Morgunblaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022
_ Eiður Smári Guðjohnsen var í gær
orðaður við starf yfirmanns knatt-
spyrnumála hjá gríska félaginu AEK
frá Aþenu, í netmiðlinum Gazetta.gr.
Eiður lék með AEK tímabilið 2011-12
en þá var Arnar Grétarsson einmitt
yfirmaður knattspyrnumála hjá félag-
inu. AEK hafnaði í fimmta sæti grísku
úrvalsdeildarinnar á nýliðnu tímabili.
_ Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, skýrði frá því í gær að Karim
Benzema, franski sóknarmaðurinn hjá
Real Madrid, hefði verið valinn besti
leikmaður Meistaradeildar karla tíma-
bilið 2021-22. Þá hefði samherji hans
Vinícius Junior verið valinn efnilegasti
leikmaðurinn. Benzema fór á kostum í
Meistaradeildinni og skoraði 15 mörk
fyrir Real Madrid og Vinícius skoraði
sigurmarkið gegn Liverpool í úrslita-
leiknum í París síðasta laugardags-
kvöld.
_ Orri Freyr Gíslason, fyrrverandi
leikmaður Vals, fékk ekki leikheimild í
Sviss til að spila með Kadetten í úr-
slitakeppninni um svissneska meist-
aratitilinn í handknattleik. Aðalsteinn
Eyjólfsson þjálfari Kadetten staðfesti
þetta á netmiðlinum handbolti.is í
gær. Orri tók fram skóna eftir þriggja
ára hlé og hóf æfingar með Kadetten
fyrir skömmu en félagið taldi að hann
yrði strax löglegur þar sem hann var
hvergi samningsbundinn. Svo reyndist
ekki vera.
_ Króatíski knattspyrnumaðurinn
Ivan Perisic gekk í gær til liðs við
enska félagið Tottenham og samdi við
það til tveggja ára. Hann var laus allra
mála hjá Inter Mílanó á Ítalíu en þar
lék hann frá 2015 og varð ítalskur
meistari með liðinu 2021, þá undir
stjórn Antonios Contes, núverandi
knattspyrnustjóra Tottenham. Perisic
var lánaður til Bayern München tíma-
bilið 2019-20 og varð þá Evrópumeist-
ari með félaginu. Hann er 33 ára kant-
maður og hefur skorað 32 mörk í 113
landsleikjum fyrir Króatíu.
_ Enska knattspyrnusambandið sekt-
aði í gær Frank Lampard, knatt-
spyrnustjóra Everton, um 30 þúsund
pund fyrir ummæli hans í fjölmiðlum
eftir ósigur gegn Liverpool, 2:0, í
ensku úrvalsdeildinni á Anfield í apríl.
Lampard var mjög óhress þegar lið
hans fékk ekki vítaspyrnu og sagði eft-
ir leikinn: „Þetta var vítaspyrna en
maður fær ekki slíkt á Anfield. Ef þetta
hefði verið Mohamed Salah fyrir fram-
an The Kop hefði eflaust verið dæmt
víti.“
_ Patrik Sigurður Gunnarsson,
landsliðsmarkvörður í fótbolta, hefur
verið sakaður um svindl með félagsliði
sínu Viking í Noregi. Er hann sakaður
um að gera markið
sitt minna er liðið
leikur á heima-
velli. Norski mið-
ilinn segir
Patrik hafa
fært stang-
irnar inn á
við í síð-
ustu tveim-
ur leikjum, eftir
að aðstoðardóm-
arinn hafði skoð-
að markið og
gefið samþykki
um að allt
væri með
felldu. Lands-
liðsmaðurinn
neitaði í samtali
við Aftonbladet að
um svindl af ásettu
ráði væri að ræða.
Eitt
ogannað
DANMÖRK
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Það er svolítið síðan ég frétti af
áhuga frá þeim og þetta er búið að
vera í bígerð en það var ekkert ljóst
fyrr en í dag. Þetta er búið að liggja
í loftinu í smátíma,“ sagði Lovísa
Thompson, landsliðskona í hand-
bolta, í samtali við Morgunblaðið
eftir að hún gekk í raðir danska fé-
lagsins Ringkøbing frá Val.
„Í fyrsta lagi er liðið í dönsku úr-
valsdeildinni og svo er þetta góður
þjálfari sem ég hef heyrt mjög góða
hluti um. Ég átti gott spjall við hann
sem lét mér lítast vel á þetta verk-
efni. Þá er þetta líka félag þar sem
ég tel mig geta bætt mig og fengið
einhverjar mínútur líka. Ég hefði
kannski getað farið í eitthvert betra
lið en ekki fengið að spila. Ég hefði
þá æft með betri leikmönnum en
ekki fengið mínútur. Það er þvílíkur
plús að fá mínútur. Þessi ákvörðun
var sambland af þessu öllu,“ sagði
Lovísa um þá ákvörðun að semja við
Ringkøbing.
