Morgunblaðið - 03.06.2022, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3. J Ú N Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 129. tölublað . 110. árgangur .
FRÍTT KAFFI
ALLAN HRINGINN
*Kaffi frá vinum okkar í Te & Kaffi er á öllum stöðvum Orkunnar fyrir utan á Seyðisfirði, Hvolsvelli og í Ólafsvík.
Þú færð frítt kaffi í sumarfríinu með Orkulyklinum.
Kynntu þér staðsetningar á orkan.is/afslattur/*
Orkan — fyrir ferðalagið
HEIMILDAR-
MYNDIR OG
VERK Í VINNSLU KVEÐJA OG HEILSA
JAFNTEFLI
GEGN ÍSRAEL
Í ÞJÓÐADEILD
ÚR GUÐRÚNARTÚNI 6 FYRSTA STIGIÐ Í HÚS 26SKJALDBORG 28
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Um þúsund manns hafa verið ráðn-
ir til starfa hjá Isavia, Airport
Associates og Icelandair á Kefla-
víkurflugvelli fyrir sumarið. Það er
tugprósenta fjölgun milli ára.
Brynjar Már Brynjólfsson,
mannauðsstjóri móðurfélags Isavia,
segir um 700 manns hafa starfað
hjá félaginu á Keflavíkurflugvelli
um síðustu áramót. Síðan hafi verið
ráðnir um 300 sumarstarfsmenn.
Samanlagt verði um 950 starfs-
menn í sumar en þeir voru um 700 í
fyrrasumar. Það er 36% fjölgun
milli ára.
Sigþór Kristinn Skúlason, for-
stjóri Airport Associates, segir
fyrirtækið hafa ráðið 170 manns
undanfarið. Því munu um 370 starfa
hjá því í sumar, en starfsmenn voru
um 250 í fyrrasumar.
„Ég met stöðuna þannig að innan
tveggja ára verðum við aftur komin
í svipaða stærð og sumarið 2018 og
þá með 600-700 starfsmenn. Það
held ég að sé raunhæft markmið,“
segir Sigþór Kristinn um stöðuna.
Hjá Icelandair fengust þær upp-
lýsingar að fyrirtækið hefði ráðið
um 1.200 manns fyrir sumarið. Alls
muni 3.600 starfa hjá því í sumar,
en starfsmenn voru 2.500 í fyrra-
sumar. Af þessum 1.200 sem voru
ráðnir í sumar, væru um 500 á
jörðu niðri.
Þúsund störf á vellinum
- Isavia, Airport Associates og Icelandair ráða fólk á Keflavíkurflugvöll í sumar
MRáða þúsund manns … »12
Staðfest hefur verið að meinvirkt af-
brigði ISA-veirunnar sem getur
valdið blóðþorra í laxi hefur greinst í
sýnum úr laxi á tveimur kvíabólum
Ice Fish Farm í Berufirði, það er
Hamraborg og Svarthamarsvík.
Fiski verður slátrað upp úr kvíunum
og fjörðurinn hvíldur. Þegar því
verki lýkur hefur þurft að slátra
nokkrum milljónum laxa, úr öllum
kvíum fyrirtækisins á helstu eldis-
svæðunum, Reyðarfirði og Beru-
firði.
Fyrirtækið vinnur nú að áætl-
unum um eldi á næstu árum. Kvía-
bólin verða rekin sjálfstætt og stefnt
er að því að hefja bólusetningu gegn
ISA. Jens Garðar Helgason aðstoð-
arforstjóri segir að sýkingin setji
strik í reikning fyrirtækisins en ver-
ið sé að setja út mikið af seiðum
þannig að slátrun ætti að komast á
gott skrið seinni hluta næsta árs. »4
Morgunblaðið/Eggert
Berufjörður Unnið við laxeldið.
Slátrað úr
kvíabólum á
Austfjörðum
Mikið var um dýrðir í Bretlandi í gær, þegar há-
tíðahöld í tilefni af 70 ára valdaafmæli Elísabetar
2. Bretadrottningar hófust með veglegri her- og
flugsýningu í miðborg Lundúna.
Elísabet stóð á svölum Buckingham-hallar
meðan á herlegheitunum stóð ásamt Kamillu,
hertogaynju af Cornwall, Karli Bretaprins, Katr-
ínu og Vilhjálmi af Cambridge og barnabarna-
börnum sínum, þeim Loðvík, Karlottu og Georg.
Fylgdust þau með flugsýningunni af miklum
áhuga, en talið er líklegt að þetta verði síðasti
stórviðburðurinn í valdatíð Elísabetar. »2 og 13
AFP/Jonathan Brady
Flugsýning til heiðurs Bretadrottningu
_ „Við teljum að út frá náttúru-
verndarsjónarmiðum yrði þetta
rask talsvert minna en við sam-
bærilegar framkvæmdir víða ann-
ars staðar,“ segir Elías Jónatans-
son, orkubússtjóri Orkubús Vest-
fjarða, um hugsanlega virkjun í
Vatnsfirði. Orkubúið gerir nú
frumáætlanir um virkjun í Vatns-
firði, þótt rannsóknarleyfi hafi enn
ekki fengist. Telur Elías að virkj-
un í firðinum gæti haft mjög já-
kvæð áhrif á raforkuöryggi á
Vestfjörðum. »10
Gera frumáætlun um
virkjun í Vatnsfirði