Morgunblaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rússneski herinn herti í gær á sókn- araðgerðum sínum í Lúhansk-héraði, í von um að hægt yrði að umkringja eða hertaka síðustu vígi Úkraínu- manna í héraðinu. Volodimír Selenskí, forseti Úkra- ínu, sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í fyrrinótt, að næstu vikur stríðsins yrðu erfiðar og að rétt væri að búa sig undir það. Nefndi Selenskí sér- staklega bæina Bakhmút, Popasna og Severodonetsk, sem hafa orðið illa úti í stórskotahríð Rússa að undan- förnu. Sergí Gaídaí, héraðsstjóri Lú- hansk-héraðs, sagði á samskipta- miðlinum Telegram að enn væru um 15.000 óbreyttir borgarar í Seve- rodonetsk, austustu borginni sem enn er á valdi Úkraínumanna. Varaði Gaídaí við því að nú væri um seinan að reyna að yfirgefa borgina og ráð- lagði hann því að leita sér skjóls fyrir stórskotahríðinni, sem væri nú nær stanslaus. Bardagar á litlu svæði Helstu markmið Rússa í orrust- unni um Donbas eru borgirnar Seve- rodonetsk, Kramatorsk og Slóví- ansk, en með því að hertaka þær gætu Rússar mögulega umkringt tugþúsundir hermanna Úkraínuhers. Fara nú helstu bardagarnir fram á svæðinu í kringum þessar borgir, sem er einungis um 120 km langt frá einum enda til annars. Þrátt fyrir að Rússar hafi til þessa haft yfirburði í fjölda skriðdreka, þyrlna og annarra þungavopna, hafa þeir hins vegar ekki haft nægan mannafla til þess að tryggja að sókn- arlotur þeirra nái í gegnum þéttar varnir Úkraínumanna. Þannig hefur sókn Rússa frá borg- inni Isíum strandað skammt norðan við Slóvíansk, og tilraunir til þess að skera á birgðalínur borgarinnar við Barvenkove hafa heldur ekki borið árangur. Á móti hafa Rússar náð að umkringja bæi á borð við Líman, sem og Bakhmút sem áður var getið. Náttúruöflin hafa verið með Úkra- ínumönnum í liði framan af innrás Rússa og eitt af því sem hefur að- stoðað þá í orrustunni um Donbas er Severskí Donets-áin, sem liggur þvert um Donbas-héruðin og á milli borganna þriggja sem Rússar vilja ná. Rússar gerðu fyrr í mánuðinum tilraun til þess að byggja brýr yfir ána, en Úkraínumenn náðu að eyði- leggja þær og fella í leiðinni rúmlega 400 rússneska hermenn. Hin misheppnaða tilraun til að komast yfir Severskí Donets-ána, þýðir að ólíklegt er að Rússar muni ná að hertaka Slóvíansk og Krama- torsk. Þess í stað má eiga von á að þeir muni nú sitja um Severodonetsk, og gera Úkraínumenn ráð fyrir að það umsátur muni vera á svipuðum nótum og umsátrið um Maríupol, sem lagði borgina nánast í rústir. Dýrkeyptur árangur Þegar og ef Severodonetsk fellur í skaut Rússa, munu þeir hafa náð öllu Lúhansk-héraði á sitt vald. Engu að síður er enn of snemmt að tala um að sigur Rússa í orrustunni um Donbas sé í nánd. Báðir heraflar greiða nú hinum þung högg en Úkraínumenn eiga auðveldara með að kalla fram mannafla til þess að hlaupa í skörð þeirra sem falla. Þá þykir tíminn vinna frekar með Úkraínumönnum, þar sem þunga- vopn og annar vígbúnaður streymir nú til landsins frá vesturveldunum, sem munu gera þeim kleift að svara betur árásum Rússa. Harðlínumenn í Rússlandi eru nú þegar farnir að ókyrrast vegna stöð- unnar, og í vikunni mátti sjá ákall þeirra til Pútíns um að lýsa yfir al- mennri herkvaðningu, svo Rússar gætu mætt mannaflaskorti sínum. Hann hefur hins vegar verið tregur til slíkra ráða, enda eru þegar teikn um að hátt mannfall í stríðinu til þessa sé farið að hafa áhrif á almenn- ingsálitið heima fyrir. Rússar hafa því takmarkaðan tíma til að ná fram markmiðum sínum í orrustunni um Donbas, og er líklegt að sóknarþungi þeirra muni fjara út, ef ekki kemur til almennrar her- kvaðningar fljótlega. Jafnvel þá er vert að hafa í huga, að