Morgunblaðið - 01.06.2022, Page 1

Morgunblaðið - 01.06.2022, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. J Ú N Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 127. tölublað . 110. árgangur . RÉÐU 75 NÝJA Í FAR- ALDRINUM LOVÍSA Á LEIÐ Í DÖNSKU ÚR- VALSDEILDINA ALLT UM HIÐ UNDURFAGRA AUSTURLAND TIL RINGKØBING 23 FERÐALÖG 16 SÍÐURVIÐSKIPTAMOGGINN Fyrirséð var að fasteignamat myndi hækka verulega á þessu ári og er „eina skynsamlega við- bragðið“ að lækka álagningar- prósentu fasteignaskatts, að mati Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Engin svör bárust um fyrirætlanir flokk- anna sem nú eiga í meirihluta- viðræðum þar þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða. Mörg önnur sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu, t.a.m. Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær, ætla að bregðast við hækkun fasteigna- mats með lækkun álagningar- prósentu fasteignaskatts. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9% frá yfirstandandi ári og verður 12.627 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteigna- mati Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2023. Hækkunin er sú mesta eftir efnahagshrunið árið 2008. Er hún umtalsvert meiri en sú sem var til- kynnt fyrir ári þegar fasteignamat hækkaði um 7,4% á landinu. Eins og áður segir er ekki skýrt hvernig þeir flokkar sem nú eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavík líta á málið. Hildur er aftur á móti þeirrar skoðunar að lækka eigi álagningarhlutfall á fasteignaskatta: „Þetta var eitt af stóru kosninga- málum okkar í baráttunni í borginni nú í vor – að lækka fasteignagjöldin. Það var náttúrlega fyrirséð að fast- eignamat myndi hækka mikið og þessi hækkun sem var kynnt í [gær] er meira að segja langt umfram spár,“ segir Hildur um málið. „Eina skynsamlega viðbragðið við svona hækkun er að lækka álagningar- prósentuna til samræmis. Það kost- ar ekki meira að þjónusta fasteigna- eigendur þó að matið hækki.“ »4 „Eina skynsam- lega viðbragðið“ - Ekkert heyrst frá viðræðuflokkum Sól logaði í gluggum Dómkirkjunnar þegar hún var máluð í upphafi viku. Dómkirkjusöfn- uðurinn ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi kirkj- unnar en hún er friðuð rétt eins og safnaðar- heimili hennar. Dómkirkjan var vígð árið 1796 en hún var fyrsta byggingin sem reist var eftir Þóri Stephensen. Bendir Þórir á að tæpri öld síðar hafi alþingishúsið verið reist en það stendur við hlið Dómkirkjunnar. sérstaklega með tilliti til þess að Reykjavík skyldi verða höfuðstaður Íslands, að því er fram kemur í bókinni Sögu Dómkirkjunnar Morgunblaðið/Eggert Merkri byggingu haldið við Baldur Arnarson baldura@mbl.is Flugumferð á Keflavíkurflugvelli í maí var 9% umfram spá í vor sam- kvæmt bráðabirgðatölum sem Isavia tók saman fyrir Morgunblaðið. „Við gerum ráð fyrir að um 490 þúsund farþegar hafi farið um Kefla- víkurflugvöll í nýliðnum maímánuði samkvæmt bráðabirgðatölum okkar sem á eftir að yfirfara,“ segir Guð- mundur Daði Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, um flugumferðina. 84% af fjöldanum í maí 2019 „Það er um 9% meira en uppfærð farþegaspá, sem gefin var út fyrir tæpum mánuði, gerir ráð fyrir og tæplega 84% endurheimt frá far- þegafjöldanum í maí 2019. Það þarf að fara aftur til október 2019 til að finna mánuð þar sem farþegar um Keflavíkurflugvöll voru fleiri. Það stefnir því í að endurheimt heildar- fjölda farþega í ár verði um eða yfir þeim 5,7 milljónum sem við áætlum í farþegaspánni enda skynjum við mikla jákvæðni hjá viðskiptavinum okkar og ferðaþjónustunni allri með framhaldið,“ segir Guðmundur. Minnir á uppgangsárin Haldi ferðamönnum áfram að fjölga umfram spár mun það hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir stöðuna á vinnumarkaði minna á fyrstu árin í uppgangi ferðaþjónustunnar. Stofn- unin spái því að atvinnuleysi haldi áfram að minnka og verði 3,9% í september en það var 4,5% í apríl. Sömu sögu má segja um verslun en Andrés Magnússon fram- kvæmdastjóri SVÞ segir það mikla áskorun að manna störf í verslun. Þá eru iðngreinarnar á siglingu og segir Ingólfur Bender aðalhagfræð- ingur SI í samtali við Viðskipta- Moggann að vegna skorts á vinnuafli verði erfitt að viðhalda vextinum. Flugumferð í Keflavík hefur aukist umfram spár - Vöxtur í maí 9% umfram spá - Spenna á vinnumarkaði Morgunblaðið/Eggert Í Leifsstöð Nærri hálf milljón farþega fór um völlinn í maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.