Morgunblaðið - 03.06.2022, Síða 28

Morgunblaðið - 03.06.2022, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022 VIÐTAL Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Að stefna saman reynsluboltum og þeim sem eru að taka fyrstu skrefin í heimildamyndagerð hér á Íslandi, hefur alltaf verið markmið Skjald- borgar. Hátíðin ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra,“ segir Karna Sigurðar- dóttir, einn af skipuleggjendum Skjaldborgar, há- tíðar íslenskra heimildamynda sem haldin verður um hvítasunnu- helgina á Pat- reksfirði, 3.-6. júní. „Myndirnar í ár koma úr fjöl- mörgum áttum. Meðal annars frá fólki sem hefur verið lengi í kvikmyndagerð en þarna eru líka mörg ný andlit, sem er ein- mitt svo skemmtilegt við Skjaldborg. Til dæmis sýnum við mynd eftir nemanda úr Kvikmyndaskólanum, önnur mynd er eftir nemanda sem hefur verið í breskum kvikmynda- skóla og einnig er mynd eftir nema úr Háskóla Íslands þar sem kenndur er grunnur í heimildamyndagerð,“ segir Karna. Hún bætir við að þrem- ur myndum, sem voru frumsýndar í fyrra, hafi verið boðið að taka þátt núna í keppninni, vegna þeirra sér- stöku aðstæðna að hátíðinni var af- lýst í fyrra vegna Covid. „Annars er ævinlega frumsýn- ingarkrafa á hátíðinni. Margir börð- ust við að ljúka við gerð sinna mynda á Covid-tímum og í fyrra var eina skiptið sem hátíðin hefur ekki verið haldin síðan hún var fyrst haldin árið 2007. Skjaldborgarhátíðin er í hópi elstu kvikmyndahátíða landsins og þetta er í fimmtánda sinn sem hún er haldin. Hún er mjög mikilvægur vettvangur fyrir heimildarmyndahöf- unda.“ Örmyndir eftir flóttafólk Þrettán myndir verða sýndar núna auk þess sem verk í vinnslu verða kynnt. Eins og ævinlega eru myndir á hátíðinni fjölbreyttar og fjalla um ólík málefni. „Fólk kemur oft inn í heimildar- myndagerð úr ólíkum áttum og úr öllum stéttum. Fyrir vikið eru efn- istökin fjölbreytt. Þarna er mynd um tengsl þjóðarinnar við sundlaugar og sundlaugamenningu, mynd um hljómsveitina Moses Hightower, mynd sem fjallar um hvernig lista- menn mættu Covid, mynd um börn kvótakerfisins og mynd um konu með fötlun og samband hennar við hendur sínar og fjölskyldu. Svo fátt eitt sé nefnt. Í sérdagskránni erum við m.a. með örmyndir eftir flóttafólk og innflytjendur sem búa á Ísafirði og segja frá sínum hversdagsleika, enda er mjög mikilvægt að sögur séu sagðar frá fjölbreyttum sjónarhorn- um. Okkur finnst skemmtilegt að sjá að hátíðin í ár ljær afar fjölbreyttum hópum rödd.“ Ástarsaga tveggja kvenna Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er Magnus Gertten, margverðlaunaður heimildarmyndagerðarmaður frá Svíþjóð. Hann hlaut Teddy-verð- launin á Berlinale fyrir heimildar- myndina Nelly & Nadine en hún verður opnunar- mynd Skjald- borgar. „Við erum ótrúlegt stolt af því að fá þessa mynd sem opnunarmynd. Þetta er ástarsaga tveggja kvenna sem felldu hugi saman á aðfangadag árið 1944 í Ravensbruck-útrýmingarbúðunum. Þrátt fyrir aðskilnað síðustu mánuði seinni heimsstyrjaldarinnar náðu þær saman á ný og vörðu ævikvöld- inu saman. Í verkinu afhjúpar dótt- urdóttir Nellyar hina ótrúlegu og ósögðu sögu ástkvennanna sem nær yfir heimshöfin og samfélagsleg norm þess tíma. Einnig sýnum við mynd Magnusar Gerttens, Every Face has a