Morgunblaðið - 01.06.2022, Side 8

Morgunblaðið - 01.06.2022, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Vesti • Kjólar Peysur Bolir • Jakkar • Blússur Buxur • Pils SUMAR- VÖRUR Vinsælu velúrgallarnir Nýjir litir - Stærðir S-4XL Einnig stakar velúrbuxur í svörtu, gráu og dökkbláu Fjölmiðlarýnirinn Örn Arnarson á Viðskiptablaðinu tók eftir því „að um kvöldmatarleytið á kjördag hafi verið birt eftirfarandi frétt á kosningaþræði sem blaðamenn á Vísi spunnu fram á taln- ingarnóttina: - - - Þó nokkur munur er á fylgi flokkanna í Reykjavík á kjörfundi og utan kjörfundar. - - - Sjálfstæðisflokkurinn hlaut til að mynda 28,5 prósent atkvæða sem greidd voru utan kjörfundar en aðeins 23 prósent á kjörfundi. - - - Kjósendur Samfylkingarinnar voru sömuleiðis líklegri til að kjósa fram í tímann en munurinn var þó aðeins tvö prósent. - - - Kjósendur Sósíalistaflokks Ís- lands eru þeir líklegustu til að mæta á kjördag en flokkurinn hlaut átta prósent atkvæða sem greidd voru á kjörfundi en fimm prósent ut- an. - - - Páll Hilmarsson sérfræðingur hjá Gagnaþjónustu Reykjavíkur deilir tölfræðinni á twitter-síðu sinni.“ - - - Erni þykir þetta merkilegt enda bendi það til að lög og reglur hafi verið sveigð og segir að sé þessi frásögn rétt stangist verknaðurinn á við ákvæði kosningalaga. - - - Og hann nefnir sérstaklega darr- aðardansinn uppblásna um meintar brotalamir á talningu at- kvæða í Norðvesturkjördæmi. - - - Af hverju er þessi þögn um þetta mál? Hver veit það sem enginn veit? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Varðskipið Óðinn fékk nýtt haffæri í fyrradag og fór í prufusiglingu í gærmorgun frá Reykja- vík. Siglt var upp í mynni Hvalfjarðar í blíðunni. „Þetta gekk mjög vel. Við prófuðum vélar og búnað og héldum æfingar,“ sagði Magni Ósk- arsson skipherra. Fimmtán voru í áhöfn í sigl- ingunni í gær og var boðið upp á mat í hádeginu. Sama áhöfn ætlar að sigla Óðni til Grindavíkur um sjómannadagshelgina 12. júní. Það var mikið þrekvirki að koma varðskipinu aftur á skipaskrá. Magni sagði að sjálfboðaliðar hefðu lagt fram um 15.000 vinnustundir við að gera skipið sjóklárt á ný. gudni@mbl.is Varðskipið Óðinn er orðið haffært Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson Reykjavíkurborg mun á þessu ári verja allt að 100 milljónum króna til að bæta aðstöðu á svonefndum Austurheiðum. Þar eru undir svæði við Rauðavatn og heiðarlönd þar norður af. Nú stendur meðal annars til að merkja gönguleiðir, merkja, bæta og fjölga stígum og útbúa leiksvæði, svo sem í Lyngdal við Rauðavatn. Í svonefndri Skál, sem stundum er nefnd Paradísar- dalur og er beint norður af Hádeg- ismóum þar sem Morgunblaðið er til húsa, verður aðstaða fyrir hunda og eigendur þeirra bætt. Stígur að svæðinu verður breikk- aður og aðrir stígar lagfærðir. Settir verða upp bekkir, sett verða upp auglýsingaskilti og gönguleiðir merktar. Gert verður leik- og dvalarsvæði í skógarstíl í nálægð við Rauðavatn með tilheyrandi bekkjum, borðum, leiktækjum og grillaðstöðu. Gerður verður aðgengilegur stígur frá bílastæðinu að nýja dvalarsvæðinu og út frá því eru fjölbreyttar stíga- tengingar. Útivistarsvæðið Austurheiðar er alls um 930 hektara svæði sem nær yfir austurheiðarnar að mestu, Hólmsheiði, Grafarheiði og Reyn- isvatnsheiði. Innan svæðisins eru Rauðavatn, Reynisvatn og Langa- vatn að hluta. Verkefnið er í sam- ræmi við samþykkt aðalskipulag Reykjavíkurborgar og styður við stefnu borgarinnar um að efla lýð- heilsu og gera öll útivistarsvæði fólki aðgengileg. sbs@mbl.is Austurheiðar nýtt úti- vistarsvæði Reykjavíkur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Paradísardalur Útbúin verður aðstaða fyrir fólk með hunda sína á göngu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.