Morgunblaðið - 01.06.2022, Síða 10

Morgunblaðið - 01.06.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022 Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga innlifun.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) segir að í greinargerð Skot- veiðifélags Reykjavíkur og nágrenn- is (Skotreyn), sem rekur annað tveggja skotæfingasvæða á Álfsnesi, sé ekki að finna tillögur að mótvæg- isaðgerðum vegna hávaða frá starf- seminni. HER hyggst gefa Skotreyn tækifæri til að uppfæra greinargerð- ina með tillögum í þá veru. Þetta kemur fram í bréfi HER til umhverf- is- og skipulagssviðs Reykjavíkur- borgar (USK) 1. mars sl. HER hefur sent Umhverfisstofn- un (UST) erindi vegna gagnrýni á hljóðmælingar vegna útgáfu starfs- leyfis árið 2021. Þar óskar HER eftir leiðbeiningum um hljóðmælingar fyrir starfsemina og til hvaða við- miða fyrir há- vaða skuli horft. Ekki eru viðmið í íslenskum lögum og reglugerðum vegna starfsemi skotvalla eða við skilgreinda land- notkun á helstu áhrifasvæðum skotvallanna (landbúnaður og opin svæði), að sögn HER. „Svar UST getur kallað á nýjar hljóðmælingar og yrðu niðurstöður þeirra fylgigagn með auglýsingu á tillögu að starfs- leyfi,“ segir í bréfinu. Þar kemur einnig fram að tillaga að starfsleyfi fyrir skotsvæðið verði ekki auglýst fyrr en þessi gögn liggja fyrir. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun heilbrigðisnefndar frá því í maí 2021 um útgáfu starfsleyfis fyrir starf- semina. Ástæðan var sú að starfsem- in væri ekki í samræmi við skipulag. Skotreyn hefur sent HER umsókn um starfsleyfi fyrir skotvöllinn. Hægt að endurnýja starfsleyfi Í umsögn USK frá 18. maí kemur m.a. fram að skotsvæði Skotreynar sé staðsett í jaðri iðnaðarsvæðis og á opnu svæði í Aðalskipulagi Reykja- víkur 2040 líkt og í eldra aðalskipu- lagi. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðin. USK segir að ákvæði 20.4 í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 skapi forsendur til að endur- nýja starfsleyfi innan einstakra land- notkunarsvæða til skemmri tíma, þrátt fyrir að starfsemin fari ekki saman vð framtíðarlandnotkun aðal- skipulags. Einnig er minnt á að framtíð skotæfingasvæðisins verði viðfangsefni í sérstakri breytingu á aðalskipulaginu sem nær til Kjalar- ness, Álfsness og fleiri strjálbýlla svæða. Vinna við þá breytingu á að hefjast í sumar og er gert ráð fyrir að verklýsing verði kynnt í sumar. Þá telur skipulagsfulltrúi nauð- synlegt að setja strangari skilyrði um starfsemina, svo sem varðandi opnunartíma og notkun á blýhöglum og er vísað til óánægju íbúa í ná- grenni svæðisins vegna hávaða o.fl. frá svæðinu. Samhliða því þurfi að kanna til hlítar aðrar staðsetningar fyrir starfsemina á höfuðborgar- svæðinu. Til stendur að skoða það í breytingum á aðalskipulagi. Vilja fá að sjá mótvægisaðgerðir - Umsókn um nýtt starfsleyfi fyrir skotæfingasvæði Skotreynar á Álfsnesi Álfsnes Þar eru tvö skotæfingasvæði. Ólafur Ingólfs- son, prófessor emeritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, hlaut á dögunum Norrænu jarð- fræðiverðlaunin, sem á ensku heita Nordic Geoscientist Award. Verðlaunin voru afhent á Nor- ræna vetrarmótinu sem fór fram í Háskóla Íslands fyrr í mánuðinum. Verðlaun þessi voru fyrst veitt árið 2012 og er þetta í annað sinn sem íslenskur prófessor hlýtur verðlaunin. Áður hafði Páll Ein- arsson jarðeðlisfræðingur hlotið þau árið 2018. Fólk í jarðfræðafélögum Norður- landa getur komið með tilnefningar til þessara verðlauna, en þau eru veitt fræðimanni sem þykir hafa skarað fram úr og ekki síst komið þekkingu sinni áfram til samfélags- ins. Verðlaunagripur þessa árs, sem Ólafur fékk afhentan, var hannaður af Önnu Líndal listakonu. Sá var gerður úr hraunkjarna úr Fagra- dalshrauni sem rann í gosinu í Geldingadölum á síðasta ári. Hlaut norræn verðlaun - Jarðfræðingur sem er í allra fremstu röð Ólafur Ingólfsson Flugfreyjufélags Íslands og flug- félagið Niceair hafa gert með sér kjarasamning fyrir flugfreyjur og -þjóna félagsins. Samningurinn gildir til 1. júní 2024. Bæði Guðlaug Líney Jóhanns- dóttir, formaður Flugfreyjufélags- ins, og Drífa Snædal, forseti ASÍ, fagna samningnum í tilkynningu. Er haft eftir Drífu að ljóst sé að ekki eigi að tjalda til einnar nætur og það sé góð tilfinning að geta mælt með nýju flugfélagi við við- skiptavini, fjárfesta og starfsfólk. Flugfreyjufélagið samdi við Niceair Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikill munur er á sjónvarpsneyslu eftir aldri fólks. Eldra fólk heldur enn fast í myndlykla frá stóru sjón- varpsveitunum tveimur og horfir á