Name, en hún byggist á dýrmætu sögulegu efni. Leikstjórinn fór í rannsóknarferðalag í gegnum gamalt heimildaefni sem var tekið upp árið 1945 þegar hátt í tvö þúsund manns stigu á land í Malmö í nýfund- ið frelsi eftir dvöl í útrýmingarbúðum nasista. Í verkinu leggur Magnus Gertten upp í þá vegferð að finna fólkið á myndunum, ljá þeim rödd og tengja við persónu nafnlausra and- lita,“ segir Karna og bætir við að myndin kallist á við flóttamanna- vanda nútímans. Ari Eldjárn og filmurnar Karna segir að Skjaldborg sé uppskeruhátíð heimildarmyndahöf- unda á Íslandi. Hluti af hátíðinni sé þó einnig að sinna ákveðnu fræðsluhlutverki með því að skapa aðstæður til samtals. „Þetta árið eru aðrir dagskrárliðir í brennidepli sérlega veglegir. Í tengslum við hátíðina verða heima- myndadagar og sýnt verður valið efni frá heimafólki á Vestfjörðum um helgina. Þá býðst fólki að koma með efni úr fórum sínum, hvort sem er á filmum, vídeóspólum eða á stafrænu formi. Oft er þetta eitthvað sem fólk hefur ekki skoðað lengi og þessi heimilismyndbönd gefa okkur dýr- mæta sýn á veruleikann og hvers- daginn. Við verðum með heimamyn- dabingó þar sem spilað verður upp úr þessu heimagerða myndefni Vest- firðinga,“ segir Karna. Hún bætir við að Björg Sveinbjörnsdóttir, frá Hversdagssafninu á Ísafirði, muni gefa áhorfendum innsýn í hljóðin úr eldhúsi ömmu sinnar. „Ari Eldjárn ætlar að fylgja áhorf- endum gegnum myndefni frá fjöl- skyldu sinni en hann hefur sankað að sér alls konar efni úr þeim ranni, enda er hann sérlega áhugasamur um filmur, gamlar myndavélar, varpa og og tæknina sem fylgir því. Kvikmyndasafn Íslands verður með sérdagskrárlið þar sem sýnt verður áður óbirt efni frá þessu svæði, Vest- fjörðum. Við vinnum út frá því að há- tíðin er á Patreksfirði. Staðsetningin er hluti af hátíðinni og við viljum að dagskráin endurspegli hversu dásamlegt er að vera í sumarnóttinni á þessum stað. Oddi fiskvinnsla á Patreksfirði skaffar hráefni í plokk- fiskveislu sem kvenfélagið reiðir fram fyrir hátíðargesti. Heimabakað rúgbrauð verður þar á borðum og ætíð skapast mjög góð stemning í þessari veislu, þar sem gestir hátíðarinnar og heimamenn koma saman. Eftir síðasta dagskrárlið í bíóinu á sunnudeginum er mikill há- punktur þegar skrúðganga fer frá Skjaldborgarbíói að félagsheimilinu, þar sem verður verðlaunaafhending, bæði dómnefndarverðlaun og áhorf- endaverðlaun. Síðan verður kongó- dans og hin árlega limbókeppni. Há- tíðin endar á sveitaballi, þar sem hin vestfirska hljómsveit Celebes frá Suðureyri við Súgandafjörð heldur uppi stuðinu. Skjaldborg er mikil stemningshátíð, heimildarmynda- gerð er ástríðufag og einstakt fyrir fólk að safnast saman í fjörð eins og Patreksfjörð með kollegum og heimafólki. Á þessari hátíð er ein- staklega hlý og falleg stemning og mikill samtakamáttur, enda verður oft til samstarf og verkefni á hátíð- inni sjálfri. Dæmi þar um er heimild- armyndin Hækkum rána, sem verð- ur einmitt sýnd núna í fullri lengd en hún kom fyrst á Skjaldborg sem stuttmynd.