Morgunblaðið - 01.06.2022, Síða 16

Morgunblaðið - 01.06.2022, Síða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022 ✝ Sveinn Rúnar Benediktsson fæddist á Húsavík 25. júlí 1978. Hann lést í Reykjavík 20. maí 2022. Foreldrar hans voru Gerður Ebba- dóttir leikskóla- kennari, f. 1.7. 1950, d. 5.2. 2004, og eiginmaður hennar Benedikt Óskar Sveinsson læknir, f. 3.6. 1951. Núverandi eiginkona Benedikts er Ragnhildur B. Jó- hannsdóttir, f. 17.9. 1950. Bróðir Sveins Rúnars er Bergur Ebbi, f. 2.11. 1981, kvæntur Rán Ingvarsdóttur, f. 2.10. 1978. Sveinn Rúnar kvæntist 1.7. 2006 eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Björnsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 18.4. 1980. Foreldrar hennar eru Guðrún Þóroddsdóttir, f. 10.9. 1952, og Björn Helgi Jónasson, f. 20.9. 1950. Systk- ini hennar eru Ingi- björg, f. 18.4. 1980, og Þóroddur, f. 12.5. 1988. Dætur Sveins Rúnars og Margrétar eru Gerður María, f. 24.3. 2008, Guðrún Marta, f. 25.4. 2012, og Ragnhildur Mar- grét, f. 25.5. 2016. Sveinn Rúnar lauk námi í viðskiptafræði og stjórnmálafræði auk MBA- gráðu í viðskiptum. Meðfram námi stundaði hann sjómennsku og ýmis verkleg störf en að námi loknu einbeitti hann sér að störfum á sviði hugbúnaðar, meðal annars með stofnun fyr- irtækja og með störfum fyrir Microsoft, Marel, alþjóðlegu baráttusamtökin Nethope og Crayon Iceland. Útför Sveins Rúnars fer fram frá Háteigskirkju í dag, 1. júní 2022, kl. 13. Ég man þegar við kynntumst á fallegum vordegi í maí. Þú varst svo hlýr og skemmtilegur. Um haustið vorum við flutt inn saman. Þú vildir hafa hlutina samkvæmt bókinni og giftast áð- ur en við eignuðumst börn. Þú baðst mín heima í október á út- skriftardeginum þínum. Þú hugsaðir stórt og við létum ekk- ert stoppa okkur. Þú sýndir mér heiminn. Keyptir 20 ára gamlan Landrover, settir tjald á þakið og við keyrðum heiminn þveran og endilangan með Gerði Maríu í næstum því tvö ár. Það var æv- intýri. Svenni, þú varst besti pabbi í heimi. Þú kenndir stelpunum okkar svo margt, fyrst og fremst að vera góðar manneskjur. Gild- in okkar; hugrekki, heiðarleiki, hamingja og hugulsemi, voru alltaf að leiðarljósi. Þú masaðir við þær á kvöldin og sagðir sög- ur frá því þú varst lítill. Þú varst stoltur af sveitinni þinni og vildir helst vera á Vík- ingavatni á afmælinu þínu. Þar áttum við svo dýrmætar stundir. Þú hefur alla tíð haft trú á mér og hvatt mig áfram í öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Fyrir það er ég afar þakklát elsku Svenni minn. Ég á þér svo margt að þakka. Ég geymi allt í hjartanu. Við áttum djúp samtöl um lífið og til- veruna. Þú hafðir alltaf áhuga- verða sýn á hlutina. Kenndir mér að horfa á stóru myndina í stað þess láta smáatriðin trufla. Heilsan þín var búin að vera slæm seinustu árin og hafði farið versnandi. Við töluðum opið um það og þú varst búinn að leita logandi ljósi að lækningu. Það var sárt að horfa upp þig svona lasinn. Þú gerðir samt þitt besta. Elsku Svenni minn. Ég sakna þín ofboðslega mikið. Ég veit ekki hvernig ég á að geta þetta án þín. Þú kunnir svo vel að velja