Morgunblaðið - 01.06.2022, Page 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022
Tjörn Þoka læddist eftir Reykjavíkurtjörn og veitti henni allt að því dulrænt yfirbragð. Þó að sólin hafi legið í felum stærstan hluta dags í gær var hlýtt í veðri og spókaði fólk sig í miðbænum.
Hákon
Um það verður ekki
deilt að ástand á hús-
næðismarkaði, ekki
síst á höfuðborg-
arsvæðinu, er óvið-
unandi. Markaðurinn
er í ójafnvægi, hvort
heldur litið er til fram-
boðs og eftirspurnar
íbúða til eignar eða
leigu. Í raun er val-
frelsi fólks í húsnæðis-
málum skert. Þeir sem vilja kaupa
neyðast til að leigja og þeir sem vilja
fremur leigja eru þvingaðir til skuld-
setningar og kaupa á íbúð.
Að eiga þak yfir höfuðið er ein af
grunnþörfum okkar allra. Húsnæð-
isöryggi skiptir ekki minna máli en að
hafa sæmilega vinnu. Það skiptir því
alla miklu að húsnæðismarkaðurinn
sé heilbrigður – að jafnvægi sé á
hverjum tíma milli framboðs og eft-
irspurnar.
Hér skal það látið liggja á milli
hluta hvaða ástæður eru fyrir þeim
augljósa vanda sem glímt er við. Eins
og svo oft áður vilja fæstir kannast
við ábyrgðina en eru tilbúnir til að
grafa djúpt í gamlar kistur í þeirri
von að þar finnist verkfæri sem auð-
velda lausn vandans. Kannski er það
vegna mikilvægis húsnæðismark-
aðarins sem margir stjórnmálamenn
eiga erfitt með að sætta sig við að lög-
máli framboðs og eftirspurnar verður
ekki breytt í sölum Alþingis, í ráð-
húsum eða við samningaborð aðila
vinnumarkaðarins. Ekki frekar en
þyngdarlögmálinu.
Fyrsta skrefið að
leiguþaki
Fyrir Alþingi liggur
stjórnarfrumvarp þar
sem m.a. er lögð sú
skylda á leigusala að
skrásetja alla leigusamn-
inga í opinberan gagna-
grunn á vegum Hús-
næðis- og mannvirkja-
stofnunar. Leigusala
verður einnig skylt, nái
frumvarpið fram að
ganga, að afskrá samn-
inga og skrá sérstaklega ef breyt-
ingar verða á leiguverði á leigutím-
anum sem ekki hafa verið tilgreindar
í leigusamningi frá upphafi. Ef leigu-
sali verður ekki við þessari skyldu,
eru lagðar á hann stjórnvaldssektir.
Þannig er í raun aðkoma ríkisins að
gerð leigusamninga gerð að skilyrði
fyrir gildi þeirra og breytingum sem
kunna að verða gerðar á leigutím-
anum. Ríkið er sem sagt að taka að
sér sérstakt eftirlitshlutverk með
gerð einkaréttarlegra samninga milli
frjálsra einstaklinga.
Markmið frumvarpsins er að
tryggja að upplýsingar ríkisvaldsins
um leigumarkaðinn séu sem réttastar
á hverjum tíma. Hægt sé að fylgjast
með ýmsu á leigumarkaði, ekki síst
þróun leiguverðs. Tekið er fram í
greinargerð að þeim upplýsingum,
sem safnast í hinn opinbera gagn-
grunn Húsnæðis- og mannvirkj-
astofnunar við lögþvingaða skráningu
allra leigusamninga, sé ætlað að
verða grundvöllur frekari breytinga á
húsaleigulögum á kjörtímabilinu, til
að bæta húsnæðisöryggi og rétt-
arstöðu leigjenda. Undirliggjandi
virðist því miður vera löngunin að
koma á verðlagsþaki á leigu – leigu-
þaki.
Líklega er mikið til í því að leigu-
markaðurinn á Íslandi sé í mörgu van-
þroskaður. Ástæða þess er ekki skort-
ur á opinberu eftirliti, heldur fremur
skortur á hentugum byggingarlóðum
og íþyngjandi reglum. Opinber skrán-
ingarskylda breytir litlu fyrir stór
leigufélög (gæti raunar aukið sam-
keppnisforskot þeirra) en getur haft
verulega neikvæð áhrif á einstaklinga.
Samkvæmt tölum Húsnæðis- og
mannvirkjastofnunar er stærsti hluti
leigjenda í húsnæði í eigu einstaklinga
eða tæp 42%. Þetta hlutfall hefur
hækkað úr 35% árið 2018. Næst á eftir
koma leigjendur sem leigja af ætt-
ingjum og vinum eða 18%. Hlutfall
einkarekinna leigufélaga mælist um
10%, óhagnaðardrifinna um 4,6%,
sveitarfélaga 10,2% og stúdentagarða
8,6%.