“ Nánar á: skjaldborg.is, facebook: skjaldborg.hatid.islenskra.heimilda- mynda, instagram.com/skjald- borg_heimildamyndahatid Okkar sýn Á Skjaldborgarhátíðinni verða sýndar örmyndir eftir flóttafólk og innflytjendur sem búa á Ísafirði og segja þeir þar frá sínum hversdagsleika. Í aftari röð f.v.: Nina Ivanova, Abdullrahmwan Albdaiwi, Abdullah Alb- daiwi, Yuliia Voloshchenko, Kateryna Ozhyhova. Fyrir framan eru Ayah Albdaiwi, Ruaa Albdiwi. Verðlaunamynd Úr Nelly & Nadine, opnunarmynd Skjaldborgar í ár. Staðsetningin hluti af hátíðinni - Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg verður haldin á Patreksfirði 3.-6. júní - Þrettán myndir sýndar og verk í vinnslu verða kynnt - Með elstu kvikmyndahátíðum landsins og haldin í 15. sinn Magnus Gertten Karna Sigurðardóttir Þorvaldur Jónsson opnar sýning- una Hundurinn er til staðar í NORR11 á Hverfisgötu í dag, föstu- dag, kl. 16. Rauður þráður sýning- arinnar er hundur að skíta, skv. til- kynningu. Þar segir að verk Þorvaldar séu eins konar sögusvið þar sem ýmsar atburðarásir eigi sér stað. „Til að mynda má í þeim sjá nakið fólk í hringdansi, bófa sem er búinn að týna þýfinu sínu og málara sem stigið hafa í málningu og spora allt út eftir sig. Rauði þráður sýning- arinnar er þó hundar að skíta,“ seg- ir í tilkynningu og titill sýningarinnar sagður vísun í verkið „The Artist Is Present“ þar sem höfundurinn, Marina Abramo- vic, sat gegnt gestum sýningarinnar og starði í augun á þeim. „Á sama hátt er eitthvað mjög einlægt við að horfa í augun á kúkandi hundi, hann algerlega berskjaldaður og óvarinn,“ seg- ir í tilkynningunni. Augnablik sem vert sé að fanga. Hundurinn er til staðar í NORR11 Sýnir Þorvaldur Jónsson. Silva Þórðardóttir söngkona og Steingrímur Teague, píanóleikari og söngvari, fagna vínylútgáfu standardaplötunnar More Than You Know með tónleikum í Mengi á morgun, 4. júní, kl. 20.30. „Tvær raddir, wurlitzerhljóm- borð og dempaður ómur af píanói í næsta herbergi. Þetta er uppleggið á plötunni More Than You Know sem kemur út á vínyl nú í júní og inniheldur sex gamla jazzstand- arda og einn nýlegan,“ segir í til- kynningu og að markmiðið hafi verið að láta á það reyna hvort hægt væri að framreiða þessi lög á einhvern svipsterkan máta þannig að ekki fari á milli mála um hvaða plötu sé að ræða. Niðurstaðan skyldi vera plata sem hljómaði í senn framandi og kunnugleg. „Til þess að allt verði með veglegasta móti á útgáfutónleikunum slæst Daníel Friðrik Böðvarsson í hópinn á hljóðgervil og gítar,“ segir í tilkynningu. Plötuútgáfu fagnað í Mengi Syngur Silva Þórðardóttir. Enska söngkonan Kate Bush á óvænta endurkomu á lista Spotify yfir mest spiluðu lögin í Bretlandi og situr lag hennar, „Running Up That Hill“ frá árinu 1985, nú í toppsæti þess lagalista. Þessar ný- tilkomnu vinsældir lagsins má rekja til nýjustu og fjórðu þátta- raðar Stranger Things á Netflix þar sem lagið gegnir mikilvægu hlutverki og er leikið margoft. Þættirnir hafa slegið met Netflix hvað varðar áhorf yfir fyrstu helgi í sýningum, þ.e. af þeim sem eru á ensku. Lag Bush hefur einnig farið sem eldur í sinu um samfélags- miðla, að því er fram kemur í frétt á vef BBC, nánar tiltekið TikTok og Twitter. Þá er það fjórða mest streymda lagið á heimsvísu á Spotify og í efsta sæti lagalista iTunes frá Apple. Lagið er nú orðið vinsælasta lag Bush frá upphafi, sé litið til fjölda streyma á því. Lag Bush slær í gegn á ný Vinsæl Bush ung að árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.