Morgunblaðið - 03.06.2022, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.06.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022 www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000kr. 25% afsláttur BREKKA34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIGPLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐÁGARÐHÚSUM! Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég er þakklátur öllum þeim sem hafa lagt okkur lið hérna í Guðrún- artúni. Við kveðjum og þökkum starfsfólki Pipars auglýsingastofu, sem hefur skotið yfir okkur skjóls- húsi þessa þrjá mánuði,“ segir Sveinn Rúnar Sigurðsson, læknir og forsprakki samtakanna Flotta- fólk sem hafa skipulagt móttöku fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Fá stærra húsnæði í Vesturbænum Í gærkvöldi var síðasti dagurinn þar sem veittur var matur og þjón- usta í Guðrúnartúni 8. Þar hefur flóttafólkið frá Úkraínu getað gengið að kvöldverði frá því það fór að koma til landsins eftir innrás Rússa í heimalandið. Hér eftir verður sams konar þjónusta í boði að Aflagranda 40 í Vesturbæ Reykjavíkur en þar hefur Reykja- víkurborg lagt samtökunum til hús- næði. „Þetta er stærra húsnæði en í Guðrúnartúni og getur nýst okkur undir stærri hópa og viðburði. Við munum færa alla úthlutun í Nes- kirkju og þar getur fólk frá Úkra- ínu nálgast nauðsynjavörur, sér að kostnaðarlausu. Við erum einmitt með kennslustofur í húsnæði Nes- kirkju og svo er fjölskyldumiðstöð- in enn í Hátúni 2,“ segir Sveinn Rúnar. Ómetanlegar samverustundir Mikil gleði var í kveðjukvöldverði í Guðrúnartúni í gærkvöldi. Fyrr um daginn var dagskrá í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í boði góðgerðarsamtakanna Einhorns, sem einmitt hafa útvegað flótta- mönnum fjöldann allan af íbúðum að sögn Sveins Rúnars. Undir kvöld hélt hersingin svo í Guðrúnartúnið. „Við þökkuðum fyr- ir með pítsuveislu og allir fengu ís frá Valdísi. Svo tróð Bjarni töfra- maður upp,“ segir Sveinn Rúnar. Hann segir að þakklæti sé sjálf- boðaliðum í Flottafólki efst í huga. Vel hefur gengið að koma flótta- fólki frá Úkraínu í vinnu og sam- verustundirnar hafa verið ómetan- legar. „Þetta hefur verið mest sótta úrræðið fyrir flóttamenn á Íslandi. Nú, þegar þessar hörmungar hafa staðið yfir í þrjá mánuði, er gott að eiga svona kvöldstund, þar sem við getum sett áhyggjurnar aðeins til hliðar og einbeitt okkur að því að gleðjast yfir vorinu og öllu því sem hefur áunnist.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjör „Þetta hefur verið mest sótta úrræðið fyrir flóttamenn á Íslandi,“ segir Sveinn. Góð stemmning var í gær. Tárvot kveðjustund þar sem allir fengu pítsu og ís - Flottafólk flytur starfið úr Guðrúnartúni að Aflagranda Veisla Frá pítsu- og ísveislunni í gær. Börnin voru kát með veitingarnar. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Kjarninn er sá hvort ÁTVR geti byggt ákvarðanir um vöruúrval verslana eingöngu á viðmiði um framlegð af vörum og hætt sölu á vörum sem njóta meiri eftirspurnar neytenda. Í lögum um ÁTVR er ekki minnst á framlegð og er þannig hald- ið dýrari vörum að neytendum, eink- um á landsbyggðinni þar sem vöru- úrval er minna, og gera fyrirtækið hagnaðardrifið,“ segir Jónas Fr. Jónsson, lögmaður áfengisinnflytj- andans Dista ehf. Aðalmeðferð í máli Dista gegn ÁTVR fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fyrirtækið stefndi stofnuninni og krafðist þess að tvær ákvarðanir hennar um að taka úr sölu bjórtegundir yrðu felld- ar úr gildi. ÁTVR bar því við að um- ræddar bjórtegundir skiluðu ekki nægilegri framlegð en það taldi Dista að stæðist ekki lög. Fjórir starfsmenn ÁTVR voru kvaddir fyrir héraðsdóm í gær, þau Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, Sig- rún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarfor- stjóri, Skúli Þ. Magnússon, sérfræð- ingur á vörusviði, og Tinna Péturs- dóttir, sérfræðingur á vörusviði. ÁTVR tilkynnti Dista í janúar á síðasta ári að bjórinn Faxe Witbier væri felldur úr vöruúrvali ÁTVR og innkaupum hans hætt. Sagt var að vörutegundin