Morgunblaðið - 03.06.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hugsanleg Vatnsdalsvirkjun í
Vatnsfirði mun hafa mjög jákvæð
áhrif á raforkuöryggi á Vestfjörðum.
Hún hefði tiltölulega lítil umhverfis-
áhrif, að mati orkubússtjóra Orku-
bús Vestfjarða. Umsókn fyrir-
tækisins um rannsóknarleyfi er í
vinnslu hjá Orkustofnun. Forsenda
þess að orkukosturinn verði tekinn
til umfjöllunar hjá verkefnisstjórn
rammaáætlunar er þó að friðlýsing-
arskilmálum
Vatnsfjarðarfrið-
lands verði
breytt.
Miklar umræð-
ur hafa verið um
mögulegar leiðir
til að bæta raf-
orkuöryggi íbúa
og fyrirtækja á
Vestfjörðum.
Fjórðungurinn
stenst ekki
samanburð við aðra hluta landsins
að því leyti. Unnið hefur verið að at-
hugun og undirbúningi nokkurra
virkjana og þeim möguleika að
styrkja Vesturlínu til að fá meiri
orku inn á svæðið. Athuganir sem
gerðar hafa verið, svokölluð kerfis-
greining, benda til að einn besti
kosturinn fyrir afhendingaröryggið
og styrk kerfisins sé að virkja í ná-
grenni Mjólkárvirkjunar. Greiningin
var unnin á vegum Landsnets að
beiðni Orkubús Vestfjarða.
Elías Jónatansson orkubússtjóri
segir að tenging Vatnsdalsvirkjunar
í Vatnsfirði við flutningskerfið sé að-
eins um 20 kílómetrar. Með 20 MW
grunnvirkjun þar og með því að
framkvæma áform Landsnets um
hringtengingar þaðan og um sunn-
an- og norðanverða Vestfirði væri
hægt að draga úr straumleysis-
tilfellum á þéttbýlisstöðum um 90%.
Slík grunnvirkjun gæti kostað um 10
milljarða króna og komist í gagnið í
lok árs 2028. Elías bætir því við að
með því að auka afl virkjunarinnar í
30 MW, án mikillar viðbótarfram-
leiðslu, væri hægt að stýra kerfinu
þannig að ekki þyrfti að grípa til
keyrslu olíuknúins varaafls þótt
tengingin við landskerfið rofnaði í
einhverjar vikur. Virkjun með
auknu afli væri því hjálpleg í lofts-
lagsbókhaldi landsins.
Umfang lóna lítið
Orkubú Vestfjarða sótti um rann-
sóknarleyfi vegna Vatnsdalsvirkj-
unar um mitt síðasta ár. Elías segir
að Orkustofnun sé að leita umsagna.
Bendir hann á að Orkustofnun hafi
áður veitt fyrirtækinu leyfi til rann-
sókna í friðlandinu. Það var vegna
Helluvirkjunar en hún er miklu
minni og reyndist ekki hagkvæm.
Þótt rannsóknarleyfi sé ekki feng-
ið hafa starfsmenn Orkubúsins skoð-
að orkukostinn lauslega á grundvelli
þeirra gagna sem liggja fyrir. Tvö
vötn á hálendinu myndu breytast í
miðlunarlón virkjunarinnar og þar
verður gerð stífla. Elías segir að
vissulega yrði vatni safnað í uppi-
stöðulónið en það myndi ekki ná yfir
mikið meira svæði en vötnin gera nú
þegar. Vatninu yrði veitt í stöðvar-
hús sem staðsett verður innarlega í
Vatnsdal, nálægt þar sem Austurá
fellur niður. Val sé um það að byggja
stöðvarhúsið inni í hlíðinni eða
byggja fallegt hús þar sem fram-
leiðsla á grænni orku yrði sýnileg
gestum og gangandi. Þá þarf að
styrkja vegslóða sem liggur úr
Vatnsfirði og lengja hann að stöðv-
arhúsinu með nýjum vegi. Enginn
slóði verður hins vegar lagður úr
Vatnsfirði og upp á efra virkjunar-
svæðið, að lónunum. Aðkoman að
þeim verður eftir núverandi línuvegi
Vesturlínu og viðbótarslóðum þar
uppi.
