geta haft
skelfilegar afleiðingar fyrir stöðug-
leikann í Evrópu.
Sagði hinn 99 ára gamli Kissinger,
sem lengi hefur verið talinn einn af
merkisberum svonefndrar „raunsæ-
ishyggju“ í alþjóðastjórnmálum,
jafnframt að best væri ef markalína
vopnahlés væri miðuð við stöðuna
eins og hún var fyrir upphaf innrás-
arinnar.
Tillögum Kissingers var tekið fá-
lega í Úkraínu og sagði Mikhaíl Po-
dalíak, ráðgjafi Selenskís, að Úkra-
ínumenn væru of uppteknir á
vígvellinum að verja frelsi sitt og lýð-
ræði til þess að hlusta á hrædda
menn í Davos. Þá sagði Garrí Kasp-
arov, fyrrverandi heimsmeistari í
skák og einn af andstæðingum Pút-
íns, að afstaða Kissingers væri ekki
bara siðlaus, heldur röng, þar sem
sagan sýndi að einræðisherrar á borð
við Pútín og Xi Jinping þyrftu alltaf á
endanum átök til að viðhalda völdum
sínum. „Þetta er ekki kalda stríðið,“
sagði Kasparov.
Stela korni og selja í Sýrlandi
Kúleba sakaði í gær Rússa um að
stela korni frá Úkraínu og selja það
annars staðar, en gervihnattamyndir
frá Maxar-fyrirtækinu sem birtust í
gær virtust renna stoðum undir þær
ásakanir. Sýndu myndirnar rússnesk
flutningaskip á Krímskaga, sem ver-
ið var að hlaða með korni, áður en
þau héldu til Sýrlands.
David Beasley, framkvæmdastjóri
matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóð-
anna, varaði í gær við því að ef ekki
tækist að opna fyrir kornsendingar
frá Úkraínu blasti hungursneyð við
víða um veröld, þar sem landið fram-
leiddi venjulega mat sem dygði fyrir
400 milljónir manna. Voru Evrópu-
sambandið og Bretar sagðir leita
leiða í gær til þess að koma um 20
milljón tonnum af korni landleiðina
frá Úkraínu.
AFP/Aris Messinis
Bryndreki Úkraínskir hermenn á leið til átaka í Donbas-héraði.
Bandaríkjastjórn lýsti því yfir í
fyrradag að hún hygðist dreifa bólu-
efni gegn apabóluveirunni til fólks
sem væri nákomið þeim sem hefðu
smitast, en nú þegar hafa eitt stað-
fest og fjögur grunuð tilfelli komið
upp vestanhafs. Eru öll tilfellin sögð
hafa komið upp í karlmönnum sem
hafi ferðasögu sem styðji við þá til-
gátu að um apabólu sé að ræða.
Ekki talin meira smitandi
Útbreiðsla apabóluveirunnar nú
hefur vakið grunsemdir um að hún
hafi fundið leið til að vera meira
smitandi, en fátt er þó sagt renna
stoðum undir þá tilgátu. Í frétta-
skýringu New York Times sagði til
dæmis að ólíkt kórónuveirunni væri
apabóluveiran stór og þung, og ætti
hún því erfiðara um vik að berast
langar vegalengdir í lofti.
Þá hefur til þessa verið sjaldgæft
að veiran berist manna á milli, þar
sem helsta smitleið hennar sé snert-
ing á milli fólks. Þó geti hún einnig
borist með rúmfötum og klæðnaði
sem fólk deili með sér.
Ekki er hins vegar talið að veiran
sé smitandi áður en einkenni hennar
koma fram, ólíkt kórónuveirunni.
Útbrotin sem fylgi apabólunni geti
því hjálpað til við að halda útbreiðslu
hennar í skefjum.
AFP/Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna/Brian W.J. Mahy
Apabóla Þessi mynd var tekin árið 1997 við rannsókn á faraldri sem kom
upp í Austur-Kongó og sýnir útbrot sem talin eru dæmigerð fyrir veiruna.
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022
Fjöldi skjala og ljósmynda, sem lek-
ið hefur verið frá Xinjiang-héraði í
Kína, þykir varpa nýju ljósi á þær
aðferðir sem kínversk stjórnvöld
hafa beitt gegn Úígúrum í héraðinu.
Mannréttindasamtök hafa sakað
kínversk stjórnvöld um að hafa sent
rúmlega eina milljón Úígúra og aðra
íslamska minnihlutahópa í landinu í
fangabúðir í héraðinu en stjórnvöld
þar segja búðirnar einungis ætlaðar
til endurmenntunar og að fólk fari
þangað sjálfviljugt.