hefði lokið lágmarks- sölutíma í kjarnaflokki án þess að ná tilskildum söluárangri og var í því efni vísað til framlegðarskrár, segir í stefnu málsins. Síðar sama ár barst samskonar tilkynning varðandi bjór- inn Faxe IPA. Dista óskaði eftir rökstuðningi fyrir þessum ákvörðunum og í svari ÁTVR var rakið að mánaðarlega væru teknar svokallaðar færslu- ákvarðanir sem gætu falið í sér ákvörðun um að fella vöru úr sölu- flokki. Þannig skyldu 50 framlegðar- hæstu vörutegundirnar í viðkomandi flokki halda sæti sínu í kjarnasölu en aðrar falla úr flokknum. Í stefnu Dista kemur fram að væri horft til eftirspurnar en ekki fram- legðar, sem væri lögmætt viðmið, var meiri eftirspurn eftir Faxe Wit- bier heldur en fjórum öðrum bjór- tegundunum sem þó voru áfram seldar í kjarnaflokki eftir ákvörðun ÁTVR. Í tilviki Faxe IPA hafi verið meiri eftirspurn eftir honum heldur en níu öðrum tegundum sem áfram fengu sess í hillum Vínbúðanna. Í stefnunni er bent á að orðið framlegð komi ekki fram í lögum um ÁTVR. Það hafi heldur ekki fundist við leit í greinargerðum með lagasetning- unni. Rök ÁTVR lúta hins vegar að því að í vöruvalsreglugerð segi að miða eigi við framlegð. Auk þess að geta þess að árang- ursviðmið um framlegð hafi ekki lagastoð segir í stefnu Dista að slíkt viðmið gangi beinlínis gegn hags- munum neytenda með því að hampa dýrari vöru. Er þar tekið dæmi af stórum bjór sem kostar 309 í Ríkinu og ber 42 króna framlegð á meðan sambærilegur bjór kostar 399 krón- ur og ber um 55 króna framlegð. Dýrari bjórinn í dæminu þarf ein- ungis að seljast í um 77% af því magni sem ódýrari bjórinn þarf að seljast til að fá forgang í dreifingu hjá ÁTVR. Búast má við niðurstöðu Héraðs- dóms Reykjavíkur í málinu innan fjögurra vikna. Forstjóri ÁTVR kvaddur fyrir dóm - Aðalmeðferð í máli innflytjenda gegn ÁTVR fór fram í héraðsdómi í gær - Kærði ákvörðun um að taka tvær bjórtegundir úr sölu - Telja ekki lagastoð fyrir því að framlegð ráði vöruúrvali hjá ÁTVR Morgunblaðið/Eggert Málaferli Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, á leið í dómsal í héraðsdómi. Þórður Már Jóhannesson fjárfestir og Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, voru í gær sýknuð af kröfu Lyfjablóms ehf. sem krafðist samtals 2,3 milljarða króna í skaða- bætur vegna háttsemi stjórnenda fjár- festingarfélagsins Gnúps. Lyfjablómi var gert að greiða Þórði og Sólveigu hvoru fyrir sig 5 milljónir króna í máls- kostnað. Dómurinn var kveðinn upp í Hér- aðsdómi Reykjavíkur en málið hafði áður hlotið efnismeðferð fyrir héraðs- dómi árið 2019. Þá voru Þórður og Sól- veig sýknuð á grundvelli tómlætis og fyrningarlaga. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað til Landsréttar sem ómerkti dóm héraðs- dóms þar sem ekki var talið unnt af hálfu Þórðar og Sólveigar að haga málatilbúnaði sínum þannig að sakar- efni málsins yrði skipt, þ.e. um grund- völl skaðabótaábyrgðar annars vegar og fyrningu hins vegar, þar sem þau atriði féllu verulega saman. Af þeim sökum var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2019 ómerktur og málinu vísað aftur í hérað. Þórður hafði verið forstjóri félags- ins Gnúps, en krafa var gerð á Sól- veigu vegna dánarbús eiginmanns hennar, Kristins Björnssonar, sem hún situr í óskiptu. Kristinn hafði farið fyrir fjárfestahópi fjögurra systkina sem áttu félagið Björn Hallgrímsson ehf. sem var einn af eigendum Gnúps, en félagið dró nafn sitt af föður systk- inanna. Eftir fall Gnúps var nafni Björns Hallgrímssonar breytt í Lyfja- blóm og höfðaði félagið málið gegn Þórði og Sólveigu. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ósannað að Lyfjablóm ætti skaðabóta- kröfu á hendur Þórði og Sólveigu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Þórðar og Sólveigar, telur málatilbún- að Lyfjablóms hafa verið með öllu til- hæfulausan. Bendir hann á að for- sendur dómsins séu í samræmi við það. steinthors@mbl.is Þórður og Sólveig sýknuð - Lyfjablómi gert að greiða 5 milljónir Þórður Már Jóhannesson Sólveig Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.