Morgunblaðið - 01.06.2022, Side 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
„SEM STENDUR ER BEST AÐ VIÐ HÖLDUM
ÞÉR ÚR KASTLJÓSINU – OG KOMUM
ÞANNIG Í VEG FYRIR AÐ ÞÚ UNGIST ÚT.“
„ÉG HELD AÐ VIÐ SÉUM BÚNIR AÐ TÝNA
SLÓÐINNI.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að ganga saman arm
í arm.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
BÍÓMYND KVÖLDSINS
ER… „RISABLÓÐSUGUIGLAN…
OG HVERNIG
ENDAR ÞAÐ NÚ?
GEGN SKAÐABÓTA-
LÖGMANNINUM“
ÉG BÆTTI VIÐ ÞEYTTUM RJÓMA!
NEI, Í RAUN
EKKI…
ENN
BETRA!
KLÚÐUR EHF.
ALMANNATENGLAR
VÁ, HELGA! SNILLINGUR ERTU! FROÐAN Á BJÓRNUM
SEM ÞÚ HELLTIR ER SÚ FLOTTASTA SEM ÉG HEF SÉÐ!
aftur til Akureyrar þar sem þau
bjuggu alla tíð, lengst af á Brekkunni.
Foreldrar Margrétar voru hjónin
Ólafur Sigurðsson kaupmaður og
fyrrverandi formaður íþróttafélags-
ins Vals, f. 17.12. 1907, d. 27.8. 1960,
og Lára Hannesdóttir húsmóðir, f.
27.9. 1910, d. 25.3. 1957. Þau bjuggu
alla tíð í Reykjavík.
Börn Hreins og Margrétar eru: 1)
Lára, kennari og náms- og starfs-
ráðgjafi, Kópavogi, f. 9.7. 1964, hún er
gift Erlingi S. Jóhannssyni, prófessor
við HÍ. Börn þeirra eru Agnes,
sjúkraþjálfari í Reykjavík, f. 17.6.
1990, í sambúð með Sveini G. Sveins-
syni, barn þeirra er Lára Björk, f.
10.7. 2021; Jóhann, viðskiptafræð-
ingur, Reykjavík, f. 18.11. 1994, í
sambúð með Heklu Sól Þrast-
ardóttur; Þóra, nemi, Kópavogi, f.
25.1. 2002. 2) Ólafur byggingafræð-
ingur, Akureyri, f. 15.4. 1967, hann er
kvæntur Sigurbjörgu Maríu Ísleifs-
dóttur tannsmið. Börn þeirra eru
Símon Hreinn, nemi á Akureyri, f.
23.1. 1989, börn hans eru Nathan Óli,
f. 21.1. 2016 og Embla Nótt, f. 8.8.
2017; Margrét Ída nemi í Reykjavík,
f. 18.1. 1999, í sambúð með Pétri
Magnúsi Péturssyni; Ásdís Jana,
nemi í Reykjavík, f. 28.10. 2001. 3)
Guðni, framkvæmdastjóri, Hafn-
arfirði, f. 6.12. 1971, hann er kvæntur
Þóreyju Þöll Vilhjálmsdóttur flug-
freyju, f. 6.12. 1971. Börn þeirra eru
Alma Guðrún, nemi í Hafnarfirði, f.
10.11. 1994, í sambúð með Kristni
Inga Guðjónssyni; Eva Margrét,
nemi í Hafnarfirði, f. 10.11. 1994;
Vera Mekkín, nemi í Hafnarfirði, f.
2.1. 2006, kærasti hennar er Enok
Atli Reykdal; Elí Jökull, f. 22.12.
2011. 4) Hans, sagnfræðingur,
Reykjavík, f. 18.2. 1980.
Bróðir Hreins er Hjörtur Pálsson,
f. 5.6. 1941, prestur og cand. mag. í
íslensku í Kópavogi.
