Morgunblaðið - 03.06.2022, Qupperneq 21
✝
Ingi Einar Jó-
hannesson
fæddist 19. janúar
1932 á Dynjanda í
Grunnavíkur-
hreppi. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eyri á Ísafirði
25. maí 2022.
Foreldrar hans
voru hjónin á Dynj-
anda, Rebekka
Pálsdóttir, f. 22.
nóvember 1901, d. 28. nóvember
1984, og Jóhannes Einarsson, f.
14. maí 1899, d. 6. júní 1981.
Systkini Inga eru: 1) Jóhanna, f.
4. apríl 1926, d. 30. júní 1932. 2)
Óskar, f. 1. nóvember 1927, d. 1.
febrúar 1993. 3) Páll, f. 26. mars
1929, d. 7. ágúst 2012. 4) Rósa, f.
5. júlí 1930, d. 27. febrúar 2017.
5) María, f. 29. október 1934, d.
31. júlí 2018. 6) Felix, f. 9. júlí
1936. 7) Jóhanna, f. 8. desember
1938, d. 24. ágúst 2019.
Ingi giftist 31. maí 1958
Gunni (Gógó) Guðmundsdóttur
frá Oddsflöt í Grunnavík, f. 15.
mars 1934, d. 8. desember 2007.
Foreldrar hennar voru hjónin
Elísa G. Einarsdóttir, f. 1. júlí
1900, d. 6. mars 1985, og Guð-
mundur Á. Pálsson, f. 8. október
1895, d. 2. júní 1967. Synir Inga
Víðir Kári Vignisson, f. 3. apríl
1995, og Laufey Lóa Brynj-
arsdóttir, f. 2. júní 1997, sam-
býlismaður Guðmundur Elí
Þórðarson, f. 22. febrúar 1995.
Ingi ólst upp á Dynjanda til
ársins 1948 er fjölskyldan flutti
að Bæjum á Snæfjallaströnd.
Hann var á vertíðum, mest frá
Keflavík og einnig landmaður
og landformaður á bátum frá
Ísafirði, m.a hjá Óskari bróður
sínum. Var í útgerð í um tutt-
ugu ár með bátinn Dynjanda ÍS
59 ásamt Sigurjóni Hallgríms-
syni. Var síðan kirkjuvörður í
Ísafjarðarkirkju frá 1982 til
2003.
Ingi og Gógó bjuggu allan
sinn búskap í Túngötu á Ísafirði,
fyrst í nr. 12 og síðan í nr. 18.
Þar bjó hann til ársins 2015 en
flutti þá á Hlíf, íbúðir aldraðra,
og síðan á Eyri árið 2016 þar
sem hann bjó þegar hann lést.
Þau reistu sér sumarbústað í
Tunguskógi og dvöldu þar heilu
sumrin. Ingi unni æskustöðvum
sínum í Jökulfjörðum heitt, var í
Grunnvíkingafélaginu á Ísafirði
og sat í stjórn þess í fjölmörg ár.
Þá var hann í Harmonikufélagi
Vestfjarða og var formaður
þess um tíma.
Ingi Einar verður jarðsung-
inn frá Ísafjarðarkirkju í dag, 3.
júní 2022, og hefst athöfnin kl.
14. Beint streymi verður á Fa-
cebook-síðu Viðburðastofu
Vestfjarða.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
og Gógóar eru: 1)
Jóhannes Bekk, f.
9. desember 1955,
d. 21. janúar 2010,
maki Alda Svan-
hildur Gísladóttir,
f. 17. febrúar 1953.
Börn: Jón Þór Þor-
leifsson, f. 7. sept-
ember 1974, faðir
hans var Þorleifur
Jónsson, f. 14. jan-
úar 1950, d. 17.
febrúar 1980, sambýlismaður
Mario Le Duy, f. 2. nóvember
1997, og Ingi Bekk, f. 10. maí
1983, sambýliskona Aðalbjörg
Sigurðardóttir, f. 16. apríl 1984.
Þau eiga þrjú börn. 2) Elvar
Guðmundur, f. 23. janúar 1959,
maki Dagný Selma Geirsdóttir,
f. 26. maí 1959. Börn: Gunnar
Ingi Elvarsson, f. 14. janúar
1986, maki Hrefna Stefánsdóttir
f. 12. nóvember 1986. Þau eiga
tvö börn. Dagbjört Sunna Elv-
arsdóttir, f. 13. maí 1995, sam-
býlismaður Helgi Rafn Guð-
mundsson, f. 2. desember 1986.
