Morgunblaðið - 03.06.2022, Side 29

Morgunblaðið - 03.06.2022, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ “Top Gun: Maverick is outstanding.” “Breathtaking” “It’s the BEST MOVIE OF THE YEAR!” “Might be the best movie in 10 years.” “Top Gun: Maverick is fantastic.” “Best Action Sequel Of All Time” “What going to the movies is all about” “You must see this one in the theater.” “a must see!” U S A TO D AY 72% Empire Rolling StoneLA Times STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER.SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI BENEDICT CUMBERBATCH ELIZABETH OLSEN chiwetel ejiofor BENEDICT WONG xochitl gomez MICHAEL STÜHLBARG RACHEL MCadams 96% Empire The Playlist BBC The sun Total FilmRogerEbert.com Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru afhentir í gær í 15. sinn í Gunnarshúsi og hlutu þá þrír efnilegir rithöfundar sem fá hver um sig hálfa milljón króna í styrk fyrir verk sín. Guðmundur Magnússon hlaut styrk fyrir ljóða- bókina Talandi steinar; Nína Ólafs- dóttir fyrir skáldsöguna Þú sem ert á jörðu og Örvar Smárason fyrir smásagnasafnið Svefngríman. Samkvæmt upplýsingum frá Mið- stöðinni eru Nýræktarstyrkir veittir árlega fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvell- inum, óháð aldri, og til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sög- ur, ljóð, leikrit og fleira. Nýræktar- styrkir hafa verið veittir frá árinu 2008; tveir til fimm styrkir í hvert sinn og valið er úr innsendum hand- ritum, en alls bárust 60 handrit í ár. Frá upphafi hafa rúmlega sjötíu höf- undar hlotið viðurkenninguna fyrir afar fjölbreytt verk, en meðal þeirra eru Fríða Ísberg, Sverrir Norland, Benný Sif Ísleifsdóttir, Hildur Knútsdóttir og Dagur Hjartarson. Að vali styrkhafa standa bók- menntaráðgjafar Miðstöðvarinnar, með samþykki stjórnar. Ráðgjafar í ár voru Hanna Steinunn Þorleifs- dóttir og Ingi Björn Guðnason. Næmni, nánd og húmor Í umsögn þeirra um ljóðabók Guð- mundar segir: „Talandi steinar er ljóðabálkur þar sem lýst er á áhrifa- ríkan hátt dvöl ljóðmælanda á geð- deild og viðureign hans við sálarang- ist og söknuð. Höfundur yrkir af næmni og skilningi á viðfangsefninu og dregur upp sannfærandi mynd af ljóðmælanda og samferðafólki hans á deildinni. Myndmál bókarinnar er lágstemmt en sterkt og býr yfir breytilegum endurtekningum sem ljá verkinu ljóðræna dýpt. Þetta heildstæða verk býr yfir framvindu um leið og hvert ljóð stendur sjálf- stætt sem sjónhending inn í tilveru þeirra sem glíma við geðsjúkdóma.“ Um skáldsögu Nínu segir: „Þú sem ert á jörðu lýsir á næman og grípandi hátt ægivaldi náttúrunnar á heimskautaslóðum, þar sem mann- eskjan ein má sín lítils. Höfundur skapar áþreifanlega nánd við óvægin náttúruöflin, teiknar upp harða lífs- baráttu í ísköldu vetrarríki og elur á óvissu um nánustu framtíð. Sögu- hetjan er ein til frásagnar og er hug- arheimur hennar dreginn skýrum dráttum. Frásögnin er hljómfögur og myndræn, orðfærið ríkt og nátt- úrulýsingar ógnvænlegar.“ Um smásagnasafn Örvars segir: „Svefngríman hefur að geyma átta sögur sem dansa á mörkum hvers- dagslegra frásagna og furðusagna. Höfundur hefur gott vald á smá- sagnaforminu, vinnur markvisst með afmörkuð sögusvið og samspil persónanna við ólík rými. Hann hef- ur næmt auga fyrir smáatriðum sem vega þó þungt í heildarmynd hverr- ar sögu fyrir sig. Sögurnar eru harmrænar og sársaukafullar en um leið hafa þær húmorískan undirtón.“ Samkvæmt upplýsingum frá Mið- stöð íslenskra bókmennta er Guð- mundur fæddur og uppalinn í Garð- inum á Suðurnesjum. Hann er menntaður kvikmyndagerðarmaður sem hefur unnið að gerð heim- ildamynda og vinnur nú að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Hann hefur birt smásögur í tímaritinu Stínu og gert útgáfusamning við Bjart um útgáfu ljóðabókarinnar Talandi steinar. Nína er fædd í Reykjavík og lauk B.Sc.