Frumvarpið mun fyrst og síðast
hafa áhrif á 60% leigumarkaðarins –
einstaklinga sem leigja út íbúð til
óskyldra eða ættingja. Auknar skyld-
ur, aukin skriffinnska samhliða víð-
tækri upplýsingaöflun ríkisins um
ástand leiguhúsnæðis, (m.a. með ljós-
myndun sem skal skila inn í gagna-
grunninn), og hætta á sektum mun
draga úr vilja fólks til að leggja út í
þann leiðangur að leigja út húsnæði.
Það svarar ekki lengur kostnaði og
fyrirhöfnin er of mikil. Fjölmargir
taka því líklega ákvörðun um að hætta
útleigu íbúða – framboðið dregst sam-
an og verð hækkar. Það kemur fyrst
og síðast niður á þeim sem þurfa eða
vilja vera á leigumarkaði.
Við getum sagt að afleiðingin verði
lítið sýnidæmi um hvað gerist ef verð-
lagshöft verða innleidd á leiguverð en
krafa um leiguþak er undirliggjandi í
málflutningi margra.
Skilvirk leið til
að eyðileggja borg
Nóbelsverðlaunahafinn Gunnar
Myrdal, sem oft er sagður arkitekt
hugmyndafræði sænskra jafnaðar-
manna í velferðarmálum, hélt því
fram að þak á leiguverð sé eitt skýr-
asta dæmið um vonda stjórnarstefnu í
mörgum vestrænum löndum. Assar
Lindbeck, landi Myrdals og einn
áhrifamesti hagfræðingur Svíþjóðar í
áratugi, var sannfærður um að oft sé
leiguþak skilvirkasta leiðin til að eyði-
leggja borg fyrir utan loftárásir.
Sem sagt: Andstaða hagfræðinga
við að koma á leiguþaki er þvert á
hugmyndafræði og er kannski eitt af
því fáa sem sameinar þá. Þak á leigu-
verð er afleit hugmynd. Góður hugur
snýst upp í andhverfu sína; dregur úr
gæðum íbúðarhúsnæðis, framboðið
minnkar, eftirspurn eykst og skort-
urinn verður meiri.
Hér verður ekki gert lítið úr því að
góður ásetningur sé að baki, þegar
barist er fyrir því að setja þak á leigu.
Viljinn til að standa þétt við bakið á
þeim sem lakast standa er ríkur. En
lækningin verður verri en sjúkdóm-
urinn – þetta hefur sagan ítrekað
sýnt og sannað. Tilraunir hins opin-
bera til að stýra verðlagi enda alltaf
með ósköpum og valda meiri skaða en
glímt er við. Verðþak á vöru og þjón-
ustu leiðir óhjákvæmilega til skorts.
Framboðið dregst saman en eftir-
spurn eykst. Þetta leystu ráðamenn í
löndum sósíalista með biðröðum og
skömmtunum. Gömul skilgreining á
muninum milli sósíalisma og mark-
aðsbúskapar er kaldhæðin en einföld
og skiljanleg: Undir skipulagi sósíal-
ismans þarft þú að bíða eftir brauð-
inu. Undir skipulagi markaðs-
búskapar, með öllum sínum göllum,
bíður brauðið eftir þér.
Hið öfugsnúna við leiguþak, sem
ætlað er að verja þá sem hafa úr
minnstu að spila, er að það þjónar oft-
ar en ekki þeim sem betur eru settir.
Hálaunafólk á leigumarkaði nýtur
þess að verðþak sé í gildi á sama tíma
og láglaunafólk á í erfiðleikum að
finna hentugar íbúðir. Framboð
íbúða dregst saman; eigendur leigu-
húsnæðis hætta að leigja út, þar sem
það svarar ekki kostnaði og fjárfestar
beina fjármunum í önnur, arðbærari
verkefni. Gæðum húsnæðis hrakar,
þar sem viðhald íbúða í útleigu situr á
hakanum.
Sú hætta er raunverulega fyrir
hendi að stjórnvöld grípi til ráðstaf-
ana og lagasetningar sem gerir
slæmt ástand verra, eða eins og segir:
Vegurinn til glötunar er oft varðaður
góðum ásetningi.
Eftir Óla Björn
Kárason » Tilraunir til að stýra
verðlagi enda alltaf
með ósköpum og valda
meiri skaða en glímt er
við. Verðþak á vöru og
þjónustu leiðir til skorts.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Vond staða gerð verri
Alþjóðlegi mjólkur-
dagurinn er haldinn 1.
júní ár hvert. Herferð-
inni var hrundið af stað
af Matvæla- og land-
búnaðarstofnun Sam-
einuðu þjóðanna til að
viðurkenna og leggja
áherslu á mikilvægi
mjólkur og mjólkur-
afurða. Mjólk er heil-
fæða og næringarríkari
en flestir aðrir drykkir þar sem hún
inniheldur öll nauðsynleg næring-
arefni sem við þurfum og er hún hlað-
in næringarefnum eins og prótíni, A-
vítamíni, B1, B2, B12 og D, kalíum og
magnesíum, og er talin miklu næring-
arríkari en flestir aðrir drykkir.
