Morgunblaðið - 03.06.2022, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022
æs ap e um og vers unum
HÁREYÐINGASPREY
fyrir viðkvæma húð
Fljótleg og þægileg leið
til að losna við hárin
t
Her Kanada sakaði í gær kínverska
flugherinn um að hafa teflt öryggi
flugmanna sinna í hættu í alþjóðlegri
lofthelgi skammt undan landamær-
um Norður-Kóreu.
Kanadískar orrustuþotur voru
sendar til Japan árið 2019 til þess að
aðstoða við að framfylgja refsiað-
gerðum Sameinuðu þjóðanna gegn
Norður-Kóreu.
Sagði í yfirlýsingu Kanadahers að
flugher Kína hefði margoft ekki
fylgt alþjóðlegum reglum um flug-
öryggi, og hefðu flugmenn þeirra
flogið mjög nálægt kanadísku orr-
ustuþotunum. „Þessi samskipti eru
ófagmannleg og/eða tefla í tvísýnu
öryggi hermanna,“ sagði í yfirlýs-
ingu Kanadamanna.
Þá kom fram að í nokkrum þess-
ara tilfella hefðu kanadísku áhafn-
irnar þurft að víkja snögglega af leið
sinni til að forðast árekstur við kín-
verska orrustuþotu.
Þá hafi kínversku þoturnar nokkr-
um sinnum reynt að neyða þær kan-
adísku af leið sinni með því að fljúga
svo nálægt að áhafnir þeirra voru
„vel sýnilegar“.
Í yfirlýsingunni sagði að slík atvik
ættu sér sífellt oftar stað, og að þau
hefðu verið nefnd í samskiptum
ríkjanna. Melanie Joly, utanríkis-
ráðherra Kanada, sagði að hún hefði
þungar áhyggjur af þessu máli, en
einungis eru um sex vikur liðnar frá
því að Kínverjar og Kanadamenn
tóku aftur upp eðlileg milliríkja-
samskipti.
Mikil spenna ríkti á milli ríkjanna
í kjölfar þess að Meng Wanzhou, ein
af stjórnarmönnum Huawei, var
handtekin í Kanada vegna framsals-
beiðni frá Bandaríkjamönnum.
Handtóku Kínverjar í kjölfarið tvo
Kanadamenn, Michael Kovrig og
Michael Spavor, og héldu í fangelsi.
AFP
Styr Kínversk J-15-þota býst til
lendingar á flugmóðurskipi 2018.
Saka Kínverja um
hættulega hegðun
- Flogið of nálægt orrustuþotum
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Úkraínuher hét því í gær að hann
myndi berjast til hinstu stundar um
borgina Severodonetsk, þrátt fyrir
að Rússar hefðu nú um 80% hennar á
valdi sínu. Harðir götubardagar
geisuðu enn í borginni, og hafa
Úkraínumenn sent aukið herlið til að
reyna að afstýra falli hennar.
Munu Rússar hafa náð nær öllu
Lúhansk-héraði á sitt vald þegar og
ef borgin fellur, og þykir líklegt að
þeir muni reyna enn að fara yfir Sí-
verksí Donets-ána, sem hefur aftrað
þeim frá að sækja í Donetsk-héraði.
Á morgun, laugardag, verða
hundrað dagar liðnir frá upphafi inn-
rásarinnar, en endalok styrjaldar-
innar eru enn ekki í sjónmáli. Volo-
dimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í
gær að Rússar réðu nú yfir um
fimmtungi landsins, en hann ávarp-
aði þá Evrópuþingið í Strassborg.
Sagði Selenskí að það landsvæði
sem Rússar hefðu náð á sitt vald eft-
ir innrásirnar 2014 og 2015 næmi nú
nærri 125.000 ferkílómetrum, en það
væri svæði sem væri mun stærra en
Belgía, Holland og Lúxemborg til
samans.
Patríarkinn ekki á svartan lista
Evrópusambandið ákvað í gær að
nýjustu refsiaðgerðir sínar myndu
ekki ná til Kírills, patríarka rúss-
nesku rétttrúnaðarkirkjunnar, en
hann hefur verið sakaður um að vera
handbendi Vladimírs Pútíns Rúss-
landsforseta og beita embætti sínu í
þágu rússneskra stjórnvalda.
Var ákvörðunin um að taka hann
af svörtum lista Evrópusambandsins
tekin vegna mótmæla frá Ungverj-
um, sem einnig höfðu sett sig upp á
móti frekari refsiaðgerðum í sam-
bandi við kaup á olíu frá Rússlandi,
en olíubannið var samþykkt seint á
mánudagskvöld.
Alexander Novak, aðstoðarfor-
sætisráðherra Rússlands, varaði við
því í gær að olíubannið myndi fyrst
og fremst bitna á evrópskum neyt-
endum og að brátt yrði mögulega
„mikill skortur“ á olíu í Evrópusam-
bandinu.
Gefa dróna til Litháens
Tyrkneski vopnaframleiðandinn
Baykar Defence lýsti því yfir í gær
að hann myndi gefa Litháen ókeypis
Bayraktar-dróna, eftir að þjóðar-
söfnun Litháa hafði skilað rúmlega
fimm milljónum evra til að kaupa
drónann og gefa Úkraínumönnum.
„Litháíska þjóðin hefur með mikilli
sæmd safnað nægu fé til að kaupa
Bayraktar TB2-dróna fyrir Úkra-
ínu,“ sagði í yfirlýsingu Baykar á
Twitter. Kom þar ennfremur fram
að fyrirtækið hefði gefið drónann og
óskað eftir því að fjármunirnir sem
söfnuðust yrðu settir í mannúðarað-
stoð við Úkraínumenn.
Varnarmálaráðuneyti Litháens
lýsti því yfir að það væri þakklátt
fyrir ákvörðun fyrirtækisins og tyrk-
neskra stjórnvalda að heimila gjöf-
ina, og að Litháen myndi nú tryggja
að dróninn færi með fullum vígbún-
aði beint til Úkraínumanna, en Bay-
raktar TB2-dróninn hefur reynst
einkar vel sem skriðdrekabani á víg-
vellinum í Úkraínu.
Berjast til þrautar um borgina
- Rússar ráða nú yfir um fimmtungi af allri Úkraínu - Kírill tekinn af svörtum lista Evrópusambands-
ins að beiðni Ungverja - Olíubannið mun bitna verst á neytendum - Söfnuðu fyrir Bayraktar-dróna
AFP/Aris Messinis
Stríð Reykur rís yfir Severodonetsk
þar sem harðir bardagar geisa.
Múgur og margmenni kom sam-
an í miðborg Lundúna í gær til
þess að fagna því að í ár eru 70
ár liðin frá því að Elísabet 2.
Bretadrottning tók við völdum.
Hátíðahöldin hófust í gær með
glæsilegri her- og flugsýningu
við breiðstrætið The Mall, sem
liggur frá Trafalgar-torgi að
Buckingham-höll.
Tóku lífvarðasveitir drottning-
arinnar þátt í hersýningunni eins
og vera ber með sínar frægu
bjarnarskinnshúfur á höfði, sem
meðlimir lífvarðasveitanna hafa
borið frá árinu 1815.
Veðrið lék við mannfjöldann
og er búist við að milljónir
manna vítt og breitt um Bretland
muni taka þátt í hátíðahöldum af
einhverju tagi vegna tímamót-
anna, en þeim lýkur á sunnudag-
inn.
Mikið um
dýrðir í
Lundúnum
AFP/Yui Mok