Morgunblaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022
Litirnir eru fjölmargir
og hægt að fá
sérblandaða hjá okkur.
HÁGÆÐA
VIÐARVÖRN FRÁ
SLIPPFÉLAGINU
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
Tillaga um hækkun launa nemenda
í Vinnuskóla Reykjavíkur var sam-
þykkt af umhverfis- og heilbrigð-
isráði Reykjavíkur á dögunum og
hefur verið vísað til borgarráðs til
samþykkis um aukna fjárveitingu.
Um er að ræða sjö prósenta hækk-
un á tímakaupi.
Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir
tæplega 158 milljónum króna verði
varið til að greiða nemendum
Vinnuskólans laun en sækja þarf
um tæplega 60 milljóna króna
hækkun.
Lagt er til að tímakaup nemenda
í 8. bekk hækki úr 664 krónum í 711
krónur, tímakaup í 9. bekk hækki
úr 886 krónum í 947 krónur og
tímakaup í 10. bekk hækki úr 1.107
krónum í 1.184 krónur. Um 2.300
nemendur eru skráðir í Vinnuskól-
ann í sumar.
Hækka tímakaup
í Vinnuskólanum
Laun Stefnt er að því að hækka tímakaup
nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur
Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlottalif@mbl.is
Mömmusamviskubit er algengt með-
al handknattleikskvenna þegar þær
hefja æfingar á ný eftir barnsburð.
Þetta er niðurstaða bakkalár-
ritgerðar Berglindar Björnsdóttur
sem ber heitið: „Shit er ég ömurleg
mamma?“
Meðal orsaka samviskubitsins eru
væntingar og kröfur móðurhlut-
verksins, fjarvera frá barni og tog-
streita milli hlutverka. Berglind tók
viðtöl við sex íslenskar handknatt-
leikskonur sem eiga það sameigin-
legt að hafa eignast barn eða börn á
ferlinum. Þær hafa allar ýmist verið í
íslenska landsliðinu, eru þar enn eða
hafa verið í landsliðsæfingahóp.
Fjórar af þeim eru enn að spila
handbolta en tvær eru nýlega hætt-
ar.
„Ég var að reyna að komast að því
hversu algengt mömmusamviskubit
er hjá handboltakonum og hvað er
hægt að bæta varðandi umgjörðina
og stuðning við þær,“ segir Berglind
í viðtali við Morgunblaðið.
Samviskubit yfir því að
þurfa að finna pössun
Í ljós kom að konurnar höfðu allar
upplifað mömmusamviskubit eftir að
hafa byrjað aftur að æfa eftir barns-
burð. Segir Berglind að ástæðurnar
hafi verið ólíkar, svo sem sam-
viskubit yfir því að þurfa að finna
pössun og samviskubit vegna fjar-
veru frá barninu. Þá nefndu þær all-
ar atriði sem hægt væri að bæta.
„Félagið gæti reddað pössun, það
var mjög vinsælt svar að yngri iðk-
endur myndu passa börnin einu sinni
í viku á meðan þær væru á æfingu,
það myndi minnka samviskubitið.“
Þá gætu íþróttafélög greitt fyrir sér-
fræðiaðstoð þegar konurnar byrjuðu
aftur að æfa, svo sem sjúkra- eða
einkaþjálfara sem hefði þekkingu á
hvernig best væri að koma til baka
eftir barnsburð. „Þær vissu í raun-
inni ekki hvernig þær ættu að byrja
aftur. Þá kom í ljós að konurnar
þurftu allar að reiða sig á stuðnings-
net sitt, svo sem maka, foreldra,
systkina og tengdaforeldra. „Þær
töluðu um að ef þær væru ekki með
svona gott stuðningsnet hefðu þær
ekki getað haldið áfram í handbolta.“
Mismikill skilningur
Einum þátttakanda fannst vanta
að hún væri spurð af þjálfurum
hvernig henni liði og hvernig gengi.
„Henni fannst vanta hluttekningu
frá þjálfurum, þeir voru byrjaðir að
pressa á hana að mæta aftur á æfing-
ar án þess að spyrja fyrst hvernig
gengi,“ segir Berglind og bætir við
að þjálfarar hafi sýnt mismikinn
skilning.
„Það var bara ein sem ég talaði við
sem var með kvenkyns þjálfara og
hún fékk hundrað prósent skilning
frá henni en þjálfarinn hafði sjálf
eignast barn á ferlinum,“ segir hún.
