Morgunblaðið - 03.06.2022, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
70 ára krýningarafmæli Elísabet-
ar II Bretadrottningar var haldið í
gær. Af því tilefni efndi breska
sendiráðið í Reykjavík og sendi-
herrann Bryony Mathew til garð-
veislu, sem fór fram í Höfuðstöð-
inni í Elliðaárdalnum.
Margmenni var í veislunni en
sendiherrar frá fjölmörgum sendi-
ráðum á Íslandi létu sjá sig. Voru
veigar og matur í boðinu, meðal
annars sérstakur hátíðarbúð-
ingur. Þá var lifandi tónlist spiluð
fyrir gestina og breski þjóðsöng-
urinn, God Save The Queen, meðal
annars sunginn.
Mathew nýtti tækifærið þegar
hún ávarpaði gestina og rifjaði
upp opinbera heimsókn Breta-
drottningar til Íslands sumarið
1990. Drottningin kom til landsins
í einkaþotu en Vigdís Finnboga-
dóttir, þáverandi forseti Íslands,
tók á móti henni.
Veisluhöld vegna krýningarafmælis Elísabetar II Bretadrottningar í Elliðaárdal
Blásið til
garðveislu í
Elliðaárdal
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Nýtt kjörtímabil hjá sveitarstjórn
Strandabyggðar virðist hefjast með
óvenjulegum hætti. Fimm fráfarandi
fulltrúar í sveitarstjórn Stranda-
byggðar sendu frá sér harðorða
ályktun í vikunni. Höfðu þau verið
kjörin í persónukjöri í kosningunum
2018, þar sem ekki voru framboðs-
listar í kjöri til sveitarstjórnar í
Strandabyggð í það skipti. Segjast
þau hafa setið undir ásökunum und-
anfarið um brot á samþykktum,
reglum og lögum.
„Hitt eigum við svo öll sameigin-
legt, nú í lok kjörtímabils, að við
göngum löskuð frá borði. Við höfum
setið undir ásökunum, dylgjum og
rógburði. Vegið hefur verið með
þeim hætti að mannorði okkar og
æru, að ekki verður við unað. Við
krefjumst nánari skýringa. Nýkjör-
inn oddviti Strandabyggðar og leið-
togi T-listans í sveitarstjórn hefur
sagt opinberlega og ítrekað að við
höfum tekið ákvarðanir sem „stang-
ast á við sveitarstjórnarlög, sam-
þykktir Strandabyggðar og siðaregl-
ur Strandabyggðar“. Einnig hefur
hann talað um „sérhagsmunagæslu
sveitarstjórnarfulltrúa og vara-
manna“ og greint frá „óheppilegum
og óæskilegum tengingum þeirra við
styrkúthlutanir og aðra ráðstöfun
fjármagns eða eigna sveitarfé-
lagsins“.
Sérstaklega hefur hann í þessu
sambandi nefnt „alls kyns styrkút-
hlutanir til safna og fyrirtækja sem
tengjast sveitarstjórnarfulltrúun-
um.“
Eins hefur nýkjörinn oddviti borið
fram ásakanir um að við höfum tekið
ónefndar eignir sveitarfélagsins
traustataki og tekið „ákvörðun um
að gefa þær einstaklingum sem
tengjast fulltrúum í sveitarstjórn
beint,“ segir meðal annars í ítarlegri
yfirlýsingu, en undir hana skrifa:
Jón Gísli Jónsson, Guðfinna Lára
Hávarðardóttir, Ásta Þórisdóttir,
Pétur Matthíasson og Jón Jónsson.
Uppsögnin ólögmæt
Þar er átt við Þorgeir Pálsson,
fyrrverandi sveitarstjóra. Honum
var sagt upp fyrir ári en með hann í
oddvitasætinu fékk Strandabanda-
lagið 57% atkvæða í kosningunum í
síðasta mánuði. Héraðsdómur Vest-
fjarða dæmdi í apríl uppsögn Þor-
geirs ólögmæta og sagði hana hafa
verið án efnislegra skýringa.
