Morgunblaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
Steinþór Stefánsson
Anton Guðjónsson
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
munu mörg bregðast við hækkun
fasteignamats með lækkun álagning-
arprósentu fasteignaskatts. Ekki
fengust svör frá þeim flokkum sem
nú ræða meirihlutasamstarf í
Reykjavík um hvort sú leið verði far-
in þar þegar blaðamaður leitaði eftir
svörum frá flokkunum í gærkvöldi.
Heildarmat fasteigna á Íslandi
hækkar að meðaltali um 19,9 prósent
frá yfirstandandi ári og verður 12.627
milljarðar króna samkvæmt nýju
fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyrir
árið 2023 sem greint var frá á þriðju-
dag. Er þetta mesta hækkun fast-
eignamats hér á landi frá hruni.
„Framboð á íbúðarhúsnæði er minna
en eftirspurnin. Við höfum heyrt í
fjölmiðlum núna að það vanti fleiri
íbúðir á markaðinn og það er spenna
á markaðnum sem veldur auðvitað
hækkun á verði,“ sagði Tryggvi Már
Ingvarsson, framkvæmdastjóri fast-
eigna Þjóðskrár, um málið.
Af einstökum sveitarfélögum
hækkar heildarfasteignamat mest í
Hveragerðisbæ og Árborg, um rúm
32 prósent. Bragi Bjarnason, oddviti
hreins meirihluta Sjálfstæðisflokks-
ins í Árborg, segir sveitarstjórnina
þar munu leita leiða til að koma til
móts við íbúa í ljósi hækkunarinnar.
„Þetta er rosalega hátt stökk í Ár-
borg. Ný bæjarstjórn mun klárlega
horfa til þess hvernig við getum kom-
ið til móts við íbúana. Okkar stefnu-
skrá var að skapa forsendur til þess
að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki
og við munum skoða allt sem við get-
um til að koma til móts við þetta,“
segir Bragi.
Í Ölfusi hækkaði fasteignamat á
sérbýli um 36 prósent og á fjölbýli um
rúm 30 prósent. Elliði Vignisson
sveitarstjóri segir að áfram verði
álagningarhlutfall lækkað til að koma
til móts við hækkanir á fasteignamati,
líkt og verið hefur síðustu fjögur ár.
„Við höfum verið að lækka álagning-
arprósentuna í fasteignagjöldunum á
móti. Fasteignagjöldin eru svolítið
ósanngjarn skattur sem þarf að end-
urskoða og við höfum verið að reyna
að stemma stigu við að skattur á
heimili fólks sé ráðandi í tekju-
streyminu. Okkar stefna hefur verið
að lækka fasteignagjöldin eftir því
sem matið hefur hækkað,“ segir
Elliði.
Kraginn samstiga
Ásdís Kristjánsdóttir, nýr bæjar-
stjóri Kópavogs, segir að í málefna-
sáttmála nýs meirihluta Kópavogs sé
tiltekið að fasteignaskattar lækki til
móts við frekari hækkun fasteigna-
verðs. Þannig sé komið til móts við
hækkun fasteignamats.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
Hafnarfjarðar segir sömuleiðis að
álagningarhlutfall fasteignagjalda
verði lækkað í takt við hækkun
fasteignamats líkt og hefur verið gert
síðustu ár. „Það er líka kveðið á um
það í málefnasamningnum okkar að
halda álögum og gjöldum í lágmarki
og reyna að lækka þau. Við munum
gera það áfram – það verður vænt-
anlega tekið tillit til verðbólgu en við
munum koma til móts við þessa
hækkun á fasteignamati,“ segir Rósa.
