Morgunblaðið - 03.06.2022, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.06.2022, Qupperneq 15
Á undanförnum árum hafa uppákomur borg- arstjóra og meðreiðar- sveina hans í fjölmiðlum verið þrálátar þar sem lýst hefur verið glæstri sýn á margvíslega upp- byggingu í Reykjavík á nánast öllum sviðum. Hver glærusýningin á fætur annarri. Þessar glærusýningar borgar- stjóra hafa staðið yfir nánast samfellt í 12 ár; 2010-2014, þegar Dagur aðstoðaði Jón Gnarr borgarstjóra, og frá 2014-2022, sem Dagur hefur gegnt starfi borg- arstjóra. Meirihlutinn féll í kosning- unum og nú er reynt að fá Framsókn til að búa til nýjan meirihluta. Aug- ljóst er hver það verður sem mun stjórna þeim meirihluta ef hann verð- ur staðreynd. Í dag getur nánast enginn ein- staklingur og/eða fámennur hópur einstaklinga fengið úthlutaða lóð undir raðhús, parhús, sambýlishús eða einbýlishús. Nánast öll uppbygg- ing íbúðarhúsnæðis í Reykjavík, að- allega háreist fjölbýlishús, er að mestu komin á hendur öflugra byggingarfyr- irtækja, fjárfesting- arsjóða eða íslenskra og erlendra auðmanna. Verð á nýjum íbúðum óviðráðanlegt fyrir flesta Dagur B. og félagar segja að nóg sé af lóðum og íbúðum fyrir unga, miðaldra sem og eldri borgara. Það á að byggja hingað og þangað í borg- inni, aðallega vestan Ell- iðaáa. Það dapurlega við þessar yf- irlýsingar er sú staðreynd að verð þessara fyrirhuguðu íbúða gengur ekki upp hjá ungu fólki, sem ekki er með sömu tekjur og borgarfulltrúar. Fólk leitar því í önnur sveitarfélög. Reykjavík hefur nú í mörg ár haft afgerandi forystu hvað varðar litla eða nánast enga úthlutun íbúðarlóða til einstaklinga. Á sama tíma hafa ná- grannasveitarfélög boðið upp á lóðir undir parhús, raðhús og einbýli auk fjölbýlis. Einnig hefur nánast algjör stöðnun átt sér stað í að byggja íbúðir fyrir eldri borgara sl. 10 ár miðað við það sem áður var gert, en sú upp- bygging átti sér stað aðallega af hálfu Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson » Borgarstjóri og með- reiðarsveinar hans koma glærusýningum á framfæri með reglulegu millibili en minna fer fyrir áþreifanlegum framkvæmdum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er fv. borgarstjóri. Glærusýningar og nýju fötin keisarans félagasamtaka eldri borgara með að- stoð borgarinnar. Yfirlýsingar korteri fyrir kosningar Fyrir borgarstjórnarkosningar ár- ið 2018 sögðu frambjóðendur vinstri- flokkanna að það ætti að fjölga al- mennum félagslegum íbúðum veru- lega á vegum borgarinnar eða um 100 íbúðir árlega. Álíka var fullyrt af hálfu sömu aðila fyrir borgarstjórn- arkosningarnar 2014 og enn á ný fyr- ir síðustu kosningar. Þeim hefur ekki fjölgað neitt að ráði í 11 ár. Í lok árs- ins 2010 voru almennar félagslegar íbúðir 1.842 en árið 2021 voru þær 2.112. Árleg fjölgun var því um 24,5 íbúðir. Í þessu sambandi er rétt að minna á samþykkt borgarráðs frá 30. mars 2017 þar sem samþykkt var að fjölga almennum félagslegum íbúðum um 600. Hvað varð um þessa sam- þykkt? Hún var að sjálfsögðu ekki efnd. Hvernig væri nú að efna til glæru- sýningar af þessu tilefni? Samgöngumál og vegbætur í lamasessi Afar mikilvægt er að efla og bæta núverandi gatnakerfi í borginni og gera það miklu skilvirkara og örugg- ara. Almenningssamgöngur í borg- inni hafa verið vanræktar um árabil en nú hyggst meirihlutinn kasta að sínu mati líflínu til borgarbúa sem hann kallar borgarlínu. Núverandi gatnakerfi borgarinnar er í lamasessi og í „átaki“ til að fjölga farþegum í strætó hefur lítill sem enginn árangur náðst. Á síðustu vikum fyrir nýlegar kosningar birtist hver glærusýningin á fætur annarri af hálfu meirihlutans, endurteknar tillögur frá fyrri kosn- ingum; Miklabraut í stokk, gull-borg- arlína fyrir 120 milljarða og Sunda- braut enn á ný