3) Brynjar, f. 27. maí 1966, maki
Guðbjörg Ragnheiður Jóns-
dóttir, f. 5. ágúst 1969. Börn:
Sævar Þór Vignisson, f. 4. ágúst
1992, sambýliskona Sunna
Sturludóttir f. 17. ágúst 1994,
Þú fórst í gegnum lífið með
jákvæðni og gleði að leiðarljósi,
húmorinn og orðheppnin aldrei
langt undan, oft hrókur alls
fagnaðar í góðra vina hópi, ætt-
rækinn, elskaðir að vera fyrir
norðan á æskuslóðunum og und-
ir þér alltaf best með mömmu og
fjölskyldunni. Alvarlegur þegar
þess þurfti við en aldrei sá ég
þig skipta skapi eða heyrði þig
halla orði á neinn. Og aldrei
vildir þú láta hafa neitt fyrir
þér. Svona man ég þig alltaf.
Ég vil kveðja þig með bæn-
inni sem langamma þín, Jó-
hanna á Dynjanda, kenndi sín-
um afkomendum og þú lærðir í
þínum uppvexti á Dynjanda:
Jesús mér ljúfur lýsi,
leið þú mig Jesú kær.
Jesú mér veginn vísi,
vertu mér Jesú nær.
Hafðu mig Jesú hýri,
handanna á milli þín.
Jesú mér stjórni og stýri,
stoð Jesú vertu mín.
Takk fyrir allt pabbi. Við hitt-
umst aftur síðar.
Brynjar.
„Nei, ert þetta þú, Stubba
mín, ertu komin,“ sagðirðu í
hvert skipti sem við hittumst,
brostir til mín breiðasta og fal-
legasta brosi í heimi og knúsaðir
mig, umvafðir mig ást og um-
hyggju. Elsku ljúfi, góði, bros-
mildi, jákvæði, óeigingjarni,
hjartahlýi, glaði, fyndni og
skemmtilegi afi minn. Það er svo
sárt og svo erfitt að kveðja þig í
síðasta skiptið besta vin minn og
besta afa í heimi.
Það koma ótal minningar upp
í hugann þegar ég hugsa til þín,
allar svo góðar, skemmtilegar
og hlýjar. Ég var svo heppin að
fá að verja miklum tíma með þér
og ömmu, í Túngötunni, í sum-
arbústaðnum, í bílnum á ferða-
lagi, í fellihýsinu, í Djúpinu, í
Grunnavík og í Flæðareyri.
Hvar sem þið voruð og hvert
sem þið fóruð, þangað var ég
velkomin.
Við áttum saman ótal stundir
í Túngötunni. Þar vorum við
saman dag eftir dag, á virkum
dögum og um helgar. Í mörg ár
kom ég til ykkar að borða
grjónagraut eftir skóla og fékk
hjálp með heimavinnuna. Við
spiluðum á spil og æfðum okkur
á harmonikkuna. Um helgar
borðuðum við saman góðan mat
og spiluðum svo langt fram eftir
kvöldi. Svo var best af öllu að fá
að kúra hjá ömmu og afa, oftar
en ekki í þinni holu því þú tókst
ekki annað í mál en að ganga úr
rúmi fyrir Stubbuna þína og
svafst á dýnu á gólfinu meðan ég
kúrði uppi í hjá ömmu. Minning-
arnar úr sumarbústaðnum eru
ófáar, við áttum það sameigin-
legt að geta setið úti á palli og
notið sólarinnar og samverunn-
ar tímunum saman, dag eftir
dag, á besta og fallegasta stað í
heimi.
Seinna var ég svo heppin að
fá vinnu á Eyri, sem var heimilið
þitt síðustu árin. Þar fékk ég að
hitta þig næstum daglega. Fékk
að bjóða þér góðan daginn þegar
ég mætti í vinnu á morgnana,
kyssa þig góða nótt áður en ég
fór heim á kvöldin og fékk að
eiga með þér margar ógleyman-
legar stundir, bara ég og þú.