orðin – þú sagðir mér fyrir stuttu að leiðtogar mótuðust í mótlæti. Núna er brött brekka fram undan. Ég ætla að sýna þrautseigju og með fjölskyldu- gildin okkar að leiðarljósi horfi ég fram á við. Ég lofa þér að passa vel upp á demantana okkar þrjá, Gerði Maríu, Guðrúnu Mörtu og Ragn- hildi Margréti. Ég veit að þú vakir yfir okkur ástin mín. Þín Margrét (Gréta). Sveinn Rúnar fæddist á fal- legri sumarnótt á Húsavík. Ég nýútskrifaður læknir tók sjálfur á móti honum og mikið var ég stoltur. Á þeirri stundu skap- aðist með okkur einstakt vina- samband sem hélst órofið alla tíð. Hann dafnaði vel og fljótt kom í ljós að hann var bráð- greindur og atorkusamur bæði í námi og starfi. Hann virtist jafn- vígur á allt frá flóknum hugbún- aði til sjósókna, viðgerða á bíl- um, húsum og öllu sem þurfti að bæta og laga. Enda var tilsvar hans ætíð er til hans var leitað „ekkert mál“ og það var leyst með prýði. En fyrst og fremst var hann einstakur vinur, traust- ur og hlýr öllum sem stóðu hon- um nærri. Hann eignaðist sína góðu konu, Grétu, fyrir tuttugu árum. Þau voru samstiga um alla hluti. Lögðu heiminn að fót- um sér með ótrúlegri heims- reisu, sem fáir munu eftir leika. Eignuðust saman þrjár gullfal- legar dætur, sem bera foreldr- um sínum gott vitni. Hann var til hinstu stundar vakinn og sof- inn yfir velferð þeirra allra, sem eiga um hann fallegar og hlýjar minningar. Í kjölfar illvígrar sýkingar fyrir nokkrum árum fór að bera á sérstökum sjúkdómi, sem svipti hann orkunni smátt og smátt. Þessi óþreytandi orku- bolti og langhlaupari varð að horfast í augu við að einföldustu athafnir eins og að fylgja barninu sínu í skóla voru of mik- ið álag. Hann braust fljótt til varnar. Leitaði sér lækninga hjá færustu sérfræðingum hérlendis sem erlendis og þá oft í samráði við pabba gamla, sem stóð styrkur á hliðarlínunni. Við ræddum þessi mál daglega og vorum duglegir að leita lausna. En vonir um bætta líðan og betri heilsu virtust ekki í nán- asta sjónmáli. Ég kveð þig nú góði sonur með miklum söknuði, en jafn- framt stolti yfir þínu fallega lífs- hlaupi. Guð geymi þig. Pabbi. Sveinn Rúnar bróðir minn kom í heiminn á undan mér og var reyndar á undan okkur öll- um í margvíslegum skilningi. Hann var fljótur að hugsa, fljót- ur að framkvæma og alltaf með stórar hugmyndir. Hann hafði spádómsgáfu og vissi ávallt hvað var á næsta leiti í heimi tækni og stjórnmála. Hugur bróður míns leiftraði og veröld hans var risastór, enda hafði hann ferðast um hana alla og séð frá óvenju- legum sjónarhornum. Hann las mikið, spurði mikið og var auk þess göldróttur sögumaður með einstakt næmi fyrir smáatriðum. Sveinn bróðir minn var það sem kallað er bæði „booksmart“ og „streetsmart“. Hann gat gert við bíla og öll tæki og gengið inn í hvers konar aðstæður hvar sem var í veröldinni. Hann keyrði einu sinni yfir Himalaja-fjall- garðinn á gömlum Land Rover um hávetur. En það sem stendur upp úr í sögum hans af þeirri för var ekki frásögn af fimbulkulda og fjallstindum heldur hversu vel Sveinn setti sig inn í sálrænar raunir kínversks leiðsögumanns síns meðan