Ólust upp hjá Gróttu
Landsliðsmarkvörðurinn Elín
Jóna Þorsteinsdóttir, sem er uppal-
in hjá Gróttu eins og Lovísa, gekk í
raðir Ringkøbing fyrir síðustu leik-
tíð. Þá lék Hrafnhildur Skúladóttir á
sínum tíma undir stjórn þjálfarans
Jespers Holmris hjá SK Aarhus og
þær bera honum vel söguna.
„Ég hef heyrt góða hluti frá Elínu
Jónu og svo hef ég rætt við forráða-
menn félagsins og þetta lítur út eins
og jákvætt og skemmtilegt skref.
Ég hef heyrt að þetta sé mikill
handboltabær og mikið líf í kringum
boltann þarna. Í Danmörku er
handboltinn líka stór og það skiptir
miklu máli. Þetta var allt býsna já-
kvætt hjá Elínu. Hún talaði um að
þjálfarinn væri góður og hann þjálf-
aði Hröbbu Skúla líka og hún talaði
vel um hann. Þetta er flott umhverfi
fyrir unga leikmenn til að þroskast
líka. Deildin heima er ekki hátt
skrifuð og þetta er góður staður fyr-
ir íslenska leikmenn til að taka
næsta skref. Maður sér t.d. þvílíkan
mun á Söndru [Erlingsdóttur] eftir
að hún fór til Danmerkur. Leikstíll-
inn hennar er öðruvísi, hún hefur
bætt sig mikið og núna er hún á
leiðinni í efstu deild í Þýskalandi.“
Fyrsta skrefið til að ná lengra
Danska deildin er töluvert sterk-
ari en sú íslenska og Lovísa viður-
kennir að það verði mikil áskorun að
taka skrefið til frændþjóðarinnar.
„Mér líst þokkalega á þessa
áskorun og ég held að það geti orðið
spennandi að henda sér í djúpu
laugina. Ég veit ekki beint við
hverju ég á að búast en það verður
áhugavert að komast í umhverfi þar
sem ég sé fram á að komast nær
þessum leikmönnum. Þegar maður
spilar á móti þessum leikmönnum
gæti maður fundið fyrir því að mað-
ur gæti farið aðeins lengra. Að spila
í þessari deild er fyrsta skrefið í því.
Hvort sem það gengur vel eða illa
þá verður þetta rosalega lærdóms-
ríkt. Ég er búin að vinna að því að
komast út að spila frá því ég var
krakki. Ég er mjög þakklát að fá
tækifæri til þess. Þau hjá Val hafa
verið skilningsrík. Þau vilja allt fyrir
mig gera og ég er mjög þakklát að
hafa fengið þann stuðning,“ sagði
hún.
Lovísa hefur í áraraðir verið einn
besti leikmaður deildarinnar heima,
þrátt fyrir ungan aldur. Hún var
rétt skriðin yfir fermingaraldur
þegar hún var í aðalhlutverki í Ís-
landsmeistaraliði Gróttu og hefur
hún verið í fremstu röð á Íslandi síð-
an. Hún telur sig geta bætt sig sem
leikmann á nýjum vettvangi.
Lærðu á meðan þær voru úti
„Ég er spennt að sjá hvernig það
þróast. Ég veit ekki alveg við hverju
ég á að búast. Ég held að um leið og
ég kemst í umhverfi þar sem ég er
að fara að æfa með betri leik-
mönnum þurfi ég virkilega að hafa
fyrir öllu og um leið ætti maður að
taka framförum. Ég á margt eftir
ólært og ég finn það þegar ég er að
spila alþjóðlega leiki. Líkamlegur
styrkur, hraði og allt það líka. Um
leið og ég kemst í umhverfi þar sem
er spilað á hærra stigi þá kemst
maður vonandi sjálfkrafa í það
mynstur. Ég vona að ég geti nýtt
mér það. Maður sér leikmenn eins
og Rut [Jónsdóttur] og þessar stelp-
ur sem fóru ungar út, þær búa yfir
rosalega flottum eiginleikum sem
þær lærðu á meðan þær voru úti.
Ég vonast til að þróast sem leik-
maður og umhverfið skiptir rosa-
lega miklu máli,“ sagði Lovísa.
