Morgunblaðið - 03.06.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.06.2022, Qupperneq 24
Eygló Gunnþórsdóttir á 70 ára afmæli í dag. Innilega til hamingju með dag- inn, elsku mamma okkar. Þú gefur lífinu svo sannarlega lit. Hrefna Sif Gunnarsdóttir Ásdís Rán Gunnarsdóttir Gunnþór Ægir Gunnarsson Vignir Þór Gunnarsson Börkur Eiríksson Joan Corsame 70 ára 24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú hefur skuldbundið þig til stórra hluta og ættir nú að segja stopp við fleiri verkefnum. Þú ert með góð spil á hendi, ekki klúðra því. 20. apríl - 20. maí + Naut Nú er rétti tíminn til að hrinda í framkvæmd þeim áætlunum sem þú hefur svo lengi unnið að. Þér finnst þú heppn- asta manneskja undir sólinni. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Margir fá snilldar-skyndi- hugmyndir, en þú ert ein/n af þeim sem kunna að láta þær rætast. Fáðu vini þína til liðs við þig. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Eitthvað sem þú vildir gera fyrir 5 árum en gast ekki, er aftur uppi á ten- ingnum. Fylgdu straumnum, það borgar sig stundum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Einhver kemur þér til aðstoðar án þess að þú hafir óskað eftir því. Einhverjar óvæntar uppákomur verða seinni part dags. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Að hika er sama og tapa og þú þarft ekki frekari undirbúning. Ekki troða öðrum um tær. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er ástæðulaust að fyllast sektar- kennd út af þeim hlutum sem ekki er á þínu valdi að breyta. Stundum er gott að telja upp að tíu áður en maður segir eitt- hvað. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Gættu þess að gera ekki of miklar kröfur til annarra. Nú er rétti tíminn til að stefna félögunum saman til fundar og leggja á ráðin. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þess er krafist að þú sinnir málefnum sem tengjast fjölskyldunni. Vatnaskil verða í vissu máli í þessum mán- uði. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þótt það sé ágætt að hafa nóg að gera verður þú að varast að taka að þér of mörg verkefni í einu. Hafðu varann á gagnvart tunguliprum sölumönnum. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Hafir þú ekki gaman af hlut- unum skaltu láta þá vera. Ekki setja öll eggin í sömu körfuna. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er ekki nauðsynlegt að aðrir séu þér sammála í öllum atriðum. Þú færð mörg prik fyrir góða hugmynd. ingar höfnuðu EES-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu þar í landi. Síðustu tvö árin í ráðuneytinu vann ég með málefni sýslumanna, Neyðarlínunnar og að verkefni fjög- urra ráðuneyta um Landskrá fast- eigna, sem fól í sér að sameina helstu skrár um fasteignir í landinu, fasteignaskrá Fasteignamats ríkis- ins og þinglýsingabækur sýslu- manna. Landskrá fasteigna, sem síð- ar fékk heitið fasteignaskrá, er leiddar til lykta í ráðuneytinu, en ekki fyrir dómstólum eins og nú. Ég fékk sex mánaða leyfi og vann hjá EFTA Secretariat í Genf 1992-1993 og þar var unnið að undirbúningi innleiðingar EES-samningsins, m.a. að skipulagi EFTA Suveillance Authority (ESA) og EFTA- dómstólsins, sem upphaflega átti hvort tveggja að vera staðsett í Genf. Það var því verulegur skellur í desember 1992 þegar Svisslend- M argrét Hauksdóttir fæddist 3. júní 1962 á Fæðingarheim- ilinu í Reykjavík. Hún bjó í Meðal- holtinu til sjö ára aldurs, síðan tvö ár á Hávallagötu og þaðan flutti fjöl- skyldan í nýbyggt einbýlishús, sem foreldrar hennar byggðu, í Austur- gerði í Reykjavík. „Á sumrin dvöldum við systkinin ásamt móður minni í Stykkishólmi hjá móðurömmu minni. Faðir minn sinnti sínu starfi í bænum og kom oft um helgar í Hólminn. Í Stykkishólmi á sumrin var undursamlegt að vera og var spennandi heimur.“ Margrét var fyrstu tvö árin í Ís- aksskóla, síðan í Öldugötuskóla (gamli Stýrimannaskólinn), Breiða- gerðisskóla og Réttarholtsskóla. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund og var þar virk í félagslífinu. „Ég var í stjórn nem- endafélagsins og var gjaldkeri og yfir skemmtanasviði, sem fól í sér að skipuleggja og sjá um nemenda- böllin og tónleika. Þar fékk ég mikil- væga reynslu í rekstri, bókhaldi og markaðssetningu með því að semja við skemmtistaði, hljómsveitir, aug- lýsa viðburðina og tryggja að þeir skiluðu hagnaði, standa skil á op- inberum gjöldum, þ.e. skemmt- anaskatti og stefgjöldum.“ Eftir fyrsta ár í MS fór Margrét sem skiptinemi á vegum AFS til Kali- forníu í Bandaríkjunum í eitt ár. Að loknu stúdentsprófi lagði Margrét stund á nám í lögfræði og lauk cand. juris-prófi 1989. „Um það leyti sem tvö eldri börnin mín voru í háskólanámi þá fór ég í MBA-nám hjá Háskóla Íslands og lauk því 2010.“ Margrét var í sumarstarfi sem flugfreyja tvö sumur þegar hún var í lagadeildinni. Sem laganemi var Margrét í sumarstarfi í dóms- og kirkju- málaráðuneyti og hóf störf þar strax að loknu laganámi. „Þar var mitt æskuheimili sem lögfræðingur og þar hlaut ég góða undirstöðu í stjórnsýslunni. Ég vann mest með sifjamál, þ.e. skilnaðarmál, um- gengnismál, meðlagsmál, ættleiðing- armál og forsjárdeilur sem voru þá sameiginleg skrá um fasteignir, þinglýsingar fasteigna, mat fast- eigna, lögheimili, staðföng og af- mörkun fasteigna á landupplýsinga- grunni. Ég fylgdi verkefninu um Landskrá fasteigna til Fasteigna- mats ríkisins árið 2000 og varð að- stoðarforstjóri árið 2002 og síðan forstjóri árið 2013. Margir áhugaverðir málaflokkar hafa verið innan stofnunarinnar, sem nú er Þjóðskrá Íslands, eftir sameiningu við Þjóðskrá árið 2010 sem þá var undir dóms- og kirkju- málaráðuneytinu. Skráin, þjóðskrá, er skrá yfir einstaklinga sem búsett- ir eru hér á landi og eru allar breyt- ingar á stöðu hvers einstaklings, lög- heimilisbreytingar o.fl. þar skráðar frá vöggu til grafar. Málaflokkur Ís- land.is var undir Þjóðskrá Íslands á árunum 2011-2019 og þá komst á gott samspil við innleiðingu raf- rænnar stjórnsýslu þjóðskrár og fasteignaskrár auk innleiðingar og útbreiðslu á Mínar síður, rafræns pósthólfs, Íslykilsins og rafrænnar auðkenningagáttar. Nú eru kaflaskil hjá Þjóðskrá Ís- lands og hjá mér sem forstjóra stofnunarinnar. Innviðaráðherra hefur ákveðið að flytja fasteignaskrá frá Þjóðskrá til Húsnæðis- og mann- virkjastofnunar. Ég óska þess að málaflokki fasteignaskrár verði til framdráttar að fá áhuga og athygli ráðherra. Ég hef beðist lausnar frá embætti forstjóra frá 31. júlí og mun taka við og leiða nýtt framþróunar- verkefni í Stjórnarráðinu að loknu sumarleyfi. “ Margrét var í stjórn Stéttarfélags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins 1993-2000, formað- ur í stjórn MBA-félags Háskóla Ís- lands Alumni 2012-2015, sat í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana frá 2018 og formaður félagsins frá 2019 til 2021. Áhugamál Margrétar eru mörg og tengjast mikið hreyfingu og sam- verustundum með fjölskyldunni og vinum. „Við hjónin eru algjörlega samstiga og stundum áhugamálin saman. Við förum ávallt í 3ja til 5 daga fjallgöngu á hverju sumri og oft með allt á bakinu. Þá eru hjól- Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands – 60 ára Börnin og tengdadóttir Frá vinstri: Jón Ágúst, Hildur Rut, Stefanía og Haukur í sextugsafmæli Hannesar í mars 2022. Alls konar tímamót Hjónin Hannes og Margrét við Grænahrygg í júlí 2021. Með barnabörnunum Alba, Margrét og Birnir í garðinum heima í vor. Við Hækk um nni í gleð i Indriði Úlfsson á 90 ára afmæli í dag. Hann fæddist á Héðinshöfða á Tjörnesi og ólst þar upp. Indriði var skólastjóri Oddeyrarskóla á Akureyri í 30 ár. Hann var ritstjóri tímaritsins Heimilis og skóli um tíma, hefur skrifað 21 barnabók og safnað barnaleikritum eftir íslenska höf- unda, sem gefin verða til skólasafns- ins á Akureyri. Hann hefur skrifað framhaldsleikrit fyrir börn í útvarp- inu og barnaleikrit sem sýnd hafa verið í sjónvarpinu. Leikfélag Akur- eyrar setti enn fremur leikrit á svið eftir Indriða. Eiginkona Indriða er Helga Þórólfs- dóttir og eru þau búsett á Akureyri á veturna en á Héðinshöfða á sumrin. Þau eignuðust tvö börn. Árnað heilla 90 ára Ljósmynd/Rúnar Þór Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.