á ferðinni stóð. Hann bróðir minn gat sett sig í spor fólks sem hafði allt annan bak- grunn en hann sjálfur. Hann var fordómalaus og hann var ótta- laus. Hann vann á togurum öll sumur sín sem unglingur og sög- urnar af sjónum og samferða- mönnum hans þar verða mér alltaf ógleymanlegar. Mér þykir alltaf jafn ótrúlegt að hugsa til þess hvernig sautján ára strákur fór að því að starfa við hlið fíl- efldra manna í hörðum heimi sjómennskunnar. Hvað varðar bókvit Sveins ber að nefna að þegar hann skráði sig í háskóla lét hann ekki nægja minna en að klára tvær háskóla- gráður samhliða, hvora í sínu faginu, auk þess sem hann sótti sér síðar MBA-gráðu samhliða starfi og miklum önnum. Hann afkastaði einnig gríðarlega í vinnu – gat léttilega unnið á við tvo í flestu sem hann tók sér fyr- ir hendur. Hann hafði mikla ein- beitingu, sem verður sífellt fá- gætari kostur í okkar heimi, og gat lesið langar fræðilegar skýrslur og tekið þær saman á leifturhraða. Maður fékk stund- um á tilfinningu að hefðbundnar áskoranir meðalmannsins væru honum of léttar. Enda hafði Sveinn hvorki áhuga á metorðum né peningum. Orku sinni vildi hann verja í fjölskyldu sína, sem var honum kærara en allt. Ég hef aldrei augum litið nákvæm- ari og eljusamari föður og sam- band hans og Margrétar var ein- stakt. Þeim væri best lýst sem samhentum manneskjum sem létu drauma sína rætast. Allt þetta horfði lítill bróðir upp á með aðdáun sem erfitt er að lýsa. Sorgin er þung og hún brýst út í sársauka. Kannski spilar þar inn í að samhliða að- dáun þurfti ég einnig að horfa upp á bróður minn þjást af erf- iðum sjúkdómi. Það er sárt að kveðja og ég var ekki tilbúinn. Elsku Margrét, Gerður María, Guðrún Marta og Ragnhildur Margrét hafa misst einstakan mann og föður. Ég sver þess eið að halda minningu hans á lofti og elska um alla tíð. Hann hvílir nú með móður okkar á himnum og gætir okkar áfram. Bergur Ebbi. Ég verð alltaf þakklát fyrir að leiðir foreldra okkar lágu saman. Það er ekki sjálfgefið að tvær fjölskyldur dafni svona vel eins og í okkar tilviki. Þó að samgangurinn hafi ekki alltaf verið mikill þá voru þær samverustundir sem við áttum með fjölskyldum okkar góðar. Það var alltaf líf og fjör í kringum þig. Þér lá hátt róm- urinn og allir urðu þín varir þeg- ar þú mættir á svæðið. Alltaf glaður, með þinn einstaka hlátur. Þú veittir stúlkunum mínum svo fallega athygli. Mér þótti vænt um þegar þú komst norður, þá hafðir þú alltaf samband og kíkt- ir í heimsókn. Mér þótti líka ein- staklega vænt um að þegar við heyrðumst í síma þá hófst sam- talið alltaf á „hæ systir“. Það var erfitt að sjá þig í sjón- varpinu. Við hjónin höfðum ekki gert okkur grein fyrir hversu al- varleg veikindi þín voru. Elsku Gréta og dætur, elsku Bensi og mamma, elsku Bergur og fjölskylda. Hugur okkar er hjá ykkur á erfiðum tímum. Minning Sveins er ljós sem mun lýsa ykkur um ókomna tíð. Ástrós. Elsku Svenni, frændi minn. Mér er minnisstætt þegar þú komst sérstaklega til mín sem ungrar konu á erfiðum tímum til að segja mér að ég gæti ávallt leitað til þín ef á þyrfti að halda. Það hef