línulega dagskrá en yngra fólk horfir mun minna á línulega dagskrá og notast frekar við öpp á snjalltækjum eða í snjallsjónvörpum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri neytendakönnun Fjarskiptastofu vegna fastlínutenginga sem birt var í vikunni. Könnunin var gerð í apríl af Maskínu og fór fram á netinu. Svar- endur voru 929 talsins. Í könnuninni kemur fram að 42% þátttakenda horfa fyrst og fremst á línulega dagskrá í sjónvarpi í gegn- um myndlykil frá Símanum heima hjá sér. Rúm 16% horfa á línulega dagskrá í gegnum app á tækjum á borð við Apple TV en tæp 16% gera það í gegnum myndlykil frá Voda- fone. Tæp 8% horfa í gegnum app á snjallsjónvarpi. Tæp 11% horfa ekki á línulega dagskrá yfirhöfuð. Aðeins 1% svarenda horfir í gegnum loftnet. Þegar rýnt er í aldur svarenda má sjá að tæpt 91% fólks 68 ára og eldri horfir á línulega dagskrá í gegnum myndlykla frá Símanum og Voda- fone. Um 22% fólks á aldrinum 18-29 horfa hins vegar aldrei á línulega dagskrá. Áberandi er að við- skiptavinir Símans halda mesta tryggð við línulega dagskrá en við- skiptavinir Nova og Hringdu segjast margir gjarnan ekki horfa á línulegt sjónvarp. Geri þeir það er það oftast í gegnum app. Tæp 46% þátttakenda í könnunun- inni eru með netþjónustu hjá Síman- um, 23% hjá Vodafone og 18% hjá Nova. Mikill meirihluti eða 71% kaupir netþjónustu í pakka með ann- arri þjónustu, svo sem síma, sjónvarpsáskrift eða myndlykli. Fæstir vita hvað þjónustuleiðin sem þeir kaupa heitir né heldur þjónustupakkinn sem netþjónustan tilheyrir. Um 38% vissu ekki hversu mikið þeir greiða fyrir netþjónustu og 21% sagði að vinnuveitandi greiddi fyrir þjónustuna. Meðalupp- hæð fyrir mánaðarlegt áskriftargjald hjá þeim sem gáfu það upp var 9.328 krónur og hefur það hækkað um tæpar þúsund krónur eða 7,4% frá því árið 2020. Meðalupphæð fyrir fjarskiptapakka var 18.508 krónur á mánuði og hefur hækkað um 7,2% frá 2020. Tæp 58% svarenda sögðust vera með netið heima hjá sér í gegnum ljósleiðara en 12% í gegnum ljósnet. Aðeins 2,2% eru með gömlu kopar- heimtaugina en reyndar vita ríflega 17% ekki hvers konar tengingu þeir eru með. Mikill meirihluti aðspurðra, tæp 66%, heldur tryggð við sitt net- fyrirtæki og hefur ekki fært sig milli fyrirtækja á síðustu þremur árum. Tæp 16% höfðu skipt um netþjónustufyrirtæki á síðustu þremur árum og rúm 12% síðasta árið. Leiðir fólks til áhorfs á línulegt sjónvarp Með hvaða hætti horfir þú fyrst og fremst á línulegt sjónvarp þegar þú ert heima? Með myndlykili frá Símanum Með myndlykili frá Vodafone Mað AppleTV eða sambæri- legu tæki Með app á snjall- sjónvarpi Með síma, spjald- eða fartölvu Með borð- tölvu, lofneti og annað Horfi ekki á línulegt sjónvarp 42% 16% 16% 8% 4% 4% 11% Heimild: Könnun Maskínu fyrir Fjarskiptastofu Eldra fólk heldur fast í mynd- lyklana og línulega dagskrá DAGMÁL Andrés Magnússon andres@mbl.is Bensínverð mun sennilega fara í 350 kr. á lítrann fyrr en varir og frekari verðhækkanir á fjölmargri hrávöru á heimsmarkaði munu leita út í verð- lag á Íslandi með beinum hætti eða óbeinum á næstunni. Þetta er mat Þórðar Gunnars- sonar hagfræðings, sem m.a. hefur sérhæft sig í greiningu á olíu- markaði. Þórður var jafnframt fram- bjóðandi á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann er gestur í Dag- málum, streymi Morgunblaðsins á netinu, sem opið er öllum áskrif- endum, en þar er m.a. fjallað um borgarmál, efnahagsástand hér og á alþjóðavísu. Þórður segir augljóst að bensín- verð muni hækka mikið áfram, olíu- verð á heimsmarkaði hafi hækkað ört og meiri verðhækkana er að vænta í ljósi áforma Vesturlanda um að hætta öllum olíukaupum frá Rússlandi. Hann bætir við að dísill hækki mun meira en bensín, sem geri vöruflutninga dýrari og muni leiða til verðhækkana á flestri neysluvöru. Flest bendir til þess að hér sé um langvinnt ástand að ræða að mati Þórðar. Aðfangakeðjur séu langar og rof á þeim hafi víðtækar afleið- ingar, sem tíma taki að vinna upp. Jafnvel þó svo að allt félli í ljúfa löð í Úkraínu á morgun mætti gera ráð fyrir að afleiðinga stríðsins gætti á alþjóðavísu í eitt og hálft ár að minnsta kosti. Bót í máli sé að Ísland sé ekki jafnháð jarðefnaeldsneyti og flest önnur Evrópuríki, sé sjálfu sér nægt um rafmagn og hitaveitu. Það muni njóta góðs af hækkandi álverði í orkukreppu annars staðar og mjög gott útlit í ferðaþjónustu. Bensínið fer senn í 350 krónur á lítrann - Viðvarandi afleiðing Úkraínustríðsins Morgunblaðið/Ágúst Óliver Verðbólga Þórður Gunnarsson seg- ir frekari verðhækkana að vænta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.