Mjólk er mikilvægur hluti af daglegu
mataræði okkar, hvort sem það er í
kaffi- eða tebollann okkar, í þeyting-
inn eða ísinn, því mjólkin hefur fjöl-
breytta notkunarmöguleika, þó að
mínu mati njóti hún sín
best ein og sér.
Mjólk er enn helsti
kalkgjafinn
Mataræði er einn af
veigamestu áhrifaþátt-
um heilsu en samkvæmt
tölum Alþjóða-
heilbrigðismálastofn-
unarinnar (WHO) um
sjúkdómabyrði fyrir Ís-
land er mataræði einn
megináhættuþáttur
sjúkdóma hér á landi.
Samkvæmt upplýsingum frá Land-
læknisembættinu hafa landskannanir
á mataræði Íslendinga verið fram-
kvæmdar frá 1990. Upplýsingarnar
sem fást úr landskönnun á mataræði
eru mikilvægar til að vinna að heilsu-
eflingu og forvörnum gegn lang-
vinnum sjúkdómum, t.d. sykursýki 2.
Þá nýtast niðurstöðurnar á margan
hátt fyrir landsmenn í næringarlegu
tilliti og fyrir matvæla- og fæðu-
öryggi þjóðarinnar.
Eftir Gunnar
Þorgeirsson »Mjólk er enn helsti
kalkgjafinn í matar-
æði Íslendinga. Mjólk-
urkýr af íslenska kúa-
kyninu framleiða nánast
alla mjólk á neytenda-
markaði á Íslandi.
Gunnar Þorgeirsson
Höfundur er formaður
Bændasamtaka Íslands.
Til hamingju með daginn landsmenn
Í mars sl. var birt ný landskönnun
á mataræði Íslendinga sem náði yfir
tímabilið 2019-2021. Þar kemur fram
að mjólkurneysla hefur minnkað frá
síðustu könnun en neysla á ostum
aukist. Breyting hefur orðið á hvaða
tegundir drykkjarmjólkur eru not-
aðar, þar sem neysla á nýmjólk hefur
aukist frá síðustu könnun en neysla á
fituminni mjólkurvörum dregist sam-
an. Líklega má rekja þetta til bæði
covid og ketó þar sem landsmenn
þurftu að halda kósíkvöld á nærri því
hverjum degi með kertaljós og osta
og árin þar á undan voru allir lands-
menn á ketó.
Aftur á móti er það mikið áhyggju-
efni hjá fiskveiði- og landbúnaðarþjóð
að joðneysla hefur minnkað um 20%
að meðaltali frá síðustu landskönnun
sem var gerð 2018, og er minnst í
yngsta aldurshópi kvenna vegna
minni mjólkurneyslu og lítillar fisk-
neyslu í þeim aldurshópi. Það er
nauðsynlegt að tryggja nægjanlegt
magn af joði á meðgöngu þar sem
þetta næringarefni er mikilvægt fyrir
fósturþroska og þroska barnsins eftir
fæðingu. Samkvæmt landskönnun-
inni eru mjólk og mjólkurvörur enn
helstu kalkgjafarnir en meðalneysla á
kalki fer minnkandi á milli ára sem
rekja má til minni mjólkurneyslu en
kalk er uppistöðuefni beina og tanna
en 99% af kalki líkamans er að finna í
beinum og tönnum.
Undirstaðan í fæðuhringnum
kemur frá íslenskum bændum
Hér á landi eru um 25 þúsund
mjólkandi kýr sem skiluðu 6.336 kg
nyt að meðaltali, sem eru einar mestu
meðalafurðir frá upphafi vega og
sjötta árið í röð sem þær ná yfir 6.000
kg eftir árskú. Mjólkurkýr af íslenska
kúakyninu framleiða því nánast alla
mjólk á neytendamarkaði á Íslandi og
þá er lítilsháttar framleitt af geita-
mjólk. Íslenskir bændur skila því
sannanlega sínu til að viðhalda lífi og
góðri heilsu landsmanna en vitað er
að prótínið í mjólk inniheldur helstu
amínósýrurnar sem þarf til að byggja
upp vefi og gera við skemmdar frum-
ur í líkama okkar. Mjólk er full af
prótínum og er hún uppspretta B-
vítamína, en það er sérstaklega
B-12-vítamín sem tryggir heilbrigða
starfsemi heilans og taugakerfisins.
Þá inniheldur mjólk mikið magn af
B3-vítamíni sem hjálpar fólki að við-
halda stöðugri þyngd og bæta orku-
notkun. Kostir þess að neyta mjólkur
og mjólkurvara eru því óumdeildir.
Í tilefni dagsins og fyrir heilsuna:
Til hamingju landsmenn, fáið ykkur
mjólk!