í skoðun. Það vita allir sem að málefnum Sundabrautar hafa komið að áhugi Samfylkingar fyrir byggingu Sundabrautar er við frost- mark. Hverju eiga borgarbúar að trúa þegar Samfylkingin fjallar um sam- göngumál í borginni? Nánast ekkert hefur verið gert í þeim efnum í 12 ár nema að torvelda umferðina. Litlar sem engar framkvæmdir, nánast ein- ungis glærusýningar af þessum fyr- irhuguðum verkefnum. Sýningin verður að halda áfram Hvenær ætla borgarbúar að átta sig á ruglinu sem hefur verið í gangi undanfarin ár? Það fóru 500 milljónir króna í grjóthleðslu á Klambratúni sem eftir á er sagt að standist enga umferðaröryggisstaðla. Það fóru 200 milljónir króna í að þrengja Grens- ásveginn, nokkuð sem var algjör óþarfi. Svo fóru 150 milljónir króna í að þrengja Hofsvallagötuna og smíða þar fuglahús og malbika í björtum lit- um. Farsinn í Borgartúni, sem kost- aði 250 milljónir króna og hefur teppt þar umferð verulega og gert götuna óöruggari, er sérstakt rannsóknar- efni. Samtals um 1.100 milljónir króna. Hvenær er eiginlega komið nóg? Þessir peningar hefðu sómt sér betur í að styrkja leikskólana og önnur bráðnauðsynleg verkefni. En sýningin verður að halda áfram. 15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022 Val Erfitt er að segja hvort þessi breski hópur sem stóð á brú yfir flekaskilin á Reykjanesi hafi verið hrifnari af Evrópu- eða Ameríkuflekanum, enda stóð fólkið á brúnni um stund þungt hugsi. Eggert Jóhannesson Einn ágætur hreppstjóri taldi; „að vera aungvum háður í lífinu, að þurfa aldrei að sækja neitt til annarra, það er hið sama og að hafa hlotið allar manndygðir í vöggugjöf“. Auðvitað er það mikil manndygð að þurfa aldrei að sækja neitt til annarra. Það skildu ekki ungir menn árið 1977. Alvitrir ungir menn Svo bar til að alvitrir ungir menn, sem voru að ljúka tveggja ára námi í þjóðhagfræði, vildu láta visku sína í ljós á fundi með sér eldri mönnum. Hinir alvitru boðuðu á sinn fund ráðuneytisstjóra heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Pál Sig- urðsson, og forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Pétur H. Blöndal. Þessir menn höfðu reynslu og lær- dóm. „Hirði fjandinn lífsreynslu gamalla skrögga! Eða hvenær hefur gamall maður hugsað nokkuð eða sagt heim- inum til viðreisnar? Hvað hafa gamlir menn yfirleitt unnið sér til frægðar í heiminum, nema að misskilja oss æskumenn og veita mótspyrnu því sem er úngt og gott?“ Reynsla Páls og Péturs hafði áhrif á mig. „Viska“ þjóðhagfræðinga Viska þjóðhagfræðinganna, hinna ungu, var sú að það væri algerlega von- laus barátta að berjast fyrir uppsöfn- unarkerfi lífeyrissjóða þegar verðbólga eyddi öllum sparnaði. Eina verð- tryggða eignin, sem heimild var fyrir, voru spariskírteini rík- issjóðs. Því stefndi lífeyr- iskerfið hvort eð var í gegnumstreymiskerfi. En það hefði aldrei getað orðið sjálfbært. Menn reynslunnar og lærdómsins slógu hina ungu þjóðhagfræðinga snarlega niður. Ábend- ing gestanna með reynslu og lærdóm var sú að „aldurstré“ kyn- slóðanna væri mjög bjagað og ójafnt. Því yrði að byggja upp lífeyriskerfi með uppsöfnun, þannig að hver og einn líf- eyrisþegi borgaði fyrir sig. Það varð erfitt að standa gegn staðreynd, enda þótt staðreyndin kæmi sér illa að sinni. Fyrir þann er þetta ritar var þessi ábending eins og að hafa verið fastur í dýflissu verðbólgu og öðlast von um frelsi. Það var von til þess að eignast sjálfur lífeyri og að verða ekki háður skattlagningu á fólk á vinnualdri. Að komast í kör á eigin kostnað. Kör er merkileg stofnun. Barátta Páls og Péturs Sennilega verður barátta Páls og Péturs seint fullmetin. Forsendur fyrir uppsöfnun lífeyrissparnaðar urðu aðrar og betri þegar verðtrygg- ing fjárskuldbindinga var heimiluð með „Ólafslögum“ árið 1979. Lýð- sleikjur