ég svo ósjaldan gert og síðar til ykkar Grétu. Þú fylltir litla frænku stolti sem stóri frændi sem kláraði tvö háskólapróf og stóðst við hlið Bills Gates á mynd frá Microsoft-árunum þínum. Ógleymanlegt var þegar þú hljópst maraþon og fórst svo að baka vöfflur fyrir gesti og gang- andi á menningarnótt eins og ekkert væri. Þú lést þitt heldur ekki eftir liggja þegar vantaði veislustjóra í brúðkaupið okkar Sigga. Þú tókst málið í þínar hendur og leystir snilldarlega af hendi, eins og við var að búast. Oft hef ég dáðst að þér sem pabba og fjölskyldumanni. Nú síðast þegar þið fjölskyldan komuð prúðbúin og falleg í heimsókn, beint úr fermingar- myndatöku. Jafnvel í veikindum þínum, Svenni minn, ávallt jafn fróð- leiksfús, komstu mér á óvart með nákvæmum skilningi þín- um á flókinni læknisfræði. Þú kenndir mér að það eru engin vandamál, aðeins lausnir. Elsku frændi minn, hve sárt þín verður saknað. Þín frænka, Guðrún Birna. Þeim sársauka fæst ekki lýst þegar við bræður setjumst nið- ur til að skrifa fáein orð í minn- ingu frænda okkar. Ósjálfrátt reika augun reglulega yfir lyklaborðið á mynd á skrifborð- inu af okkur frændum sem tek- in var fyrir margt löngu á hlaðinu á Víkingavatni. Björn í smekkbuxum með köflóttum bótum og í stígvélum en hinir þrír klæðast samstæðum jogg- inggöllum og strigaskóm. Allir berum við stoltir málningarder- húfur með brúnu plastderi, kirfilega merktar Rex málningu og fyrirtækinu Sjöfn. Minningar af dásamlegum samverustundum hrannast upp. Endalausar ferðir í sveitina, hvort heldur sem það var með Bensa og Gerði eða pabba og mömmu. Þar lékum við okkur út með vatni, fórum á traktorn- um út á Reka bæði í skemmti- ferðir með vagninn í eftirdragi eða til að ná í rekavið, bjuggum til ævintýraheim í Sandkerling- unum, lögðum net í vatnið, að- stoðuðum afa við að kljúfa staura og við girðingarvinnu og ömmu við þau verk sem til féllu í garðinum. Fátt truflaði okkur þá, nema ef vera skyldi hvíta lakið sem amma lagði út á bæj- arhól sem þýddi að við áttum að koma heim í mat. Við bræður höfum oft staðið agndofa hjá og dáðst að dugnaði Sveins og framkvæmdagleði. Til dæmis þegar hann á unglings- aldri ákvað að hjóla norður í Kelduhverfi eða stuttu síðar stofna fatabúð í miðbænum. Ekki minnkaði aðdáunin eftir að hann kynntist Grétu fyrir einum 20 árum. Ferðalögin sem þau létu sér detta í hug og framkvæmdu voru stórbrotin þannig að hjákátlegar ferðir fólks til sólarlanda blikna í sam- anburði. Hvort sem það var lestarferð frá Helsinki til Hong Kong, bílferðalag frá austur- strönd Bandaríkjanna til þeirr- ar vestari svo ekki sé minnst á ferðalagið kringum heiminn á eldgömlum Land Rover. Eftir því sem árin liðu og samverustundum í sveitinni fækkaði heyrðum við reglulega hver í öðrum. Ef einhverjar framkvæmdir lágu fyrir þá hringdumst við á til að fá álit á framkvæmdinni, fá andlegan stuðning eins og Svenni orðaði það, áður en hafist var handa. Við sendum hver öðrum myndir þegar við höfðum dregið ís- lenska fánann að hún hvort sem var á fánadögum eða öðrum merkisdögum. Um páskana sammæltumst við um það að það