-prófi í líffræði frá HÍ og M.Sc.- prófi frá Háskólanum á Hólum með áherslu á vatnavistfræði. „Nína er umhverfissinni og ötul útivistarkona og náttúran birtist sem burðarás í starfi, námi og áhugamálum,“ eins og segir í tilkynningu. Örvar er ljóðskáld, rithöfundur, tónlistarmaður og tónskáld. „Hann er menntaður í handritaskrifum frá kvikmyndaskólanum FAMU í Prag, og er með BA-gráðu frá HÍ í kvik- myndafræði og útskrifaðist úr meistaranámi í ritlist vorið 2021. Örvar er þekktur fyrir verk sín í tón- listarheiminum en hann er stofnandi hljómsveitarinnar múm og með- limur FM Belfast frá upphafi.“ Ljóðabók, skáldsaga og smásagnasafn styrkt - Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta veittir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gunnarshús Þau Nína, Örvar og Guðmundur hlutu nýræktarstyrki í gær. Í tilefni af því að 250 ár eru liðin frá Íslandsleiðangri Sir Josephs Banks verður í dag, föstudag, kl. 15 opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðu um Banks og leiðangurinn, sem var fyrsti breski vísindaleiðangurinn til Íslands. Í kynningu á sýningunni kemur fram að Joseph Banks var enskur náttúrufræðingur og landkönnuður með brennandi áhuga á grasafræði. „Hann var vellauðugur landeigandi og af þingmönnum kominn. Hann nam við helstu menntasetur Eng- lands: Harrow, Eton og Christ Church í Oxford. Hann skrifaðist á við um 3.000 manns, m.a. nokkra Íslendinga. Nú er unnið að útgáfu bréfasafns hans, en alls hafa um 20.000 bréf varðveist. Banks var alla tíð handgenginn bresku ríkisstjórn- inni og Georg konungi III, sat í trúnaðarráði konungs og varð sér- fræðingur bresku ríkisstjórnarinnar í málefnum Íslands. Hann var gerður að barónet 1781 og var um ævina kjörinn til setu í 72 vísindafélögum víða um heim. Hann var merkis- maður á sinni tíð, fyrsti Íslandsvin- urinn, verndari Íslands á stríðstímum og bjargvættur,“ segir í sýningar- skrá. Þar er jafnframt rakið hvert til- efni Íslandsheimsóknar hans var. Við opnunina í dag flytja stutt ávörp Ingibjörg Steinunn Sverris- dóttir landsbókavörður, Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Anna Agnarsdóttir prófessor emeritus, og Sumarliði Ísleifsson lektor. Því næst opnar Lilja Alfreðs- dóttir, menningar- og viðskiptaráð- herra, sýninguna. Sýningin er sam- starfsverkefni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Menningar- og viðskiptaráðuneytis, Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands, Háskóla Íslands, Náttúruminjasafns Íslands og British Library. Íslandsleiðangur Sir Josephs Banks 1772 Ungur Sir Joseph Banks um þrítugt 1733. Stuttu eftir heimkomuna frá Íslandi sat hann fyrir hjá portrett- málaranum Sir Joshua Reynolds. List á tímum loftslagsvár er yfirskrift mál- þings sem Listahátíð í Reykjavík efnir til í Klúbbi Listahátíðar í Iðnó í dag, föstudag, kl. 14. „Málþingið er haldið í tengslum við stórsýning- una Sun & Sea í Hafnarhúsi. Í lok þess er gestum er boðið að fylgj- ast með lokaæfingu verksins. Í samstarfi við Malmö Konsthall, tónlistarhátíðina Borealis í Bergen og sviðslistahátíðina CPH Stage í Kaupmannahöfn er áleitn- um spurningum um ábyrgð og hlutverk listarinnar á þessum við- sjárverðu tímum varpað fram og breiðum hópi boðið að borð- inu,“ segir í til- kynningu. Gestir í pall- borði verða Vaiva Grainyté frá Sun & Sea, Arnbjörg María Daníelsen, leikstjóri og listrænn stjórnandi hjá Norræna húsinu; Helga Ögmundardóttir lektor við félagsfræði-, mannfræði- og þjóð- fræðideild HÍ og Rúrí, mynd- listarkona. Umræðustjóri er Guðni Tómasson, dagskrárgerð- armaður hjá RÚV. Málþingið fer fram á ensku og er aðgangur ókeypis. List á tímum loftslagsvár til umræðu Rúrí Guðni Tómasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.