Morgunblaðið hafði samband við
Þorgeir í gær og spurði hvort hann
hygðist bregðast við yfirlýsingu
fimmmenninganna. Þorgeir gaf ekki
kost á viðtali um þetta viðfangsefni
og sagðist vera að leika sér með
krökkunum í Ungmennafélaginu
Geislanum.
Í yfirlýsingunni setur sveitar-
stjórnarfólkið fráfarandi fram
spurningar í sjö liðum og fer fram á
að þær verði teknar fyrir á fyrsta
fundi nýrrar sveitarstjórnar. Sá
fundur er á dagskrá hinn 14. júní.
Hörð átök í pólitíkinni á Hólmavík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Strandabyggð Hitnað hefur í kolunum í bæjarmálunum á Hólmavík.
- Fimm fráfarandi sveitarstjórnarmenn í Strandabyggð segja farir sínar ekki sléttar - Óska eftir því
að ásakanir um ýmiss konar brot verði teknar fyrir á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar um miðjan júní
Jón
Jónsson
Þorgeir
Pálsson
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
„Þetta snýst ekki bara um varnar-
garða, hvort þeir verði settir upp eða
af hverjum, heldur snýst þetta um
það að við erum á óróatímabili á
Reykjanesskaga sem hófst í byrjun
árs 2020,“ segir Björn Oddsson hjá al-
mannavörnum.
Björn hélt erindi í gær um sögu
óróatímabila á Reykjanesskaga, á
fundi almannavarna og bæjaryfir-
valda Grindavíkur um uppbyggingu á
varnargörðum vegna eldgosahættu
sem ríkir þar.
Björn segir að almannavarnir vinni
nú að því að búa fólk og kerfið undir
að takast á við tímabil óróa sem muni
líklega vera viðvarandi næstu áratugi.
Fannar Jónas-
son, bæjarstjóri
Grindavíkur, segir
mikilvægt að ríkis-
valdið taki ákvörð-
un um uppbygg-
ingu varnarmann-
virkja á Reykja-
nesskaga og fjár-
magni fram-
kvæmdirnar þegar
að þeim kemur.
„Það má segja að stóra verkefnið sé
hjá ríkisvaldinu. Við treystum á það
og teljum okkur vita að það verði
staðið vel að því og stutt við bakið á
Suðurnesjamönnum og íbúum þessa
svæðis,“ segir Fannar.
Hann segir ekki of seint að grípa til
aðgerða og nú horfi yfirvöld á stóra
samhengið hvað varðar nýtt óróa-
tímabil á Reykjanesskaga.
Forvarnaraðgerðir
Starfshópurinn Varnir mikilvægra
innviða kynnti í gær almannavörnum
og bæjaryfirvöldum Grindavíkur til-
lögur að varnarmannvirkjum á Suð-
urnesjum, í ljósi þeirrar eldvirkni sem
er þar.
Ari Guðmundson, byggingarverk-
fræðingur hjá Verkís, leiddi hópinn.
Hann segir að tillögurnar fjalli líka
um gerð viðbragðsáætlana, svo allir
séu á sömu blaðsíðu ef eldgos verður.
Ari bætir því við að í raun sé boltinn
nú hjá almannavörnum og stjórnvöld-
um sem ákveði hver næstu skref
verði.
„Við erum að tala um að fara í for-
varnaraðgerðir, byggja þessa garða
fyrir atburði en ekki í miðjum atburði.
Það er mikill greinarmunur þar á. Þá
er hægt að vinna með þessa varnar-
garða út frá betra efni, keyra að betra
efni og hægt að þjappa það betur
þannig að þetta verði sterkbyggðara
mannvirki,“ segir Ari.
Búa fólk undir áratuga óróatímabil
- Fundað um stöðuna á Reykjanesskaga í gær - Stóra verkefnið er hjá ríkisvaldinu - Bæjarstjórinn
telur að vel verði stutt við Suðurnesjamenn - Þarf að byggja garðana áður en atburðirnir eiga sér stað
Björn
Oddsson
Fannar
Jónasson
Ari
Guðmundsson