Morgunblaðið - 01.06.2022, Side 2

Morgunblaðið - 01.06.2022, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022 COSTA DEL SOL FJÖLSKYLDAN SAMAN Í SÓL 09. - 20. JÚNÍ MYRAMAR FUENGIROLA 3* ÍBÚÐ MEÐ 1 SVEFNHERBERGI VERÐ FRÁ97.500 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 147.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 09. - 20. JÚNÍ ALUASUN HOTEL 4* HERBERGI MEÐ HÁLFU FÆÐI VERÐ FRÁ136.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 153.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS H Á LFT FÆ Ð I Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kyrrstæðar mannverur, brynju- klæddar og ögrandi, sem standa andspænis varnarlausum, kynlaus- um fígúrum, sem bjóða valdinu birg- inn. Þetta eru andstæðurnar í Brynjum, útilistaverki Steinunnar Þórarinsdóttur myndhöggvara sem sett hefur verið upp á torginu fram- an við Hallgrímskirkju á Skóla- vörðuholti. Verkið verður til sýnis í allt sum- ar og er hluti af Listahátíð í Reykja- vík. Hátíðin, sem hefst í dag, stend- ur til 19. júní og byggist á langri sögu þar sem leiðarljósið er að kynna kraumandi stefnur og strauma í kúnstverki heimsins fyrir fólki. Hugmyndina að verkinu Brynjum fékk Steinunn þegar hún dvaldi í New York fyrir nokkrum árum. Í Metropolitan-listasafninu veitti hún eftirtekt brynjum; herklæðum sem eru tákn valds og ofbeldis. Steinunn er með þekktari myndlistarmönnum Íslendinga, verk sín hefur hún sýnt víða um lönd og Brynjurnar bæði í New York og Kaupmannahöfn Brynjur bjóða valdi birginn Morgunblaðið/Hákon Heimili landsins áttu eignir upp á tæplega 8.500 milljarða króna um seinustu áramót og jukust eignir þeirra um 10,6% á síðasta ári. Fasteignaeigendum fjölgaði um 3.455 í fyrra skv. skattframtölum en skuldir heimila hér á landi voru í lok síðasta árs 2.615 milljarðar króna og hækkuðu þær um 9,9% á milli ára. Þessar upplýsingar koma fram í samantekt fjármálaráðuneytisins upp úr gögnum ríkisskattstjóra um álagningu opinberra gjalda á ein- staklinga, sem birt var í gær. Framteljendum fjölgaði um 5.056 á seinasta ári og töldu fram rúmlega tvö þúsund milljarða króna í skattskyldar tekjur. 234 þúsund einstaklingar þurfa að greiða álagðan tekjuskatt og fækk- aði þeim um tæp 1.600 á milli ára. Fram kemur að bæði tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna hækk- aði um 7,2% í fyrra. „Í fyrsta sinn var heimilt að draga frá tekju- skatts- og útsvarsstofni gjafir og framlög til skráðra almannaheilla- félaga. Samtals nýttu 20.473 ein- staklingar þetta úrræði og drógu 416 [milljónir kr.] frá tekjuskatts- og útsvarsstofni sínum. Þá er frá- dráttur vegna kaupa á hlutabréfum samtals 348 [milljónir kr.] sem er 227 [milljóna kr.] hækkun frá fyrra ári,“ segir í samantektinni. Söluhagnaður þrefaldast Í ljós kemur samkvæmt fram- tölum að 28.673 fjölskyldur sem töldu fram fjármagnstekjur fá á sig samtals 38,6 milljarða kr. álagðan fjármagnstekjuskatt. Hækkaði hann í fyrra um 73% á milli ára. Fjölskyldum sem gert er að greiða fjármagnstekjuskatt fjölgaði um 3.278 frá fyrra ári og greiðir hver fjölskylda að meðaltali 1,3 milljónir kr. í fjármagnstekju- skatt, sem er 53% hækkun frá árinu á undan. Uppgefnar fjármagnstekjur jukust töluvert þar sem þær hækkuðu í fyrra um 65 milljarða kr. og voru samtals 181 milljarður, sem er 57% hækk- un. „Mest er hækkunin í söluhagnaði sem tæplega þrefaldast milli ára og nemur 74,4 [milljörðum kr.] og er stærsti einstaki liður fjármagns- tekna. Söluhagnaður hlutabréfa er 69,6 [milljarðar kr.] en annar sölu- hagnaður nemur 4,8 [milljörðum kr.]. Fjöldi fjölskyldna sem höfðu hagnað af sölu hlutabréfa er 9.718 og eykst um 6.737 á milli ára.“ Greiðslur barnabóta verða 13,7 milljarðar vegna tekna í fyrra, vaxtabætur lækka um 13,1% milli ára. Eignir heimilanna jukust um 10,6% - Fjármagnstekjuskattur hækkaði um 73% - 20 þúsund nýttu frádrátt vegna gjafa og framlaga Kristján Jónsson kris@mbl.is Framkvæmdastjóri leigubifreiða- stöðvarinnar BSR segir ekki veita af því að fjölga leyfum til bifreiðaaksturs eins og fyrirhugað er. Innviðaráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson hefur ákveðið að fjölga atvinnuleyfum til leigubifreiða- aksturs um hundrað á höfuðborgar- svæðinu og Suðurnesjum samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu á dögun- um. Fram hefur komið á undanförnum vikum og mánuðum að leigubifreiðum á höfuðborgarsvæðinu gangi illa að anna eftirspurninni eftir að lífið á Ís- landi komst í eðlilegra horf eftir heimsfaraldurinn. Ekki liggur fyrir hvenær leyfunum hundrað verður úthlutað eða hvort nógu margir sæki um þau yfirleitt. Í heimsfaraldrinum skiluðu margir leigubílstjórar inn leyfum og fundu sér annað starf. Nýlega úthlutaði Samgöngustofa aftur á móti 45 leyf- um og því ættu viðskiptavinir að finna fyrir einhverri fjölgun leigubíla. „Við á BSR fögnum því bara að leyfum sé fjölgað og þessu sé haldið í jafnvægi þannig að bílstjórarnir hafi nóg að gera og viðskiptavinirnir fái góða þjónustu. Þannig viljum við hafa það,“ sagði Guðmundur Börkur Thor- arensen, framkvæmdastjóri BSR, þegar blaðamaður bar undir hann yfirlýsinguna frá ráðuneytinu um ákvörðun ráðherra. Guðmundur hafði í vetur kallað eftir því að leyfum yrði fjölgað. „Það veitti ekki af þessum hundrað. Ég hafði áður komið fram í fjölmiðl- um og sagt að það þyrfti 150 til 200 leyfi. Þetta er svolítið seint í rassinn gripið því sumarið er komið og ferða- mennirnir eru komnir,“ sagði Guð- mundur Börkur. Ekki veitir af úthlutun leyfa - Svolítið seint í rassinn gripið Morgunblaðið/Unnur Karen Leigubíll BSR fagnar fleiri leyfum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.