það tekur tíma að þjálfa upp herlið og gera það bar- dagahæft. Bjartsýnn á olíubann Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði í gær að orrustan um Donbas væri „grimmilegur bardagi“, og hin stærsta sem háð hefði verið í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrj- aldar. Það væri því brýnt fyrir bandamenn Úkraínu að greiða fyrir vopnasendingum sínum til landsins eins mikið og unnt væri. Endurómaði hann þar orð Sel- enskís á ráðstefnunni í Davos, en Rússar herða á sókninni í Lúhansk - Erfiðar vikur fram undan fyrir Úkraínu - Rússar reyna að umkringja Severodonetsk - Mannafla- skortur háir Rússum - Kissinger leggur til að Úkraína gefi eftir land - Ótti við hungursneyð magnast 100 km Staða herja, 23.maí kl. 19:00GMT: 24.maí, 07:00 GMT: Sprengingar/Árásir Bardagar Ekki tæmandi lýsing, helstu atvik frá undangengnumsólarhring Innrás Rússa í Úkraínu RÚSSLAND M O L D Ó V A Svæði á valdi aðskilnaðarsinna fyrir upphaf innrásarinnar ÚKRAÍNA Lúhansk Karkív Kerson Saporisjía Ódessa Maríupol Donetsk Krímskagi Innlimað af Rússlandi 2014 Mikólaív KÆNUGARÐUR Dnípró KÆNUGARÐUR ÚKRAÍNA Kramatorsk Aðgerðir eða árásir Rússa Svæði sem Rússar segjast ráða yfir Kortagögn: OSM Heimildir: Fréttastofur AFP, Institute for the Study ofWar og Critical Threats Project AIE-hugveitunnar, Úkraínuher Gagnsóknir Úkraínu- manna og svæði sem þeir hafa frelsað Áætlað á valdi Rússa Svæði þar sem skæruliðar eru sagðir virkir Stjórnvöld í Tékklandi, Austurríki og Slóveníu tilkynntu í gær um fyrstu tilfellin af apabólunni, sem hefur verið að dreifa sér um Evrópu og Norður-Ameríku síðustu vikur. Þá urðu Sameinuðu arabísku fursta- dæmin fyrsta ríkið við Persaflóa til að tilkynna um tilfelli. Sögðu yfirvöld í Tékklandi að við- komandi hefði sýnt einkenni eftir að hafa sótt tónlistarhátíð í Antwerpen í Belgíu fyrr í mánuðinum. Pavel Dlouhy, yfirmaður sóttvarnastofn- unar Tékklands, sagði í samtali við AFP að Tékkar hefðu átt von á að veiran bærist þangað. Austurrísk heilbrigðisyfirvöld sögðu að maður sem færður var á sjúkrahús á sunnudaginn hefði reynst smitaður, og í Slóveníu reyndist viðkomandi hafa smitast af veirunni á Kanaríeyjum. Hægt að stöðva útbreiðsluna Veiran sem veldur apabólunni er landlæg í Afríku, en talin sjaldgæf utan þeirrar heimsálfu. Hún er sögð skyld veirunni sem olli bólusótt, en veldur mun vægari einkennum. Þau koma fram um einni til tveim- ur vikum eftir smit, og veldur veiran meðal annars háum hita, vöðva- verkjum, bólgnum eitlum, hrolli, þreytu og útbrotum sem minna á hlaupabóluna á höndum og í andliti. Veiran er talin dreifast með snert- ingu við útbrotin eða með úðasmiti frá sýktum einstaklingi. Flestir sem smitast af apabólunni ná sér á örfáum vikum, en eitt af- brigði veirunnar er talið geta verið banvænt í 10% tilfella. Flest bendir þó til að veiran sem nú er að dreifa sér tilheyri mildara afbrigði hennar, sem kennt er við Vestur-Afríku, en því fylgir innan við 1% dánarhlutfall. Veiran getur þó lagst verr á börn og fólk með skert ónæmiskerfi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í fyrradag að hættan á að apabólan myndi dreifa sér víða meðal almenn- ings í Evrópu og Norður-Ameríku væri ekki mikil og að hægt væri að stöðva útbreiðslu veirunnar. Heilbrigðisyfirvöld víða um heim fylgjast nú með útbreiðslu veir- unnar, og hafa grunuð tilfelli hennar komið upp í ríkjum eins og Ástralíu, Bandaríkjunum, Belgíu, Bretlandi, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ísrael, Ítalíu, Hollandi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð. Lítil hætta sögð á útbreiðslu - Apabólan greinist í fleiri löndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.