„Svo var ein sem var að spila erlend-
is og hafði eignast barn þar en eign-
ast sitt annað barn hér á Íslandi og
hún talaði um mjög mikinn mun á
milli landa. Úti var engin pressa, hún
fékk aðstoð frá sjúkraþjálfara og átti
að fara hægt af stað en á Íslandi upp-
lifði hún lúmska pressu. Hún var
mikið spurð af liðsfélögum hvenær
hún myndi byrja aftur, þjálfarinn
væri að spyrja um hana.“ Segir
Berglind að fleiri þátttakendur hafi
verið sammála. Þær hafi fengið
spurningar um hvenær þær ætluðu
eiginlega að mæta, hvort það væri
nokkuð langt í þær og hvort þær
kæmu ekki bara í næsta leik. „Það
voru tvær sem veltu því fyrir sér
hvort það væri minni skilningur hjá
karlkyns þjálfurum af því að þeir
væru karlar og vissu í rauninni ekki
alveg hvað þær voru að ganga í
gegnum,“ segir Berglind en bætir
við að ekki sé hægt að alhæfa út frá
því.
Systirin kveikjan að ritgerðinni
Sjálf spilar Berglind handbolta
með Fjölni/Fylki. Systir hennar,
Hildur Björnsdóttir, spilar í efstu
deild í handbolta hér á landi, með
Val, og hefur eignast tvö börn á ferl-
inum. „Það má segja að systir mín
hafi verið kveikjan að ritgerðinni, við
fjölskyldan vorum alltaf að passa
fyrir hana en það var aldrei neinn að
spá í hvernig henni liði.“
Bætir Berglind við að þrátt fyrir
samviskubit komust allir þátttak-
endur að þeirri niðurstöðu að þær
væru betri mæður fyrir vikið.
Mömmusamviskubit algengt
meðal handknattleikskvenna
- Togstreita á milli móðurhlutverksins og kröfu um að spila handbolta á ný
Morgunblaðið/Eggert
Handboltasystur Systurnar Berglind og Hildur Björnsdóttir spila báðar handbolta, Berglind með Fjölni/Fylki og
Hildur með Val. Hildur og börnin hennar tvö voru kveikjan að ritgerð Berglindar um mömmusamviskubit.
Séra Gísli Gunn-
arsson í
Glaumbæ fékk
flestar tilnefn-
ingar til vígslu-
biskups í Hóla-
umdæmi, 20
talsins, en frest-
ur til að tilefna í
embættið rann út
í gær.
Þorgrímur G.
Daníelsson fékk 8 tilnefningar og
Dalla Þórðardóttir 4.
Fram kemur á vef þjóðkirkj-
unnar, að rétt til að tilnefna höfðu
47 manns. 31 tilnefndi eða 65%.
25 voru tilnefndir og hefur kjör-
stjórn kallað eftir afstöðu þeirra
þriggja, sem fengu flestar tilnefn-
ingar, til þess hvort þeir samþykkja
að vera í kjöri.
Gísli Gunnarsson fékk
flestar tilnefningar
Gísli
Gunnarsson
Miklar skemmdir urðu á lögreglubíl-
um, þar á meðal sérútbúnum bíl sér-
sveitar ríkislögreglustjóra, þegar
lögregla veitti ökumanni bifreiðar
eftirför sl. föstudag eftir að hann
virti að vettugi stöðvunarmerki
hennar.
„Enn er verið að meta tjónið á
ökutækjunum, en það er ljóst að það
hleypur á tugum milljóna,“ segir
Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræð-
ingur hjá ríkislögreglustjóra.
Bílar í eigu lögreglunnar eru með
lögboðnar ábyrgðartryggingar en
eru ekki kaskótryggðir samkvæmt
stefnu íslenska ríkisins. Að sögn
Helga er nú verið að skoða hvort
gera eigi kröfu í lögboðna ábyrgð-
artryggingu bíls ökumannsins, sem
veitt var eftirför, vegna tjóns á lög-
reglubílunum.
Maðurinn var stöðvaður á föstu-
dagsmorgun í tengslum við um-
fangsmikið fíkefnamál þar sem alls
tíu voru handteknir og fimm þeirra
voru í kjölfarið úrskurðaðir í gæslu-
varðhald. Lagt var hald á um 40 kíló
af maríjúana og leitað á allmörgum
stöðum, bæði í húsum og bílum. Eru
mennirnir grunaðir um framleiðslu,
sölu og dreifingu fíkniefna og pen-
ingaþvætti. karlottalif@mbl.is
Skemmdir Lögreglubíll er stórskemmdur eftir eftirför á Reykjanesbraut.
Tjónið hleypur
á tugum milljóna
- Milkar skemmdir urðu á lögreglubílum