Lovísa hefur áður fengið tækifæri
til að taka skrefið út í atvinnu-
mennsku, en vildi bíða eftir rétta
augnablikinu. Hún tók sér hlé frá
handbolta í lok síðasta árs og telur
að ögrun og áskorun sé það sem hún
þarfnast á ferlinum á þessum tíma-
punkti.
„Ég er að útskrifast úr háskóla
núna og ég er búin að vera lengi á
Íslandi að spila í svipuðu umhverfi.
Ef ég ætla að þróast og bæta mig
sem leikmaður þá tel ég þetta hafa
verið réttasta skrefið. Ef ég ætlaði
að vera áfram í Val, sem hefði verið
frábært, þá væri ég enn þá í þæg-
indarammanum mínum. Ég er að
fara út til að ögra sjálfri mér og
prófa eitthvað nýtt. Pásan sem ég
tók fyrir áramót var af því að ég var
komin með nóg af handbolta því ég
var alltaf í sama hjólfarinu. Ég var
komin með leiða á handbolta og að
vera í sömu rútínunni. Ég vil ekki
staðna og því ætla ég að demba mér
í djúpu laugina,“ sagði Lovísa
Thompson.
Fer út til að ögra sjálfri mér
- Lovísa Thompson samdi við Ringkøb-
ing - Dembir sér í djúpu laugina
- Á margt eftir ólært - Mjög þakklát Val
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Danmörk Lovísa Thompson hefur gert samning við danska úrvalsdeildar-
félagið Ringkøbing. Hún kemur til félagsins frá Val.
Miðasalan fyrir heimaleiki íslenska
karlalandsliðsins í fótbolta gegn
Albaníu og Ísrael í Þjóðadeild
UEFA fer hægt af stað.
Ísland leikur við Ísrael ytra ann-
að kvöld og svo heimaleiki gegn
Albaníu 6. júní og Ísrael 13. júní í
Þjóðadeildinni. Þess á milli mætir
Ísland San Marínó í æfingaleik.
Ísland leikur í B-deild keppn-
innar í fyrsta skipti eftir tvö tímabil
í A-deild. Sigurvegarinn í riðlinum
fer upp í A-deild. Ekkert lið fellur,
þar sem Rússum hefur verið vikið
úr keppni.
Miðasalan fer
hægt af stað
Morgunblaðið/Unnur Karen
Laugardalsvöllur Miðasalan fyrir
leiki Íslands í júní fer hægt af stað
Handknattleikskonan Sigríður
Hauksdóttir er komin til liðs við Val
frá HK og hefur samið við Hlíðar-
endafélagið til tveggja ára.
Sigríður lék ekkert á síðasta
tímabili eftir að hafa eignast barn
en hún er vinstri hornamaður og á
að baki 21 A-landsleik fyrir Íslands
hönd. Hún skoraði 69 mörk í 14
leikjum með HK í úrvalsdeild tíma-
bilið 2020/21.
Móðir hennar og amma eru tvær
af bestu handboltakonum Íslands-
sögunnar, þær Guðríður Guðjóns-
dóttir og Sigríður Sigurðardóttir.
Sigríður skiptir úr
HK í Val
Morgunblaðið/Eggert
Valur Landsliðskonan Sigríður
Hauksdóttir er gengin í raðir Vals.
Martin Hermannsson landsliðs-
maður í körfuknattleik gæti misst af
öllu næsta keppnistímabili í kjölfar
þess að hann sleit krossband í hné í
leik með Valencia gegn Baskonia í
úrslitakeppninni á Spáni í fyrra-
kvöld. Það reyndist lokaleikur Val-
encia, sem tapaði einvíginu 1:2, og
gæti hafa verið lokaleikur hans með
félaginu.
Martin kom til Valencia sumarið
2020 og gerði þá svokallaðan 2+1-
samning, þ.e. samning til loka tíma-
bilsins 2021-22 með möguleikanum á
framlengingu til eins árs.
Meiðsli hans eru líka áfall fyrir ís-
lenska landsliðið sem hefði væntan-
lega notið hans í mikilvægum leikj-
um í undankeppni HM í júlí og
ágúst. Ísland á raunhæfa möguleika
á að komast á HM 2023. Sú keppni
fer fram í Japan, Indónesíu og á Fil-
ippseyjum haustið 2023 og Ísland
mætir Hollandi í byrjun júlí og síðan
Georgíu, Spáni og Úkraínu eða
Norður-Makedóníu í ágúst.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Krossband Körfuknattleiksmaðurinn Martin Hermannsson verður frá
keppni næstu mánuðina eftir að hann sleit krossband í leik með Valencia.
Allt næsta tímabil
farið hjá Martin?
- Sleit krossband í hné í fyrrakvöld