Lítil áhrif á umhverfið
Spurður um áhrif á friðlandið seg-
ir Elías að umhverfisáhrif yrðu lítil á
láglendi. Hins vegar yrði rask á
landi ofan við 250 metra yfir sjávar-
máli við byggingu stíflu og stækkun
lóna og styrkingu og lengingu veg-
slóða en það sjái enginn neðan úr
dalnum. Hann bætir því við að svæð-
ið sé þegar raskað vegna raflína sem
þar liggi yfir. Elías bendir á að lagn-
ing nýs vegar um Dynjandisheiði
hafi þegar valdið mun meira raski en
búast megi við í Vatnsdal. „Við telj-
um að út frá náttúruverndar-
sjónarmiðum yrði þetta rask tals-
vert minna en við sambærilegar
framkvæmdir víða annars staðar.“
Þegar Vatnsfjörður var friðaður
var farin sú leið að friða alla jörðina
sem er í eigu ríkisins. Elías segir að
tilgangurinn hafi fyrst og fremst
verið að friða birkiskóginn, surtar-
brandsgil og fleiri þætti utar með
firðinum. Virkjun muni ekki raska
neinu í því efni.
Í lögum um rammaáætlun er
ákvæði um að ekki skuli taka til
mats orkukosti á friðlýstum svæð-
um nema beinlínis sé kveðið á um
það í friðlýsingarskilmálum að
virkjanir séu heimilar. Þau lög voru
sett árið 2011 en friðlýsingarskil-
málarnir samþykktir 36 árum fyrr.
Ekki var kveðið á um heimild til
virkjunar í þeim þótt áform hafi ver-
ið uppi eins og kom í ljós á næstu ár-
um þegar unnið var að ýmsum rann-
sóknum vegna hugsanlegrar
virkjunar.
Elías segir heimilt samkvæmt
lögum að aflétta kvöðum í friðlýs-
ingarskilmálum ef ríkir almanna-
hagsmunir krefjist. Telur hann að
svo hátti til með Vatnsdalsvirkjun
þegar litið sé til orkuöryggis Vest-
fjarða og möguleika á orkuskiptum
á næstu árum og áratugum.
Þótt friðlýsingarskilmálum yrði
breytt er það engin trygging fyrir
því að verkefnisstjórn rammaáætl-
unar gefi grænt ljós á virkjun í
Vatnsdal. Einnig á eftir að vinna
umhverfismat og fá önnur nauðsyn-
leg leyfi.
Knúið á um Vatnsdalsvirkjun
- Orkubú Vestfjarða gerir frumáætlanir um virkjun í Vatnsfirði þótt rannsókn-
arleyfi hafi enn ekki fengist - Breyting á friðlýsingarskilmálum er forsenda
Vatnsdalsvirkjun Útrennsli Hólmavatns verður stíflað. Kemur stíflan þvert yfir, fyrir miðri mynd.
G
ru
n
n
ko
rt
/L
o
ft
m
yn
d
ir
eh
f.
Hugmyndir um
Vatnsdalsvirkjun
H
ei
m
ild
:O
rk
u
b
ú
V
es
tf
ja
rð
a
Flókavatn
Hólmavatn
Þrýstipípa (neðanjarðar)
Mjólkárlína
Stöðvarhús
Aðkomu- og
frárennslisgöng
V
a
t
n
s
d
a
lu
r
Va
tn
sd
al
sv
at
n
Lón Stífla
Lagfæring á vegi
Nýr vegur
Háspennulína
Elías
Jónatansson
Erna Kristín Blöndal skrifstofu-
stjóri hefur verið skipuð í embætti
ráðuneytisstjóra mennta- og barna-
málaráðuneytisins. Erna tekur við
af Páli Magnússyni en hann fer til
starfa hjá fastanefnd Íslands í Genf,
að því er kemur fram í tilkynningu.