væri ekki okkur að skapi að draga fánann í hálfa stöng og þótt það væri opinber fánadagur þá skyldum við ekki flagga á föstudaginn langa. Í dag drögum við þó fánann bara í hálfa stöng en í framtíðinni þegar við flögg- um þá verður það alltaf í og með í minningu og til heiðurs Svenna. Hákon og Björn Víkingur. Maímánuður tók á móti okkur með hækkandi sól og fegurð sem gaf okkur yl í hjarta og von um að dásamlegt sumar væri í vændum eftir langan vetur. Það sem í fyrstu bar vott um að verða einn besti mánuður ársins breyttist þó skjótt í hið gagn- stæða. Elsku Sveinn, við eigum eftir sakna þín svo mikið. Eftir stöndum við þó með fullt af góð- um minningum sem færa okkur bros á vör þegar sorgin sækir á. Við viljum þakka þér fyrir allt. Þú hefur ætíð reynst okkur svo vel. Traustur og góður mágur og frændi sem okkur þótti svo vænt um. Þú tókst að þér mörg verk- efni. Meðal þeirra var veislu- stjórn sem þið Gréta sinntuð þegar við James giftum okkur og leystuð þið það verkefni með stakri prýði. Við höfum ávallt verið mjög þakklát fyrir það. Við fjölskyldan eigum líka margar góðar minningar frá Víkinga- vatni. Sveitin átti svo vel við þig. Þú naust þín þar og leyfðir okk- ur hinum líka að njóta alls þess sem þessi sælureitur hefur upp á að bjóða. Vigdís minnist þess reglulega þegar þú sýndir henni fuglahreiðrin og alla litlu ung- ana. Björn Helgi tók traktors- og ökupróf í „ökuskóla Sveins“ og minnir okkur reglulega á það með glotti og bros á vör. Krakk- arnir fengu líka að fara út á bát, veiða fisk, lærðu að verka hann og borðuðu svo með bestu lyst. Ekki má heldur gleyma ótelj- andi frændsystkina- gistipartí- um bæði heima hjá okkur og hjá ykkur í Blönduhlíðinni. Elsku Sveinn okkar. Við hugsum til þín með hlýju í hjarta og þakklæti. Fram undan eru miklar áskor- anir hjá Grétu og stelpunum. Við munum standa þétt við bak- ið á þeim og verðum ávallt til staðar fyrir þær. Því getur þú treyst. Hvíldu í friði. Ingibjörg, James, Björn Helgi, Viktoría Dís og Vigdís Mjöll. „Brúnt eða svart leður?“ Þetta var það eina sem Sveinn Rúnar vinur minn sagði þegar hann vakti mig með sím- tali árla morguns á laugardegi árið 2000. Ég skildi ekki spurn- inguna í fyrstu, enda var ég ör- lítið ryðgaður svona snemma morguns en þá minnti Svenni mig á að ég hefði talað um í gleðskap kvöldið áður að ég væri að leita að meðleigjanda í litla íbúð á Ljósvallagötu sem ég var nýfluttur í. Hann minnti mig líka á þá ákvörðun sem við tókum um nóttina í hámarki gleðinnar að hann skyldi flytja inn með mér og við myndum verða eins og Joey og Chandler úr Fri- ends-þáttaröðunum sígildu. Hann var sem sagt mættur upp í Húsgagnahöll og vildi einfald- lega vita hvort ég vildi brúnt eða svart leður á Lazyboy-stólana tvo sem hann var að kaupa fyrir okkur. Þetta var upphafið á samlífi okkar Svenna. Hann flutti inn samdægurs með leð- urstólana góðu og við bjuggum saman næstu þrjú árin á Ljós- vallagötunni. Þessi ár eru sveip- uð ævintýralegum ljóma í minn- ingunni. Við vorum tveir ungir sveimhugar sem ætluðu sér að sigra heiminn saman. Báðir höfðum við óþrjótandi