Foreldrar Hreins voru Páll Ólafs-
son, f. 27.11. 1908, d. 15.1. 1982, iðn-
verkamaður á Akureyri, og Hulda
Guðnadóttir, f. 10.4. 1913, d. 11.11.
2002, saumakona á Akureyri.
Vinkona Hreins er Anna Gréta
Baldursdóttir, fyrrverandi verslunar-
eigandi.
Hreinn
Pálsson
Kristjana Guðlaugsdóttir
húsfreyja á Litlu-Tjörnum og víðar
Páll Jónsson
bóndi á Litlu-Tjörnum í
Ljósavatnsskarði og víðar
Ólafur Pálsson
bóndi á Sörlastöðum
Guðrún Ólafsdóttir
húsfreyja á Sörlastöðum í Fnjóskadal
Páll Ólafsson
iðnverkamaður á Akureyri
Guðný Jónsdóttir
húsfreyja á Sörlastöðum
Ólafur Guðmundsson
bóndi á Sörlastöðum
Guðrún B. Guðnadóttir
húsfreyja í Jarlsstaðaseli
Þórsteinn Þórsteinsson
bóndi í Jarlsstaðaseli
í Bárðardal
Guðni V. Þórsteinsson
bóndi á Melum og víðar í Fnjóskadal
Jakobína K. Ólafsdóttir
húsfreyja á Melum og víðar í Fnjóskadal
Hildur H. Jóhannesdóttir
húsfreyja í Grímshúsum
Ólafur Guðnason
bóndi í Grímshúsum í Aðaldal
Ætt Hreins Pálssonar
Hulda Guðnadóttir
saumakona á Akureyri
Á Boðnarmiði hefur Sigurlín
Hermannsdóttir það fyrir satt
að fíflauppskeran sé sérlega mikil
þetta árið:
Kima þjóðlífs þekki og skil.
Um þetta skrifa og segi
fíflum gengur flest í vil
á fögrum sólardegi.
Ingólfur Ómar Ármannsson
sagði á mánudag: „Nú fer að stytt-
ast í að rigni“:
Glóey varma gefur mér
gróður skrælir allan.
Hitabrækjan búin er
að brenna á mér skallann.
Hallmundur Kristinsson staddur
fyrir norðan:
Veðráttuna vil ég ekki niðra.
Vart er þetta svo sem illa meint.
Efalaust er rok og rigning syðra,
en ráðum beitt til þess það fari leynt.
Guðmundur Arnfinnsson horfir
út á voginn:
Ljómar árdags geisla glóð
gyllir bárur smáar.
Hvítur már um fjarðar flóð
flýtur á gárum sjávar.
Og hér yrkir Guðmundur um sjó-
slys:
Tvo þrasgjarna kokka ég þekki,
og þeir voru uppi’á dekki,
en duttu á kaf
í dimmblátt haf,
þegar kastaðist með þeim í kekki.
Enn segir Guðmundur: „Svo kvað
Epíkúros:
Vinur minn góður kneyfðu af krús þinni
öl,
kættu sál þína, meðan áttu þess völ.
Lifðu í dag og gleymdu gærdagsins kvöl,
gríptu hverja ánægjustund, sem er föl.
Philip Vogler Egilsstöðum svar-
aði:
Frá er líður föl er stund
fallin gleymsku í
því gleður ekki lengi lund
né líkar fyllerí.
Fyrir hálfum mánuði eða svo orti
Hólmfríður Bjartmarsdóttir og
sagði „Ósköp ætlar seint að hlýna í
ár“:
Nú er mér á kjúkum kalt
og kvarta, enda gamalt hró.
en brennivínið bætir allt
bara það sé drukkið nóg.
En það var komið annað hljóð í
strokkinn á sunnudag:
Nú lifnar allt sem ekki kól
eins og vera ber.
Loks er rauðgul sumarsól
sést á Fiskasker
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af fíflum og rauðgulri
sumarsól