Hann hefur gegnt embættinu frá
árinu 2019.
Í Genf mun Páll starfa á sviði mál-
efna barna, m.a. við að efla al-
þjóðlegt samstarf íslenskra stjórn-
valda hvað varðar velferð og réttindi
barna, en einnig á sviði alþjóða-
vinnumála og alþjóðaheilbrigð-
ismála, m.a. með eflingu tengsla við
Alþjóðavinnumálastofnunina (ILO)
og Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unina (WHO).
Á sínum tíma komst kærunefnd
jafnréttismála að þeirri niðurstöðu
að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þáver-
andi menntamálaráðherra, hefði
brotið jafnréttislög með ráðningu
Páls, í stað þess að ráða Hafdísi
Helgu Ólafsdóttur í starfið. Héraðs-
dómur Reykjavíkur hafnaði kröfu
Lilju um að úrskurður kærunefndar
jafnréttismála yrði ógiltur.
Erna skip-
uð og Páll
til Genfar
Erna Kristín
Blöndal
Páll
Magnússon
Í nýliðnum maí
lönduðu alls 611
bátar samtals
3.672 tonnum og
afli hefur aldrei
verið meiri frá
upphafi strand-
veiða árið 2009,
segir á vef
Landssambands
smábátaeigenda,
LS. Þar af var
þorskur 3.293 tonn, sem er aukning
um 699 tonn milli ára.
Þann 30. maí sl. var landað alls
373 tonnum, sem er dagsmet. Fyrra
metið var 28. júní í fyrra, 367 tonn.
Á öllum svæðum jókst afli milli
ára. Hlutfallslega mest á svæði D
um 46% og munar þar mest um góð-
an ufsaafla. Áætlað aflaverðmæti,
1.347 milljónir, er mikil hækkun frá
síðasta ári þegar afli í maí gaf um
755 milljónir, segir á vef LS.
Metafli í maí
á strandveiðum
Vel gekk að veiða
í maímánuði.
Framsóknarflokkur, Samfylking og
Bein leið hafa myndað nýjan meiri-
hluta í Reykjanesbæ og mun sá
meirihluti taka við á bæjarstjórnar-
fundi 7. júní nk. Kjartan Már Kjart-
ansson hefur verið endurráðinn bæj-
arstjóri.
„Helstu áhersluatriði nýs meiri-
hluta eru að viðhalda kröftugri upp-
byggingu og horfa til framtíðar.
Mikil fólksfjölgun og breytt sam-
félagsmynstur kallar á aukna þjón-
ustu og hraða uppbyggingu innviða.
Brýnt er að mæta þeirri þörf en í
senn að tryggja áfram trausta fjár-
málastjórn,“ segir í tilkynningu.
Meirihlutinn, sem er hinn sami og
var á síðasta kjörtímabili, muni leiða
mikilvæg verkefni í góðu samstarfi
við fulltrúa allra flokka og íbúa.
Íbúar í Reykjanesbæ eru nú um
20.600 og hefur fjölgað um 5.000 á
fimm árum. Fólk af erlendum upp-
runa er þar áberandi og segir meiri-
hlutinn fjölmörg tækifæri liggja í
stóru fjölmenningarsamfélagi.
Kraftur í uppbyggingu og
horft verður til framtíðar
- Sami meirihluti áfram í Reykjanesbæ - Fjölmenning
Reykjanesbær F.v.: Sverrir Bergmann Magnússon, Guðný Birna Guð-
mundsdóttir, Friðjón Einarsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Valgerður
Björk Pálsdóttir, Díana Hilmarsdóttir og Bjarni Páll Tryggvason.