Morgunblaðið - 03.06.2022, Qupperneq 25
reiðar stundaðar hérlendis og er-
lendis og hjólin ávallt tekin með í
fellihýsaútilegurnar, fluguveiðin er
stunduð mun sjaldnar og núorðið er
það aðeins einn veiðitúr á sumri,
svigskíðin á veturna og nú erum við
að stíga okkar fyrstu spor á göngu-
skíðum og vorum á námskeiði í
Austurríki fyrr á þessu ári. Þá hefur
vinahópurinn okkar hvatt okkur í
golfið og við höfum tekið gott nám-
skeið og höfum farið fyrsta 18 holu
hringinn með hópnum. Næsta mál á
dagskrá er að skrá sig í golfklúbb.“
Fjölskylda
Eiginmaður Margrétar er Hannes
Guðmundsson, f. 21.3. 1962, raf-
magnsverkfræðingur og sviðsstjóri
hjá Verkís hf. „Við höfum verið bú-
sett í Laugarásnum í 25 ár og kunn-
um afar vel við okkur þar.“ For-
eldrar Hannesar: Guðmundur E.
Hannesson, f. 12.9. 1933, d. 17.1.
1975, verkstjóri hjá RARIK, og Sól-
veig Halblaub, f. 21.9. 1939, sjúkra-
liði. Þau voru búsett í Reykjavík og
voru gift.
Börn: 1) Hildur Rut Halblaub, f.
13.8. 1984, listfræðingur, búsett í
Reykjavík; 2) Haukur Hannesson, f.
13.11. 1989, iðnaðarverkfræðingur,
eiginkona hans er Stefanía Erla
Óskarsdóttir, f. 12.7. 1989, markaðs-
fræðingur. Búsett í Reykjavík.
Þeirra börn eru Hrafntinna Alba, f.
20.8. 2014 og Birnir Theodór, f.
27.11. 2018; 3) Jón Ágúst, f. 5.5.
1995, hugbúnaðarverkfræðingur og
er í masternámi í Kaupmannahöfn.
Systkini Margrétar eru Jón
Haukur, f. 5.8. 1952; 2) Brandur, f.
14.1. 1961, rafmagnsverkfræðingur
búsettur í Búkarest; Ólafur Þór, f.
10.3. 1964, héraðssaksóknari búsett-
ur á Akranesi, og Kristín, f. 24.5.
1966, myndlistarmaður og ljósmynd-
ari, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Margrétar. Haukur
Haraldsson, f. 13.5. 1931, d. 28.1.
2014, deildarstjóri hjá Trygginga-
stofnun ríkisins, og Auður Jóns-
dóttir, f. 12.11. 1930, húsmóðir og fv.
fulltrúi hjá Tryggingastofnun ríkis-
ins. Þau voru gift og búsett í Reykja-
vík.
Margrét
Hauksdóttir
Ástríður Jónasdóttir
húsmóðir í Höskuldsey
Páll Guðmundsson
bóndi í Höskuldsey á Breiðafirði
Kristín Pálsdóttir
húsmóðir og saumakona í Elliðaey og Stykkishólmi
Jón Breiðfjörð Níelsson
vitavörður í Elliðaey á Breiðafirði
Auður Jónsdóttir
húsmóðir og fv. fulltrúi í Reykjavík
Dagbjört H. Jónsdóttir
húsmóðir á Sellátrum
Níels Breiðfjörð Jónsson
bóndi á Sellátrum í Breiðafirði
Jóhanna Jóhannsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Brandur Jónsson
verkamaður í Reykjavík
Margrét Brandsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Haraldur Guðmundsson
ráðherra, alþingismaður
og sendiherra, bjó í Reykjavík
Rebekka Jónsdóttir
húsmóðir á Ísafirði, dóttir Jóns
Sigurðssonar alþm. á Gautlöndum
Guðmundur Guðmundsson
prestur í Gufudal og ritstjóri á Ísafirði
Ætt Margrétar Hauksdóttur
Haukur Haraldsson
deildarstjóri í Reykjavík
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022
Faxafeni 14
108 Reykjavík
www.z.is
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„JÆJA, ÞÁ ER ÞETTA KOMIÐ. HVAÐ ERU
160 KÍLÓ DEILT MEÐ TVEIMUR?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... það þegar hann horfir
á þig dáleiddur.
ER GOTT AÐ VERA
HÆTT AÐ VINNA?
MUNIÐ ÞAÐ, GOTT FÓLK … ÞAÐ
ERU TVÆR HLIÐAR Á HVERJU
MÁLI!
HEYRÐIRÐU ÞAÐ,
HELGA!
JÁ… ÞAÐ ER SANNLEIKURINNOG SVO
ÞÍN HLIÐ!
„FRÁBÆRT, ÞÚ FANNST ÞAÐ. VIÐ SKULUM
ÞÁ BYRJA.“
HJÓNABANDS-
RÁÐGJÖF
HJÓNABANDS-
RÁÐGJÖF
Hinn snjalli ljóðaþýðandi Helgi
Hálfdánarson segir í for-
mála bókar sinnar „Japönsk ljóð
frá liðnum öldum“ að „tanka“ sé
eftirlætis-ljóðform Japana. 31 at-
kvæði skipast reglulega í 5 ljóð-
línur, 5, 7, 5, 7 og 7 atkvæði í
línu. Í tönku er hvorki rím né
háttföst hrynjandi, enda áherslu-
munur atkvæða mjög lítill í mál-
inu sjálfu, áferð þess er jöfn.
Þetta er fyrsta tankan sem ég
lærði og er eftir Ísúmí Síkibú
landstjórafrú, – Hárið:
Ég lá endilöng,
og svart hár mitt var úfið,
mér stóð á sama,
ég gat einungis hugsað
um hann sem hafði ýft það.
Helgi segir að japanska stakan
sé öðru fremur náttúruljóð og
spyr hvað sé unaði náttúrunnar
nærtækara en ljóð:
Hvar er sá maður,
sem heyrir söng náttgalans
meðal blómanna,
eða sér frosk hjá vatni,
og ekki fer að yrkja?
Og hingað heim á Boðnarmjöð.
„Allra meina bót“ segir Guð-
mundur Arnfinnsson:
Morgunkaffið léttir lund,
linar straff og kvíðann,
einnig snafs í morgunmund
mér vel skaffar líðan.
Á mánudag skrifaði Ingólfur
Ómar Ármannsson „Nú fer að
styttast í að rigni“:
Glóey varma gefur mér
gróður skrælir allan.
Hitabrækjan búin er
að brenna á mér skallann.
Sama dag orti Guðmundur um
veðrið og kallar Umskipti:
Grúfði yfir þokan þétt,
þakti jarðarbólin,
alveg hefur henni létt,
í heiði skín nú sólin.
Enn yrkir Guðmundur og enn
kallar hann stökuna Umskipti:
Streymir regn úr geimsins gátt,
gráta dimmu skýin.
Við Mývatn er af mýi fátt,
en mörg eru þar býin.
Þórunn Hafstein grípur boltann
á lofti og kallar „Í gær og í dag“:
Þokan læddist þung sem blý,
þungt var yfir Vogi.
Sést þó núna sólin hlý
og sumars himinbogi.
En svo:
Aftur fyrir sortnar sól,
sumarljóminn allur burt.
Þoka vefur byggð og ból,
birtan kvödd með pí og kurt.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Tönkur og ferskeytlur