áhuga á tölvu- og tækninýjungum og hafði Svenni þá þegar stofnað sitt fyrsta tæknifyrirtæki, aðeins 19 ára gamall. Ljósvallagatan varð strax vinsæll samkomu- staður fyrir stóran vinahóp okk- ar og óhætt að segja að þar hafi sjaldan ríkt mikil þögn, ná- grönnum okkar til mikillar ar- mæðu. Á þessum tíma bundumst við Svenni djúpum vinaböndum, skráðum okkur saman í við- skiptafræði í HR og lentum í ýmsum ævintýrum sem ekki verða rakin hér en voru yfirleitt drifin áfram af orku og hvatvísi Svenna. Það er skrítið að hugsa aftur til þessara yndislegu ára, að hugsa um Svein, þennan af- burðagreinda frumkvöðul sem heillaði fólk upp úr skónum með ótrúlegum framkvæmdakrafti og eldmóði og standa frammi fyrir þeim raunveruleika að hann sé farinn frá okkur. Því fylgdi lam- andi vanmáttartilfinning að frétta af ótímabæru andláti hans. Upp koma alls konar til- finningar; sorg, eftirsjá, sam- viskubit og áhyggjur af hans nánustu fjölskyldu sem upplifir óskiljanlegan harm. Ég vona elsku hjartans vinur minn að þú fáir frið og hvíld á þeim stað sem þú hvílir nú á. Ég trúi að þú sért laus við þann óbærilega sársauka sem þú lýst- ir að fylgdi hinum illvíga sjúk- dómi sem þjakaði þig síðustu ár- in. Þrátt fyrir að sorg okkar sem sitjum eftir virðist óbærileg núna þá mun minningin um æv- intýri okkar og áhyggjulausu æskuárin lifa áfram. Elsku Gréta og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Saman munum við halda minn- ingu hans á loft um ókomna tíð. Þorsteinn Baldur Friðriksson. Sveinn, Svenni, var áhrifa- valdur, í orðsins fyllstu merk- ingu. Sú óbilandi trú sem hann hafði á samtakamætti nokkurra unglinga í MR til að standa í stórtækri glansblaðaútgáfu, án nær nokkurrar aðkeyptrar vinnu, var áhrifamikil lífsreynsla sem fylgt hefur okkur alla tíð. Svenni sannfærði okkur um að við gætum gert allt upp á eigin spýtur og við vildum svo sann- arlega fylgja Svenna inn í fram- tíðina. Hann var með þessa ómótstæðilegu orku og yfirveg- aðan sannfæringarmátt. Líkt og hann sæi alltaf inn í framtíðina og skildi heiminn aðeins á undan öllum öðrum. Raungóður og réttsýnn. Vinur vina sinna. Það voru forréttindi fyrir okk- ur að dragast inn á orkusvið Svenna á þessum mótandi menntaskólaárum. Það mun ávallt eima eftir af áhrifum hans í lífi okkar, sem vorum svo lán- söm að verða samferða honum spölkorn. Við vottum fjölskyldu Svenna okkar dýpstu samúð. Ritstjórn Skólablaðs MR 1999, Arnbjörg María Danielsen, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Davíð Þór Þorsteinsson, Hallur Helgason, Hjördís Stefánsdóttir, Valgerður B. Eggertsdóttir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Sveinn Rúnar Benediktsson HINSTA KVEÐJA Elsku Svenni, kæri tengdafrændi. Mér gafst ekki færi á að segja þér að ég dáðist að atorkusemi þinni, dugnaði og krafti, sama hvernig vindar blésu. Þú varst ævintýramaður, alltaf ráðagóður og varpað- ir jafnan nýju ljósi á hlut- ina. Betri fjölskylduföður er vart að finna, umhyggju- saman og hlýjan. Þú varst og verður áfram fyrir- myndin mín. Sigurður Loftur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.