Ég er svo þakklát og heppin
að hafa fengið að alast upp við
alla hlýjuna og ástina sem þú
gafst mér. Takk fyrir allar sam-
verustundirnar, takk fyrir
traustið, takk fyrir öll hlýju
knúsin, takk fyrir öll ferðalögin,
takk fyrir öll ráðin, takk fyrir öll
samtölin um allt á milli himins
og jarðar, takk fyrir stuðning-
inn, takk fyrir að sýna mér þol-
inmæði og fyrir að kenna mér
hvað það er sem skiptir mestu
máli í lífinu.
Lífið er tómlegt án þín, það er
skrítið að geta ekki heyrt í þér
eða hitt þig aftur en það er gott
að vita að núna eruð þið amma
sameinuð, loksins. Fyrir mörg-
um árum lofaði ég ömmu að ég
skyldi passa upp á þig þegar
hún væri farin, núna getið þið
passað hvort upp á annað. Núna
getið þið notið þess að vera sam-
an þar sem það er alltaf sumar
og alltaf sól, þar sem brekkurn-
ar eru alltaf bláar af berjum, þar
sem svartfuglsegg, svið og
brauð með stappaðri skúffuköku
eru alltaf á boðstólum og þar
sem harmónikutónlistin hljóm-
ar.
Við hin pössum hvert upp á
annað, eins og við lofuðum þér.
Elsku afi minn, Guð geymi
þig, elsku ljósið mitt.
Þín afastelpa,
Dagbjört Sunna
Elvarsdóttir.
Elsku afi.
Það er sárt að kveðja þig en
það hjálpar að vita til þess að
amma tekur á móti þér. Að vera
afasonur Inga Jóh. var mikið
stolt að bera. Það þekktu þig
flestir og allir vissu hvaða góða
mann þú hafðir að geyma. Í mín-
um augum varstu afi minn og
góður vinur.
Það var gott að koma til ykk-
ar ömmu í Túngötuna. Að gista
hjá ykkur var það besta. Góður
matur, spilað og fengið sér ís.
Fyrsta flokks dekur sem endaði
með góðri sögustund uppi í rúmi
og þú lagðist á dýnu okkur
ömmu við hlið oftar en ekki, því
það þurfti að fara vel um strák-
inn. Það skipti ekki máli hvort
það var helgi eða virkur dagur,
alltaf var ég velkominn. Ef það
var skóli næsta dag, var vaknað
með mér og skutlað. Þannig gat
þetta gengið í nokkra daga,
þangað til að ég þurfti að
„flytja“ aftur heim.
Á þessari stundu hellast yfir
mig ótal minningar. Til að
mynda þegar þú reyndir að
múta mér með fullum ruslapoka
af nammi ef ég tæki bita af vel
kæstri skötu, yfir í það að fara
tveir í skemmtilegustu matar-
menningarferðirnar í Arnardal.
Við áttum margt sameigin-
legt, spiluðum t.d. saman á
harmonikkuna. Ég vopnaður
nótum og þú eltir í takt eftir
eyranu. Það var gaman að geta
spilað saman og hef ég reynt að
halda því aðeins við en er nú
orðinn eins og þú, nótnalaus og
fylgi laginu eftir eyranu.
Fyrsta vinnan mín var hjá
þér. Eftir mikið suð lést þú í
minni pokann og leyfðir mér að
taka smá vinnu yfir sumartím-
ann í kirkjugörðunum. Það urðu
síðan fjögur sumur. Þú áttir í
miklum vandræðum með að
dekra ekki afastrákinn þar sem
að það átti auðvitað jafnt yfir
alla að ganga. Þannig að ég var
bara vinnumaður og svo þegar
við fórum í mat heim, þá var það
ljúfurinn hans afa. Góðir sum-
artímar sem skilja eftir mikinn
lærdóm.
Þegar ég hóf matreiðslunámið
mitt sýndir þú því mikinn áhuga.
Varst alltaf að spyrja hvernig
gengi. Nokkrum árum eftir út-
skrift flutti ég til Noregs og
gerðir þú þér ferð með mömmu
og pabba. Ógleymanlegt. Við
ferðuðumst um nágrenni bæjar-
ins og nutum þess að vera sam-
an. Mér þótti svo vænt um að fá
þig í heimsókn.