Almar Guðmundsson, oddviti
hreins meirihluta Sjálfstæðisflokks-
ins í Garðabæ, segir það áfram stefnu
flokksins í bæjarstjórn að lækka álög-
ur á íbúa:
„Við höfum undanfarin ár lækkað
álagningarhlutfallið á móti þessari
hækkun á stofninum og við ætlum að
gera það áfram – það var alveg skýrt í
stefnu okkar fyrir kosningar. Nú
leggjum við þetta fyrir umræðu um
fjárhagsáætlun fyrir 2023, að lækka
hlutfallið þannig að sú hækkun sem
verður á fasteignamati skili sér ekki í
álagningunni til íbúa,“ segir Almar og
bætir við: „Ásetningur okkar er að
þetta hafi ekki áhrif á bæjarbúa.“
Þögull meirihluti
Ekki náðist í Dag B. Eggertsson
borgarstjóra vegna þessa né heldur
Dóru Björt Guðjónsdóttur oddvita
Pírata og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
oddviti Viðreisnar var ekki laus til
viðtals. Þá náðist ekki í Einar Þor-
steinsson, oddvita Framsóknar í
borginni, við vinnslu fréttarinnar.
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík, er þeirr-
ar skoðunar að lækka eigi álagning-
arhlutfall á fasteignaskatta:
„Þetta var eitt af stóru kosninga-
málum okkar í baráttunni í borginni
nú í vor – að lækka fasteignagjöldin.
Eina skynsamlega viðbragðið við
svona hækkun er að lækka álagning-
arprósentuna til samræmis,“ segir
Hildur.
Bregðast við hækkun fasteignamats
- Sveitarfélög ætla mörg að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta - Fasteignamat hefur ekki
hækkað meira frá hruni - Leiðtogar meirihlutans og Framsóknarflokks í Reykjavík þöglir
Morgunblaðið/Hákon
Húsnæði í borginni Ekki náðist í fulltrúa þeirra flokka sem nú ræða meirihlutasamstarf í Reykjavík í gærkvöldi.
lækka álagningarprósentu. Það er
þó mismunandi á milli sveitarfélaga
og tegunda fasteigna.
Íbúðir hækka meira
Mikill munur er á mati einstakra
flokka fasteigna. Þannig hækkaði
samanlegt mat íbúða á öllu landinu
um 23,6% en atvinnuhúsnæði hækk-
aði um 10,2%. Fasteignamat sum-
arhúsa hækkaði um 20,3%. Ef litið
er á íbúðamatið sést að íbúðir í sér-
býli hækka um 23,6% á milli ára og
fjölbýli um 21,6%.
Íbúðamat á landsbyggðinni
hækkar jafn mikið og á höfuðborg-
arsvæðinu. Ef litið er á einstök
sveitarfélög sést að íbúðarhús
hækka mest í Fljótsdalshreppi, um
38,9%, og 36,6% í Sveitarfélaginu
Árborg og Hveragerðisbæ. Íbúðar-
húsnæði hækkar alls staðar í mati.
Minnst þó í Dalvíkurbyggð, 6,2%,
og í Hörgarsveit og Skútustaða-
hreppi, um 8,5% í báðum sveitar-
félögunum.
Suðurland tekur fram úr
Eins og fyrr segir hækkar heild-
armat fasteigna, íbúða, atvinnuhús-
næðis og sumarhúsa um 19,9% í
nýju fasteignamati. Mesta hækkun-
in er á Suðurlandi, 22,4%. Höfuð-
borgarsvæðið kemur næst á eftir
með 20,2%, síðan Vestfirðir, Suð-
urnes, Norðurland eystra og Vest-
urland með á bilinu 18 til rúmlega
19% hækkun. Minnsta hækkunin er
á Austurlandi, 14,9%, og á Norður-
landi vestra, 15,2%.
Ef litið er til einstakra sveitar-
félaga í heildarmatinu sést að matið
hækkaði mest í Hveragerðisbæ, um
32,3%, litlu minna í Sveitarfélaginu
Árborg og síðan 29,3% í Skorradals-
hreppi. Minnsta hækkun er í Dal-
víkurbyggð, eða um 8,1%, og 9,3% í
Dalabyggð og Skútustaðahreppi.