Fræðimaðurinn Adrian Zenz fékk
hins vegar send til sín skjöl, sem
fengin voru með tölvuinnbroti í
opinberan gagnabanka í Xinjiang-
héraði, sem benda til þess að harka-
legum aðferðum hafi verið beitt í
búðunum, og að helstu leiðtogar
Kína, þar á meðal Xi Jinping, forseti
landsins, hafi kallað eftir því að
beita hörðum meðölum til að kveða
niður trúarlega mótspyrnu í hér-
aðinu.
Skjölin eru t.d. sögð sýna að Zhao
Kezhi, öryggismálaráðherra Kína,
hafi sagt að rúmlega tvær milljónir
manna í suðurhluta Xinjiang væru
nú undir „alvarlegum áhrifum“ frá
íslamskri öfgatrú.
Fjöldi ljósmynda af föngum
Þá eru rúmlega 5.000 ljósmyndir
af fólki sem lögreglan í Xinjiang hef-
ur handtekið, og benda gögnin til
þess að hið minnsta 2.800 þeirra hafi
verið færðir til búðanna. Sumir
þeirra eru undir lögaldri, þar á með-
al var hinn 17 ára gamli Zeytunigul
Ablehet, sem var fangelsaður fyrir
að hlusta á ólöglega ræðu, og hinn
16 ára gamli Bilal Qasim, en sök
hans virðist hafa verið sú að vera
skyldur öðrum sem höfðu verið
hnepptir í varðhald.
„Hin vænisjúka skynjun á ógn
birtist í þessum skjölum, og sýnir
hina innri réttlætingu á því hvers
vegna það þarf að ráðast gegn heilli
þjóð,“ sagði Zenz í upptöku sem
fylgdi skjölunum, en hann starfar
fyrir bandaríska minningarstofnun
um fórnarlömb kommúnismans.
Skjölin voru birt í gær í fjölda
fjölmiðla víða um heim, þar á meðal
breska ríkisútvarpinu BBC, Der
Spiegel og Le Monde. Veita þau
einnig innsýn í líf fólks sem býr í
einangrunarbúðunum.
Þar á meðal voru ljósmyndir sem
sýndu lögreglumenn beita kylfum til
að halda aftur af föngum, sem voru
með hettur fyrir andlitinu og hand-
járnaðir.
Gögnin sögð hneykslanleg
Liz Truss, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði í gær að það sem
kæmi fram í gögnunum væri
hneykslanlegt. Hvatti hún kínversk
stjórnvöld til þess að veita Michelle
Bachelet, mannréttindafulltrúa
Sameinuðu þjóðanna, óhindraðan
aðgang að héraðinu, svo að hún gæti
rannsakað staðreyndir málsins en
hún er nú í umdeildri heimsókn til
héraðsins.
Annalena Baerbock, utanríkis-
ráðherra Þýskalands, sagði í gær við
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, að
gögnin kölluðu á óháða og gegnsæja
rannsókn á meintum mannréttinda-
brotum gegn Úígúrum.
Kínverska utanríkisráðuneytið
fordæmdi hins vegar gagnalekann í
gær. Sagði Wang Wenbin, tals-
maður ráðuneytisins, að gögnin
væru „hraðsoðin saman“ af „and-
kínverskum öflum“ sem vildu rægja
Xinjiang-héraðið. Sakaði Wenbin
jafnframt þá fjölmiðla sem birtu
gögnin um að dreifa lygum og orð-
rómi.
Byggt á gervihnattamyndum sem Xinjiang Data-
verkefni hugveitunnar Australian Strategic Policy
Institute fór yfir og birti í september 2020
Kínversk stjórnvöld segja búðirnar
vera endurmenntunarbúðir og að
þau vilji draga úr áhrifum Íslamista
í kjölfar alvarlegra hryðjuverka
Meintar einangrunarbúðir í Xinjiang
Heimild: ASPI
250 km
XINJIANG
KASAKSTAN
MONGÓLÍA
KIRGISTAN KÍNA
Viðbyggingar frá júlí 2019 - júlí 2020
Grunur um fangabúðir
Urumqi
Turfan
AksuKashgar
Hotan
Ljósmyndir og skjöl varpi
nýju ljósi á fangabúðirnar
- Bachelet í umdeildri heimsókn - „Lygar og orðrómur“