Það eru ófáar stundirnar sem
við áttum saman í sumarbú-
staðnum. Allir sáu að þar leið
Ingi Einar
Jóhannesson
þér best. Fluttir með ömmu úr
Túngötunni yfir sumartímann
og fluttir ekki til baka fyrr en
sumarbústaðarreglurnar tóku
gildi. Þegar minnið hjá þér fór
að bresta leitaði hugur þinn allt-
af þangað. Ég á endalausar
minningar þaðan með þér sem
mér þykir afar vænt um. Enda
ákváðum við Hrefna að gifta
okkur þar sumarið 2020, á nýju
lóðinni sem búið var að gera svo
fína. Hjá okkur Hrefnu kom
ekkert annað til greina en að
halda athöfnina í sumarbústaðn-
um og með fossinn á bak við.
Það gerist ekki fegurra.
Þakka þér fyrir hversu góður
afi þú varst mér, til þín gat ég
alltaf leitað. Þú varst mér svo
kær. Það var líka svo fallegt að
sjá hversu glaður þú varst þegar
við komum með krakkana til
þín. Gleðin skein úr augunum
þínum þegar þú sást þau koma
inn. Þeim þykir afar vænt um
afa sinn og ég mun gera mitt
allra besta að varðveita minn-
inguna um langafa.
Þinn,
Gunnar Ingi.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Valdimar Briem)
Það eru forréttindi ungs fólks
og barna að umgangast fullorðið
fólk en það eru forréttindi okkar
að hafa haft Inga Jó í okkar liði.
Í dag, og á næstu Flæðareyr-
arhátíð, munum við frændfólk
Inga fagna lífi hans.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Ingi frændi sem síðar varð
Ingi afi var alveg einstaklega
ljúfur við okkur Óskarsbörn og
barnabörn. Hann fylgdist alltaf
vel með ferðum okkar og gjörð-
um fyrir norðan. Hann átti
endalausar sögur af frændgarð-
inum á Dynjanda. Hver annarri
skemmtilegri og alltaf hló hann
manna hæst. Hann var alltaf
glaður og stutt í háværan og
hvellan hláturinn, því hláturinn
lengir jú lífið, já og sólin!
Við fjölskyldan þökkum þér
kæri vin yndislegar samveru-
stundir og kveðjum Inga frænda
með hjartans þakklæti. Minning
þín verður ljós í lífi okkar, barna
þinna, barnabarna og barna-
barnabarna.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Lydía Ósk, Krist-
ján, Lydía Hrönn
og Iðunn Rún.
Lífsbátur Inga Jóhannesson-
ar er nú kominn í naust. Vertíð-
inni er lokið. Kærkomin hvíldin.
Við rerum nokkrar vertíðir sam-
an á kirkjuskipinu á Ísafirði.
Það var gott að hafa hann í
áhöfninni. Ég kynntist honum
vel og við áttum vináttu. Ég
þekkti líka vel til hans. Hafði
jarðsungið sæmdarhjónin for-
eldra hans og marga fleiri úr
Grunnavíkurhreppi. Merkilegt
fólk allt saman.
Til að lýsa mótun Inga má
nefna það að hann fór snemma á
sjó og beitti línu fram á þilfars-
báti í pusi og kulda. Þegar ekki
var róið, lét móðir hans hann
sofa með ullarvettlinga sem hún
hafi borið júgursmyrsl í, því áta
af línunni fór ekki vel með hend-
ur manna. Það var lítið um létta-
verk um borð og Ingi var einn
þeirra sem efldust með hverri
raun, þykknaði undir hönd og
var breiður um herðar.
Hann varð kirkjuvörður í Ísa-
fjarðarkirkju og kirkjugarðs-
vörður um leið. Það mátti reiða
sig á hann. Þótt störfin væru
orðin önnur, voru handtök og
framganga algjörlega viðeig-
andi. Hann gat látið heyra til sín
og slegist um en hann gat líka
verið virðuleikinn sjálfur á svo
eðlilegan hátt.
Starf hans var snúningasamt
og á meðan við messuðum í sal
menntaskólans var mikill stóla-
burður og tilfæringar og þá
knýttust herðarnar. Verkefnin
voru ekki öll eins og jólamessur,
heldur þungbær verk sem sner-
ust kannski um fallna félaga.