Við samanburð á sveitarfélögum
á höfuðborgarsvæðinu sker í augu
að matið á Seltjarnarnesi hækkaði
aðeins um 15,3% þrátt fyrir að þar
sé hátt hlutfall íbúðarhúsnæðis. Á
hinn bóginn hækkaði fasteignamat í
Garðabæ mest, um 24,1%. Matið í
Reykjavík hækkaði næstminnst á
milli ára, af sveitarfélögum höfuð-
borgarsvæðisins, um 18,7%. Það
kann að skýrast að hluta til af því að
mikið atvinnuhúsnæði er í borginni
og mat þess hækkaði aðeins um
10,2% á landinu í heild. Öll sveit-
arfélögin í kringum Reykjavík, önn-
ur en borgin og Seltjarnarnes,
hækkuðu yfir 21%.
Upplýsingar á vefnum
Eigendur fasteigna geta eftir 15.
júní fundið tilkynningu um fast-
eignamat eigna þeirra á vefnum
island.is. Á vef Þjóðskrár, skra.is,
má fletta upp á breytingum á fast-
eignamati milli ára. Geta eigendur
fasteigna og aðrir kynnt sér breyt-
ingar á einstökum eignum sem og
þróun á milli ára eftir landsvæðum
og mismunandi tegundum eigna.
Mesta hækkunin í Hveragerði
- Heildarmat fasteigna á landinu sem tekur gildi um næstu áramót hækkar um tæp 20% við endurmat
- Íbúðamat hækkar meira eða um 23,6% - Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar aðeins um 10,2%
19,9%
23,6%
25,4%
21,6%
10,2%
20,3%
Fasteignamat 2023*
Hækkun fasteignamats eftir gerð fasteigna
Heildarmat fasteigna
á landinu
Samanlagt mat íbúða
á öllu landinu
Íbúðir í sérbýli Íbúðir í fjölbýli Atvinnuhúsæði Sumarhús
Hækkun fasteignamats
eftir landshlutum
*Fasteignamat 2023 miðast við verðlag fasteigna
í febrúar 2022 og tekur gildi 31.desember 2022
Heimild: Hagstofa Íslands
19,9% hækkun heildar-
mats frá 2022
25,4% hækkun fasteigna-
mats íbúða í sérbýli
Höfuðborgarsvæðið 20,2%
Norðurland-Vestra 15,2%
Norðurland-Eystra 18,8%
Austurland 14,9%
Suðurland 22,4%
Vesturland 18,1%
Vestfirðir 19,3%
Suðurnes 18,8%
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fasteignamat hefur hækkað mest á
Suðurlandi á milli ára eða yfir 22%.
Þegar litið er á einstök sveitarfélög
sést að langmesta hækkunin er í
Hveragerði og Sveitarfélaginu Ár-
borg, liðlega 32%. Eru þetta einu
sveitarfélög landsins þar sem
hækkun er yfir 30%. Til saman-
burðar má geta þess að hækkunin í
Reykjavík nemur innan við 19%.
Þjóðskrá Íslands endurmetur ár-
lega langflestar fasteignir í landinu
út frá nýjustu matsforsendum og
byggir meðal annars á upplýsingum
úr þinglýstum kaupsamningum. Má
því telja að matið endurspegli
hækkun söluverðs fasteigna á milli
ára.
Nýja fasteignamatið miðast við
verðlag fasteigna í febrúar á þessu
ári. Það tekur gildi 31. desember
næstkomandi og gildir fyrir árið
2023.
Gjöld gætu hækkað
Heildarmat fasteigna á Íslandi
hækkar um tæp 20%, nánar til tekið
19,9%, frá yfirstandandi ári. Heild-
armatið er 12.627 milljarðar króna
og á bak við það standa 213.785
eignir á fasteignaskrá. Þetta er
margfalt meiri hækkun en sést hef-
ur undanfarin ár. Þannig hækkaði
matið um 7,4% á landinu öllu fyrir
ári og þótti mörgum nóg um.
Hækkun matsins hefur einkum
þau áhrif á einstaklinga og fyrir-
tæki að fasteignaskattur og fleiri
fasteignagjöld hækka að óbreyttu.
Mörg sveitarfélög hafa raunar
dregið úr áhrifum hækkunar mats-
ins á undanförnum árum með því að