hafa barist gegn verðtrygg- ingu lífeyrisskuldbindinga, ef til vill án þess að vita það. Vitið var ekki meira. Með Ólafi kom for- senda fyrir þeim sann- leika, sem Páll og Pétur fluttu ungu þjóðhagfræð- ingunum, sem vissu ekki allt. Eitt var þó ekki rætt á laugardagsnámskeiði þjóðhagfræðinganna. Það var skattlagning í framtíð. Skattlagning í lífeyriskerfum Gegnumstreymi lífeyris gerir ráð fyrir að þeir vinnandi borgi fyrir þá sem komnir eru af vinnumarkaði. Uppsöfnun gerir ráð fyrir frestun skattlagningar vinn- andi fólks og að hver borgi fyrir sig að starfsaldri loknum. Í skattalegri með- ferð liggur réttlæti uppsöfnunar en er einnig háð skattalegri meðferð. Það má aldrei verða ofurskattlagning. Í raun ber að aðskilja skattlagningu launatekna og lífeyristekna. Sértæk skattlagning lífeyris Í raun gerir uppsöfnun lífeyris ráð fyrir sértækri skattlagningu. Ástæður fyrir því eru nokkrar. Ein ástæðan er sú að með tekjum úr lífeyrissjóðum komast einstakl- ingar hjá því að láta einstaklinga á starfsaldri greiða fyrir sig. Það lækk- ar skatta á vinnandi fólk. Önnur ástæðan er sú að þegar kem- ur að því að einstaklingur þarf á vist- un á stofnun að halda, þá greiðir sá er hefur lífeyristekjur nokkurn hluta af vistun sinni. Þriðja ástæðan er sú að stór hluti lífeyristekna einstaklinga hefur orðið til vegna fjáreignatekna lífeyrissjóða og verðleiðréttinga á eignum. Verð- leiðrétting ætti aldrei að verða andlag til tekjuskattlagningar. Með söfnun og sparnaði kemur fram margþættur ávinningur fyrir fjármálaráðherra hverju sinni. Viðmið í skattlagningu Skattlagning lífeyristekna ætti aldrei að vera andlag til skattlagn- ingar í hátekjuskattsþrepi. Að auki er rétt og eðlilegt að þeir sem hafa lægstar lífeyristekjur greiði sérlega lágan tekjuskatt af þeim tekjum, því skerðingar á greiðslum frá Trygg- ingastofnun eru í raun ígildi skatt- lagningar, eða sérlegrar refsingar fyrir að hafa sýnt forsjá og fyr- irhyggju á starfsaldri. Það er í raun aldrei pólitísk um- ræða um skatthlutfall. Lýðskrumarar eru tvenns konar; þeir sem vilja skattleggja allt sem hreyfist, ellegar þeir sem alls ekki vilja skattleggja. Hin tvískipta skattlagning á hluta- félög og rekstur; með 20% tekjuskatti hlutafélaga og 17,6% raunskattlagn- ingu á arð, samtals 37,6%, ætti að vera algert hámark á hæstu lífeyris- tekjur, en ekki þau 46%, sem Ólafur Ísleifsson bendir á í grein sinni ný- verið. Séreignalífeyrissparnaður verður andlag hátekjuskatts. Hvaða rugl er í gangi? Á þetta hef ég einnig bent áð- ur án nokkurra undirtekta. Eiga lífeyrisþegar enga málsvara? Grár her berst við ríkið í kröfum sínum um að láta hin vinnandi greiða sér í gegnumstreymiskerfi ímyndaðs lífeyrissjóðs. Verkalýðsrekendum, sem falin er helmingsforsjá lífeyr- issjóða, er meira umhugað um að breyta stéttarfélögum í stjórn- málaflokka og að nota lífeyrissparnað að hætti lýðsleikja. Þá er hætt við að margir miklist af sinni villu. Lífeyrissjóði og eigendur þeirra, vinnandi fólk, ber að taka alvarlega í þjóðhagsvarúð í efnahagslífi. Því ber að auka heimildir til fjárfestinga á er- lendum mörkuðum til að búa ekki til íslenska eignabólu. Að ekki sé nefnd sú barátta, sem fer fram gegn frjáls- um sparnaði, með skattlagningu og skerðingum. Mismunandi þjáning „Mannkynið hefur barist og barist undir fána mikilmenna í miljón ár til þess að staðfesta þá reynslu eina að hvergi sé sælunnar land, aðeins mis- munandi form þjáningar.“ Völin er kör eða uppreistur maður. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Skattlagning lífeyristekna ætti aldrei að vera andlag til skattlagningar í hátekjuskattsþrepi. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Skattlagning lífeyristekna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.