Alltaf átti hann styrk og við-
urkvæmileika, þessi grallari sem
hann gat verið.
Hann hafði frá mörgu að
segja og ekki stóð á meinfyndn-
um tilsvörum hjá honum. Hann
gat staðið fyrir hlátrasköllum og
ekki hefði miklu verið komið í
verk ef hann hefði ekki sagt
stopp og komið sér og öðrum að
verki.
Hann var einn af þessum
sönnu Íslendingum, sem ekki
flíkaði trú sinni og tilfinningum,
þótt hvoru tveggja væri vel fyrir
komið í brjósti hans. Þetta veitti
honum æðruleysi sem gaf styrk
þeim sem með honum voru á
lífsleiðinni.
Ég þakka honum fyrir mig og
fyrir störfin fyrir Ísafjarðar-
kirkju og sé hann fyrir mér
ganga frá naustinu til bæjar, þar
sem nú eru fagnaðarfundir.
Jakob Ágúst
Hjálmarsson.
Þeim fækkar frændsystkin-
unum að vestan. Hópurinn var
stór sem kom árlega suður til að
fara á vertíð suður með sjó.
Frændurnir stórir og karlmann-
legir í augum litlu stúlkunnar á
heimilinu á Stýrimannastígnum
og alltaf var pláss hjá móður
minni, Maju frænku þeirra. Ingi
frændi var einn þeirra. Man
fyrst eftir honum í Bæjum á
Snæfjallaströnd árið 1953 þar
sem foreldrar hans bjuggu. Eft-
ir mikla keyrslu á gamla For-
dinum hans pabba vorum við
flutt með árabát yfir Lónið, 5
ára snótin að sunnan var fram-
lág og þreytt þegar þessi stóri
og fallegi maður tók í hönd
hennar og leiddi og tilkynnti
henni að hann héti Ingi frændi.
Hann og Gógó frænka áttu eftir
að vera til staðar fyrir mig á ár-
unum sem ég bjó á Ísafirði.
Frændur mínir bönkuðu gjarn-
an upp á og færðu björg í bú,
fisk, rækju, svartfuglsegg og
fleira. Þegar búið var að svíða
sviðin á haustin var hringt í
ungu konuna að sunnan í mat,
hvergi voru sviðin betri en hjá
frændfólkinu. Eftirminnilegasti
mannkostur Inga er hversu
elskur hann var börnum. Hann
nálgaðist þau eins og um full-
orðið fólk væri að ræða og
spjallaði við þau um allt mögu-
legt. Börnin mín áttu fallegt
skjól á heimili þeirra í Túngöt-
unni, þar var mikill gestagangur
og mikið matast. Drengirnir
mínir voru ekki rólegustu börn-
in á Ísafirði en í augum
hjónanna voru þeir algjör ljós.
Þeir voru aldrei nefndir annað
en Skarfarnir. Það breyttist
ekki þó þeir væru orðnir full-
orðnir feður.
Það var mikið lán fyrir Ísfirð-
inga þegar Ingi réðst til starfa
hjá Ísafjarðarkirkju. Þar gegndi
hann því vandasama verki að
vera sóknarbörnum innan hand-
ar jafnt í gleði og sorg. Mæt
kona fullyrti við mig áður en
hún dó að hann hefði í starfi sínu
sýnt bæjarbúum ógleymanlega
hlýju, væri einstakur maður.
Með þeim orðum kveð ég ein-
stakan frænda og þakka honum
allt.
María Maríusdóttir.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022
Yndislegi eiginmaður minn og besti vinur,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
RUNÓLFUR HARALDSSON,
fyrrverandi bóndi á Syðri-Rauðalæk,
síðar til heimilis á Birkivöllum 28,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
laugardaginn 28. maí. Útförin fer fram frá
Árbæjarkirkju laugardaginn 4. júní klukkan 13.
Elsie Júníusdóttir
Sigríður Runólfsdóttir Valgeir Harðarson
Valgerður Lára Runólfsdóttir
Ólafía Ósk Runólfsdóttir Þórir Bjartmar Harðarson
barnabörn og barnabarnabörn
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið
minningargreinar, fengið upplýsingar úr
þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að
þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt
í áratugi þegar andlát ber að höndum.
Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar
eru aðgengilegar öllum.
www.mbl.is/andlát